Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Page 32
44 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Keflavík Umboðsmaður okkar í Keflavík, ofan Hringbrautar, er Margrét Sigurðardóttir, Óðinsvöllum 5, sími 13053. Vinsamlega athugið breytt heimilisfang. GUmudetld [ J (j Byrjendanámskeið í glímu l( er að hefjast ''s hjá glímudeild KR 3. nóv. og verða æfingar á eftirtöldum dögum: DRENGIR 16 ÁRA OG YNGRI: þriðjudaga kl. 19.00 - 21.40 föstudaga kl. 19.00 - 21.40 Þjálfari Sigtryggur Sigurðsson Æfingar fara fram í fimleikasal Melaskóla. Innritun og upplýsingar í síma 19963. Afsöl og sölutilkynningar Ertu að kaupa eða selja bíl? Þá höfum við handa þér ókeypis afsöl og sölutiikynningar á smáauglýsingadeild Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta fasteignarinnar Aðalstræti 59, Patreksfirði, þingl. eign Ólafs Haraldssonar og Elmu Óskarsdóttur, ferfram eftir kröfu Veðdeild- ar Landsbanka íslands og Ásgeirs Thoroddsen hdl. í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 5. nóvember 1987 kl. 15.30. _____________________Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð þriðja og siðasta á fasteigninni hluta Móatúns 18, Tálknafirði (merkt 02.02), þingl. eign Jón Samúelssonar, fer fram eftir kröfu Samvinnubanka Islands hf„ Veðdeildar Landsbanka íslands og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. nóv. 1987 kl. 17.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteign- inni Vélsmiðja á Patreksfirði, þingl. eign Haraldar Aðalsteinssonar, fer fram eftir kröfu Reynis Karlssonar hdl. i skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, fimmtudaginn 5. nóvember 1987 kl. 15.30. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Aðalstræti 119, Patreksfirði, þingl. eign Jóhanns Vals Jóhannssonar og Hörpu Pálsdóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. nóvember 1987 kl. 15.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Grænabakka 8, Bíldudal, þingl. eign Jónu Runólfsdóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs, Veðdeildar Lands- banka islands og Samvinnutrygginga í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 5. nóvember 1987 kl. 14.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Túngötu 33, Tálknafirði, þingl. eign Gunn- björns Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar K. Sigurjónssonar hdl., Jóhanns Þórðarsonar hdl„ Ólafs Axelssonar hrl„ Skúla J. Pálmasonar hrl„ Tómasar Þorvaldssonar hdl„ Jóns Hjaltasonar hrl„ Útvegsbanka íslands hf„ Iðnaðarbanka íslands hf. og Veðdeildar Landsbanka Islands i skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 5. nóv. 1987 kl. 15.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á jörðinni Stökkum I, Rauðasandshreppi, þingl. eign Hjart- ar Skúlasonar, Ingvars Hjartarsonar og Skúla Hjartarsonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hrl„ Brunabótafélags Islands, Kristins Hall- grimssonar hdl., Guðmundar Kristjánssonar hdl„ Jóns Ingólfssonar hdl„ Sigurmars K. Albertssonar hrl„ Sveins H. Valdimarssonar hrl„ Reynis Karls- sonar hdl„ Guðjón Steingrímssonar hrl„ Arnar Höskuldssonar hdl. Valgarðs Briem hrl., Eggert B. Ólafssonar hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 5. nóvemb- er 1987 kl. 14.