Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER'1987. Dagleiðin langa inn í nótt „Bubbi Morthens er vandamál, Vigdís forseti er vandamál, Davíö krulli er vandmál... En ég get leyst öll þeirra vandamál. Keyri þau niður á næsta horni, meö flösku í klofinu og bensínið í botni... “ (Sogblettir, 5. gír) Plata frá Bubba Morthens er árviss viðburður, rétt eins og fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar. Hann hefur staðið í sviðsljósinu í sjö ár, ókrýndur aflakóngur íslenskrar popptónlistar. Bubbi hefur mætt lítilli andstöðu á toppnum, ólíkt slagsmálahundum í heimi stjórnmálanna. Verkum Bubba hefur og iðulega verið tekið tveim höndum. Nýja plat- an hans heitir Dögun. Hún boðar ekki neinar byltingarkenndar breyt- ingar á ferli Bubba. Hér mætast rokkarinn og trúbadorinn í fyrsta sinn á plötu. Fyrri hliðin er dálítið í anda Frelsisins, sú seinni spannar svið þjóðlaga- og visnatónlistar. Bylt- ingin á sér kannski fremur stað undir yfirborðinu, i textagerð Bubba. Það Bubbi: „Menn verða að framkvæma byltinguna... DV-mynd GVA segir hann að minnsta kosti sjálfur. Tværhliðar „Þessi plata er ólík öllu ööru sem ég hef gert. Markmiðið var líka að gera eitthvað öðruvísi. Það kom ekki til greina að skáka í skjóli Frelsisins eða Konunnar og endurtaka það sem þar var að gerast. Ef ég ætti að finna samlíkingu meö þessari plötu og ein- hverri annarri þá myndi ég nefna Bringing it all back home, sem Dylan gerði 1964. Mig hefur alltaf langað til að gera plötu sem hefði á sér tvær hliðar, í orðsins fyUstu merkingu. Á Dögun á sér stað samruni tveggja stíltegunda í tónlist sem hafa fylgt mþr á ferli mínum. Samkvæmt markaðslögmálum poppsins er þessi plata út í hött,“ heldur Bubbi áfram. „Það hefði verið rökrétt að gera framhald af Frelsi til sölu. Sú plata seldist sérdeihs vel. Ég held hins vegar áfram að semja tónlist og texta eftir eigin forsendum eins og ég hef alltaf gert. Ef ég gerði það ekki gæti ég rétt eins farið að syngja inn á auglýsingar strax á morgun." Nýir belgir Dögun er tekin upp hér heima og aö hluta til í Bretlandi. Bubbi semur eftir sem áður grípandi lög. Frelsar- ans slóð, Manstu og Aldrei fór ég suður eru tU aö mynda lög sem eiga eftir að heyrast rækilega áður en áriö er úti. Bubbi rær á kunnugleg mið í textum sínum. Hann fjallar um mannréttindi, baráttu og drauma einstaklinga í sjávarplássi, martraðir eiturlyflanna og svo auðvitað ástina. „Þetta eru yrkisefni sem hafa fylgt mér meira og minna á ferlinum," samsinnir Bubbi, „allt frá því að ég gaf út ísbjarnarblúsinn. Munurinn er aftur á móti sá að það liggur mun meiri vinna bak viö textana er oftast áður. Að mínu áliti eru þetta betri og vandaðri textar en ég hef nokkru sinni samið. Ég tekst líka á við nýja hluti í texta- gerð. Ég hef tU dæmis ekki flallað um baráttu Amnesty International áður. Platan sem slík er reyndar til- einkuð samtökunum og málstað þeirra. Ég hef aukinheldur ekki flall- að um lífshlaup íbúa í sjávarþorpi síöan ég sendi frá mér ísbjarnarblús- inn. Textinn í laginu Aldrei fór ég suöur er að mörgu leyti sniðinn eftir Kyrrlátu kvöldi við Qörðinn sem Tolli bróðir samdi og kom út plötu Utangarðsmanna á sínum tíma.“ Fyrirheit Ef grannt er hlustað má merkja áhrif héðan og þaðan í tónlistinni á Dögun. Bubbi nefnir fúslega alls kyns áhrifavalda, allt frá Hank Will- iams í vestrinu til þjóðlagasöngvara frá Suður-Ameríku, með viðkomu í Peter Green, forsprakka Fleetwood Mac. Hann hefur heldur ekkert flar- lægst Dylan. Heiti plötunnar, Dögun, á sér í rauninni aðeins stoð í titillaginu. Þar skýtur rétt sem snöggvast upp á yfir- boröið framandi lilutum á rokk- og trúbadorferli Bubba. „Ég er þeirrar skoðunar að þpssi plata sé endapunkturinn á ferli sem hófst með Fingrafórum. Á þessari plötu safna ég saman hlutum sem ég hef verið að fást við á undanfórnum árum. Mér finnst ég vera kominn að þröskuldinum. Handan bíða önnur verkefni sem mig langar til að takast á við. Fyrir mér hefur þróunin veriö rök- rétt. Ég er mjög sáttur við Dögun því mér flnnst ég hafa komist á leiðar- enda án þess að fara í hringi og snúast í kringum sjálfan mig. Heiti plötunnar felur líka í sér ákveðið upphaf. Það er rétt, titillagið er ólíkt öllum öörum lögum plötunnar. Það er hlaðiö dulúð og textinn á lítið skylt viö hin yrkisefnin. En þetta var gert af ráðnum hug og gefur ef til vill fyr- irheit um þaö sem koma skal.