Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Síða 11
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 11 um og lýsti fyrir mér vegferðinni, sem mér væri búin, ef ég héldi áfram að lesa eintóma djöfulsins vitleysu. Ég sagði honum að mér þætti Tarsan skemmtilegur. Þá sagði hann, að höfundur þessara bókmennta hefði skrifað þær handa breskum skríl, og þær væru svo lélegar, að andskotinn gæti ekki einu sinni notað þær í elds- neyti í helvíti. Ég hlýddi á hann með óskiptri athygli, þvi aldrei fyrr né síðar heyrði ég annan eins blóts- yrðaflaum borinn fram, svo skrækum rómi út úr jafn skorpnu andliti. Maðurinn með stálhnefana Þá kunni ég ekki skil á manni þessum, en þegar heim kom sagði ég Maríu frænku sem ýtarlegast frá Þegar ég skilaði svo þessu síðasta hefti í nefndum bókaflokki, þá sá ég ekki öldunginn. Þarna var þá kominn annar agnarlítill karl og alveg eins hrukkóttur. Siggi í Stapa, sem var með mér, hvíslaði því að mér að þessi héti líka Bened- ikt Jónsson og væri sonarsonur gamla Bensa og kallaður Bubbi speni til aðgreiningar. Ég nefndi við hann bókina, sem ég vildi fá í staðinn fyrir Tarsan og gimsteina Ópalaborgar, og þá ætlaði hann að rifna af hlátri og kallaði svo inn í bókavarðarherbergið: „Nú er hann að skila Tarsan afi og biður um Manninn með stálhnefana í stað- inn,“ og hinn karlinn hoppaði eins og þröstur út úr herberginu og skrækti: „Við fáum góðmenni á Tjörnesi til að drepa helvítis kvik- Við fáum góð- menni á Tjör- nesi til að drepa helvítis kvikindið Kafli úr bók Stefáns Jónssonar: Að breyta fjalli orðræðu minni viö bókasafnsvörð- inn. Hún hlýddi glaðlega á skýrslu mína og sagði svo, að þessi fágæt- lega blótsami karl væri enginn annar en hann Bensi frá Auðnum, nánar tiitekiö Benedikt Jónsson, krýndur páfi þingeyskrar menn- ingar. Hann væri nú kominn undir nírætt og yrði hverju árinu orðljót- ari sem hann lifði. Mér væri best að reyna að koma mér vel við þenn- an karl, því þá væri hann vís með að verða mér hjálplegur um skemmtilegar bækur, sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Hún sagði líka að þetta, sem ég hafði eftir honum, væri ekki nema eins og blessunarorð samanboriö við það, sem stundum væri hægt að ná út úr honum. Að svo mæltu lagði hún mér þau ráð, þegar ég skilaði síðustu Tarsanbókinni, að biðja þá um „Manninn með stál- hnefana“, og gera það nú fyrir sig - nafni minn - sagði hún, að leggja nákvæmlega á minniö það sem hann segði þá. indiö og kasta því í poka með grjóti fram af andskotans Höbbðanum. Það er það minnsta sem við getum gert fyrir hana mömmu hans.“ Njáll þumlungur María frænka var venju fremur illa haldin af höfuðverknum, þegar ég kom heim til hennar með Mann- inn með stálhnefana og sagði henni frá athugasemdum Benedikts frá Auðnum, og mér var ekki ljóst, hvort það var heldur af höfuðkvöl- unum eða hlátrinum, sem hún veinaði svona óskaplega, og tárin flóðu ofan kinnarnar, þegar hún kyssti mig fyrir skilmerkilega frá- sögn og kallaði mig nafna sinn. Svo rann sá dagur upp, aö ég bað Benedikt um seinna heftið af Njáli þumalingi eftir Selmu Lagerlöf, eins og bókin hét í íslensku útgáf- unni. Hann sagði sem var aö ekki væri búið að þýða seinnipart sög- unnar. Svo sótti hann sænsku útgáfuna og íslenska fyrripartinn og sagði, að ef mig langaði nógu mikið til að lesa seinniparinn og ef ég væri ekki alveg jafn andskoti og helvíti vitlaus og hann væri næstum handviss um að ég