Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987.
Stefán Jól „Ég íannSt át rrvT efánssi ti n Ti jnogi þa Dgninfr r e YQ ávinstri: kld
bæ^ cví\ ileí / ii j ?a að ^d stö ðu“
- sagði hann síðar um viðskiptin við „kommúnistanaa
Var Stefán Jóhann
Stefánsson, forsætisráð-
herraogformaður
Alþýðuflokksins, út-
sendari CIA? Efmarka
má fréttir síðustu daga
virðist það engum vafa
undirorpið. Ríkisút-
varpið flutti þá frétt
fyrst að Stefán Jóhann
hefói, á þeim tíma sem
hann var forsætisráð-
herra 1947 til 1949,
frmdað reglulega með
fulltrúum bandarísku
leyniþjónustunar. Þetta
áttiaðkomaframí
skjah og skýrslum sem
norski sagnfræðingur-
inn Dag Tangen fékk
úr skjalasafin Hanys
Truman Bandaríkjafor-
seta.
Stefán hvergi nefndur
Það hefur hins vegar komið á dag-
inn að þessi hugmynd getur ekki
verið byggð á skýrslunni góðu og
Stefán Jóhann er ekki nefndur þar á
nafn. Efni skýrslunnar hefur verið
rakið í DV. í henni erfjallað um
áhyggjur Bandaríkjamanna og ís-
lenskra ráðamanna vegna áhrifa
kommúnista á íslandi og hugsanlegr-
ar valdatöku þeirra. í því sambandi
mæltu ráðgjafar Bandaríkjaforseta
meðal annars með innrás í ísland ef
í hart færi og féllst Truman forseti á
þá hugmynd.
Það er eftir sem áður óljóst hvernig
nafn Stefáns Jóhanns tengist máhnu.
Tangen segist hafa séð bréf í skjala-
safni Trumans þar sem þetta komi
fram. Hann veit hins vegar ekkert
um uppruna bréfsins og man ekki
hvenær það var skrifað. Það verður
því ekki fyrr en þetta dularfulla bréf
kemur í leitirnar að hægt er að full-
yrða um hlut Stefáns Jóhanns að
málinu.
Ljóst er að samherjar hans í jafnað-
armannaflokkunumm í Noregi og
Danmörku höfðu samvinnu við CIA.
Þar er meðal annarra nefndur til
sögunar Hákon Lie sem á þessum
árum var framkvæmdastjóri norska
Alþýðusambandsins. Stefán Jóhann
átti eðli málsins samkvæmt töluverð
samskipti við félaga sína í Noregi.
Eftir sem áður skortir sannanirnar
fyrir samvinnu Stefáns Jóhann við
CIA. Hins vegar er það forvitnilegt
við þetta mál að enn eru komnar upp
á yfirborðið deilur kaldastríðsár-
anna og það inni á Alþingi fjórum
áratugum eftir að þessir atburðir
gerðust.
Slagurinn við kommúnistana
Stefáni Jóhanni á öðru fremur að
hafa gengið það til að koma höggi á
forystumenn Sósíalistaflokksins og
þá sem áttu að vera hallir undir
kommúnisma í hans eigin flokki. Þar
er einkum átt við Hannibal Valdim-
arsson.
Stefán Jóhann segir frá þessum
viðskiptum í ævisögu sinni og undir-
búningi að stofnun Atlantshafs-
bandalagsins sem bæði Hannibal og
einnig Gylfi Þ. Gíslason voru andvíg-
ir. Stefán fór utan snemma árs 1948
til að ræða við norræna jafnaðar-
menn og forsætisráðherra Dan-
merkur Noregs og Sviþjóðar um
málið. Heimkominn skrifaði hann
Hedtoft, forsætisráðherra Danmerk-
ur, og vonaðist eftir náinni samvinnu
„hvað snertir afstöðu Alþýðuflokks-
ins til kommúnista, eins og við
ræddum um á fundinum. Mér væri
ánægja aö frétta frá þér um þessi
mál og mun, ef eitthvaö skeður hjá
okkur, láta þig vita í trúnaði."
