Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. HandknattleOmr unglinga DV • Reykjavíkurmeistarar Fram i 4. flokki kvenna 1987. Fram hefur orðið Reykjavíkurmeistari sl. þrjú ðr í þessum aldursflokki. • Reykjavikurmeistarar KR í 6. flokki karla 1987. KR í úrslitum í 2. flokki karla og kvenna Keppni um sæti í úrslitum í Reykjavíkurmóti í 2. flokki kvenna er lokið fyrir nokkru. Leikið var í tveimur riðlum og í A-riðli áttust aðeins við tvö lið, lið KR og Vals. KR-stúlkurnar tryggðu sér sæti í úrslitum nokkuð örugglega með sigri á Val, 24-19. I B-riðli áttu Víkingar ekki í nein- um vandræðum með að innbyrða sigur gegn Fram, 10-5, og gegn ÍR, 14-9. IR sigraði síðan Fram í síð- asta leik riöilsins, 14-9. í þessum tveimur riðlum voru því spilaðir fjórir leikir og mætti halda aö meiri æfing hefði fengist út úr því að spila í einum riðli, þ.e. hvert liö hefði fengið fleiri leiki. Eins og greint var frá á síðustu unglingasíðu verður úrslitaleikur- inn háður í Laugardalshöll á morgun kl. 14.00. Einnig var leikið í tveimur riðl- um í 2. flokki karla og var keppni jöfn og spennandi. í A-riðli mætti Fylkir ekki til leiks og féllu því nið- ur þrír leikir í riðlinum. Fyrsti leikurinn var milli Vals og Ár- manns og sigruðu Ármenningar með 19 mörkum gegn 11. ÍR sigraði siðan Val einnig stort, 20-12, og voru því jafnir Ármanni að stigum og markatölu fyrir síðasta leik rið- ilsins milli þessa tveggja félaga. Ljóst var því að mikið var í húfl í þessum leik milli Ármanns og ÍR og náðu Ármenningar að knýja fram sigur, 20-18. í B-riðli sigruðu KR-ingar alla andstæðinga sína nokkuð örugg- lega, Fram tapaði aðeins fyrir KR en vann Þrótt, 17-15, og Víking, 21-20. Víkingur sigraði síðan Þrótt, 18-14. Það verða því Ármann og KR sem spila til úrslita í Reykjavíkurmóti í 2. flokki karla og er illmögulegt að spá fyrir um úrslit þó telja megi KR-inga sigurstranglegri með sína spræku meistaraflokks- og ungl- ingalandsliðsmenn. Ármenningum hefur þó bæst góður liðsauki frá síðasta ári en til þeirra komu nokkrir leikmenn úr Fylki. Eiga Ármenningar örugglega eftir að veita KR-ingum harða keppni með sinni miklu baráttu í úrslitaleik 2. flokks karla sem verður háður í Seljaskóla þriðjudaginn 17. nóv- ember kl. 21.00. liðsins í Þýskalandi á dögunum, verður spiluð næstu daga. Unglingasíö- unni er kunnugt um að keppni sé Iokið í einum riölanna. í þessum riðli áttust viö lið KR, KA og ÍR. Fyrst áttust við KA og ÍR og sigruöu norðanmenn I jöfnum og skemmti- legum leik, 22-20. Þrátt fyrir þennan góöa sigur töpuðu þeir stórt fyrir hinu sterka liði KR sem sigraöi með 21 marks raun, 34-13. I' síðasta leik riðilsins veittu ÍR-ingar mikla mötspymu og þurftu KR- ingar að taka á öllu sínu til þess að sigra en lokatölur leiksins urðu 20-19. KR hefur þvf k'eppni i 1. delld, KA spilar í 2. deild og ÍR, sem ekkert stig Maut, spilar í 3. deild. Unglingasíðan beinir því til forráðamanna félaganna aö senda unglinga- síðunni upplýsingar um hvenær og hvar leikir fara fram i forkeppninni. Dagur Sigurðsson - 4. flokki Vals Ég held að ef við spUum eðlilega getum við orðiö Reykjavíkurmeistarar. Viö höf- um unnið Víking áður svo við ættum að hafa alla möguleika á sigri. Ég er mjög ánægður með þjálfarann okkar. Hann heitir Theodór Guðfinnsson en hann hefur þjálfað okkur síðastliðin fjögur ár. Okkar erflðustu andstæðingar í vetur verða FH, Fram og ÍR en hugsanlega KR og Víkingur líka. Hilmar M. Bjamason - 4. flokki Víkings Leikurinn gegn Val leggst vel í mig og erum við staðráðnir í því að vinna hann. Við æfum tvisvar sinnum í viku, 50 mín. í senn. Þjálfarinn okkar heitir Ásgeir Sveinsson og er ég mjög ánægður með hann en þetta er fyrsta árið sem hann er með okkur. Okkar helsti kostur er að við emm með góða markvörslu en sóknina og vömina verður að laga. Við spilum sem stendur í 3. deild en erum staðráðnir í því að kom- ast upp í 1. deild og verða í toppslagnum þar í vetur. ^ Jason Ólafsson - 3. flokki, Fram Úrslitaleikurinn leggst ágætlega í mig en Víkingamir em sterkir. Það kemur ekkert annað til greina en að vinna leikinn því þessi hópur hefur aldrei áður orðið Reykjavíkurmeistari. Heimir Ríkarðsson .þjálfar okkur og er hann mjög góður. Við erum vel undirbún- ir fyrir tímabilið og æfum þrisvar í viku. Einnig fórum við í æfingabúðir til Laugar- vatns. Ég tel Val erfiðustu mótherja okkar í vetur. Einnig era Stjaman og Víkingur með sterk lið. Jóhann Guðjónsson - 3. flokk Víkings Úrslitaleikurinn við FRAM leggst mjög vel í mig en Framamir eru mjög sterkir. Við ætlum að gefa állt í leikinn og sigra við eram allt of oft búnir að vera nr. 2. Við höfum góðan þjálfara sem heitir Hilmar Sigurgíslason. Æfingasóknin hjá okkur er ekki búin að vera nógu góð en hún á vonandi eftir að batna. Eg held aö FRAM og VALUR séu með sterkustu liðin í 3. flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.