Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. John F. Kennedy á Stöð 2: Þúsund dagar í lífi forseta - í starfi og einkalífi - þættir sem sýndir voru samtímis í Bretlandi og Bandaríkjunum Stöð 2 hefur undanfarin laugardagskvöld sýnt framhaldsþætti um John Fitzgerald Kennedy og verður lokaþátturinn í kvöld. Þætt- ir þessir voru gerðir af bresku sjónvarpsstöð- inni ITV og síðan seldir bandarísku sjónvarp- stöðinni NBC árið 1983. Það var í fyrsta skipti sem amerísk sjónvarpsstöð keypti breskt sjón- varpsefni. Frumsýning þáttanna var samtímis í Bretlandi og Bandaríkjunum. NBC sýndi þætt- ina til minningar um að tuttugu ár voru hðin síðan John F. Kennedy var skotinn til bana. Reg Gadney, breskur sagnfræðingur og leik- ritaskáld, skrifaöi handrit þáttanna. Hann haíði lengi haft mikinn áhuga á sögu Kennedyættar- innar og hefur kynnt sér hana í mörg ár. Hann hefur þó aldrei hitt neinn úr Kennedyættinni. Þeir Andrew Brown og Jim Goddard, leikstjóri og framleiðandi þáttanna, völdu þekkta amer- íska leikara til að leika í þáttunum og ennfrem- ur voru þeir kvikmyndaðir vestra. Kvikmynda- tökur fóru fram í Boston, Cape Cod, New York, Washington D.C., Virginíu og á Flórída. Frægir amerískir leikarar Martin Sheen leikur John F. Kennedy í þátt- unum. Hann hefur áður leikið Kennedy í þáttaröð sem ABC gerði og nefnist Missiles of October, þá Bobby Kennedy. Þeir þættir fjöll- uðu um Kúbudeiluna. Martin Sheen hefur þrisvar verið tilnefndur til Emmy-verðlauna. Hann lék í óskarsverölaunamyndinni Gandhi. Einnig hefur hann leikiö í fleiri stórmyndum, svo sem Apocalypse Now, Badlands, Loophole, The Final Countdown, Man, Woman and Child, That Championship Season, Enigma og King of Prussia. Árið 1979 lék hann í míniseríunni Blind Ambition þar sem hann lék John Dean. John Shea, sem leikur Bobby Kennedy í myndaflokknum, lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1981, Missing, einnig lék hann í kvikmynd- inni All the Sad Young Men. Hann var vinsæll leikari á Broadway og árið 1976 fékk hann æðstu verðlaun fyrir leik á sviði. John Shea hefur leikið í sjónvarpsmyndunum The Last Convertible, The Nativity og Family Reunion. E.G. Marshall, sem fer með hlutverk Joy Kennedy, hefur verið vinsæll leikari í hálfa öld. Hann hefur leikið yfir fimfn hundruð hlutverk fyrir sjónvarp og hefur tvisvar hlotið Emmy- verðlaun. Hann hlaut þau fyrir leik sinn í hinum vinsæla myndaflokki The Defenders. Hann hefur leikið í bíómyndunum Twelve Angry Men, The Caine Mutiny, Tora Tora Tora, Interiors, Superman II og Creepshow. Þá hefur hann leikið í frægum leikritum eins og Waiting for Godot, The Iceman, The Crucible, The Little Foxes og The Gin Game. Geraldine Fitzgerald, sem leikur Rose Kennedy, var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik í sinni fyrstu mynd, Wuthering Heights, og varð stjarna eftir leik í kvikmyndinni Dark Victory, þar sem hún lék á móti Bette Davis. Síðan komu frægar myndir eins og The Pawn- broker, Rachel, Rachel, Harry and Tonto, The Last American Hero og síðan ástralska myndin The Mango Tree. Geraldine er írsk að uppruna og hún hefur á ferli sínum leikið á sviði í King Lear, The Threepenny Opera, Long Day’s Jo- urney into Night and Shadow Box. í sjónvarpi hefur hún leikið í The Moon and Sixpense með Sir Laurence Olivier, Yesterday Child og The Jilting of Granny Weatherball. Blair Brown, sem leikur sjálfa Jacqueline Kennedy, átti að baki góðan leiksviðsferil er hún lék í sinni fyrstu sjónvarpsmynd, The Rockford Files, síðan komu Marcus Welby og Family. Hún lék í vinsælli þáttaseríu, Captains and Kings, og það varð tfi þess að hún fékk hlutverk í míniseríunni Wheels og síðan í kvik- myndunum Altered States, One Trick Pony og Contenental Divide. Blair Brown þótti mjög lík sjálfri Jackie í myndaflokknum um Kennedy, raunar sú eina af leikurunum sem líktist ein- hverjum úr fjölskyldunni. Margir ættu að þekkja hana úr þáttunum Molly Todd sem Stöð 2 hefur sýnt. Allt sannleikanum samkvæmt Reg Gadney lagði mikla vinnu í gerð handrits þáttanna. Hann leitaði tfi margra tfi að fá nán- ari upplýsingar um efnið. „Við leggjum engum orð í munn nema þau séu rétt,“ segir leikstjór- inn, Andrew Brown. „Við vfijum að allt sé rétt og satt sem fram kemur þannig að allt var vel yfirfarið áður en endanlega var gengið frá myndaflokknum." Jane Greenwood, sem sá um búninga í myndinni, eyddi mánuðum í að finna út hvernig íjölskyldan var klædd á þessum tíma. Jaqueline Kennedy var á þessum tíma glæsilegasta og best klædda kona Bandaríkj- anna og var miklu meira ljósmynduð en aðrar forsetafrúr höíðu verið. Allir sem unnu að þátt- unum lögðu á sig miklu vinnu til að gera þá sem raunverulegasta. Mikið var í húfi því John , F. Kennedy og fjölskylda hans hefur alla tíð verið dýrkuð af bandarísku þjóðinni og hún átti að sætta sig við myndaflokkinn. Einnig gerðu framleiðendur myndaflokksins sér grein fyrir að Kennedy ætti víðar aðdáendur en í Bandaríkjunum og minntust þess að fólk þyrpt- ist út á götu í Englandi og víðar og grét er það heyrði fréttina um morðið. „Við reynum að Jackie (Blair Brown) og John F. Kennedy (Martin Sheen) ásamt nýfæddum syni, John. Jackie Kennedy og John F. Kennedy ásamt Karolínu dóttur sinni á þeim árum þegar hamingjan blasti við. John var þá orðinn forseti Banda- ríkjanna, aðeins 43 ára. Kennedyhjónin í myndaflokknum sem Stöð 2 sýnir á laugardagskvöldum Martin Sheen og Blair Brown í hlutverkum sinum. Brúðarmynd af hinum raunverulegu Kennedyhjónum, tekin árið 1953. Þau þóttu einstaklega glæsileg brúðhjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.