Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 5
LAUGARDAGUR 14. NÖVEMBER 1987. 5 Stjómmál Landsfundur Kvennalistans um helgina: Garnir raktar úr þingkonum Yfir eitt hundrað konur höfðu síð- degis í gær skráð sig á landsfund Kvennalistans, sem hófst í Gerðu- bergi í Breiðholti í gærkvöldi. Sér- stakur gestur fundarins, Anna Guðrún Jónasdóttir, flutti þá fyrir- lestur um konur og vadd. Staða Kvennalistans verður aðal- efni fundarins í dag. Þrjár konur flytja framsöguerindi en síðan verða hópumræður. A morgun, sunnudag, veröa at- vinnu- og byggðamál meginefnið. Um það verða almennar umræður. Á landsfundinum verða fluttar skýrslur um starfið frá hveijum „anga“ en svo kalla kvennalistakon- ur deildir í einstökum kjördæmum. Stjórnarmyndunarviðræðurnar í sumar veröa raktar. Loks má nefna dagskrárliðinn Garnir raktar úr þingkonum sem verður á sunnudag milli klukkan 13 og 14. Ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum verða engar kosningar á landsfundi Kvennalistans. Þar er enginn for- mannsslagur eða barátta um að komast í miðstjórn eða fram- kvæmdastjórn því aö engar slíkar stjórnir flnnast í þessum flokki, sem á sex fulltrúa á Alþingi. -KMU Sautján þingmenn í útlöndum Góðir skór á frábæru verði!! Reykjavíkurvegi 50 Laugavegi 11 Austurstræti 6 Flugfélög hagnast vel á alþingis- mönnum okkar þessa dagana. Sautj- án þingmenn, þar af fimm ráðherrar, hafa nefnilega flogið til útlanda á undanfömum dögum. Ráðherrar í útlöndum um þessar mundir eru Birgir ísleifur Gunnars- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Sigurðsson, Halldór Ásgrímsson og Jón Helgason. Sjö alþingismenn sitja fund Norð- urlandaráðs; Ólafur G. Einarsson, Páll Pétursson, Óli Þ. Guðbjartsson, Valgerður Sverrisdóttir, Eiður Guðnason, Sverrir Hermannsson og Guörún Helgadóttir. Tveir þingmenn eru á þingi Sam- einuðu þjóðanna; Friðjón Þórðarson og Svavar Gestsson. Þrír aðrir þingmenn eru einnig er- lendis, Geir Haarde, Árni Gunnars- son og Ragnar Arnalds. -KMU Varaþingmenn taka sæti Fjórir varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í byrjun þessarar viku; Lára V. Júhusdóttir, aðstoðarmaöur fé- lagsmálaráðherra, fyrir Jón Baldvin Hannibalsson, Sturla Böðvarsson bæjarstjóri fyrir Friðjón Þórðarson, Unnur Stefánsdóttir fóstra fyrir Jón Helgason og Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri fyrir Halldór Ás- grímsson. Lára, Unnur og Jónas settust í fyrsta sinn á Alþingi. Sturla hefur nokkrum sinnum áður komið inn sem varamaður. -KMU HITABLÁSARI Bensín og gasolíuhitablásarar, 12 og 24 volt, fyrir báta, bíla og vinnuvélar. Varahlutir og viðgerðarþjónusta. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI VIÐGERÐARÞJÓNUSTA is 1. Erlingsson h/f, varahlutir, Ármúla 36 (Selmúlamegin),isími 688843. Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f. RAFBRÚ SF. Helgi Sigurjónsson Helgalandi 1, Mosfellssveit 91-667073 VERÐMURINN 1988 árgerðin af Skutlunni frá Lancia kostar nú að- eins 313 þúsund krónur. Þú gerir vart betri bíla- kaup! Opið laugardaga frá kl. l—5. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1.S.68 12 99.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.