Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 25 Veröld vísindaima Svar við stafrænu segulböndunum: Upptökur á geisladiska ruglaðar? Mikillar togstreitu gætir nú milli plötuútgefenda í Bandaríkjunum og framleiðenda stafrænna segulbanda sem fyrst komu á markaðinn í Japan nú í vor. Þessi tæki (sem í enskumæl- andi löndum eru þekkt undir skammstöfuninni DAT) eru nú einn- ig til sölu í Evrópu en í Bandaríkjun- um hafa menmhins vegar þráast við og framleiðendur geisladiska vildu í fyrstu fá þessi nýju tæki bönnuð. Raunar þykir sýnt að þessi þróun verður ekki stöðvuð enda leggja plötuútgefendur nú höfuðáherslu á að þróa búnað til að rugla upptökur á geisladiska þannig að efni þeirra verði ekki tekið upp á stafræn segul- bönd án afruglara. Þegar hefur komið fram tillaga um afruglara sem veldur því að stuttar þagnir myndast í tónhstina ef reynt er að taka hana upp án „afruglarans". Plötuútgef- endur vilja að þessi kvöð verði leidd í lög. Það sem veldur vandræðunum er að nýju tækin þykja einfaldlega of góð til að hægt sé að selja þau al- menningi. Hjá bandarískum útgáfu- fyrirtækjum er því haldið fram að eini tilgangurinn með framleiðslu þessara nýju tækja sé að auðvelda almenningi að stela upptökum af geisladiskum. Framleiöendur nýju tækjanna segja aftur á móti að þessi röksemd sé áhka skarpleg og ef eig- endur hestakerra hefðu mótmælt smíði gamla Fords. Plötuútgefendur segja að ef nýju hljómböndin ná útbreiðslu í Banda- ríkjunum geti tap þeirra numið mörgum milljörðum Bandaríkjadala á ári. Það er því nokkuð í húfi. Sagt er að upptaka, sem hefur ver- ið rugluð, skili sér ekki jafnvel og órugluð upptaka. Framleiðendur hljómtækja segja því að þessir til- burðir leiði til þess eins að neytendur fái ekki eins góða tónlist af geisla- diskunum og áður. Það er að vísu umdeiit hvort svo er en framleiðend- ur nýju tækjanna róa engu að síður að því öllum árum að koma í veg fyrir að lög verði sett th að hindra upptökur af geisladiskum. PlÖtuútgefendur segja að iðnaður þeirra muni hrynja ef almenningur getur tekið upp efni geisladiskanna. Það leiði til mikils samdráttar í plötusölu og úrvalið á markaðnum minnki th mikilla muna. Molar Öruggast að vakna seint Vekjaraklukkan hringir og tími er kominn th að dragast á fætur. Lík- aminn bregst við með því að bæta ofurlitlu af adrenalíni í blóðið og blóðþrýstingur hækkar og ef allt fer að óskum skríða menn undan sænginni. En þetta er ekki hættulaust. Þessi ósjálfráðu viðbrögð líkamans geta reynst lífshættuleg því það er við þessar aðstæður sem líkurnar á hjartaáfalli eru mestar. Áhættan við að fara á fætur hefur verið rannsökuð hjá læknadeild háskólans í Harvard og niðurstað- an var ótvírætt sú að öruggast væri að sofa áfram. Tveir hópar sjálfboðahða voru fengnir th verksins. Sjálfboðalið- amir í öðrum hópnum voru reknir á fætur með harðri hendi fyrir allar aldir meðan félagar þeirra í hinum hópnum fengu að sofa svo lengi sem þá langaði. Við mælingar kom í ljós að álag á hjarta þeirra sem reknir voru úr rúminu var mun meira en hjá hin- um. Einnig kom í ljós að meiri hætta var á storknun