Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 14. NÖVEMBER 1987. LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 43 Bogi Agústsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins: „Samkeppnin hiistir upp í mönnuma - og gerir fréttamennskuna betri Bogi Ágústsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins og fyrrum fréttamaður sjónvarps, ætl- ar að kveðja gamla vinnustaðinn áður en langt um líður og taka að sér stöðu blaðafulltrúa Flugleiða. Hann segist hafa verið ánægður hjá RÚV, bæði sjónvarpinu og útvarpinu, en hann hafi aldrei ætlað sérað vera þartil æviloka. Reyndarsegist hann hafa verið á förum frá Ríkisút- varpinu þegar honum bauðst fyrirtæpu ári staða aðstoðarframkvæmdastjóra útvarpsins. Nú, aðeins ári síðar, er hann hins vegar á förum. Hann var spurður hvers vegna. „Ég fékk mjög gott tilboð frá Flug- leiðum," svarar hann strax. „Eg ætlaði að vera hér í tvö til þrjú ár í viðbót en tilboð Flugleiða breytti því,“ segir hann. „Ég var búinn að vera á fréttastofu sjónvarpsins í tíu ár, síðustu tvö árin í Danmörku. Tíu ár er langur tími á sama stað. Á meöan ég gegndi störfum í Dan- mörku urðu allmiklar mannabreyt- ingar á fréttastofunni sem gerðu að verkum að mér fannst minna mál að hætta. Bæði hafði ég alltaf ætlað mér að skipta um starf og einnig fannst mér, þegar ég kom heim aft- ur, að fréttastofan væri orðin nýr vinnustaður. Ég hafði hugsað mér að hætta alveg hjá Ríkisútvarpinu og var með ýmislegt annað í huga. Ég var með starfstilboð í höndunum sem ég vil ekki segja nánar frá. Þeg- ar mér bauðst staða aðstoðarfram- kvæmdastjóra útvarpsins ákvað ég að þiggja hana og hér hefur mér liðið vel. Starfið hefur verið ánægjulegt á þessum umbrotatímum." Hefði orðið öðruvísi - Var staða aðstoðarframkvæmda- stjórans ekki búin til einungis til að koma rás 2 upp í samkeppninni? „Nei, engan veginn. Staðan var búin til fyrir báöar rásir. Rás 2 var lögð niður sem sérstök deild eins og hún var áður. Núna er henni stjórn- að af hinum ýmsu framleiðsludeild- um útvarpsins, alveg eins og rás eitt. Ég hef alls ekki verið neiit meira yfir rás 2. Ef ég hefði verið deildar- stjóri þar heföi ég breytt henni ööruvísi." - Hvernig ööruvísi? „Ég veit ekki hvort ég á að segja frá því. í fyrsta lagi mætti túlka það sem gagnrýni á mína félaga og í öðru lagi held ég ennþá aö ég hafi ein- hverjar hugmyndir sem aðrir gætu grætt á,“ svarar Bogi en bætir um- svifalaust við: „Nei, það er of mikið sagt. Fyrst og fremst er það að ef ég hefði verið í daglegu vafstri á rás 2 þá hefði ég gert hlutina öðruvísi og það er mjög eðlilegt. Það hafa allir sínar skoðanir og ég er ekkert að segja að ég hefði gert betur og ekki verr. Ég get tekið sem dæmi að dæg- urmálaútvarpið, sem er á rás 2, ber mjög mikil persónueinkenni deildar- stjórans, Stefáns Jóns Hafstein, og mér finnst það ekkert óeðlilegt því til þess var hann ráöinn. Eins hefði verið ef ég hefði verið í hans starfi, þá hefði þetta verið öðruvísi. án þess að ég sé að leggja nokkurt mat á gæði," hélt Bogi áfrain. Rás 2 er útvarp, ekki diskótek - Heföirðu viljað að rás 2 hefði þró- ast öðruvísi? „Ekkert endilega. Ég fer ekki ofan af því að ef við erum að flokka sam- keppnisstöðvarnar Bylgjuna, Stjörn- una og rás 2 þá er hver stöð með sínu sniði og rás 2 er núna orðin þyngst að því leyti að þar er mest talmál og efnisumfiöllun. Ég leyfi mér kannski að segja að rás 2 er útvarp, ekki diskótek." - Þú meinar að rás 2 sé ekki tónlist- arútvarp: „Rás 2 er tónlistarútvarp á milli 10 og 16 en á morgnana og síödegis er hún dægurmálaútvarp.