Hitt er ekki vitað hver þau trúnað-
armál voru og ekki heldur hvort CIA
hafði þar afskipti af. Viðskipti Stef-
áns Jóhanns við menn lengst til
vinstri í íslenskum stjómmálum
voru ávallt mjög illskeytt og litlir
kærleikar með honum og forystu-
mönnum Sósíahstaflokksins, sér-
staklega þeim Brynjólfi Bjamasyni
og Einari Olgeirssyni.
Eftir að Stefán Jóhann hafði mynd-
að stjórn árið 1947 með sjátfstæðis-
og framsóknarmönnum voru honum
ekki sparaðar svívirðingarnar á
þingi. Brynjólfur Bjarnason sagði að
forsætisráðherrann væri „minnst
virtur allra íslenskra stjórnmála-
manna og það ekki að ástæðulausu".
Brynjólfur lýsti einni þessara
ástæðna svo: „Eins og öllum er kunn-
ugt hefur þessi maður sótt það allra
manna fastast, að Bandaríkjunum
yrðu afhent íslensk landsréttindi.
Þennan mann valdi íslenska aftur-
haldiö til forystu fyrir sig. En það er
mikil smán fyrir ísland, að þessum
manni skuli hafa verið lyft til æðstu
valda. Að vísu er hann ekki annað
en þjónn. En rotinn hlýtur sá mál-
staður að vera, sem velur sér slíkan
þjón.“
Rógsherferð
Emil Jónsson, flokksbróðir Stefáns
Jóhanns, varð meðal annarra til að
svara Brynjólfi og sagði: „Hann hef-
ur aldrei látið undan hinum ofstæk-
isfullu rógsherferðum kommúnista.
Hann hefur séð hættuna, sem ís-
lenskum verkalýð og íslenskri
alþýðu stafaði af starfsemi kommún-
ista, og varað við henni. Þess vegna
hefur hann verið ofsóttur." Og Emil
var viss um að hér væru á ferðinni
„heimatilbúin ósannindi í þar til
gerðri verksmiðju kommúnista; en
sú framleiðslustarfsemi er þeirra
sérgrein, þeirra nýsköpun í íslenskri
pólitík“.
Stefán Jóhann segist ekki hafa talið
þessar orðahnippingar „ýkja hættu-
legar fyrir ríkisstjórnina". Hættan
hafi verið meiri innan Alþýðuflokks-
ins og hinna stjórnarflokkanna og
hann segir að á „bak við alla ráð-
herrana lágu ýmsir undir úlfafeldi
og vildu gjarnan sæta þeim tækifær-
um, sem gæfust, til að skipta um á
skákborðinu. Ég átti þar ekki ævin-
lega þægilega aðstöðu."
Það er því eðlilegt þótt mönnum
bregði ekki við þegar líkur eru leidd-
ar að því að Stefán Jóhann hafi varað
Bandaríkjamenn við hættunni af „ís-
lenskum kommúninstum". Hins
vegar er erfiðara að standa við full-
yrðingar um að hann „hafi starfað í
nánu samráði við CIA og talið að
herinn yrði að koma til að vemda
sig gegn Einari, Brynjólfi, Hannibal
og öðrum vondum kommúnistum",
eins og ályktað er í Þjóöviljanum.
Þaö eru heldur ekki ný sannindi
að Bandaríkjamenn hafi haft áhyggj-
ur afáhrifum „kommúnista" hérá
landi á fyrstu ámnum eftir stríð.
Hugmyndir þeirra um viðbrögð
snerust meðal annars um innrás í
landið eins og áður hefur komið
fram.
-GK
J*« I J*JJJ
r»on *i ****** TRUMAN LltKAKY 1 **r.11. ia ii.ii
nc'. s.jret.cy'* HlL 1
— Th* irvtld«n
NSC , T A REPORT COFY NO—1—
TO THE
NATIONAL SECURIÍTY COUNCI
by j
.. I..v
Jaly tJ, lítt
WASHINOTON
«0J'SS"al..
