Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Síða 27
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 27 Kvikmyndir fflmsm Richard Attenborough leiöbeinir hér Denzel Washington er leikur Stephen Biko. Cry Freedom Nýjasta kvikmynd Richards Atten- borough, um ævi blökkumanna- leiðtogans Stephens Biko, hefur vakið mikla athygli og þykir beitt vopn í baráttunni gegn aðskilnað- arstefaustjómvaldaí Suður-Afríku. Aðalleikarar Cry Freedom, Kevin Kline, er leikur blaðamanninn Donald Woods, og Denzel Washington, er leikur Biko. Þann 12. september 1977 lést blökkumannaleiðtoginn Stephen Biko í fangelsi af völdum innvortis meiðsla er stöfuðu af pyntingum. Hann var aðeins þrítugur og af mörgum talinn hæfileikamesti leiðtogi blökkumanna í Suður- Afríku. Mikil reiði fylgdi í kjölfarið og mótmæli bárust frá flestum löndum heims. Um þennan blökkumannaleið- toga hefur Richard Attenborough gert kvikmyndina Cry Freedom er frumsýnd var vestan hafs fyrir stuttu. Kvikmyndin, er kostaði 21 milljón dollara, var tekin í Zimbab- we og Kenya í fyrra. í annað aðalhlutverkið, Biko, valdist bandarískur blökkumaður, Denzel Washington, eftir mikla leit. Hitt aðalhlutverkið, blaðamanninn og ritstjórann Donald Woods, leikur Kevin Kline. Cry Freedom reynir að lýsa at- burðum er urðu í Suður-Afríku 1975 til 1977. Stuðst er við tvær bækur er Woods skrifaði um þetta tímabil og er önnur þeirra ævisaga Bikos. Hin er byggð á reynslu hans sjálfs. Á þessum árum var Donald Woods, sem er breskur, ritstjóri smáblaösins The Daily Dispatch. Útgáfa þess var í East London sem er sextíu kílómetra frá heimabæ Bikos, Kingwilhamsborg. Kynni þeirra urðu náin og eftir því sem Woods kynntist Biko betur tóku skrif hans meira mið af stefnumál- um svartra í Afríku, skrif sem loks leiddu til þess að hann varð að flýja landið íklæddur prestskufli. Þótt Cry Freedom íjalU að miklu leyti um þessa tvo menn er hún einnig lýsing á grimmd herlögreglu gagnvart meirihluta svartra í Suð- ur-Afríku og Attenborough dregur ekkert úr skoðunum sínum á ástandinu. Hann hefur sagt að myndin sé áróðurstæki sem ætlað sé að senda áhorfendur heim eftir sýningu fulla af reiði yfir stefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Þekktasta mynd Richards Atten- borough er tvímælalaust Gandhi sem færði honum fleiri en ein óskarsverðlaun. Eins og menn muna byrjar sú mynd í Suður- Afríku þar sem Gandhi starfaöi sem ungur lögfræðingur. Eftir mikinn sigur með Gandhi leik- stýrði hann hinni mislukkuðu The Chorus Line sem er nútíma dans- mynd eftir metstykki á Broadway. Eru flestir á að hann hafi ekki ver- ið rétti leikstjórinn fyrir þetta verk. Hóf hann leit að verkefni sem passaði honum betur og meðal þess sem honum barst í pósti voru tvær áðurnefndar bækur eftir Donald Woods, sendar af höfundinum sjálfum. Þetta var 1982. Attenboro- ugh leist strax vel á verkefnið og samkvæmt tillögu Woods „laum- aði“ hann sér ásamt eiginkonu sinni til Suður-Afríku til að kanna aðstæður. Ferð hans um Suður-Afríku var að vísu ekkert leyndarmál en hann fékk tæpast nægan tíma til viðtala Kvikmyndir Hilmar Karlsson við hina ýmsu leiðtoga blökku- manna áöur en yfirvöld fóru að skipta sér af veru hans og tilgang- inum. Þó dvaldi hann þar nægilega lengi til að sjá með eigin augum það óréttlæti gagnvart meirihluta þjóð- arinnar sem þarlend stjórnvöld stunda. Strax eftir heimkomuna hóf hann undirbúning myndarinnar. Hand- ritið fylgir nokkuð nákvæmlega frásögn Woods. Fyrri helmingur myndarinnar fjallar nær eingöngu um Biko, en að honum látnum tek- ur við reynsla Woods sjálfs og þeir atburðir er fylgdu í kjölfarið eftir að hann hafði flúið. Nokkuð hefur Richard Atten- borough verið gagnrýndur fyrir að ýkja sögulegar staöreyndir, til að mynda atriðið er gerist 6. júní 1976, daginn sem lögreglan hleypti af skotum á skólabörn. Sá atburður hleypti öllu í bál og brand. í myndinni sjáum við hvíta lög- reglumenn fara vopnum búna um svæði svartra, drepandi á báða bóga. Raunveruleikinn er aðeins öðru- vísi, þótt vissulega hafi þessir atburðir gerst. Fyrst og fremst hafa margir bent á að margir lögreglu- mannanna hafi verið svartir og svo að mörgum atburðum er þjappað saman í eina dramatíska senu. Attenborough svarar því til að láta svarta gegn svörtum í mynd sem að meginþema fjallar um að- skilnaðarstefnuna sé of flókið til að vel fari í leikinni kvikmynd. Einnig hefur verið fundið að því að tveir bandarískir leikarar skuli vera í aðalhlutverkunum. Richard Attenborough segist svo sannar- lega hafa reynt að flnna leikara frá Afríku til að fara með hlutverk Bikos og marga reynt en enginn sem hann prófaði hafi getað sann- fært sig um að geta leikið hlutverk- ið. Denzel Washington var því langt frá aö vera fyrsti kosturinn, en þessi þijátíu og tveggja ára leikari sannfærði Attenborough um hann gæti leikið hlutverkið. Þetta er fyrsta stóra hlutverk Washington sem áður hafði leikið aukahlutverk 1 kvikmyndum en er þekktur sjón- varpsleikari. Þótt Richard Attenborough hafi leyft sér aö stílfæra suma atburði sér og kvikmynd sinni í hag efast enginn um að Cry Freedom er áhrifamikil kvikmynd og eitt sterk- asta áróðursvopn gegn aðskilnað- arstefnu stjórnar Suður-Afríku. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.