“ - Heldur þú að hlustendur, sem ekki ná einkastöðvunum, sætti sig við það? „Ég vona það. Við uppbyggingu dagskrár beggja rása hefur verið tek- ið tillit til þess sem hin rásin býður upp á. Ef við erum að spila tónlist á rás eitt þá spilum við ekki svipaða tónlist á rás 2. Fólk á að geta valið. Eftir klukkan 18 á daginn er ekki eins mikið talmál i dægurmáladeild- inni því þá fara í gang talmálsþættir á rás eitt. Þannig látum við hlutina verka á víxl. Dægurmálaútvarpið er hlutur sem langan tíma tekur að koma í gang og fínpússa. Stjórnendur þess eru flestir vanir útvarpsmenn en með ólíka reynslu. Kolbrún Hall- dórsdóttir og Sigurður Þór Salvars- son hafa minni reynslu á frétta- tengdu s\iði en Ævar Kjartansson en meiri reynslu af tónlistarútvarpi. Ég held að dægurmáladeildin sé á réttri leið.“ Stjórnunarstarf - Hvert hefur verið þitt starf í þess- ari uppbyggingu? „Fyrst og fremst er mitt starf stjórnunarstarf. Mikið af daglegum ákvörðunum kemur á mitt borð. Ég sit útvarpsráðsfundi í fiarveru Elfu- Bjarkar Gunnarsdóttur fram- kvæmdastjóra. Þegar fyrirtæki er komið í þessa stærð, sem Ríkisút- varpið er, þá er mikill rekstur í kringum það. Ég vil ekki ekki þakka mér frekar en samstarfsfólki mínu breytingarnar sem gerðar hafa verið á dagskrá Ríkisútvarpsins á þessu ári sem ég hef starfað hér. En ég vil leyfa mér að segja að í helgardagskrá rásar eitt er úrvalsefni núna. Ég ef- ast um aö Ríkisútvarpið hafi nokk- urn tíma boðið upp á jafngóða dagskrá. Ég held því fram og er harð- ur á því að Ríkisútvarpið er miklu betra núna en það var fyrir þremur árum og það er samkeppninni að þakka. Hún hristir upp í mönnum og neyðir þá til að horfast í augu við ýmsa hluti og það hefur gerst hérna hjá okkur. Það skemmtilega er að það á ekki síður við um rás eitt en rás 2,“ segir Bogi og leggur þunga áherslu á það sem hann segir um leið og hann fær sér nikótíntyggjó. „Ég er enn einu sinni hættur að reykja, hef ekki reykt í tvo mánuði og gengur ágætlega. Tyggjóiö hjálpar mér þvi ég er algjör nikótínisti og fæ fráhvarfseinkenni. Annars reykti ég næstum ekkert þau tvö ár sem ég var í Danmörku," heldur hann áfram og ég spyr þá hvort hann sé feginn að vera hættur á sjónvarpinu: „Ég hugsa aldrei um það þannig. Ég var ekki að komast frá neinu þar. Hins vegar sakna ég þess stundum að vera ekki í fréttum. Frétta- mennska er ein af þeim starfsgrein- um sem heldur mikiö í fólk.“ - Gætir þú hugsaö þér að fara í fréttamennsku aftur? „Alveg hiklaust. Ég gæti mjög vel hugsað mér þaö. Þegar ég kom hingað til hljóðvarpsins þá var ég ekki að ráða mig í ævistarf. Ég er þannig gerður að ég gæti ekki séð mig í einhveiju ákveðnu starfi það sem eftir er.