Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 14. NOVEMBER 1987. 55 ■ Ferðamál tungl veöur í skýjum. Þannig var umhorfs á þvi fræga bjargi þegar Kolbeinn Jöklaskáld kvaöst á við sjálfan fjandann á bjargbrúninni upp á líf og dauða. Þaö var undirskilið að sá þeirra sem biði lægri hlut skyldi steypast ofan fyrir bjargið nið- ur i ólgandi og ægilegt brimlöðrið og vera þaðan í frá á valdi hins. Hug- rekkið, þekkingin og listin varð ofjarl hins illa í þessum leik og Kolbeinn gekk heill heim til sín að Dagverðará að leikslokum. Á ströndinni vestur af Þúfubjargi gnæfa Lóndrangar eins og tveir him- inháir kirkjuturnar, enda er sá hærri 75 m hár. Þeir eru taldir vera rústir af ævafornu eldijalli ásamt Þúfu- bjargi en sjórinn hefur fyrir óralöngu skolað burt öllum lausum gosefnum. í Landnámu segir af ferlegum tröU- karU sem sat á öðrum drangnum og lét róa fæturna svo að þeir tóku brimið. Hefur hann verið stórvaxinn í meira lagi. Skellti hann saman fót- unum svo að sjódrif varð af. Þjóð- trúin segir að í dröngunum sé mikU Leið okkar liggur á Snæfellsnes, alla leið vestur „undir Jökul", en svo nefndist fyrrum og heitir reyndar ennþá landið kringum Snæ- fellsjökul, einkum á bilinu frá Arnarstapa vestur í Rif þar sem mestu verstöðvar lands- ins voru í eina tíð. Þar eru margar fornar og nýjar gönguslóðir sem gaman er að rekja og virða um leið fyrir sér náttúrufar og landslag sem víða tengist þjóðtrú og sögu genginna kynslóða. I jöklinum bjó sjálfur Bárður Snæ- fellsás, hollvættur, verndari og heitguð byggðarlagsins, og dulspakir menn telja að ennþá streymi mikil orka frá jöklinum sem hafi heillavænleg áhrif á allt líf sem þar hrærist í námunda. Ætti þetta orkustreymi frá jöklinum, ásamt hreinu og tæru útiloft- inu, að vera hollt veganesti á gönguferðum í nágrenni jökulsins, að minnsta kosti öllum þeim sem hafa andlega spekttil að skynja þessa orku og nýta sér hana. Lóndrangar. DV-myndir Einar Haukur Kristjánsson Ein af Stapagjánum. huldufólksbyggð og kemur það lík- lega fáum á óvart. Dritvík Það er ekki síður gaman að fara niður á Djúpalónssand eða í Dritvík þar sem lengi var stærsta verstöð landsins. Reru þaðan um sextíu bát- ar þegar mest var og þar höfðust við hátt í fjögur hundruð vermenn. Besta lendingin var á Pollinum sem er inn- an hafnargarða sem gerðir eru af náttúrunnar hendi. Nýtur þar skjóls í öllum áttum og brim nær þangað varla. Glímustofa nefnist klettakví þar sem vermenn háðu bændaglímu í landlegum en uppi á Suðurbarða sést ennþá móta fyrir Völundarhúsi. Það er gert af tíu hringum, hverjum utan yfir öðrum. Þurfti mikla leikni til að rata rétt út út því húsi. Á Djúpalónssandi eru ennþá hin nafnfrægu steinatök sem heita Full- sterkur (155 kg), Hálfsterkur (140 kg), Hálfdrættingur (49 kg) og Amlóði (23 kg). Steinar þessir eru sæbarðir blágrýtishnullungar, illir átöku, og spreyttu vermenn sig á því að lyfta þeim á mittisháan stall. Voru þeir nokkurs konar prófsteinar á það hvort menn væru tækir í skipsrúm í verstöðinni. Þannig mætti lengi hálda áfram en sjón er sögu ríkari og hér verður látiö staðar numið. VERTU VANDLÁTUR - VELDU ÁMSTERDA^T^ SÉRTILBOÐ REISUKLÚBBSINS TIL AMSTERDAM ÞRIÐJUDAGUR TIL LAUGARDAGS BROTTFÖR 24. NÓV. HÓTEL VIÐ ALLRA HÆFI BÓKIÐ TÍMANLEGA TAKMARKAÐ SÆTAMAGN ] VERÐ FRÁ KR. 18.200 ATLANTIK FERÐAMIÐSTÖÐIN Hallveigarstíg 1 Aðalstræti9 Sími 2 83 88 -Sími 2 81 33 Á MANN í TVÍBÝLI POLARIS SAGA Kirkj utorgi 4 Suðurgötu 7 Sími 62 20 11 Sími62 40 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.