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Leigubílar á ferð um götur Reykjavikur. Bréf í leigubíl Reykjavík 14. okt. Kæri vin. Gamla fólkið, sem ég kynntist í æsku, trúði aldrei á að góðæri gæti varað. Heit og sólrík sumur hlutu að boða fimbulvetur. Nú um tíma hefur allt verið á uppleið hérlendis: aukinn kaupmáttur, hækkun á fiskafurðum erlendis og allir virö- ast hafa verið að græða. Þetta hefur lætt að mér þeim grun að nú sé eitthvað að. Minnugur orða gamla fólksins, sem nú er flest dautt og grafið, hefur mér fundist sem hér væri sleginn falskur tónn því að frá því ég man eftir mér hefur allt ve- rið að fara í vaskinn hér heima. Og viti menn: Góðæriö er skyndi- lega farið veg allrar veraldar og allt komið í vaskinn og ég fyllist vongleði á nýjan leik. Nú er allt í einu tekið fyrir hagvöxtinn, við- skiptahalh skiptir milljörðum og núverandi ríkisstjórn ætlar í eitt skipti fyrir öll að ráðast gegn vand- anum. Mér fór strax að líða betur við þessi tíðindi, eða skal kalla það ótíðindi? Þetta var þó eitthvað sem maður kannast við og ég fór hrein- lega að fmna til vellíðunar þegar fréttir bárust af fjárlagagati. Svo lengi sem elstu menn muna hefur fjárlagagatið verið á sínum stað og ef það hyrfi skyndilega má líkja því við missi náins ættingja. Allir gráta gatið Ég er víst þeirrar undarlegu gerð- ar að vera eini maðurinn í landinu sem fagnar fiárlagagatinu, alla vega linnir ekki gráti og kveinstöf- um frá einstaklingum og öðrum líknarstofnunum yfir því hvað rík- ið vegi nú þungt að þeim persónu- lega og þeim samtökum sem menn eru í forsvari fyrir. Ég get ekki að því gert að ég fyllist einhverri Þórð- argleði að lesa og heyra um allt þetta japl og jaml og fuður. Ung- mennafélag íslands ætlar að hætta sinni starfsemi vegna þess að það fær ekki nóga peninga frá ríkinu. Hvar er nú gamli ungmennafélags- andinn? Ætli hann sé farinn veg allrar veraldar eins og samvinnu- hugsjónin sem byggð var á þjóð- ernisást bænda norður í Þingeyjar- sýslu en er nú orðin eins og hver önnur verslunarvara í þjóðfélagi gróðahyggjunnar? Dettur nokkr- um manni í hug að hann hafi hag af því að vera limur í kaupfélagi í dag fremur en að vera hluthafi í lífeyrissjóði, svo dæmi sé tekið? Ef við viljum spara fé í dag þá gerum við okkar innkaup í Hagkaupi því þar er vöruverðið lægst vegna þess að þar ræður gróðahyggjan ríkjum, eða hvað? Kaupfélög á hausnum Nú berast daglegar fréttir af kaupfélögum sem eru komin á höf- uðið. Á Svalbarðeyri fór vís allt norður og niöur og fyrir vestan fór á sama veg. Nú uppgötvar fólkið, sem er hmur í þessum kaupfélög- um, allt í einu að það á að draga Bréftil vinar Sæmundur Guövinsson upp veskið og borga. Verður þá ýmsum á að spyrja: hvar er Sam- bandið? Er ég ekki félagi í Sam- bandinu og er ekki Sambandið samvinnufélag allra sem eru í kaupfélaginu. En þá kemur for- stjóri SÍS fram á Rás 2 og segir að sér komi kaupfélögin ekki við, - hver maður verði að bera ábyrgð á sjálfum sér, hvort sem hann er inn- víxlaður í kaupfélag eður ei. Ýmsir urðu hvumsa við þessi ummæli og spurðu hvers menn ættu að gjalda fyrir að vera í félaginu og Sam- bandinu. Þá gerði forstjóri SÍS alþjóð grein fyrir því að SÍS væri ekki til fyrir fólkið heldur væri SÍS fyrirtæki sem væri í því að gera bisness og ef einhver kaupfélög úti á landi færu á hausinn væri það alfarið þeirra sem enn héngju þar á horriminni en ekki forstjóra SIS. Það var og Eitthvað af þessum hugleiðingum mínum varð til að ég fór að bera vandræði þjóðarbúsins upp við leigubílstjóra sem ók mér spöl á dögunum. Er ekki að orðlengja það nema við gleymdum báðir stað og stund og ókum vítt og breitt um bæinn, hvorugur minnugur