“ Nöldur á göngum - Finnst þér Ríkisútvarpið ekki vera mikil stofúun? „Áttu við í neikvæðri merkingu, svona þurr og formleg eins og sumar ríkisstofnanir? Að sumu leyti, öðru ekki, en þó að þvi leytinu til að öllum fyrirtækjum, sem ná ákveðinni stærð, hættir við að verða hægfara. Það getur verið erfitt að taka ákvarð- anir og það getur verið erfitt aö láta ákvarðanir standast. Hér hafa þó komið til nýir stjórnunarhættir sem byggjast á því að allt upplýsinga- streymi frá starfsfólki til yfirmanna og öfugt verði kerfisbundið og miklu betra en verið hefur. Byggt hefur verið upp fundakerfi sem á að sjá til þess að allar upplýsingar komist báð- ar leiðir og allir eigi jafna möguleika á frumkvæði í hverju sem er eða gagnrýni. Með þessu móti á að vinna betra starf. Starfsmenn eiga að vita af hverju ákvarðanir eru teknar og að ekki sé nein hentistefna í gangi. Upplýsingar eru ekki læstar niður í skrifborðsskúffu og notaðar sem valdatæki. Allir eiga að vita sem mest.“ - NúhefurmaðurheyrtaðhjáRíkis- útvarpinu sé sífellt verið að bæta við yfirmönnum en ekkert sé gert til að mæta aukinni samkeppni: „Auðvitað er skemmtilegt að kjafta á göngum og segja að hver silkihúfan sé upp af annarri. Þetta er misskiln- ingur. Dagskráin hefur aukist um tugi prósenta, bæði í útvarpi og sjón- varpi. Dagskrárgerðarmönnum hefur fiölgað gífurlega, t.d. frétta- mönnum á fréttastofu sjónvarpsins. Minnst fiölgun hefur orðið í yfir- stjórninni. Þrátt fyrir að menn segi á göngum að alltaf sé verið að fiölga yfirmönnum og samt gerist ekki neitt þá gera menn sér ekki grein fyrir fiölguninni á öðrum stöðum. Það er líka alltaf mjög ódýrt að vera með gagnrýni á göngunum. Ég játa á mig að hafa látið svona líka. Nöldrið get- ur haft sínar afleiðingar sem menn gera sér ekki grein fyrir. Af hverju koma þeir ekki til yfirmannanna með umkvartanir?“ - Er ekki bilið of langt á milli? „Nei, það á ekki aö vera og verið er að koma í veg fyrir það hér.“ - Hefur það gengiö upp? „Það er ekki mitt að svara því. Ég veit ekki um allt en heilmikið hefur gengið upp hér. Fólk hefur séo að hlutir mættu betur fara og haft frum- kvæði að breytingum. Þannig hafa margar breytingar veriö gerðar. Þessa hluti er verið að þróa og það getur tekiö langan tíma aö breyta hugsunarhætti manna," segir Bogi ennfremur og tekur upp bók af borð- inu hjá sér og spyr hvort ég hafi lesið hana. „Þetta er bók um stjórnunar- aðferðir eftir Jan Carlson, forstjóra SAS, mjög fræg bók sem heitir Rífum pýramídana. Ég gæti ekki verið meira sammála þessari bók. Hún gengur út á aö allar upplýsingar milli sam- starfsmanna berist eins fljótt og vel og hægt er og að frumkvæði og ábyrgð hins almenna starfsmanns eigi aö vera eins mikið og mögulegt er.