Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. Erlendbóksjá Smásögur Bradbury THE DAY IT RAINED FOREVER. Höfundur: Ray Bradbury. Penguln Books, 1987. Eftírminnilegasta skáldsaga bandaríska vísindasagnahöfund- arins Rays Bradbury er án efa „Fahrenheit 451“ um framtíðar- þjóðfélag skipulagðra bóka- brenna. En Bradbury vaktí fyrst á sér athygli sem smásagnahöfundur og ýmis áhugaverðustu verk hans eru einmitt af því tagi. Þegar best tekst til skapar hann í sögum sínum forvitnilegar persónur sem búa við öfugsnúinn en jafn- framt trúverðugan veruleika einhvern tíma í framtíðinni. í þessu smásagnasafni er að finna tuttugu og þrjár sögur eftir Bradbury. Hér eru nokkrar smá- sögur sem gerast eiga á Mars sem er eitt eftirlætisviðfangsefni Bradbury, meöal annars „Dark They Were and Golden-eyed“ um lífseiga Marsbúa og samskipti þeirra við jarðneska landnema. Og sú magnaða saga „Here there by Tygers“ um sérkennilega plá- netu sem jarðneskir geimfarar lenda á. Bradbury hefur um áratuga skeið verið í fararbroddi vísinda- sagnahöfunda og þessar smásög- ur eru tilvahn kynning á verkum hans. Ævi og ástir Ari Onassis ARI. THE LIFE, TIMES AND WOMEN OF ARISTOTLE ONASSIS. Höfundur: Peter Evans. Penguin Books, 1987. Einn af forvitnilegustu ævin- týramönnum viðskiptalífsins á lessari öld er gríski skipakóngur- inn Aristotele Socrates Onassis. Af dugnaði, hörku og hömlu- lausri ástríðu byggði hann upp eitt mesta íjármálaveldi lands síns. Hann beitti til þess öllum tiltækum ráðum, ólöglegum ef annaö dugði ekki. Og náði tak- marki sínu. í þessari ævisögu er frá því skýrt í meginatriðum hvemig Ari byggði upp fyrirtæki sín þar til hann stjómaði íjármálalegu stór- veldi. En einnig er ítarlega fjallað um einkalíf skipakóngsins: erfið- leika og vonbrigði í íjölskyldulíf- inu, sem náðu hámarki þegar sonur hans lést ungur að árum, og ævintýraleg kvennamál sem fylgst var með víða um lönd, svo sem langvarandi ástarsambandi hans við söngkonuna Mariu CaU- as og síðar hjónabandinu með ekkju Jack Kennedy Bandaríkja- forseta, Jacqueline. Margt misjafnt hefur veriö sagt um Ari Onassis og sumt með réttu samkvæmt þessari bók. En í honum var þóslega gífurlegur náttúrukraftur sem knúði hann áfram til mikilla afréka á við- skiptasviðinu. Pólitískar gamansögur sem hitta beint í mark NO LAUGHING MATTER. A COLLECTION OF POLITICAL JOKES. Valið hafa: Steven Lukes og Itzhak Galnoor. Penguin Books, 1987. í löndum þar sem einræði eða al- ræði ríkir og almenn skoðanaskipti á opinberum vettvangi eru bönnuð blómstrar þó ein tegund íjölmiðlun- ar. Þar er átt við pólitískar gaman- sögur um foringja flokks og lands sem berast manna á milli. Mark Twain sagði eitt sinn að þýsk skrítla væri ekkert gamanmál. Og vissulega er það svo að gamansögur geta oft reynst mönnum dýrkeyptar í einræðisríkjum: jafnvel kostað menn frelsið í löndum eins og Þýska- landi nasismans, Tékkóslóvakíu kommúnismans og Santiago herfor- ingjafasismans. I þessari bók hafa tveir stjórn- málafræðingar, annar breskur, hinn ísraelskur, valið um 500 pólitískar gamansögur úr viöamiklu safni sínu sem þeir segja að í séu nú rúmlega 3000 slíkar sögur. Þeir flokka sögurn- ar í fimm meginkafla eftir efni: „Politics and Joking", „Boundaries and Identity", „Debunking and Un- masking", „Power and Resistance" og „Facts of Life“. Eins og þessi kaflaskipting ber með sér eru sögurnar úr ýmsum áttum og taka á flestum sviðum þjóðfélags- ins. í allnokkrum tilvikum eru birtar margar útgáfur af sömu skrítlunni sem hefur þá verið aðlöguð að veru- leika fleiri en eins lands eða snúið srt-:v!