Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 13 dv___________________________________Veitingahús Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús Lítill ljúfur Alex Rauð og grá rómantík Fáir hafa enn tekið eftir, að Alex við Hlemm er orðinn einn hinna betri veitingasala borgarinnar, þótt hann sé enn nokkuð að baki hinum beztu. Staðurinn er hæfilega lítill, tekur aðeins um 32 manns í sæti í vinkillaga sal. Smæðin á drjúgan þátt í að gera salinn notalegan og matreiðsluna tiltölulega góða, vegna hóflegs álags á starfsliðið. Og á kvöldin er Alex nánast róm- antískur, þegar hinir rauðu og dimmgráu litir innréttinganna flökta í kertaljósi og þögulum snúningi loftvifta. Uppvafm og þung gluggatjöld eru rauð og svört. Grannir húsmunir eru dökkgráir og borðdúkar rauðir, á myrkgráum undirdúkum í há- deginu. í gluggum er sægur potta- blóma. Rauðar munnþurrkur eru úr pappír í hádeginu og taui á kvöldin. Grannir stálstólar eru þægilegir og ekkert mötuneytisleg- ir að útliti. Parket er í gólfl og ljós viður í veggjum, þar sem hanga trúðamyndir eftir Kristján Hreins- mög. Þjónusta er góð í Alex, bæði fag- leg og geðsleg, svo sem við eigum raunar að venjast vítt um borg í þessum verðflokki og hinum hærri. Húsvín eru hér betur valin en annars staðar í landinu, því að hægt er að fá Gewurztraminer og Marqués de Riscal í glasatali. Að öðru leyti er vínlisti hússins frem- ur góður, miðað við íslenzkar einokunaraðstæður. í boði eru Qu- inta do Noval portvín og Tio Pepe sérrí, Cantenac-Brown, Barthez de Luze, Riscal og Santa Christina rauðvín, svo og Senheimer Rosen- hang, Kallstadter Kobnert, Ge- wurztraminer og Riesling Hugel hvitvín. Sínýir seðlar dagsins Eitt aðalsmerkja Alex er að hafa breytilega og fullnægjandi seðla dagsins í hádegi og að kvöldi. Þeir telja sjö rétti, þar af fjóra aðalrétti, tvo úr sjónum og tvo af landi. Á kvöldin er notaður fastaseðill til viðbótar. í hádeginu er svo fasta- seðill tólf smárétta, sumra heitra og annarra kaldra. Verð smárétt- anna er tiltölulega lágt. Framboð þeirra minnir nokkuð á danska hádegisverðarstaði og er þar ekki leiðum að líkjast. Þar mátti til dæmis sjá legna saltsíld, pönnu- ristaðan smokkfisk og reykta grálúðu. Pönnusteiktur beitukóngur var skemmtilegur réttur, en dálítið seigur og minnti á smokkflsk. Hann var hvítlaukskryddaður og í fylgd gífurlegs magns af mildri Pernod-sósu, svo og sveppa, sem ekki voru ofsoðnir. Andalifur var sæmileg, dálítið gróf, borin fram í smjördeigshorni og með hveitilegri sérrísósu, sveppum og vínberjum. Léttristaður humar var sérstak- lega ljúffengur, enda undurmeyr, borinn fram í miklu magni af bragðsterkri oregano-sósu. Rjóma- bætt trjónukrabbasúpa var bragð- mikil og góð. Rjómasúpa með fersku grænmeti var hins vegar hveitisúpa, en snarpheit og bjó yfir grískum feta, geitaosti. Forréttunum fylgdu volgir heil- hveitihnúöar með smjörkúlum. Á kvöldin kom hrásalat á undan aðal- réttunum. í síðustu heimsókn var það einfalt að grunni, en fól í sér sterkan geitaost rifmn og möndlu- flögur, sem gerðu það eftirminni- legt. í? H H H • © Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. Miklar sósur og meðlæti Steinbítur var mátulega soðinn og bragðgóður, en kúgaður í bragði af kryddi og sterkri sósu og í útliti af tjöldun þess, sem til var í eld- húsinu. Það voru sveppir, gúrka, blómkál, hörpuflskur, sítróna, kartafla og seljustöngull, allt milt soðið. Pönnuristaður karfi var mjög