Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. Útlönd Dýrtíðíkjöl- far verð- hrunsins PáH VflhjálmsBon, DV, Osló: Norðmenn verða að herða sultarólina eru þau skilaboð sera ríkisstiómin sendir út þessa dag- ana. Um næstu áramót mun verð á vörum og þjónustu, eins og tó- baki, bensíni og Suðurlandaferö- um hækka, vegna þess aö ríkiskassinn vill fá meira í surn hlut. KauphaUarhrunið síöustu vik- urnar og slæm staða dollarans kippti stoöunum undan fjár- hagsáætlunum rikisstjómarinn- ar. Til að bregðast viö þessum nýju aðstæðum verður einnig gripið til þess ráös aö draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóðsbækurób. 19-21,5 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 19-23 Ab 6 mán. uppsögn 20-25 Ab 12 mán. uppsögn 22-28 Úb 18mán. uppsogn 31 Ib Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp Sértékkareikningar 8-20.5 Sp Innlan verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsogn 3.5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán meðsérkjör- 19-34 Sp vél. um Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6.5-8 Ab Sterlingspund 8,5-9 Ab.Úb, Vb.Sb Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 8.5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar/forv.) 31-33 Sb Víöskiptavíxlai(forv.) (1) 33-36 eða kaupqenqi Almennskuldabréf 31-35 Sb Viðskiptaskuldaþréf (1) kaupgengi Allír Hlaupareikningarívfirdr.) 33-36 Lb, Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 9-9.5 Úb.Sb. Sb Útlán til framleiðslu ísl. krónur 29.5-31 Sb SDR 8,25-9.25 Sp Bandarikjadalir 9.25-10.75 Sp Sterlingspund 11,50-12 Vb.Bb Vestur-þýskmörk 5,75-6,75 Sp Húsnæðislán 3,5 Liteyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45.6 3.8 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. nóv. 87 31,5 Verðtr. nóv. 87 9.1 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala nóv. 1841 stig Byggingavísitala nóv. 341 stig Byggingavísitala nóv. 106,5stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 5%1 okt. VERÐBREFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,3079 Einingabréf 1 2.420 Einingabréf2 1.417 Einingabréf 3 1,498 Fjölþjóðabréf 1.060 Gengisbréf 1.0295 Kjarabréf 2,420 Lífeyrisbréf 1 216 Markbréf 1.239 Sjóðsbréf 1 1,178 Sjóðsbréf 2 1,135 Tekjubréf 1,268 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvðxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir:. Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýslngar um peningamarkað- Inn birtast i DV á fimmtudögum. Samstarf við Breta og Bandaríkjamenn Páll Vilhjálmsson, DV, Osló: Einn valdamesti maður norska Verkamannaflokksins á áratugun- um eftir stríð, Haakon Lie, hefur sagt í blaðaviðtali að starfsmenn breska og bandaríska sendiráðsins hafi ver- ið sem heimilisvinir í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins á árum kalda stríðsins. Fyrst vildi Lie ekki tjá sig um mál- ið en veitti síðan blaðamanni Norska dagblaðsins viðtal á vetrardvalarstað sínum í Florida í Bandaríkjunum. Haakon Lie var aðalritari norska Verkamannaflokksins árin 1945-1969 og einn af fáum mönnum sem gat skákað Einari Gerhardsen, forsætis- ráðherra og leiðtoga flokksins. í haust hefur verið mikil umræða í norskum íjölmiðlum um njósnir norska Verkamannaflokksins og al- þýðusambandsins um kommúnista og róttæka vinstri menn. Þótt það sé vitað að Haakon Lie búi yfir mikiili vitneskju um þennan kafla í sögu Noregs hefur hann þráfaldlega neit- að að tjá sig um málið við fjölmiðla. Fyrr í vikunni birtu norskir fjöl- miðlar áður óþekktar heimildar um samstarf Haakon Lies um banda- rí'sku leyniþjónustuna á árunum um og eftir seinni heimsstyrjöldina. Heimildirnar eru komnar frá sagn- fræðingnum Dag Tangen sem er sami maðurinn og fann þau banda- rísku skjöl er varða ísland og eru áberandi í íslenskum fjölmiðlum þessa dagana. Þegar upplýsingarnar frá Tangen voru bornar undir Lie í símaviðtali í norska sjónvarpinu sagði hann fréttamanninum að fara til helvítis. Tveimur dögum seinna var hann svo tilbmnn að ræða við blaðamann aft- ur. í viðtali við blaðamann Norska dagblaðsins sagði Lie að samstarfið milli bandarískra og breskra yfir- valda hefði verið umfangsmikið á árunum eftir stríð. „Þeir fengu að vita allt sem þeir vildu vita um Verkamannaflokkinn og voru eins og heimilisgestir í höfuðstöðvum okkar,“ sagði Lie. Lie vildi ekki fara nánar út í það hvemig samstarfinu var háttað og að hve miklu leyti Verkamanna- flokkurinn fór að óskum Breta og Bandaríkjamanna. Fyrr i vikunni sagði Haakon Lie, aðalritari norska Verkamanna- flokksins 1945-1969, sjónvarps- fréttamanni að fara til helvítis er hann var spurður um samstarfið við bandarisku leyniþjónustuna. Nú hef- ur hann leyst frá skjóðunni. Sænsku fangamir nú á bandi unHa