“ - Ertuaðbúaþigundirnýjastarfið? „Nei, ekki meö lestri þessarar bók- ar. Það er hrein tilviljun að bókin skuli vera eftir forstjóra SAS. Þessa bók sendi mér Ingólfur Hannesson, starfsmannastjóri Eimskips og fyrr- um íþróttafréttamaður. Við erum sammála um marga hluti í stjórnun og viljum breyta. Margir gamlir starfsmenn eru ekki vanir því að opið sé inn til yfirmannanna og að þeir geti sagt hvað sem er viö- þá. Eitt af því sem heillar mig við nýja starfið er að svipuð viðhorf ríkja hjá forustumönnum Flugleiða og þar segja menn að mesta auðlind þeirra sé starfsfólkið. Ég á erfitt með að sjá mig sem ein- hvers konar „yfirmann" og vera ekki með í öllu því sem er að gerast hérna. Margrét Jónsdóttir fréttamaður sagði við mig þegar ég byrjaði hérna: „Komdu bara öðru hvoru og drekktu kaffi með okkur. Ef þú gerir það get- ur þú ekki gert margt vitlaust.“ Þannig er viðhorfið. Starfsfólkið hef- ur komið hingað og talað við mig og Elfu-Björk svo ég held að flestir hafi það á tilfinningunni að hægt sé að koma og ræða málin.“ Ömurlegt að vera einn á hótelherbergi - Hefur þú verið ánægður í þessu starfi? „Ég hef veriö mjög ánægður hér og það verður erfitt að hætta. Ég hef unnið við Ríkisútvarpið frá því ég hætti í Háskólanum og þetta er eins og að fara að heiman. Ég held að Ríkisútvarpið sé mannlegur vinnu- veitandi.“ - Veistu út í hvað þú ert að fara? „Já. Áður en gengið var frá ráðn- ingunni átti ég viðræður við forystu- menn hjá Flugleiðum og þar var dregin upp mjög góð skilgreining á starfmu og skyldum og til hvers væri ætlast af mér. Aðalstarf blaða- fulltrúa er að annast tengsl Flugleiða viö almenning ogfjölmiðla en auðvit- að er margt annað sem tengist starfinu.“ - Finnst þér gaman að ferðast? „Ef eitthvað er leiðinlegra en að hanga einn á hótelherbergi þá veit ég ekki hvaö það er. Ég fékk alveg nóg af því að vera einn á flækingi er ég var fréttamaður í Kaupmanna- höfn, enda var ég orðinn fær í því að ljúka öllum mínum erindum á einum degi. Ferðalög eru spennandi að vissu marki en það getur líka orð- ið of mikið af þeim. Ég geri mér grein fyrir að blaðafulltrúastarfinu fylgja talsverö ferðalög og ég verð að bíta í það súra epli. Ég er hins vegar ekki að segja að það sé einhver þungur kross að bera að þurfa að ferðast því þaö getur líka verið gaman.“ Fjölskyldan stækkar Bogi Ágústsson bjó um tveggja ára skeið í Danmörku ásamt eigirikon- unni, Jónínu Maríu Kristjánsdóttur, syni þeirra, sem er sjö ára, og á með- an á dvölinni stóð bættu þau viö sig dóttur sem í dag er 16 mánaða göm- ul. Fjölskyldan er reyndar enn að stækka því von er á nýjum fjöl- skyldumeölimi í heiminn í desember. Ennfremur eru þau þessa dagana að leita að stærri íbúð. - Ertu mikill fjölskyldumaður? „Já,“ svarar Bogi, „mér líður best heima með fjölskyldunni. Ég þurfti að vera mikið heima á meðan við vorum í Danmörku, hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp og lesa blöð. Við fórum því mjög lítiö út. Þar sem ég var búinn að vinna við sjónvarp hér heima í átta ár og flestir á íslandi þekktu á mér andlitið var ég löngu orðinn vanur því að fara ekki út. Það er langt síðan skemmtistaðaferðir voru skornar niður í ekki neitt.