> u M.ss, \ upp á marga stjórnmálaforingja. Gamansögurnar eru yfirleitt stutt- ar og hnitmiðaðar og hitta oft beint í mark svo undan hlýtur að svíða hjá þeim sem fyrir verða. Sanna þær sögur enn það sem George Orwell sagði eitt sinn að pólitísk gamansaga væri eins konar smábylting. Það er rétt að birta hér örstutt sýn- ishorn úr bókinni í lauslegri þýð- ingu: Til dæmis söguna um mann sem þurfti allt í einu að æla á miðju Vens- elásartorginu í Prag. Maður nokkur kom þá til hans og sagði: „Ég skal segja þér, félagi, að ég er þér alveg sammála!“ Þessi er um muninn á frelsi manna í austri og vestri: Á valdadögum sínum hittust þeir Walter Ulbricht, leiðtogi austur- þýskra kommúnista, og Willy Brandt, kanslari Vestur-Þýskalands, og spjölluðu saman. „Segðu mér, Herr Brandt, átt þú þér eitthvert tómstundagaman?" spyr Ulbricht. „Já,“ svarar Brandt, „ég safna gamansögum sem fólk segir um mig. En þú?“ „Æ, já,“ svarar Ulbricht, „ég safna fólki sem segir gamansögur um mig!“ Og svo ein um það hvað pólitískar gamansögur eru af ýmsum taldar hættulegar: „Hefurðu heyrt fréttirnar? Pravda ætlar að efna tíl samkeppni um bestu pólitísku gamansöguna.“ „Jæja, og hver eru fyrstu verðlaun- in?“ „Tuttugu ár.“ Þá er það sagan af rússneska vís- indamanninum sem fór til Prag og hélt þar fyrirlestur um geimferðir í nútíð og framtíð: „Þess verður skammt að.bíða," sagði hann „að við getum farið til Mars, Júpíter, Satúrnus, Venus- ar...“ Einn áheyrenda rétti hikandi upp höndina: „Segðu mér, félagi, hvenær megum við þá fara til Vínarborgar?" Já, það má vissulega hafa bæði ánægju og gagn af þessu tímabæra úrvali pólitískrar fyndni. Frank Sinatra afhjúpaður vegar á engan hátt dregið úr vinsæld- um hans sem söngvara og skemmti- krafts, en hann var um langt árabil ókrýndur konungur glassúrliðsins í Hollywood. í þessari bók er farið mjög ofan í saumana á uppruna Franks Sinatra og ævi allri, jafnt einkalífi sem söng- ferli, og ekkert dregið undan. Sinatra birtíst hér oft á tíðum í frekar ógeð- felldu ljósi þar sem sjálfselska og óstöðvandi metorðagirnd virðast í fyrirrúmi. Menn geta svo velt því fyrir sér að lestri loknum hvort þetta tvennt, ásamt óbilandi sjálfstrausti, sé ekki einmitt nauðsynlegt til þess að kom- ast upp á tind frægðar og auðlegðar í amerísku skemmtanalífi. Þar kom- ast menn alla vega ekki áfram á góðsemi og náungakærleika. Metsölubækur Bretland 1. Stephen King: Bandaríkin 1. Belva Plaín: S. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. IT. THE GOLDEN CUP. (Byggt á Now York Times Book Re- 2. Catherine CooKson: ? PD .Íamtrc- view.) BILL BAILEY. 3. Jack Higgins: NIGHT OF THE FOX. A TASTE FOR DEATH. 3. Stephen Coonts: FLIGHT OF THE INTRUDER. 4. Kingsley Amis: rianmnrlf THE OLD DEVILS. IT. 5. P.J. James: S. Isaac Asímow: FnilNnATION AND FARTH 1. John Mortimer: A TASTE FOR DEATH. PARADIS 1 MORGEN. 6. Raymond E. Feist: 6. Tom Clancy: RED STORM RISING. 2. Jean M. Auel: A DARKNESS ATSETHAN HULEBJORNENS KLAN. ON. 7. James Clavell: 3. Isabel Allende: 7. Jeffrey Archer: WHIRLWIND. ÁNDERNES HUS. A MATTER OF HONOUR. 8. Dana Fuller Ross: 4. Jean M. Auel: 8. Paul Theroux: KENTUCKY! HESTENES DAL. O-ZONE. 9, Picrs Anthony: 5. Elsa Morante: 9, Olivia Manning: VALE OF THE VOLE. HISTORIEN. THE BALKAN TRILOGY. 6. Isabel Allende: 10. Lena Kennedy: DREAMS ARE NOT ENOUGH. KÆRLIGHED OG MORKE. DOWN OUR STREET. 7. Karen Blixen: Rit almenns eðlis: 1. Susan Hicks: Rit almenns eðlis: BABETTES GÆSTEBUD. 8. Umberto Eco: ROSENS NAVN. THE FISH COURSE. 1. Joseph Wambaugh: ECGHOES IN THE 9. Gabriel G. Marquez: 2. Keith Floyd: HISTORIEN OM ET FLOYD ON FRANCE. DARKNESS. BEBUDET MORD. 3. GILES CARTOONS. 4. Kitty Kelley: HIS WAY. 2. M. Scott Peck: 10. I. og R. Rachlin: 1fi ÁR I SIBIRIEN THE ROAD tESS TRAVELED. (Byggt ,i Poiitiken Sondag.) 