Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987.
Ég kann ekki að segja
fyndnar sögur alvarlega
- rætt við Stefán Jónsson um nýja bók
„Ég hef átt í vandræðum með að
ákveða hvaö þessi bók er,“ segir
Stefán Jónsson sem sumir kalla
alltaf fréttamann þótt hann hafi
ekki gegnt því starfl í mörg ár.
Veiðimaður er hann og rithöfund-
ur og sendir nú frá sér bók sem
hann vill ekki kalla endurminning-
ar þótt þar sé fjallað um bernsku
hans. Bókina nefnir hann Að
breyta fjalli og ef haldið er fast við
jarðbundna merkingu heitisins þá
á það við Búlandstind. Stefán er
fæddur og uppalinn á Djúpavogi, í
skjóli tindsins.
Háalvarleg bók
„Þetta er bók um það fólk sem
ég kynntist fyrst og þykir vænst
um,“ heldur hann áfram og veltir
vöngum. „Þetta er bók um baksvið
þessa fólks á kreppuárunum, bók
um foreldra mína og kynslóð
þeirra.
Því er ekki að leyna að þetta er
háalvarleg bók en ég kann ekki að
segja allar þessar fyndnu sögur al-
varlega. Sumt fólk vill að alvarleg-
ar sögur séu sagðar grátandi en ég
bara kann það ekki. Ég get það
ekki. Mér datt ekki einu sinni í hug
að snúa á lesendur mína og skrifa
alvarlega bók. Ég geri ráð fyrir að
það séu bæði uppeldisatriði og
ísköpuð einkenni sem valda
þessu.“
Og Stefán heldur áfram að ræða
vandræði sín við að skrifa alvar-
lega. „í uppvexti mínum mátti ég
ekki gráta þótt mér væri það stund-
um skapi næst,“ segir hann. „Það
er hefð í frásagnarmáta alþýðu,
sem er hluti af sagnahefðinni, að
fá orð eiga að duga. Hitt er músík
og ég hef alltaf öfundað þá sem
hafa hana á valdi sínu.
Amma mín komst af með að nota
26 orð á dag. Móðir mín taldi þau.
En þessi orð höfðu öll gildi fyrir
vikið. Þau voru dýr mynt.
Það má ekki skilja orð mín svo
að uppeldið hafi verið harkalegt.
Það var bæði hlýtt og kærleiksríkt
en það var greinilegt að faðir minn
ætlaði að gera úr mér hetju sem
ég hafði ekki efni í. Uppeldið var
bæði hart og glatt. Úr því komu
alltaf einhverjir sigrar, oft með
þreytu en alltaf með einhverri
gleði.“
Veiðiárátta í blóðinu
Það kemur ljóslega fram í bók
Stefáns að veiðiáráttan greip hann
í uppvextinum á Djúpavogi og upp-
eldið og umhverfið urðu síst til að
draga úr henni. Gildir þá einu
hvort veitt er með öngli eða skot-
vopnum. Frá þessu hausti, sem svo
mörgum öðrum, á hann góðar
minningar um vel heppnað gæsa-
skyttirí og fyrir ofan skrifhorð hans
hangir forláta haglabyssa á vegg.
Við hliðina er mynd af sælum
veiöimönnum með 40 gæsir við
fætur sér.
„Jú, jú. Veiðiáráttan kom þarna
fyrir austan og fékk að þroskast og
dafna,“ segir Stefán og er raunar
viss um að hún sé mönnunum
meðfædd. „Svo notaðar séu skýr-
ingar Konrad Lorenz þá talar hann
um ýmislegt sem er okkur ískapað.
Eitt er það að við erum veiðimenn
og vorum það lengi áður en farið
var að rækta akra og löngu áður
en iðnaður varð til.
Þetta er í blóðinu, það er ég viss
um. Ef menn ganga með góðum
siðum að veiðunum og reyna að
göfga þær þá þroskar það hvem
mann. Hvergi hitti ég meiri dýra-
vini en veiðimenn en hinir sem
elckert vilja kannast við veiðiskap
og telja sig dýraverndara, þeim er
sama. Þeir hika þó ekki við að éta
villibráðina þegar hún býðst.“ Stef-
án mælir raunar að allar uppskrift-
ir að steiktri gæs heíjist á orðunum:
Bætið fyrst nokkrum grömmum af
höglum í gæsina.
