Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987.
„Geti maður ekki látiö sér lynda
að vera af og til kallaöur „moldrík-
ur“ er maður auli og getur aöeins
tekiö aulalegar ákvaröanir. Þaö
þýðir þó ekki að þótt maður sé
æðstráðandi í einu stærsta fyrir-
taeki Danmerkur, Spiessamsteyp-
unni, eigi maður aö taka þar allar
ákvarðanir. Þaö er skynsamlegt að
láta sér nægja að taka aðeins
stærstu ákvarðanimar og helst að
gera það brosandi, einkum ef það
r'f;:
„Það er skynsamlegt aö láta sér nægja að taka aðeins stærstu ákvaröanirnar og helst að gera það bros-
andi, einkum ef það gerir þeim sem starfa meö manni léttara að sætta sig við þær.“
kynnist stööugt nýju fólki heldur
hún tryggð við gamla vini og vin-
konur. Og þótt hún hafl úr miklu
að spila segir hún með vissu stolti
að hún sé af verkafólki komin. Hún
hafi þó ekki átt í neinum vanda
með að breyta um lifsstíl að svo
miklu leyti sem það hafl verið
nauðsynlegt.
„Við látum fara vel um okkur á
sama hátt og við höfum alltaf gert.
Viö sitjum ekki og mokum í okkur
Einkaeigandi Spiesfyrirtækjanna
Aðalstj ómandinn má ekki
óttast um vinsældir sínar
„Hann á aðeins að taka helstu ákvarðanir,“ segir Janni Spies
„Þaö má e( til vill segja að ég sé dálitið nfsk og jafnvel smásmuguleg.
En ég er eln's og Sfmon að því leyti tfl aö ég er ekki þeirrar skoðunar
aö maöur eigi að sóa peningunum f alls kyns tllraunir."
gerir þeim sem starfa með manni
léttara aö sætta sig við þær.“
Trúaryfirlýsing
Með nokkurn veginn þessum
orðum, þó ef til vill á dálítið hisp-
urslausari hátt, setur Janni Spies,
25 ára, fram „trúaryfirlýsingu"
sína. Og með hana í huga getur það
varla talist tilvfljun að stjóm fyrir-
tækjasamsteypunnar skuli vera
skipuð þeim sem í henni sitja eða
að aðalframkvæmdastjórinn, E.H.
Jensen, er líkari „einum meðal
jafningja“ en „einræðisherranum
sem gegnir framkvæmdastj óra-
starfinu'1. Og þótt Janni Spies geri
sér ef til vill ekki grein fyrir því
gefur þaö henni gott tækifæri til
þess að fá yfirsýn yfir fyrirtækin
en það gæti aftur orðið til þess að
hún gæti síðar tekið harða afstöðu
gegn þessari stjóm sem hún hefur
svo oft lýst yfir að sé starfi sínu
mjög vel vaxin.
Þess sér varla merki
Það em nú liðin átta ár síðan
Janni Brodersen, þá 17 ára, byijaði
sem vikastúlka hjá Spies. Þess sér
þó varla merki á ytra borðinu að
svo langt sé síðan. Hún er létt í
lund, hlær gjaman og er ótrúlega
opinská. Þá er hún mjög jákvæð í
afstöðu sinni til annarra og minnir
því frekar á unga og glaöa stúlku
en þá 25 ára gömlu konu sem er svo
efnuð aö eignir hennar eru metnar
á aö minnsta kosti fimm milljarða
króna (ísl).
Aftur á móti hefur hún bætt
miklu við mannþekkingu sína og
svarar sá þekkingarauki til fleiri
ára en þeirra sem liðin em síðan
hún var vikastúlka.
„Þaö er ekki rétt aö ég sé önnum
kafin og í fríi samtímis. Slíkur
stjómarformaöur er ég ekki og það
er ekki rétt að ég hafi nokkm sinni
sagt að ég sé það,“ segir Janni Spi-
es og vísar til ummæla um sig.
Yfirsýn
„Þaö sem ég vildi aftur á móti
segja er að sem stjómarformaður
og eigandi er ég alls ekki að reyna
að sýna meiri þekkingu en fram-
kvæmdastjóramir mínir. Sem
stjómarformaöur er ég að reyna
aö öölast meiri yfirsýn en ég hef
nú. Þess vegna skipti ég mér ekki
af smærri atriöum, aðeins því sem
meira skiptir. Af þeirri ástæðu hef
ég lagt á hfiluna þær áætlanir sem
ég var búin að gera um að afla mér
einhvers konar menntimar á sviði
rekstrarhagfræði. Til þess hef ég
einfaldlega ekki tíma.
Með stjómarmönnum mínum
ætla ég aö reyna að vega og meta
tillögur framkvæmdastjóranna svo
hægt sé að taka réttar ákvarðanir
þegar þær þarf að taka. Það þýðir
þó ekki aö ég ætli að vera að blanda
mér 1 málin í tíma og ótíma. Maður
á ekki að misnota rétt sinn til
ákvarðanatöku.
Ósanngjarnt
Þaö er mjög ósanngjamt að mínu
mati aö tala um kjaftasamkomu.