“ Morðið á Palme eftirminnilegt - Þú lentir í mörgum stórfréttum meðan þú varst í Danmörku: „Já, það er rétt, enda þótt þær hafi ekki alltaf verið skemmtilegar. Eftir- minnilegasta fréttin var auðvitað Palmemoröiö. Það vildi þannig til að kvöldið, sem morðiö var framið, var okkur hjónunum boðið í breska sendiráðið til kunningja okkar sem hafði verið hér heima á íslandi. Þetta var eitt af fáum skiptum sem við fór- um út. Þegar við komum heim klukkan þrjú um nóttina var síminn rauðglóandi og þá var það fréttastof- an hér heima að hringja og láta mig vita af morðinu. Þá höfðu engar frétt- ir verið birtar um það í Skandinavíu. Ég svaf ekkert þessa nótt, þurfti að panta kvikmyndatökulið, klippingu, gervihnattatíma og snúast í öllu því sem til þurfti. Ég fór með fyrstu vél um morguninn yfir til Svíþjóðar og var kominn inn í miðbæ Stokkhólms um tíuleytið. Þá höfðum við tvo tíma til að taka og klippa efnið því það var búið að bóka svo mikið af gervi- hnattasendingum að við urðum að vera mjög snemma um daginn með sendingu. Það tókst þó og hófum við útsendingu klukkan fjögur í sjón- varpinu hér heima og einnig vorum við búnir aÖ tengja beint við sænska sjónvarpið þannig að við fengum líka umfjöllun þess um málið. Mjög erfitt var að vinna þetta og það reyndi á mann. Andinn í Stokkhólmi þennan dag var slíkur að ég hafði aldrei upp- lifað aðra eins stemningu. Það var þrúgað andrúmsloft og margt fólk á götunum og allir alvarlegir á svip. Það var mjög þungt yfir fólkinu. Á morðstaðnum sjálfum grét fólk og var ekkert að leyna því. Þetta var mjög eftirminnilegt." - Þú fékkst orö fyrir að vera mjög duglegur á þessum tveimur árum: „Það féll á mínar herðar að rétt- læta þetta starf því það var dýrt að hafa mann þarna úti, kostar um 3 milljónir á ári. Ég þurfti að sýna fram á að þetta væru peningar sem væru vel nýttir." Spennandi vinnustaður Bogi, sem er 35 ára, segist hafa ver- ið tíu sumur til sjós á fraktskipum, sennilega vegna áhrifa frá föður sín- um, Ágústi Jónssyni, sem var skip- stjóri. „Strákar voru hættir að fara i sveit þegar ég var 15 ára og unnu á sumrin,“ segir hann. Bogi er alinn upp í vesturbænum og býr þar enn. Hann segist hafa gengið þessa venju- legu menntaleið: Melaskóli, Haga- skóli, MR og síðan Háskólinn. „Þaðan fór ég að vinna hjá sjón- varpinu sem erlendur fréttamaöur en þá voru aðeins sex fréttamenn á deildinni. Þetta var náin samvinna, að'eiris þrír á vak't; Með mér á vakt voru Eiður Guðnason og Sigrún Stef- ánsdóttir. Ég tók við af Jóni Hákoni Magnússyni. Sjónvarpið var spenn- andi vinnustaður á þessum tíma en hins vegar fylgir því að vinna á sjón- varpi að maður veröur þekktur og það getur verið þreytandi.“ Útvarpsráð hliðhollt starfseminni - Nú hefur starfiö á fréttastofunni breyst með tilkomu samkeppninnar við Stöð 2: „Já, og ég vona bara að samkeppn- in hafi orðið til þess að gera starfið enn skemmtilegra en áður. Þegar maöur er einn um hituna þá skiptir ekki svo miklu máli hvort fréttin, sem enginn annar getur sýnt, birtist í dag eða á morgun. Núna veit maður aldrei nema Stöð 2 sé að vinna sömu fréttina og þá verður að korna henni út.