hlyti aö vera, þá gæti ég prófað að lesa saman fyrripartinn á íslenskunni og sænskunni, og þá ætti ég að geta stautað mig fram úr seinnipartin- um á sænskunni á eftir, því það bættust ekki við svo mörg ný orð. Ekki svo lyginn Aðferð Benedikts heppnaðist. Sjálfsagt hefur það hjálpað til, að ég var orðinn stautandi á dönsku. Þegar ég sagði honum frá árangrin- um, lagði hann tafarlaust fyrir mig gildru og spurði, hvort ég vildi þá ekki reyna að lesa á sama hátt seinnipartinn af Davíð Copperfield á ensku, af því að fyrriparturinn var kominn út í Æskunni. Ég sagði honum eins og var, að ég hefði reynt að stauta mig fram úr enskri barnabók en gæti það ekki, og þá skrækti hann upp: „Kannski ertu ekki jafn andskoti og helvíti lyginn, eins og hin djöfulsins kvikindin segja að þú sért?“ Eg er hér um bil alveg viss um að hann sagði aldrei „heillin“ við mig. Svo kom vorið með iðjagræna og gljúpa jörð undan öllum þessum snjó, sem ég hafði ekki séð gerast fyrr, og sunnanþey með sólfari dög- um saman og bjartar nætur og háttvísa athugasemd frá frænku á þá lund, aö henni væri sama þó ég væri á skónum þegar ég færi út, en helst vildi hún að ég tæki þá af mér áður en ég færi inn um gluggann. Og þar næst kom strand- ferðaskipið á leiðinni suður og austur um land. (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms Grettisgötu 18 - sími 28705 perur 24 tímar aðeins* 1800 krónur. Hvar annars staðar er það betra og ódýrara? ATH! Tilboðið stendur eina viku. VISA OG EURO VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI NÝJASTI FJÖLSKYLDU- MEÐLIMURINN! snla 40 ára reynsla á íslandi s0a Sogkrafturinn stillanlegur, allt að 1200 W, eða alsjálfvirkur Allir fylgi- hlutir í vélinni Tengjanleg við teppahreinsara Lág bilanatíðni, ótrúleg ending SÖLUAÐILAR: Halnartjörður: Rafha - Kaupf. Hafnf Kópavogur: Rafbúðin, Auðbrekku Reykjavik: BV-búsáhöld, Hólagarði - Kaupstaður í Mjódd - Gos hf., Nethyl - Rafvörur, Langholtsvegi 130 - Ljós & orka - Búsáhöld & gjafavörur, Kringlunni - JL-húsið hf. - Rafbraut, Bolholti 4 Mosfe.lsbær: Mosraf Akranes: Trésmiðjan Akur Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga Ólafsvik: Versl. Vik Stykkishólmur: Húsið Búðardalur: Kaupf. Hvammsfjarðar Patreksljörður: Kaupf. V-Barðstrendinga Bolungarvik: Versl. Einars Guðfinnssonar isafjörður: Vinnuver Hólmavik: Kaupf. Steingrimsfjarðar Borðeyri: Kaupf. Hrútfirðinga Hvammstangi: Kaupf. V-Húnvetninga Blönduós: Kaupf. Húnvetninga Sauðárkrókur: Kaupf. Skagfirðinga Ólafsfjörður: Vers. Valberg Akureyri: Kaupf. Eyfiröinga, Raftækni, Rafland Húsavik: Kaupf. Þingeyinga Kópasker: Kaupf. N-Þingeyinga Raularhöfn: Kaupf. N-Þingeyinga Þórshöfn: Kaupf. Langnesinga Vopnafjörður: Kaupf. Vopnfirðinga Neskaupstaður: Kaupf. Fram Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskifirðinga Egilsstaðir: Kaupf. Héraðsbúa Seyðisfjörður: Kaupf. Héraðsbúa Reyðartjörður: Kaupf. Héraðsbúa Fáskrúösfjörður: Kaupf. Fáskrúðsfirðinga Höln: Kaupf. A-Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustur: Kaupf. Skaftfellinga Vik i Mýrdal: Kaupf. Skaftfellinga Vestmannaeyjar: Kjarni Hvolsvöllur: Kaupf. Rangæinga Rauðalækur: Kaupf. Rangæinga Hella: Kaupf. Þór Þykkvibær: Versl. Friðriks Friðrikssonar Flúðlr: Versl. Grund Selfoss: Kaupf. Árnesinga Hveragerðl: Bygg.v.versl. Hveragerðis Njarðvlk: Kaupf. Suðurnesja, Samkaup Keflavik: Versl. Stapafell

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.