Enginn af stjómarmönnunum hef-
ur tíma til þess að sitja og spjalla
bara spjallsins vegna." Svo bætir
hún við:
„Eftir aö Símon lést þurfti aö ger-
breyta öllum fyrirtækjarekstrinum
og hverfa frá einkafyrirtækisform-
inu yfir í hlutafélagsformið. Það
var ekki búiö að gera búið upp fyrr
en í maí i ár og því höfum við að-
eins haft hálft ár til þess að koma
nýja fyrirtækinu í þá vem sem við
stefnum að. Hafi fundirnir verið
margir er það meðal annars vegna
þess að taka hefur þurft ákvaröan-
ir sem ekki varö skotið á frest. Sjálf
tel ég hins vegar að sá dagur komi
er viö þurfum aðeins að halda fimm
stjómarfundi á ári.“
íhaldssöm
Janni Spies, sem er smekkvís og
lætur sér annt um ytra útlit sitt,
er ekki hrædd viö að viðurkenna
að innst inni sé hún dálítið íhalds-
söm þegar fjármál eru annars
vegar. Hún kýs því öryggi og hefð-
bundna afstöðu fram yfir tilrauna-
starfsemi, sérstaklega þegar taka
skal um það ákvarðanir hvemig
veija á peningum viðskiptavin-
anna.
„Þaö má því ef til vill segja," seg-
ir hún, „að ég sé dálitiö nísk og
jafnvel smásmuguleg. En ég er eins
og Símon var aö því leyti til að ég
er ekki þeirra skoðunar að maður
eigi aö sóa peningunum í alls kyns
tilraunir.
Líti því einhver þannig á aö við
séum dálítiö heíöbundin í rekstrin-
um þá er það í raun aðeins vegna
þess að við erum þeirrar skoðunar
aö okkur beri aö haga okkur eins
og viðskiptavinimir vilja.
Svo lengi sem viö hér heima þurf-
um aö búast við alls konar veðri á
sumrin og leiðinlegum vetrum held
ég að langflestir kjósi Miðjaröar-
hafsströndina á sumrin og Kanarí-
eyjamar á vetuma.
Mín persónulega skoöun er aftur
á móti aö New York sé afar áhuga-
verð borg en mér finnst það þó
ekki skynsamleg stefna að reyna
aö efna til ódýrra fjöldaferöa þang-
aö og hvers vegna ætti að vera
betra aö fara til Flórída? Tímamis-
munurinn er sex eða sjö tímar og
fólk verður eftir sig eftir þotuflug-
ið. Er ekki betra að fara til Gran
Canarias. Tímamismunurinn er
enginn og flugið tekur fimm tíma.“
Einkalífið
íhaldssemi Janni Spies kemur
einnig fram í einkalífinu. Þótt hún
rússneskum kavíar. Vinir mínir
vita vel að það er ekki alltaf létt
að vera í mínum spomm. En það
má þó ekki misskilja þessi orð. Að
vísu kom þaö fyrir hér áður fyrr
að ég var næstum búin að harma
að ég skyldi vera komin í þessa
aðstöðu. En nú er ég fyllilega sátt
við að bera þá byröi sem því fylgir
að vera eigandi stórrar fyrirtækja-
samsteypu og að þurfa að bera
ábyrgö gagnvart starfsfólki og við-
skiptavinum. Og ég get bætt því við
að ábyrgö er í rauninni alls ekki
slæm.“
Það kemur því ef til vill ekki á
óvart að Janni Spies telur af því
góða hugmyndir um að starfsfólkið
fái að hafa áhrif á reksturinn.
Starfsmenn flugfélagsins Conair
hafa um nokkurt árabil haft full-
trúa í stjóm þess.
Hún vill þó ekki ganga svo langt
aö draga sjálf fulltrúa starfsfólks-
ins inn í stjórnir fyrirtækjanna.
„Ef það vill láta tú sín heyra verö-
ur það sjálft að taka fyrsta skrefið,"
segir hún.
I stjóm þess fyrirtækis, sem
mestu ræður, þess sem á í rauninni
öll hin fyrirtækin, vill hún þó helst
aðeins hafa þá stjómarmenn sem
hún hefur sjálf valið.
„Ég er ekki þeirrar skoðunar,"
segir hún, „að starfsfólkið þurfi
endilega að hafa sömu þekkingu á
fyrirtækjunum og ég eða þann
áhuga á velgengni þeirra sem ég
hef. „Efst uppi“' vil ég því helst
vera sú sem ræður ef um þaö er
aö ræða að segja síðasta oröið.“
Dugmikil kona
Janni Spies verður ekki móðguö
þótt hún sé spurö aö því hvort hún
óttist ekki að verða álitin „hörö í
hom aö taka“.
„Ég vona aö ég verði það aldrei.
Það er hins vegar Ijóst að fólk getur
smám saman orðiö þaö án þess að
gera sér grein fyrir því.
Ég held hins vegar að ég hafi stað-
ið af mér undanfarin ár án þess að
bíða andlegt tjón.
Þótt ég sé skapmikil er ég mjög
þolinmóð og venjulega er ég já-
kvæð og læt liggja vel á mér. Ég
verð sjaldan reið, frekar leið, ef
eitthvað fer úrskeiðis.
Minn heimur er annars enginn
dans á rósum og ég fæ ótrúlega lít-
ið hrós frá öðram. Ástæðan er ef
til vill sú aö fólk óttast að ég líti á
það sem einhvers konar smjaður.
Ég get hins vegar huggað mig viö
að hrósa öðram. Mér þykir gott að
geta þaö. Þó er ég ekkert hrædd við
aö segja fólki til syndanna ef mér
sýnist það nauðsynlegt."
Þýð. ÁSG.