Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Page 40
52
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987.
Tíska
DV
. V
Fölbleik dragt frá Chanel, stuttur jakki og egglaga pils.
Mikið ber á bjöllu-, egg- eða blöðrusniðum á pilsunum al-
mennt frá flestum frönsku hönnuðunum.
Agnes de la Fressange sýnir silki-
náttfötfrá Chanel tiskuhusinu. Kodd-
inn er líklega hennar eigin.
Mikiö hefur gengiö á í tískuheiminum tvær undanfamar vik-
ur. í París hafa verið eitt hundrað „prét-á-porter“ sýningar og
hafa um tíu þúsund manns verið í París gagngert til aö fylgj-
ast með af ákafa. Reyndar er hópurinn margfalt stærri þvi
áhugamenn í New York, Tokýo, MOanó, Munchen og London
fylgjast meö úr fjarlægð því það skiptir máli fyrir hönnuði,
fataframleiðendur og verslunarmenn um allan heim hvaða
spor tískumeistarar í París taka. Þó að þessa tíma og sýning-
anna sé beðið af mikilii eftirvæntingu er hún samt meiri
eftirvæntingin þegar hátískusýningamar fara fram, með öllu
hugarfluginu á bak við þær. Það skilur mikið á milli „heute
coutm-e“ hátiskunnar og „prét-á-porter“(tilbúin að klæðast)
sýninganna en fatnaðurinn á þeim sýningum er nær raun-
verulegum smekk eða þörfúm fólks en hátískufatnaðurinn. í
Múnchen og Mílanó var vor- og sumartískan 1988 einnig kynnt
í síðustu viku. í þessari viku er tíðinda að vænta frá fatahönnuð-
um í New York og hefur hópimnn, sem hljópá milli sýninga
í París í síðustu viku, fært sig vestur um haf.
Verðlaun
Á nýafstöðnum sýningum í París var verið að kynna vor- og
sumartískuna fyrir 1988. Þegar öll tískuhúsin höfðu flett ofan
af leyndarmáium sínum safnaðist saman „kviðdómur" sem í
sátu 62 tiskufréttaritarar hvaðanæva úr heiminum. Eftir aö
hafa boriö saman bækur sínar voru verðlaun veitt. Fimm tísku-
hönnuðir voru tilnefndir. Úrslit voru kynnt í Parísaróperunni
miðvikudagskvöldið23. þ.m.
Jean-Paul Gaultier hinn franski hlaut verðlaunin í ár. Hinir
íjórir sem voru tilnefndir voru Emanuel Ungaro, sem er ítalsk-
ur, Claude Montana, franskur, og tveir japanskir hönnuöir,
Issey Miyake og Rei Kawakubo. Franska tískublaðið Marie-
Clarie var valið besta tískublaðið og frönsk blaðakona, sem
skrifar um tisku í Le Figaro, var valin besti blaðamaðurinn.
b>á
Þess er alltaf getið hver hönnuðurlnn er þegar
fatakynnlng fer fram. Hans er ekkl getlð I þessu
tilfelli en hér er stuttur leðurkjóll, með sylgjum,
spennum og rennilás, frá Chanel-tískuhúsinu.
Agnes de la Fressange heitir sýningarstúlkan sem
sýnir kjólinn.
Tískuheimuriim
í -
Vor- og sumartískan 1988 kynnt
í skugga verðbréfahruns