“ Einvalalið Á Dögun fær Bubbi Tómas Tómas- son í hð með sér. Samstarf þeirra hefur áður borið góðan ávöxt, á plöt- unni Fingraför, sem og á Konu. Ahrif Tómasar eru vel merkjanleg. Hann er naskur á smáatriðin í útsetning- um og Dögun „sándar" afburða vel. „Ég held að ástæðan fyrir góðu samstarfi okkar Tómasar sé fyrst og fremst gagnkvæmt traust," segir “v Bubbi. „Hann er fær um að laða fram bað besta í mér, ekki síst sem söngv- ara. Ég held að ég hafi aldrei sungiö betur en á þessari plötu. Það er af- rakstur þrotlausrar vinnu með Tómasi. Ásgeir Jónsson lagöi okkur ennfremur lið. Án hans væri platan ekki það sem hún er.“ Fleiri leggja hönd á plóginn. Ásgeir Óskarsson sér um allan áslátt og sýnir hvergi meira öryggi og festu en í laginu Manstu. Þorsteinn Magn- ússon fer sömuleiðis á kostum í titillaginu, Dögun. Blikur á lofti Þessi nýjasta afurð Bubba kemur , út um miðja næstu viku. Platan verð- ur vafalítið ein af þeim söluhæstu í ár. Þetta er skotheld skífa, hvort sem litið er á lagasmíðar, útsetningar eða annað. Helsti ókostur hennar liggur einmitt í þessu. Hún er eiginlega of pottþétt, of útreiknanleg. Þetta er Bubbi eins og við þekkjum hann. Þetta er Bubbi eins og flestir vilja hafa hann. „Endapunktur á ákveðnu ferli,“ segir hann sjálfur og talar um að takast á við ný verkefni. Það er vel. Nú er rétti tíminn. Um þessar mundir eru einnig blik- ur á lofti. Nýir menn eru að koma fram á sjónarsviðið með nýjar hug- myndir og tilbúnir aö ráðast til atlögu við þau vígi sem fyrir eru. Brimkló-stjórnin féll einmitt fyrir slíku áhlaupi á sínum tíma. „Þetta er ofur eðlilegt," segir Bubbi og er hinn rólegasti yfir skeytunum sem honum eru send. „Ég tilheyri ’68 kynslóðinni og hef reyndar aldrei lit- ið á mig sem útsprungiö blóm pönkbyltingarinnar. Mér skaut ein- faldlega upp á yflrborðið á heppileg- um tíma. Ég hef náð að halda stöðu minni á íslenskum poppmarkaði í rúm sjö ár. Það er langur tími. Það er hins vegar af og frá að ég upplifi sjálfan mig sem gamlan, útbrunninn '■ jálk. Svo lengi sem ég er trúr sjálfum mér og því sem ég er aö gera held ég mínu striki." Beita „Ég hlýt að vera lokkandi beita,“ bætir Bubbi við og glottir. „í dag er töff aö vera í bandi og gefa skít í Bubba. Ég væri satt best aö segja dálítið sár ef svo væri ekki. Ég fagna byltingum og nýjum straumum í ís- lenskri tónlist. Hitt er svo annað mál aö mér stend- ur nákvæmlega á sama um hvaö sagt er um mig. Það snertir mig ekki lúð minnsta. Framtíð ungra tónlistar- , manna er algerlega undir þeim ' sjálfum komin. Þeir verða að vinna eins og skepnur, spila út um allt land, kynna sig í flölmiðlum og þar fram eftir götunum. Þetta gerðu Utan- garðsmenn á sínum tíma, svo og Fræbbblarnir. Þetta er spurning um aö sanna sig. Menn verða að koma út úr skúrunum og framkvæma bylt- inguna. Annars gerist ekki neitt.“ Staða Bubba er sem sé ennþá óbreytt. Nýja platan, Dögu.., kemur til með að styrkja stöðu hans á ís- lenskum markaði ef eitthvaö er. „Kjósendur" eru enn á hans bandi eftir tvö kjörtímabil. Það þætti vel af sér vikið á Alþingi og í stjórn- málum yfirhöfuö. Hvað skyldi koma upp úr kössunum næst? Við sjáum hvaö morgundagurinn ber í skauti sér. -ÞJV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.