Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 38
50 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. Veiðivon > Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Góð aðsókn í byrjun „Þetta gekk vel fyrsta kvöldið sem opið hús var og mest hafa ve- rið hérna um 130 áhugasamir veiðimenn. Guðni Guðbergsson flutti fróðlegt erindi um laxveiðina í sumar og menn ræddu málin eftir sumarið,“ sagði Stefán A. Magnús- son, formaður skemmtinefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við DV seint á fostudags- kvöldið, er gestir voru farnir að tínast heim. „Aösóknin er bara mjög góð svona í byrjun og það lo- far góðu fyrir áframhaldið í vetur. Erindi Guðna var fróðlegt og menn komu með fyrirspurnir til hans. Hann ræddi vítt og breitt um síð- asta sumar og kom inn á það næsta. Við vonum að veiðimenn fjölmenni á það sem við bjóðum upp á í vet- ur,“ sagöi Stefán í lokin. Það var ýmislegt rætt við borð og á göngum í félagsheimili Stanga- veiðifélagsins þetta föstudags- kvöld. Mestan áhuga höfðu menn þó á Laxá í Kjós og því sem þar er Veiðivon Gunnar Bender að gerast, hver fær ána og býður best. Við hurfum á brott um tvöleytið og voru fáir eftir, tveir stóðu saman í ganginum og ræddu málin. Þeir voru að segja frá veiðitúr í Korpu þar sem veiðimaður fékk marga tugi af löxum. Ég hélt áfram. Veiði- sögur eru alltaf veiðisögur og stundum eru þær sannar. -G. Bender Skemmtinefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur með Hákoni Jóhannssyni sem afhenti félaginu veiðistöng sem Árni Péturson átti. Einar, Hákon, Stefán og Árni. DV-mynd G. Bender 20 punda hrygna Þessa dagana stendur yfir hrognataka hjá fiskeldisstöðvum og á mynd- inni sjást þeir Ragnar Leifsson, Þröstur Elhðason og Jóhann Geirsson stöðvarstjóri, starfsmenn hjá Pólarlaxi, með fallega 20 punda hrygnu sem kom í stöðina. DV-mynd G. Bender Lánskjaravísitala á laxveiðiár: Fjórðungs hækkun í Blöndu og Svartá Þó veiðitíminn sé rétt liðinn og nokkuð langt í næsta sumar eru menn farnir að semja um verð á veið- iám. „Hækkunin í Blöndu er 26,5 % og Laxá á Refasveit30%, sem okkur finnst ekkert mikil hækkun," sagði Sigurður Kr. Jónsson á Blönduósi. „Við fengum framhaldssamning um Blöndu og Laxá á Refasveit og verð- lagið fer eftir lánskjaravísitölunni. í Svartá var samið um 26,5 % hækkun eins og í Blöndu," sagði Sigurður. „Þetta var aðeins lækkun á milli ára hjá okkur í Vatnsdalsá en við borgum 11,8 milljónir fyrir ána næsta sumar en greiddum í sumar 12,1 milljón,“ sagði Brynjólfur Mar- kússon, leigutaki árinnar. „Þetta lítur vel út hjá okkur næsta sumar, því mikið hefur verið pantað og veiðimennimir eru mikið þeir sömu ár eftir ár, útlendingamir og íslend- ingarnir,“ sagði Brynjólfur. Ymsar blikur em í lofti í veiðinni þessa dagana og formaður eins af stærri veiðifélögum landsins sagði um útlendingana: „Það er ekkert hægt orðið að treysta á útlendingana í veiðinni, hvort þeir koma eða ekki til veiða. Miklar breytingar hafa átt sér stað i þeirra hópi hin síðari ár og markaðurinn er erfiður eins og er, alla vega.“ -G. Bender Völundur Hermóðsson er tilbúinn með háfinn og innan stundar var laxinn i honum. Mikið er um útlendinga hjá honum á Nessvæði í Laxá í Aðaldal. DV-mynd Þ. Elliðason Þú boigar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með fleirum í bílnum! Hrevfill býður ssetaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. HREVFILL 68 55 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.