Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 21
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 21 Ný bók frá Páli Líndal um Reykjavíkursögu: Gömlu Reykjavík ekki sýnd næg ræktarsemi „Eg er nú ekki sérfræðingur í Reykjavíkursögu frekar en öðru,“ segir Páll Líndal lögfræðingur sem nú sendir þó frá sem áttundu bókina um Reykjavík. Hann hefur mörg undanfarin ár verið einna kunnastur áhugamanna um sögu borgarinnar en segir að það grúsk hafi „aðeins verið tómstundagaman til að halda til haga ýmsu því sem ég hef rekist á og snertir Reykjavíkursögu“. Þetta er annað bindið í flokki sem kallaður er Reykjavík - Sögustaður við Sund. Eitt bindi er enn ókomiö og jafnvel það fjórða með nafna- skrám. Páll segir að stofninn að þessu verki sé frá því um 1980 en síðan hefur verið unnið að útgáf- unni. Fyrstu drögin eru þó miklu eldri. Þetta er uppsláttarrit með stuttum frásögnum við öll helstu örnefni í borginni. „Frásögnin verður að vera stuttaraleg þótt ef til vill mætti skrifa heilar bækur um sumar göturnar og húsinsegir Páll. „Áhugi minn á að skrifa svona bók vaknaði þegar ég sá bók í þessum stíl eftir danska rit- höfundinn Probe Johannsen um gömlu Kaupmannahöfn.‘‘ Gengið með biskupnum En um ástæðuna fyrir áhuganum á sögu borgarinnar segir Páll að margt hafi valdið. Eitt er að hann er Reykvíkingur í húð og hár. „Móður- amma mín var einn elsti innfæddi Reykvíkingurinn," segir Páll. „Bróð- ir hennar var Jón Helgason biskup, en fyrstu kynni mín af sögu Reykja- víkur voru að ganga með honum um bæinn og hann var að upplýsa mig um ýmislegt sem fyrir augu bar. Ég er því miður búinn að gleyma mörgu af því sem hann sagði mér enda hætti ég að mestu að fást við sögu borgarinnar á yngri árum. Þessi áhugi vaknaði þó aftur þegar ég var fullrtúi hjá Gunnari heitnum Thor- oddsen þegar hann var borgarstjóri. Þá kom það í minn hlut að sýna út- lendingum borgina og varð þá að vera nokkuð kunnugur sögu hennar. Það var eiginlega ekki öðrum til að dreifa í þetta starf enda enginn sem hafði lagt sig sérstaklega eftir þessari sögu. Ég varð því aö taka mig til og fara að lesa. Þetta verk var síðan útfært enn frekar þegar haldið var upp á 175 ára afmæli borgarinnar árið 1961. Þá fékk Björn heitinn Þorsteinsson sagnfræðingur þá hugmynd að taka upp leiðsögn um borgina fyrir íslend- inga. Þá voru haldin námskeið fyrir leiðsögumenn og við Björn vorum við undirbúning þeirra. Ég hef síðan verið að fást við þessa sögu og samið nokkur rit um Reykja- vík.“ Ráðhúsið við Tjörnina Er hugsanlegt að vanþekking á Páll Líndal: „Nýja Alþingishúsið er skelfilegt.“ sögu borgarinnar valdi því að íbú- arnir bera ekki næga virðingu fyrir henni? Undanfarið hefur t.d. mikið verið rætt um byggingu ráðhúss í og við Tjörnina. „Mér finnst út af fyrir sig í lagi þótt þarna verði byggt snoturt hús á þessari lóð en þetta eru fullmikil- fengleg áform. Það er ef til vill of mikið sagt að kalla þetta virðingar- leysi en ég held að þetta mál hafi ekki verið hugsað til enda áður en ráðist var í að ákveða framkvæmd- ina. Ég hef satt að segja ekki fallið í stafi yfir þessari tillögu að ráðhúsi þótt húsið geti ekki talist ljótt en það pass- ar ekki á þessum stað. Alþingishúsið nýja er hins vegar skeltilegt. Menn sýna gömlu Reykjavík ákaf- lega takmarkaða ræktarsemi. Við getum vissulega ekki státað af mikil- fenglegum byggingum en þessi gömlu hús, sem við eigum, eru þó það eina og við verðum að halda í þau ef þess er nokkur kostur. Ég vona að útgáfa rita um Reykja- vík opni augu manna fyrir varð- veislu mannvirkja og umhverfis hér enda hefur það mikið gildi fyrir þjóð- ina í heild.