Guniflaugur A. Jónsson, DV, Lundi Svíamir tveir, sem hafa í rúma tvo mánuði verið í haldi unitahreyfing- arinnar í Angóla, hafa komið fram á blaðamannafundi í Jamba, höfuð- stöðvum hreyfingarinnar. Sögðust þeir hafa það gott og hafa verið meðhöndlaðir mjög vel á fjórt- án hundruð kílómetra langri göngu- ferð sem þeir hafa nú að baki eftir að hafa verið handteknir í septemb- erbyrjun. Svíamir tveir sögðust nú sjá unita- hreyfmguna í allt öðru ljósi en áður og að þeir væru þeirrar skoðunar að sænska ríkisstjórnin ætti að láta af Svíarnir Gunnar Sjöberg og Kent Anderson sem verið hafa fangar unita- hreyfingarinnar í Angóla í tvo mánuði. Símamynd Reuter efnahagsaðstoð sinni við angólsk stjórnvöld og styðja unita í staðinn. Voru þeir mjög gagnrýnir í garð sænsku ríkisstjórnarinnar fyrir slæ- lega frammistöðu hennar í málinu. Þriðji Svíinn lést við árás unita á flutningalest sem Svíarnir voru í. Þeir unnu allir við þróunarstörf í Angóla. Mál þetta hefur vakið gifurlega at- hygli í Svíþjóð og í Bandaríkjaheim- sókn Ingvars Carlssonar fyrr í háust var þetta eitt af þeim málum sem hann ræddi við Ronald Reagan um. Fór Carlsson fram á aðstoð hans við að fá Svíana lausa úr haldi. Danmörk Einkennisbúningi lögreglu stolið Haukuj L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: Splunkuný lögreglustöð í út- hverfi Kaupmannahafnar fékk heimsókn þjófa aðfaranótt fimmtu- dags. Stálu þeir tveimur hlöðnum skammbyssum, þremur talstöðv- um, kylfum og einkennisbúningi. Lögreglustöð þessi var opnuð fyr- ir skömmu til þess að þjóna íbúum nágrennisins en ekki var fyllilega búiö að ganga frá öryggismálunum. Voru byssurnar til að mynda í læst- um stálskáp sem þjófarnir áttu auðvelt með að brjóta upp. Átti stöðin von á traustum peningaskáp til að geyma byssur í en afhendingu hans seinkaði. Lögreglan varar nú við einum eða fleiri fólskum lögregluþjónum sem gætu stöðvað vegfarendur. Er mælt með að vegfarendur biðji um skilríki einkennisklædds lögreglu- þjóns á næstunni ef engin augljós ástæða er fyrir afskiptum hans. Tannlæknar stuðla að myndun hola Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: Samkvæmt nýrri rannsókn, sem birtist í nýjasta hefti danskra tann- lækna, geta þeir stundum verið jafn skaðlegir tönnum okkar og hinir frægu Karíus og Baktus. Því er haldið fram að tannlæknar orsaki oft myndun hola í tönnun- um þegar þeir stinga og skrapa með hinum oddmjóu verkfærum sínum sem þeir nota til að finna tann- skemmdir á byrjunarstigi. Hinar oddmjóu tangir eða sondur geta í sjálfu sér sett af stað atburðarás í tönnunum sem síðan leiðir til holu- myndunar. Doktor Anders Thylstrup hefur ásamt aðstoðarfólki athugað 196 útdregna endajaxla frá ungu fólki sem var 18 ára. Helmingur unga fólksins var rannsakaður af tann- lækni viku fyrir töku endajaxl- anna. Notuðust tannlæknarnir þá við hina oddmjóu töng eða sondu. Eftir töku endajaxlanna voru þeir skoðaðir gaumgæfilega undir smá- sjá. Kom í ljós að meira eða minna alvarlegir tannskaðar voru á 60 jaxlanna. Hjá hópnum, sem ekki var rannsakaður með oddmjóu verkfæri fyrir töku jaxlanna, var aðeins um yfirborðskenndar skemmdir aö ræða á 7 endajöxlum. Segir Thylstrup að þetta sé gott dæmi um skoðunar- eða greining- araðferð sem geri meiri skaða en hitt. „Notkun hinnar oddmjóu sondu hefur verið reglubundin hjá tannlæknum í mörg ár þegar tenn- ur hafa verið skoðaðar með tilliti til holumyndana. Hin seinni ár hafa æ fleiri tannlæknar hins vegar skilið að betra er að notast við aug- un eingöngu og þá aðeins við sondu til að skafa skán burt svo hægt sé að sjá betur. Ég vildi óska að hnúð- ur yrði settur á odda sondanna svo þær verði ekki skaðlegar." Thylstrup hefur verið forgöngu- maður hinnar nýju tannlækna- meðferðar þar sem haft er í huga að byrjunarmyndun holu verður oft ekki að neinu ef hreinlætið er bætt á viðkomandi stað. Áður settu tannlæknar oft fyllingu til „örygg- is“ þegar sondan eða töngin festist í einhverju sem gæti orðið að holu. í dag eru tannlæknar meðvitaðri* um að oft er betra að setja ekki fyllingu strax í byrjun. Þaö er þessi sýn á tannlækningarnar sem tann- læknarnir kalla „hinn ánægjulega boðskap". Það er að hægt er að fækka holum með því að bora ekki of snemma og þess í stað hindra mögulega þróun holu með hrein- læti. Rannsakendur líta á hina oddmjóu sondu sem afar gamal- dags og í raun óþarft verkfæri í leit að holum. Sé beinlínis rangt að nota sondu eins og tíðkast hefur um áraraðir. Notkun hennar er þó svo útbreidd að nokkur tími getur liðið áður en allir tannlæknar við- urkenna að skipta eigi um aðferð. Nota augun meira og sonduna minna. Tannlæknar eru nú sagðir stuðla að tannskemdum með tólum sinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.