Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Síða 15
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987.
15
Málfríður
Eiríksdóttir.
-„Ég ertrúlaus
og fer aldrei í
kirkju.“
DV-mynd GVA
flokka. Ég syngi þeim lof og prís sem
láta mig hafa kort en bölvi hinum.
En ég get sagt þér að þetta er helvít-
is lygi en að sjálfsögðu er ég mjög
þakklát þeim er aðstoða mig við
kortasöfnunina.
Vantar fleiri póstkort
Ég vonast til að koma kortunum í
22.000 en það virðist erfitt að fá ein-
stök kort. Ég fæ mikið af eins kortum
en þau teljast ekki með í safninu.
Gömlu kortin, sem gengu manna á
milli á fyrstu áratugum aldarinnar,
þykja mér skemmtilegust. En þau
eru orðin sjaldséð nú til dags. Þau
voru meira í fagurfræðinni þá heldur
en kortin eru nú.
Nýlega fékk ég kort frá syni mínum
í Danmörku. Það er verst að nú er
hausinn farinn að bresta. Ég man
ekki orðið hvort ég á fyrir afbrigði
sumra kortanna sem ég fæ send. Það
getur tekið marga daga að finna örfá
eintök.
Sum kortin eru komin í möppur.
En það er alveg óþolandi kostnaður
að koma öllu safninu fyrir í möppum.
Plasthólfin eru nánast bara fáanleg
fyrir tvær stæröir korta en kortin
eru jú misjöfn að stærð. Að sjálf-
sögðu þyrfti ég að eiga miklu meira
af möppum en þær eru bara svo hel-
víti dýrar. Ég má ekki við að eyða
svo miklu í óþarfa. Öll söfnun er jú
óþarfi.“
- Hefur þú aldrei komið út fyrir
landsteinana?
„Nei, og aidrei langað til þess. Ég
segist vera svo mikill ættjarðarvinur
að ég geti ekki fariö til útlanda og
orðið ættjörðinni til skammar. Ég fer
stundum að heiman að heimsækja
kunningja en stoppa aldrei lengi. Ég
fer aldrei á mannamót og aldrei i
kirkju því ég er trúlaus og hyski eins
og ég hefur ekkert að gera í kirkju.
Ég fylgi sjaldan kunningjunum til
grafar en hef þó verið þvinguð til aö
fara í kirkju. Dauðir eru dauðir og
hvernig ættu þeir að vita hvort ég
fylgi þeim til grafar? Ég trúi ekki á
líf eftir þetta líf.“
Ferallt gangandi
- Nú ert þú búlaus og býrð um 16
kílómetra frá Egilsstöðum. Hvernig
nærö þú í þínar nauðsynjar?
„Ég geng venjulega en þó þarf ég
ekki oft að ganga alla leið því það
keyrir alltaf einhver fram á mig. Ég
hef alltaf verið gefin fyrir göngur.
Örorkan kemur ekki að sök í þeim
efnum. Að vísu er ég ekki eins fljót
að aflýjast ef ég geng mig þreytta eins
og áður.
En ég geri innkaupin mín sjálf því
mér leiðist að rella í öðrum og bíða
eftir þeirra hentugleikum. Það þoli
ég ekki. Ekki þar fyrir að það sé tek-
iö illa undir þá sjaldan ég bið um
farargreiða."
- Leiðist þér aldrei?
„Nei, mér leiðist ekki oft eða ekki
að staöaldri. Áður var ég mikið fyrir
bækur en ég hef lesiö minna á seinni
árum. Þetta bókarusl, sem ég hef hér
heima, er marglesið. Ég get þó fengið
lánaðar hækur en þá er að bera þær
heim og skila. Nei, póstkortin eru
óþrfótandi tómstundagaman. Svo hef
ég tvo ketti. Mér þykir gaman að
dýrum. Ég treysti mér þó ekki til
þess að hafa hund. Ég veit ekki hvað
fólk segði ef það sæi mig með hund.
Trúlega mundu menn annaðhvort
skjóta mig eða loka hundinn inni eða
skjóta hundinn og loka mig inni. (Já,
láttu það hara koma.)“
Langaði að kjósa þrjá flokka
- Fylgist þú með stjórnmálum?
„Ég er pólitískt viðrini - sit alltaf
heima á kjördag. Áður kaus ég til
skiptis Sósíalista- og Sjálfstæðis-
flokkinn. Það hðu aldrei nema
nokkrar vikur frá því að flokkurinn,
sem ég kaus, gerði eitthvað sem ég
var hundóánægð með. Loksins
komst ég að þeirri vísindalegu niður-
stöðu að kjósa ekki.
Ég kaus Vigdísi á sínum tíma og
þótti vel við hæfi að kjósa konu. í
síðustu kosningum langaði mig að
kjósa þrjá flokka. Ég var hlynnt
málefnum Kvennalistans en ég vissi
ekkert um konuna sem var efst á
lista hér eða hverra manna hún er.
Mér leist vel á málefni Þjóðarflokks-
ins en var ekki sátt við hstann. Svo
þóttu mér alþýöubandalagsmenn
ekki harðir í stjórnarandstöðu og of
linir í verkalýðsbaráttunni. Ég sat
því bara heima.
Það er svo mikið fals í flokkapóli-
tíkinni sem meira að segja ég sé í
gegnum en það er sennilega af þvi
að mig skorti trúna.“
Þar með var spjallinu við Málfríði
lokið. Hún þáði bilfar með blaða-
manni að næsta bæ, Rangá, en
þangað sækir hún mjólkina í gamla
málningardós með loki.
-GK
Það er
sko
leikfanga-
úrval
Berjuáa
INNKAUPASTJÓRAR, PANTIÐ TÍMANLEGA
FYRIR JÓLIN
INGVAR HELGASON HF.
Vonarland v/Sogaveg, sími 37710