Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 28
28 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. Sérstæð sakamál Sex lauf af lífsins tré Kurt Steinwegs. Nokkru eftir hádegi miðviku- daginn 1. febrúar 1984 fór Bernt Krámer út í skóg skammt fyrir utan bæinn Suchteln í Vestur- Þýskalandi. Hann var með haglabyssuna sína með sér því hann var að fara á veiðar. Krámer hafði þó ekki verið í skóginum í nema rúma klukku- stund þegar hann fann hauskúpu af manni. Hann flýtti sér í síma og hringdi til lögreglunnar. Hún kom á vettvang og skömmu síðar fann hún beinagrind skammt frá. Nokkrar fataleifar fundust þarna og einnig veski. Það leiddi í ljós að beinin, sem þama fundust, vom af Willi Fleischer, 42 ára, sem verið hafði á geðveikrahæli í Suchteln. Saknað í rúmt ár Lögregluforinginn, sem komið hafði á staðinn, fór með veskið á hælið og þar fékk hann að vita að Willis Fleischer hefði verið saknað síðan í júní árið áður. Hvarf hans hafði þó ekki veriö tilkynnt lögreglunni af því aö hann hafði frekar veriö talinn vangefinn en geðveikur og var jafnvel haldið að hann hefði strokiö til þess að fá sér starf og væri það þá af hinu góða, eins og forstöðumenn hæhsins sögðu lögregluforingjanum. Willi hefði líka mátt koma og fara eins og hann hefði viljað. Geðveikrahæl- ið í Suchteln er nýtískulegt og eitt af þeim vestur-þýsku hælum fyrir andlega veila sem rekið er í samræmi við nútímakenningar. Góður kunningi annars sjúklings Frekari rannsókn leiddi í ljós að Wilii Fleischer hafði verið vel kunnugur öðrum manni á hæhnu og var sá tuttugu árum yngri. Hann hét Kurt Steinwegs og hafði verið í höndum geðlækna nær aha sína ævi. Steinwegs var þó ekki lengur á hæhnu í Súchteln heldur var hann kominn á annað hæh í Eifelfjöllum, um tvö hundr- uö og fimmtíu kílómetra fyrir sunnan Suchteln. Lögregluforinginn, sem hélt þangað, fann fyrir ungan mann, glaðlyndan og þægilegan í um- gengni. Hann var íþróttamanns- lega vaxinn og með dökkt yfirskegg. Þegar hann var spurð- ur um kynni sín af Wilh Fleischer sagðist hann hafa drepið hann. Steinwegs var svo sakleysislegur á svipinn þegar hann sagði þetta að lögregluforinginn trúði hon- um ekki og hér væri um upp- spuna að ræða sem tengdist andlegu ástandi hans. „Má bjóða þér eitthvað að borða?“ Lögregluforinginn vildi þó ekki fara við svo búið. Hann var kom- inn langa leið vegna alvarlegs máls og vildi vita vissu sína áður Frá jarðarför Rothstein. en hann héldi á brott aftur. Hann var svangur og þyrstur eftir ferðalagiö og spurði Steinwegs hvort hann mætti bjóða honum eitthvað að borða og drekka með sér. Steinwegs var svo þakklátur fyrir boðið að hann bauðst til að upplýsa annað morð. Lögregluforinginn sagði að það væri mjög vinsamlegt af honum. Hver væri sá myrti og hvemig hefði það borið að að hann hefði týnt lífinu? Steinwegs sagðist ekki vita hver maðurinn hefði verið því hann hefði ekki þekkt hann. Hann hefði hitt hann í húsasundi í Fá- borg í Danmörku er hann hefði komiöþarílandaf farþegaskipi ogmyrthann. Lögregluforingjanum fannst einkennilegt að Steinwegs gæti hafa verið á ferð í Danmörku þar sem hann hefði átt aö vera undir eftirliti en Steinwegs hvikaði í engu frá frásögn sinni og sagðist hafa stytt manninum aldur með því að sparka í hann. Hefði at- burðurinn gerst 13. október 1981 en þá hefðu margir sjúklinganna á geðveikrahælinu verið á skemmtiferð í Danmörku. Og þann 13. október hefðu þeir kom- iðíhöfníFáborg. Hræðilegar grunsemdir vakna í fyrsta sinn eftir að hann fór að ræða við Steinwegs fór lög- regluforingjann að gruna fyrir alvöru að Steinwegs kynni að vera að segja sannleikann. Og væri svo var um alvarlegt mál að ræða sem rannsaka þyrfti án tafar. Lögregluforinginn hringdi því til Súchteln og spurðist fyrir um það hvort sjúklingar þaðan hefðu farið í skemmtiferð í októb- er 1981 og þá til Danmerkur. Svarið var jákvætt. Hafði ferðin staðið frá 10. til 17. október. Frá Fáborg fengust svo þær fregnir að þann 13. október 1981 hefði maður fundist látinn og illa leik- inn í húsasundi. Jafnframt fékkst staðfesting á því að þann dag hefði skipið með sjúklingana komiöþaríhöfn. Sá myrti hafði verið Jan Niels- en, tuttugu og sex ára sjómaður. Aftur á fund Steinwegs Lögregluforinginn hélt nú aftur á fund Steinwegs og spuröi hann hvers vegna hann hefði myrt danska sjómanninn. Steinwegs sagði að til þess hefði ekki legiö nein sérstök ástæöa. Sér fyndist það bara stundum ágætis hugmynd að drepa fólk. Það lék nú enginn vafi á því í huga lögregluforingjans að Kurt Steinwegs væri að segja satt. Honum var líka ljóst að Steia-. wegs yrði aldrei dæmdur fyrir þessi morð því hann myndi ekki standast geðheilbrigðisrannsókn og því ekki geta tafist bera ábyrgð á gerðum sínum. Jafnframt beindist hugur lögregluforingj- ans að öðrum óupplýstum morðum. „Hefurðu myrtfleiri?“ Lögregluforinginn lagði þessa spurningu fyrir Steinwegs þegar hann hafði rætt við hann enn um hríð. Þá var hann nýbúinn að bjóða honum límonaði sem ungi maðurinn hafði þegiö með þökk- um. „ Já,“ sagði Steinwegs og brosti. Sig hefði oft langað til þess aö drepa fólk en hann hefði ekki verið orðinn nógu stór og sterkur tii þess fyrr en hann hefði verið orðinn þrettán ára. Þá hefði hann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.