þess hvert förinni var upphafleg ætlað. Hann sagði þessa velmegun í þjóð- félaginu vera fals og lygi frá upphafi til enda því við værum endalaust að slá lán erlendis til að halda hér uppi lífskjörum sem ekki væru á rökum reist. Nú er ég þann- ig geröur að mér hættir oft til að andmæla viðmælanda, jafnvel þótt ég sé í hjarta mér innilega sam- mála því sem hann hefur fram að færa. Nema hvað ég fer að bera í bætifláka fyrir ástandið og segi það alls ekki svo bölvað því hér hafi flestir nóg aö bíta og brenna og ef á skorti þá komi ríkið til skjalanna og hjálpi þeim sem eiga erfitt. Það var og segir bílstjóri og ég uppgötva að hann er kominn á 100 kílómetra hraða í átt til Keflavíkur en sjálfur hafði ég nú ekki ætlað lengra en á Hverfisgötuna. Ekki þorði ég að gera athugasemd við þetta, enda gat svo sem vel verið að maðurinn ætti erindi til Keflavíkur. En á ofsa- hraða var ekið til Njarðvíkur þar til bílstjóri áttar sig á að þar er ' enga Hverfisgötu að finna og snýr við. En allan þennan tíma segir hann mér sögur af skelfilegum við- skiptum sínum við Gjaldheimtuna, Bifreiðaeftirhtið, ónefnda lögfræð- inga og þar fram eftir götunum. Ég tók þann kost að jánka öllu í þeirri von að komast allavega til Reykja- víkur aftur, ekki brjálaðri en ég var þegar ég pantaði bíl á Hverfisgöt- una. Og í bæinn komumst við og ég aftur til míns heima, enda löngu búinn að gleyma hvað ég ætlaði að gera á Hverfisgötuna. En svona getur farið ef þú hættir á að fara aö ræða þjóðfélagsmál við blásak- lausa menn sem hafa ekkert sér til saka unnið annað en það eitt að hafa skoðanir. En ég skal taka þaö fram að þetta var ekki bíll frá Bæ- jarleiðum, enda ekki nema normal- menn sem þar halda um stýri. Þorsteinn skammar Ása Eftir þessa eftirminnilegu leigu- bílaferð hafði ég hægt um mig um tíma en hlustaöi þó á hádegisfréttir að venju. Kemur þar fram Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra og lýsir því skýrt og skorinort að Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, hafi sýnt einskæran dónaskap með því að senda sér bréf um kjaramál eftir að hafa fyrst kynnt efnisinni- haldið í fiölmiðlum. Nú vill svo til að ég varundir stjórn Þorsteins hér í dentíð, þegar hann var ritstjóri Vísis, og votta það hér og nú að þar fer drengur góður. En mér hlýnaði um hjartarætur þegar ég heyrði hann taka af skarið og skamma Ása eins og hund og hugsaði með mér að þetta væri af hinu góða. Það er til þess ætlast af forsætisráðherra að hann geti orðið vondur á stund- um og tali tæpitungulaust. Ég komst í svo gott skap að ég fékk mér bæöi jógúrt og ristaö brauð þarna í hádeginu, þjakaður af kvefi og hita. En öll mál hafa tvær hliðar og jafnvel fleiri. Og auðvitað hefur Ásmundur Stefánsson skýringar á reiðum höndum. Hann segist hafa sent bréfið í leigubifreið til forsæt- isráðherra áður en hann sendi það til fiölmiðla. Mér dettur helst í hug að bréfið hafi verið opiö og bílstjór- anum orðið það á að glugga í það meðan hann beið eftir grænu ljósi. Við lesturinn hafi honum orðið svo mikið um aö hann hafi gleymt því gjörsamlega hvar forsætisráðuney- tið er til húsa og því tekið eina hringferð um Suöurnesin áður en hann náði áttum. Var það ekki Oscar Wilde sem sagði einhvern tímann að það hefði eyðilagt líf margra að svara bréfum? Ég ætla bara að vona að Þorsteinn fari ekki að svara bréfinu frá Ása, alla- vega ekki í leigubíl. Þinn vinur, Sæmundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.