góður, meyr og bragðmildur, með sterkri sólseljusósu, lime, rósakáli, brokkáli, hvítum kartöfl- um og gulrótum, samanlagt allt of miklu meðlæti, en varfærnislega soðnu. Koníakslegin kjúklingalifur með grænum pipar reyndist vera um- fangsmikill smáréttur, snarpheitur og góður, en með allt of mikilli sósu og kraðaki af grænmeti, svo sem gulrótarstrimlum, sveppum, selju- stöngulstrimlum og papriku. Léttsteikt nautafillet var meyrt og gott, í fylgd sætrar sósu, en ekki kryddjurta og vínberja, sem boðað var í matseðli, heldur bakaðrar kartöflu, rósakáls, gulrótar og sveppa, hins staðlaða meðlætis allra kjötrétta kvöldsins. Pönnu- steiktur lambahryggur var góður réttur, borinn fram sem falleg lambarif, fituskorin og meyr, meö villibráðar-bragösterkri trönu- berjasósu og hinu staðlaða með- læti. Pönnusteiktur svínahryggur salvíukryddaður var meyr og góð- ur, í fylgd staðlaða grænmetisins, nema hvað soðnar perusneiðar komu í stað bökuðu kartöflunnar. Griskur geitaostur Innbökuð dalayrja í smjördeigs- bollu var mjög góð og bjó yfir andstæðu sterkrar sósu og milds osts. Rjómaís á kanelkökubotni með mildri Madeira-sósu og ýmsu skrauti var góður eftirréttur. Sér- grein staðarins var svo innfluttur feta, geitaostur frá Grikklandi. Ostkúlan var húðuð möndluflögum og djúpsteikt, í fylgd berjahlaups í paprikuhulstri. Þetta var bæði óvenjulegur og mjög góður réttur. Kaffl var sæmilegt, vel heitt, en dauft, borið fram með konfekti. Miðjuverð þriggja rétta máltíðar með kaffi, en án víns, er 1.945 krón- ur að kvöldi og 1.702 krónur af dagseðli í hádegi. Það er fremur hátt verð, en er ekki í hæsta kanti, og býður margvíslegt fyrir pening- ana. Af smáréttaseðli í hádeginu er meðalverð súpu, aðalréttar og kaffls afar hagstætt, 700 krónur. Jónas Kristjánsson Dæmigerður kvöldseðill 560 Pönnusteiktur beitukóngur með pernod og hvítlauk , 370 Trjónukrabbasúpa bætt með rjóma 780 Pönnusteiktur karfi með fersku dilli og lime 820 Smjörsteikt smálúðuflök með kræklingi og karríi 970 Pönnusteiktur svfnahryggur með peru, rúsínum og sage 1310 Léttsteikt nautaframfillet með kryddjurtum og vínberjum 410 Innbökuð dalayrja í smjördeigi Hádegismatseðill 430 Sérrílegin andalifur í smjördeigshorni 295 Rjómasúpa með sveppadúett 740 Steinbítssteik með hörpuskel, tómati og hvítlauk 770 Gufusoðið heilagfiski og silungssoufflé með dillsósu 960 Pönnusteiktur svínahryggur með humarhala í rauðvínssósu 920 Heilsteikt kjúklingabringa með sítrónusósu 395 Pönnulöguð ostaterta með ávaxtasósu STARF FRAMKVÆMDASTJÓRA BÍÓHALLARINNAR Á AKRANESI er auglýst laust til umsóknar frá og með 1. janúar 1988 til 1 árs að minnsta kosti. Æskilegt er að viðkomandi hafi sýningarréttindi og þekkingu á rekstri fyrirtækja. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 30. nóv. og skal skila umsóknum til Magnúsar H. Ólafssonar, Skóla- braut 21, Akranesi, sem einnig veitir upplýsingar um starfið í síma 93-12210. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK. Stjórn Bíóhallarinnar Akranesi. ítölsk gceðastígvél úr góðu leðri! Litur: Natur-brúnn Verd: 2.800,- Póstsendum ! Lipurtá Horgartúni 23, sími 29^jo 0HITACHI Kraftmikil ryksuga með 1000 vatta mótor. Inndraganleg rafmagnssnúra. Rými fyrir ryk - 4,5 lítrar. Verð aðeins kr. 5.900,- Vilberg og Þorsteinn Njálsgötu 49. Sími 10259. Rönning Kringlunni. Sími 685868. Rafland hf. Sunnuhlíð 12 Akureyri. Sími 96-25010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.