í blóði þeirra sem ekki fengu aö sofa. Demantar kunna að fá nýtt hlut- verk í framtiðinni. Demantar í tölvur Demantar eru ekki bara fallegir því að þeir eru einnig góðir ein- angrarar og ghdir þá einu hvort um er að ræða hita eða rafstraum. Th þessa hafa demantar þó ekki verið eftirsóttir til þessara nota af augljósum ástæðum. Á því kann þó að verða breyting á næstunni því við háskólann í Houston í Texas hefur verið þróuð aðferð til að búa til þynnur úr kol- efni. Þessar þynnur hafa sömu eiginleika og demantar. Þær eru hins vegar næfurþunnar, aðeins nokkur atóm á þykkt, og þjálar. Reynist unnt að framleiða þessar þynnur án verulegt kostnaðar er þarna kominn kjörinn einangrari til að nota í innviði tölva og annars rafeindabúnaðar. Til þessa hefur verið notast við fyrirferðarmeiri og verri einangrara en demantsþynn- ur eru en nú hillir undir að hægt verði að gera tölvur enn smærri en nú er. Mælitækið er einfalt og auðvelt í notkun. Orkumælir fyrir raflilöður í Bandaríkjunum hefur verið fundið upp lítið tæki til að mæla orkuna í rafhlöðum. Þetta er ein- falt verkfæri úr plasti og í því rönd af fljótandi kristal sem sýnir hve mikil orka er í rafhlöðunni. Plast- þynnan er sveigð að báðum endum rafhlöðunnar og þá á að sjást á augabragði hve mikið rafmagn raf- hlaðan hefur að geyma. Hönnuðir þessa mæhtækis segja að auðvelt sé að fiöldaframleiða það og verði af því þarf það ekki að kosta meira en 100 til 200 krónur. - ný grein innan raunvísinda Óreiðufræði er einn angi raun- staðan alltaf að veröa sú sama ef þetta þá væri ekki von um mikla visindanna sem orðið hefur ih á forsendumar væru þær sömu. reglu í hinum stóra heimi utan síðustu árum. Sumlr fræöimenn Annaö kom þó á daginn. Lorenz hennar. teija aö þessi grein skipti ekkl kenndi tölvunni í fyrstu um en Eftir að þetta geröist kom fram minna máh fyrir þróun raunvis- korast síðan að þvi að ástæðan gat hópur fræðimanna sem hafði sér- indanna en afstæöis- og skammta- verið önnur. Hann haíöi, th aö stakan áhuga á öllum óreglulegum kenningamar. spara piáss, látiö tölvuna skrifa fyrirbærura í veröldinni. Þeir hafa I ensku máh gengur þessi grein niöurstöðurnar út með þrem auka- gengiö undir nafhinu óreiðufræð- jaflian undir nafihnu „chaos'' þótt stöfum þótt hún ætti að reikna meö ingar og fást viö hvaðeina sem ekki sumir vilji nota nákvæmari heiti nákvæmni upp á sex aukastafi. virðist sýna reglulega hegöun. eins og visindi óreglulegrar hegö- Eim ætlaði hann að spara pappír Meöal annars hafa þeir áhuga á unar. Upphaf þessara fræöa má og tíma og láta tölvuna aðeins end- hvernig menn hugsa því þaö viröist rekja th atviks sem varö á rann- urtaka seinasta hluta útreiknings- ekki lúta fóstum lögmálum. sóknarstofu veðurfræöingsins ins. I Bandaríkjunum er nú komin Edwards Lorenz fyrir 26 árum. Sér til undrunar fékk hann ahtaf út bók um þessa fræðigrein og sögu Hann ætlaði að búa til tölvuforrit nýjar og nýjar niöurstööur. Af hennar. Nefnist hún Chaos: Mak- fyrir ímyndaö veðurkerfi þar sem þessu ályktaöi hann aö fyrst hthl ing a New Science. aöeins 12 breytur voru leyfðar. og afinarkaðmr