6. Stephenson: HOW TO BE A COMPLETE BITCH. (Byggt 6 The Sunday Timea.) 3. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. 4. Bill Cosby: FATHERHOOD. Umsjón Elías Snæland Jónsson HIS WAY. THE UNAUTHORIZED BIOGRAPHY OF FRANK SINATRA Höfundur: Kitty Kelley. Bantam Books, 1987. í Bandaríkjunum er það líklegt til vinsælda og auðæfa að semja op- inskáar ævisögur frægra manna þar sem reynt er að komast að sem flestu neikvæðu í fari þeirra og rekja í ítar- legu máh. Nýlegt dæmi um slíkt er umdeild ævisaga Elvis Presley. Þessi bók fetar þá troðnu slóð. Kitty Kelley, bandarískur blaðamaður sem hefur skrifað umdeilda ævisögu Jacqueline Kennedy Onassis, eyddi þremur árum ævi sinnar í að reyna að grafa upp allt það sem hún gat um einkalíf söngvarans góðkunna Frank Sinatra, ekki síst það sem misjafnt mátti telja. í þessu skyni átti hún meðal annars viðtöl við að sögn um átta hundruð manns sem á einn eða annan hátt höfðu átt sam- skipti við kappann á löngum ferli hans. Sinatra hefur um langt skeið verið umdeildur maður í Bandaríkjunum, einkum vegna vináttu sinnar við, þekkta mafiuforingja. Þá hefur hann hvorki lært að temja skap sitt né tungu og því látið margt flakka sem betur væri ósagt. En þetta hefur hins Árásin á Niimberg THE NUREMBERG RAID. Höfundur: Martin Middlebrook. Penguin Books, 1987. í síðari heimsstyrjöldinni hélt breski flugherinn uppi sífelldum loftárásum á iðnaðarborgir í Þýskalandi. Markmiðið var að draga úr framleiðslu Þjóðverja á hernaðarlega mikilvægiun vör- um. Loftárásirnar höfðu í for með sér mikið tjón þótt umdeilanlegt sé hvort þær hafi náð þeim mark- miðum sem að var stefnt. En þær kostuðu einnig breska flugherinn marga flugmenn og flugvélar sem voru skotnar niöur af þýskum loftvarnabyssum. í þessari bók er lýst einni slíkri árásarferð, sem stóð í 24 stundir, 30.-31. mars árið 1944. 779 sprengjuflugvélar tóku þátt í árá- sinni. 96 þeirra sneru ekki aftur. Þessi aðgerð, sem átti að vera til- tölulega hefðbundin árásarferð gegn þýskri iðnaðarborg, varð í reynd að mesta áfalli breska flug- hersins í slíkri árásarferð. Hvað gerðist? Því lýsir sá snjalli breski sagn- fræðingur Martin Middlebrook ítarlega í þessari bók sem er byggð á fyrirliggjandi gögnum á Bretlandi og Þýskalandi og við- tölum við fjölmarga þá sem komu við sögu. í lokin fjallar hann um þá kenningu sem sett var fram fyrir nokkrum árum og vakti nokkurt umtal að leyniþjónustu- menn hafi látið Þjóðverja vita fyrirfram um árásina og hafnar henni. Hvaðan komu tölumar? FROM ONE TO ZERO. A UNIVERSAL HISTORY OF NUMBERS. Höfundur: Georges llrah. Penguin Books, 1987. „Hvaðan komu tölurnar? Hvemig lærði fólk að telja?“ Þessar spumingar skólanem- anda komu stærðfræðikennaran- um Georges Ifrah í opna skjöldu. Hann hugsaði sig um og komst að raun um að hann vissi ekki svarið. Spumingamar vora hon- um hins vegar svo hugleiknar að hann fór sérstaklega aö kanna uppmna talnanna. Þessi bók er afrakstur þeirra athugana. Ifrah rekur hér sögu talna allt aftur til frumstæðra forfeðra okkar. Elstu fornleifar gefa til kynna að forfeður nútímamanns- ins gerðu sér grein fyrir gildi talna fyrir 20 til 30 þúsund ámm. Fyrir um fimm þúsund árum eða svo fóru Súmerar, Egyptar og fleiri þjóðir fara að skrá tölur meö myndletri. Það er svo ekki fyrr en með tilkomu prenttækninnar að núgildandi talnakerfi nær yfirburðum. Ifrah fjallar ítarlega um talna- þekkingu og talnakerfi Súmera, Egypta, Gyðinga, Rómverja, Fön- ikíumanna, Grikkja og araba, Kínverja, maja og hindúa, svo nokkur dæmi séu tekin, og er það afar fróðleg og auðskilin frásögn, ríkulega myndskreytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.