-u~
■TOP-SEtjgFT
IRARY /
:»ry'« FIIm'
NATIONAL SECURITY COUNCIL
WASHINOTON
W-SKRET-
Au^ujt 4, 1949
tciimfiinni for ;ic piuszssiti
Tha Nttional Securlty CouhoU lto 44th
Uoatine adoptad for your oonatdoration Uu onclooad
r*port on "Th* Pooltlon of tho Onitod State* 'ílth
Roapoet to Wnitod Stotoa *nd Morth AtUntlc Soourlty
Intaroato In looiwid* (ÍEC 40A)»
Tho Notionxl Soeurlty CovjncU rooonaond*
that you *pproro tho "Coneluolone* contolnod thor*in
ijul diruot tholr iqdOiMnUUon ty oll opproprUU
HiuouUto DoparUant* *nd Ajjnoiu* of tli* U. S.
Oovonuxmt Undor tho ooordlnntlon <|f tho Sacrotary
Xxooutivo SooroUry
. Sfxwa
l
AmOTöDi
•TftterrrfirT
Ivr dlVKcl
I .1’ 5 IKUHAN
're*ident'* Spcreury’* Fll|i
afford the bo*t pretext for entr, of forelgn forcea nn tho
th»t auch íoroat v.r. r.qulr.a for th. íroiírvtuói'of oÍSL8!!
protBotion of jlllt.ry f.olUtl«. ....ntl.l to’th° .StlSr’SLÍ
ooomunlty. Thl. iolutlon uould lnply . d.l.y of 10SS
sswsasa-aa sip&rí
s.uí?;rip;íSri^! ‘K Ba,*Un* *•» *“•■$£
»hioh(^.o2L?;;,:;!tSi1Kt*skfb*ok8^ -
m ..5fiMs.‘»t!.Z,'JÍ”.S2SS1t!Í!
(o) The extont to vhlch the Rufplftni' HOUlÚ ftttfimnh t
the mo^ínt!11* 4ttltud* of the othop Atlantj.o Paot povere •
vith ?tfc8mpí t0 draw up any hard and feft plon for eotl
-,uoh * d#v«lop»«nt, in the faceTof absenoe of a
Oovopr^?*'1?’1 h4ck6r°und on theaa polnt*. vould be to oonmlt th
? P0"1** of aotton vhlch míght prive ectually un-
ln
isdreF*«*S!!S“S S
SiSftSP 85*»«* ffigJtrASSffl1** ^
. .M&Íl.fSrSÍSr* *• t*k*“ s“ *•«•*»•a««.
«.»4 sápís -JS
iöc ko/i I
scretary'* Filfi
ISC HO/1
ruly 29, 19*9
THE
D R A F T
I
RFPORT BY THE HATIONAL SECURITY COUNCIL
on
TKZ PROBUM
1, jlo aeeoss and appralee the poeitlon or the Unlted álat
vlth respéct to United Btates and North Atlanjclo eeourlty intere
ln Jceland, vith partloular reforenoe to the throat of an intern
coimminiet ooup d'etat to obtaln oontrol of the icelandio Oovapnn
AWALYSIS |
The Natlonal Socurity Council by H3C Aotion Numbor 10
the etrategic lmportanoo of ioelonq along vith Oroonlí
i
and tho Apores.*
3. i Durtng convereatlone in waehington in March 1949 betvi
the icelahdio Porelgn Mlnietera and repreeenutives of the 3tat<
Dopartnont ar*3 the Natlonal Mllitary Zstablifhment, it vae agrei
that the poeelbllity of internal oonwunlet eubvorelon preeonts s
most imiediate dangor to Icoland. The extent of the danger is
lndloated by tho oomisunlat riote durlng the debato on tho North
Atlontio Troaty in tho Althlng on March 31.
4. J Tho Ioelandio Oovornmont has mado it oioar that Icola
oould notj oountenanoo tho preeoDoo of forolgh troope or militar
»-|ISC Tp-
»S0 *0/l
Úr „leyniskjölunum“ umtöluðu sem gerð voru opinber árið 1975. Þarna eru meðal annars hugleiðingar um hvernig eigi að bregöast við ógninni frá kommúnistum og bent á að „forvamir" séu betri
en „laekning".