heimur innan tölv- Samkvæmt reglunni átti niöur- unnar lét ekki betur að stjóm en Keppni hæstu íjalla í heimi: K2 gegn Everest Það vakti hálfgerðan hrylhng með- al fiallgöngumanna þegar bandarísk- ur vísindamaður staðhæfði í fyrra að fialUö. Everest væri ekki hæst fiaUa í heimi heldur nafnlaus tindur sem hefur auðkennið K2. Að vísu á ekki að muna nema 6 metrum á hæð þessara tinda en það er nóg til að draumatindur aUra fiallamanna set- ur nokkuð ofan. Það var George Wallerstein, stjarn- fræðingur við háskólann í Washing- ton, sem komst að þessari niöurstöðu með nýrri mælitækni sem raunar hefur ekki hlotið almenna viður- kenningu enn. Everest telst því enn hæsta fiaU jarðar en frækornum ef- ans hefur verið sáð. En hvaða tækni notaði Waller- stein? Aðferðin er nokkuð flókin en ætti samt að vera skfijanleg. Hann fékk til verksins afnot af gervitungli sem Bandaríkjamenn eiga og nota tU að auðvelda staðarákvarðanir kaf- báta. Tungl þetta gefur reglulega frá sér merki sem móttökutæki á jörðu niðri nema. Slíku móttökutæki var komið fyrir á K2, ekki fiarri tindin- um. En þetta er ekki nóg tU að mæla hæð fialla. í eðlisfræðinni hafa svo- köUuð Dopplers-áhrif lengi verið þekkt en þau valda því að bylgju- lengd breytist eftir því hvort bylgj- Þannig var fjallið mælt. Bylgjurnar rekast saman og togna siðan I sund- ur þegar gervitunglið líður hjá. umar berast frá hlut sem er að nálgast eða fiarlægjast þann sem nemur þær. Állir kannast við þessi áhrif úr umferðinni þegar bílar aka framhjá með miklum hraöa og hið góðkunna súúúúmmm-hljóð mynd- ast. Það sem gerist er að þegar bUlinn nálgast styttast hljóðbylgjurnar sem berast frá honum en lengjast þegar hann fiarlægist. Aðferðin, sem WaUerstein notaði, var að mæla Dopplers-áhrifin á bylgjurnar sem gervitungUð sendi frá sér um leið og það sveif yfir mót- tökutækið. Samkvæmt kenningunni eiga áhrifm að aukast eftir því sem móttökutækið stendur hærra. Væri það í miðju jarðar væru áhrifin eng- in því tunglið væri alltaf beint yfir móttökutækinu. Dopplesr-áhrifin eru hins vegar í hámarki ef tækið er á sömu braut og gervitunglið. WaUerstein mældi út breytingam- ar á bylgjulengdinni og komst að því að móttökutækiö hans var um 250 metrum ofar í hUðum fiallsins en það átti að vera samkvæmt hefðbundn- um mæUngum. Hann álítur því að tindur fiaUsins sé þeim mun hærri en áður var taUð og jafnframt 6 metr- um hærri en tindur Everest. Þessi niðurstaða hefur að vonum sætt gagnrýni. Fyrst og fremt hefur verið bent á að tindur Everest hefur ekki verið mældur með sömu aðferð. Hann gæti líka reynst hærri en taUð hefur verið. Þá er bent á að Waller- stein mældi fialhð aðeins einu sinni. Þetta er því ekki niðurstaða af endur- teknum mælingum. Þá er viður- kennt að aðferð WaUersteins er ekki nákvæm og gera verður ráð fyrir skekkju upp á aUt að 10 metra. WaUerstein hefur ekki hafnað þessari gagnrýni en bendir á að eng- inn geti lengur verið viss um að Everest sé hæsta flaU jarðar. Úr þessu máU verði ekki skorið fyrr en hæð beggja fiaUanna hefur verið mæld aö nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.