“ Nú verða allar bækurnar í þessum bókaflokki um Reykjavík senn komnar út. Er ætlunin að halda áfram að skrifa um sögu borgarinn- ar? „Nei, ætli það. Þegar þriðja bindið er komið út held ég að ég sé búinn með minn skammt um ófyrirsjáan- lega framtíð. Ætli ég snúi mér ekki að einhverju öðru. Mér dettur alltaf ýmislegt í hug þótt minna verði úr framkvæmdum," sagði Páll Líndal. -GK Við lofum því semskiptírmestu máli: GÓÐRI ÞJÓNUSTU Verð og tæknileg útfærsla við allra hæfi PFAFF Borgartúni 20 og Kringlunni Sögustaður við Sund Hér á eftir fara nokkur brot úr bók Páls Líndal: Reykjavík - Sögustað- ur við Sund. Þetta eru dæmigerð sýnishorn af stíl bókarinnar sem er uppsláttarrit. Þar eru skýringar á einstökum staðaheitum í borg- inni og inn á milli stuttar frásagnir af sérkennilegum atvikum. Laufás við Laufásveg/Bragagötu. Þar var áður býli sem hét Móhús og er tal- ið að nafnið kunni að vera af því dregið að þar hafi áður fyrr verið þurrkaður mór úr Vatnsmýrinni. Árið 1896 keypti Þórhallur Bjarna- son, síðar biskup, þetta býli. Hann reisti þar íbúðarhús sem enn stend- ur, svo og gripahús því að hann stundaði mikinn búskap. Náði Laufástúnið langt niður í Hljóm- skálagarð, sem nú heitir. Tryggvi, fyrsti innfæddi Reykvíkingurinn sem varð forsætisráðherra, og Dóra, eiginkona Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta íslands, voru meðal barna biskups. Þórhallur biskup nefndi býlið Laufás eftir fæðingar- stað sínum, Laufási við Eyjaflörð. Hann bjó þar til dauðadags 1916 og var býlið talið eitt hið glæsilegasta í Reykjavík. Tryggvi, sonur hans, og Ásgeir Ásgeirsson, tengdasonur hans, bjuggu einnig í Laufási en búskapur var rekinn þar a.m.k. fram til 1927, var þó orðinn lítill siðustu árin. Sonur Tryggva Þórhallssonar og Önnu Klemensdóttur, Jónssonar landritara er Klemens fv. hagstofu- stjóri sem býr í Laufási. Vöndur og valdbeiting Eitt sinn sem optar kom böðull- inn í Reykjavík niður i Siemsens- búð og vildi kaupa vönd til notkunar við embættisstörf sín, en hýðingar voru þá algeng refsing. Voru þjófar og aðrir sakborningar dæmdir til að þola svo og svo mörg vandarhögg. Langafi (Edvvard Si- emsen kaupmaður d. 1881) sýndi böðlinu nokkra hrísvendi, en hon- um fannst þeir ekki nógu harðir og hafði orð á því, að þeir myndu duga lítt til þess að leiða afbrota- menn inn á brautir nýs og betra lífernis. Eptir að hann haföi farið höndum kunnáttumannsins um alla vendina, sem til voru, lýsti hann yfir því, að þeir væri allt of linir til þess, að leika umvendandi um sökumannarassa. Þá reiddist langafi, greip böðulstetrið, lagði hann á kné sér, leysti niður um hann haldið og hýddi hann vel og lengi. Þegar langafa fannst emb- ættismaðurinn hafa fengið nægi- lega traktement, sleppti hann honum og sagði svo á sinni bjöguðu íslensku: „Va, va. Var hann ekki nógu harður?“ Ekki er þess getið hvort böðulinn hafi optar efast um gæði vandanna í Siemsensbúð. (Hendrik Ottósson 1948, 12-13.) ERFÐIR-ERFÐASKRÁR -ÓSKIPT BÚ-BÚSKIPTI ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ? Upplvsinqabæklinqar oq ráðqiöf á skrifstofu okkar. Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnardóttir n Lögfræöiþjónustan hf Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími (91 )-689940

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.