Þingmennskan átti ekkert
skylt við veiðiskap
Stefán er í essinu sínu þegar rætt
er um veiðiskap. „Ég veiði silung á
flugu á sumrin og þykir það meira
gaman en að fást við laxinn,“ held-
ur hann áfram. „Það er svo að
bestu vinirnir, sem ég hef eignast
á síðari árum, eru í veiðiskapnum
þótt við tölum ekki öllum stundum
um veiðar.
Ég viðurkenni það að þaö getur
verið erfitt að stunda veiðar á tré-
fæti, sérstaklega þar sem ég reyki
of mikið og borða of mikið. Aftur á
móti drekk ég hvergi nærri eins
mikið og ég hefði lyst á - hvergi
nærri.“
En pólitíkin. Reyndist hún ekki
eins dijúg til vináttu og veiðamar?
„Vitaskuld eignaðist ég kunn-
ingja og vini þennan tíma sem ég
var á Alþingi," svarar Stefán. „En
pólitíkin átti aldrei neitt skylt við
veiðiskap. Ég tók forustu Alþýðu-
bandalagsins alvarlega.
Ég fór á þing til að koma fram
ýmsum málum og fyrstu fimm árin
voru skemmtileg því ég var að læra
ný vinnubrögð. Síðari flmm árin
var hver dagur öðrum leiðinlegri
en mér lánaðist það sem ég ætlaði
mér þegar ég kom inn á þing fimm-
tugur að vera farinn þaðan aftur
sextugur.
Ég hef aldrei séð eftir því eitt
andartak að hafa hætt og ekki held-
ur að hafa farið þarna inn. Ég á
eftir að skrifa bók um þessi ár og
hana í öðrum dúr en þingmenn
hafa hingað til gert. En ég er nú
hverjum degi fegnastur sem ég er
ekki á þingi.
Eysteinn Jónsson sagði eitt sinn
að sá þingmaður, sem ekki vildi
ráða og þar af leiðandi verða ráö-
herra, ætti ekki að vera á þingi.
Ég fór ekki til þess á þing.“
Ekki endurminnigar
Stefán neitar því enn staðfastlega
að hann eigi eftir að skrifa endur-
minningar sínar og er meinilla við
þetta heiti á bókum. „En það er
orðin til í huga mér önnur bók,“
segir hann. „Það verður sárari
vinna að skrifa þá bók en þessa.
Það verður meira af blóði, svita en
vonandi ekki tárum í henni. Þar
verð ég að ganga nær mér og muna
fleira sem ég hef ekki gaman af.
Erfiðast verður þó að skrifa þannig
að bókin verði ekki leiðinleg. Hitt
er best að játa að mig verkjar alveg
djöfullega í sum af þeim atriðum
sem ég verð að rifja upp.“
Stefán er þeirrar skoðunar að sú
árátta að skrifa bækur, segja sögur
og rekja minningar sínar sé ein-
hvers konar geggjun. „En mér
hefur alltaf þótt gaman að segja
sögur,“ segir hann og meinar það.
„Ég hef alltaf haft einfaldan bók-
menntasmekk. Góð saga er vel sögð
saga og ég hef heyrt margar góðar
sögur.
Þannig er að öll lifsreynsla verð-
ur að sögu sem maður semur í
huga sér en segir fáar og skrifar
færri. Þetta er í raun og veru
„sykkopatísk" tilhneiging. Hún er
það en það er misskilningur að hún
komi með aldrinum. Það er ekki
rétt.
Vissulega er þó ekki hægt að
skrifa bók eins og þessa fyrr en
eftir miðjan aldur því efnið verður
að gerjast á löngum tíma. En ég
ætti ekki annað eftir en að skrifa
endurminningar mínar í heilt rit-
safn. Ég hef margt annað að skrifa
en um persónu mína. Við þolum
það heldur ekki, hvorki persóna
mín né ég. Það er frekar fóUcið sem
ég hef kynnst og ævintýrin í kring-
um það sem ég hef áhuga á að
skrifa um.
Það hefur þó verið sagt að rithöf-
undar séu alltaf að skrifa um sjálfa
sig leynt og ljóst. Það verður þá
bara að hafa það en ég hef ekki
áhuga á því,“ segir Stefán Jónsson.
-GK
Forystumenn verkamannafé-
lagsins á Húsavík voru eins blóð-
rauðir og framast varð á kosið í
allri stefnumótun og orðfæri. Hvað
kjaramál fólksins áhrærði var aft-
ur á móti greinilegt, að þeir voru
ekki jafn trúaðir á það og t.d.
