Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 60
 Gyffi Krœtjáreson, DV, Akurejrrt Samvinnubankinn hefur losað átta einstaklinga undan persónu- legum fjárhagsábyrgðuxn sem þeir gengust í fyrir Kaupfélag Sval- barðseyrar, samkvœmt heimildum DV. Um er að ræða aðila sem gengust í ábjTgð fyrir kaupfélagiö á þeim tima þegar það átti í sem mestum fjárhagserfiðleikum. Upphæðin, sem hér um ræðir, nemur 17-20 miHjónum króna. Samvinnubank- inn átti kröfur á hendur þessum einstaklingum eftir gjaldþrot kaup- félagsins en hefur nú failið M því að ganga að eignum manna, samkvæmt heimildum DV. Mál þetta er alls óskylt ððru samskonar máh sem bændur inn- an Kaupfélags Svalbarðseyrar eiga aðild að. Iðnaðarbankinn er hirni aöilmn í því máli og þegar hefur farið iram fjámám hjá viðkomandi einstaklingum vegna þess máls en þar er um minni upphæö að ræða þótt hún sé umtalsverö. Bændurnir, sem eiga hlut aö máli gagnvart Samvinnubankan- um, höföu skriíaö „bænaskjal'1 til stjómar SÍS um að þeir yröu losað- ir undan þessum ábyrgðum og heimildir DV segja aö bankinn hafi tekið ákvörðun um að verða við erindi þeirra. ÞROSTIIR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Ekki vantar höfðingsskapinn hjá SÍS! Síldamnnslan: Kaupaukinn felldur niður Starfsmenn í loðnubræðslu Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað hafa látið af næturvinnubanni því sem hófst á fimmtudagskvöldið enda em þeir nú komnir á vaktir því hráefni streymir nú inn, að sögn starfsmanns í bræðslunni. Framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar fundaði í gær með starfs- mönnunum og segja starfsmenn að þar hafi komið fram vilji til að flýta samningum en samningamir renna út um áramót. Sá kaupauki, sem starfsmenn fengu í vor, hefur verið felldur niður og lækkar þar með tímakaup um 45 krónur á tímann, en kaupauki þessi var settur á til þess að bæta starfs- mönnum bræðslunnar það upp að þeir eiga ekki möguleika á bónus eins og starfsmenn í saltfiskverkun og frystingu. Að sögn framkvæmda- stjóra fyrirtækisins stóð aldrei annað til en að kaupaukinn félh niður þegar vinna í bræðslunni ykist við upphaf vertíðar enda hefði kaupaukinn að- eins átt að standa á milh vertíða. -ój Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýttveð- ur áfram Nú er hæð yfir Noröursjó en lægðir fyrir vestan land. Á sunnu- dag og mánudag em veðurhorfur þessar: Suðlæg átt og hlýtt í veðri, einkum norðaustanlands, rigning um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið á Norður- og Norð- austurlandi. Glaður sokkinn Ekki tókst aö bjarga bátnum Glaði ÍS af strandstað við Flatey á Breiöa- firði. Báturinn strandaöi á skeri og hefur hann fallið af skerinu. Heima- menn á Brjánslæk höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til aö bjarga bátnum en án árangurs. Það var í fyrrinótt sem Glaður féll af skerinu og liggur hann nú á hlið- inni á fimm til sjö faðma dýpi. Það tókst aö bjarga skelflokkunartækj- um og krana af bátnum. Eigendur Glaðs keyptu hann í vor fyrir 22 milljónir króna. Tryggingaverð- mæti bátsins er 12 milljónir. Eigend- urnir hafa því oröið fyrir umtals- veröu tjóni. Með bátnum fóru ýmis önnur verðmæti. Glaður var annar tveggja báta sem öfluöu hráefnis fyrir skelvinnsluna á Brjánslæk og kemur óhappið því afar illa viö atvinnulíf staðarins. -sme LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. DV-mynd KAE Slátrað í jólamatinn Slátrun jólakalkúnanna er hafin í fuglasláturhúsi ísfugls og sagðist Al- freð Jóhannsson hjá ísfugh reikna með því að um 2.700 kalkúnum yrði slátrað fyrir þessi jól. Alfreö sagði að vinsældir kalkúna á jólaborðið færu stöðugt vaxandi og neyslan ykist ár frá ári. „Það er þó nokkur hópur fólks sem borðar alltaf kalkún á jólunum," sagði Alfreð og bætti því við að kalkúnarnir væru 4 til 6 kíló að þyngd að jafnaði en það virtist vera sú stærð sem neytendur kysu helst. Búist er við að verðið á kalkúnum í ár verði um 700 krónur kílóið þannig að verð á fugli af meðal- stærð verður á bilinu 3.000 til 4.000 krónur. Alfreð kvaðst reikna með því að framboð af aliöndum yröi meira í ár en í fyrra en bjóst hins vegar viö því að framboð af aligæsum yrði lítið um þessi jól. -ój Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. - ÁpgflýsinQar - Áskrift - Dreifmg: Sími 27022 Hæstiréttur: Staðfesti munn- lega erfðaskrá Hæstirettur hefur staöfest munnlega erföaskrá sem maður gerði á sjúkra- húsi á árinu 1984. Maðurinn arfleiddi sambýliskonu sína. Þau höfðu verið í sambúð í 30 ár eða frá árinu 1954. Systkini og móðir hins látna sættu sig ekki við að erfðaskráin væri tekin gild og höfðuðu mál til að fá henni breytt. í undirrétti var erfðaskráin dæmd gild og áfrýjuðu ættingjarnir þá til Hæstaréttar. Hæstiréttur stað- festi dóm undirréttar. í dómi Hæstaréttar segir að þótt maðurinn hafi vitað að hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi í nokk- urn tíma áður en hann gerði hina munnlegu erföaskrá þá væri ljóst aö gangur sjúkdómsins var mjög hrað- ur og honum elnaði sóttin skyndilega Ekið á barn Barn varö fyrir bíl við Hólabrekku- skóla í Breiðholti í gær. Slysiö varö um klukkan íjögur. Barnið var flutt á slysadeild. Þaö mun ekki hafa slas- ast alvarlega. Tuttugu og fjórir árekstrar urðu í þann 11. agúst. Að kvöldi 12. agúst 1984 gerir maðurinn munnlega erfða- skrá. Þrír vottar voru er erfðaskráin var gerð. Maöurinn andaðist 14. ágúst 1984. Ekkert kom fram í máhnu um að maðurinn heföi viljað ráðstafa eign- um sínum á annan hátt en fram kemur í hinni umdeildu erfðaskrá. í dómnum segir að á það beri að líta að efni erfðaskrárinnar sé ekki óskynsamlegt og eðlilegt við allar aðstæður. Hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason, Guörún Erlendsdóttir, Hrafn Braga- son og Magnús Þ. Torfason kváðu upp dóminn. -sme í Breiðholti Reykjavík frá klukkan sex í gær- morgun til klukkan átta í gærkvöld. Aðeins ein manneskja slasaðist í þessum árekstrum. Var þaö farþegi í bíl sem lenti í árekstri á Skógarhhð um miðjan dag í gær. -sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.