“ - En er ekki erfitt að vera í sam- keppni og vinna hjá ríkinu? „Nei, það held ég ekki. Það hefur verið rætt mikið um að útvarpsráð sé dragbítur á allt og alla en ég er ekki sammála því. Það sem kom mér á óvart, þegar ég byrjaöi að sitja út- varpsráðsfundi, var hversu lítil flokkapólitík þar er. Útvarpsráðs- menn eru oftast reiðubúnir til að leyfa embættismönnum Ríkisút- varpsins að ráða því sem þeir vilja ráða. Hins vegar finnast dæmi um að útvarpsráð hefur flækst fyrir góð- um málum. Mér finnst miklu verr talað um útvarpsráð heldur en efni standa til. Allir útvarpsráðsmenn, sem ég hef kynnst, vilja utvarpinu vel og fyrst þú spyrð sérstaklega um formanninn þá hefur Inga Jóna Þórðardóttir- staðið-sig vel, Ef það er einhver sem ég vildi fá sem formann áfram þá er það hún. Inga Jóna stýr- ir fundunum vel og röggsamlega og hún hefur miklá kunnáttu á þessu sviði. Raunar óttast ég ekkert um framtíð Ríkisútvarpsins - þótt það sé í fárviðri ög ólgusjó er skútan traust, mannskapurinn góður og skipstjórinn fyrsta flokks." - Nú styttist í að nýtt útvarpsráð veröi kosið. Eru það margir núver- andi útvarpsráðsmenn sem hætta? „Ég veit ekkert um þaö. Ég hef að vísu heyrt af breytingum en það er ekki mitt að skýra frá þeim. Ég vona bara að nýtt útvarpsráð veröi jafn- hliðhollt Ríkisútvarpinu og það sem nú er.“ Fínt lið á Stöd 2 - Stöð 2 hefur safnað að sér góðurri fréttamönnum og er í hörkusam- keppni við Ríkisútvarpið. Hvernig finnst þér að þeim þar hafi tekist? „Þeir eru með fínt lið en mér finnst leiðinlegt að gera samanburö. Þeir eru með aðra stefnu en Ríkisútvarp- ið. Ef ég hefði verið beðinn um það fyrir rúmu ári, áður en Stöð 2 fór í loftið, að segja til um fréttir á þeim fjölmiðli þá hefði ég haldið að þar yröu litlar ,.lokal"fréttir. Þaö sem Stöð 2 hefur gert er aö hún hefur orðið alvöru samkeppnisaðili við Ríkissjónvarpið og það er meira en ég átti von á. Út af fvrir sig er það hrós fyrir hana að vera beðinn um samanburð á þessum tveimur stöð- um. Þar hefur verið unnið gott starf. það er ómældur metnaður hjá þessu fólki og það hefur skilað sér. Mér finnst fréttatími þar samt ekki betri en fréttatími ríkissjónvarpsins. Mið- að viö þann tíma, sem Stöð 2 hefur haft, og aðstæður, er hann samt ótrú- lega góður." Félagarnir tvístruðust - Gætir þú hugsað þér að vera frétta- maður í þeim hópi? „Af hverju ekki? Ég hef unnið með mörgu af þessu fólki. eins og Palla Magg. Sigurveigu og Ólafi Friðriks- svni og mörgum í tækniliðinu. Einar Sigurðsson fór á Bylgjuna og þannig hefur maður séð félaga sína tvístr- ast. Hvert ættu einkastöðvarnar líka að sækja hæfa starfskrafta nema á Ríkisútvarpið? Það má kannski segja að það hafi verið tilviljun að ég var ekki í þeim hópi sem fór. Ég var í Danmörku á þeim tíma. Revndar hefur mér stgðið til boða að starfa hjá öörum fjölmiðlum en Ríkisút- varpinu en ég hafnaði því. Ég hlakka hins vegar til aö byrja hjá Flugleið- urii og mér líst vel á starfið^-ságði Bogi Ágústsson. „Ég ætla að klára nokkur verkefni hér áður en ég hætti og vonast til að ég geti unnið með eftirmanni mínum og komið honum inn í verkið. Hann hefur ekki enn verið ráöinn. Ég ætla að vera heima í desember. því þá eignumst við þriðja barnið. og janúar ætla ég að nota til að ganga frá hér á skrifstof- unni." -ELA (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.