Djúpavogskommar, að óréttlæti
heimsins yrði upprætt í eitt skipti
fyrir öll með heimsbyltingu milli
jóla og nýárs. Þeir biðu ekki eftir
slíku, heldur skipulögðu þeir nokk-
uð, sem nú mætti kalla grasrótar-
hreyfingu í nauðþurftarmálum.
Þeir komu upp sameiginlegri hey-
öflun í vambirnar á beljum verka-
manna og stofnuðu svarðarsamlag,
eins og það hét á norðlensku að
mynda félagsskap um mótekju til
eldiviðar. Sjómennimir voru að
kalla allir í verkamannafélaginu
og mjög margir þeirra áttu hlut í
bát og voru náttúrlega þar með
aðilar að útgerðinni. Þess vegna
fannst hugtakið útgerðarauðvald
ekki í orðabók róttækrar verka-
lýðshreyfingar á Húsavík. Ef það
heyrðist nefnt, þá hljómaði það
eins og tökuorð, sem ekki hefði
raunverulega merkingu í plássinu.
Þá voru Borgarhólsbræður, Stefán
og Þór, að ljúka við að borga fyrsta
mótorbátinn sinn, samtímis því
sem þeir borguðu upp flmm ára
gamlar verslunarskuldir fóður síns
við Bjarna Benediktsson kaup-
mann. Það má hver leggja þeim það
til lofs eða lasts að eigin vild, en
ekki áttu sósíalistar vaskari stuðn-
ingsmenn í öðrum en þeim og enn,
eftir að þeir voru orðnir ríkustu
útgerðarmenn á íslandi, var samúð
þeirra þeim megin á skákborðinu.
Pólitískur þroski á Húsavík
Annars má ég alls ekki gefa í
skyn, að ég hafi tekið út neins kon-
ar pólitískan þroska á Húsavík
þennan vetur, en ég kynntist býsna
vel kommum staðarins, og margir
þeirra reyndust mér góðir ekki síð-
ur en kapítalistarnir. Og þó finnst
mér að eitt hafi ég nú lært á þeim
mánuðum, sem ég gleymdi ekki
síðan, en þaö var að taka hóflegt
mark á flokkspólitískum heiftar-
orðum.
Kannski var húsvískum verka-
mönnum ekki þakkandi, þótt þeir
kynnu miklu betur til félagslegra
vinnubragða en karlarnir austur á
Djúpavogi. Þeir fyrrnefndu áttu
nefnilega heimafenginn grunn að
byggja á, bæði auðskildari og
praktískari en þann, sem túlkaöur
var í tímaritunum frá Sovét. Sá
fræðilegi grundvöllur, sem Búkar-
in, kennifaðir bolsanna í Moskvu,
túlkaði fyrir byltingu iðnverka-
fólks á meginlandi Evrópu á þeim
• árum, var ekki sniðinn að hug-
j myndaheimi fiskimanna neins
staðar á íslandi. En Húsvíkingar
j stóðu betur að vígi en ýmsir aðrir
vegna þess, að þeir áttu heima hjá
sér sinn eigin pólitiska fræðasmið
og forsprakka alþýðumenningar,
sem var meira við hæfi fólksins.
Hann var að vísu að mestur hættu
ritstörfum og gjörsamlega hættur
pólitískri agitasjón. En hann var
sannarlega ékki þagnaður og gerði
skoðanir sínar ennþá gildandi í
menningarmálum Þingeyinga.
Tarsan í sýslubókasafninu
Hann fæddist árið 1846 og var
sem sagt 89 ára þennan vetur og
hafðist við flesta daga í kastala-
byggingu við norðanverða Garð-
arsbraut, sem hét þá alls ekkipeitt.
Þetta var sýslubókasafnið. Það stóð
skammt frá Villasneiðingnum, sem
hafði þá ekki enn verið nefndur
eftir Vilhjálmi frænda, sem sagt
steinsnar frá Hliðskjálf. Þar réði
enn húsum Benedikt sjálfur Jóns-
son frá Auðnum, og segir nú frá
þeim áhrifum sem hann varð fyrir
af kynnum sínum við mig.
Það var ekki fyrr en um miðjan
þorra, að ég komst upp á lag með
að nota bókasafnið. I byijun sótti
ég þangað öll heftin, sem ég átti enn
ólesin af hinum Tarsanbókunum,
hvert á fætur öðru. Og þarna var
hann sem sagt fyrir innan borðið,
pínulítill, ævaforn og skorpinn,
skeggjaður og mjóróma karl, sem
ekki fékkst orða bundist um þaö
er lauk Tarsanstúderingum mín-