Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 53 Ferðamá] Stefánskirkjan og Parísarhjólið í Prater, tívolígarði Vínarbúa. En þarna er tónlistarmenning rótfost og ber allt yfirbragð borgarinnar þess vitni. í borginni býr rúmlega ein og hálf mfiljón íbúa. Vín stendur við ána Dóná og byggist í kringum Stefáns- kirkjuna, aðalgatan er Kámterst- rasse. Hallir og fomar byggingar, listasöfn, leikhús og Óperan em stað- ir sem heilla forvitna ferðamenn í Vínarborg. Þar var opnuð ein glæsi- legasta menningarmiðstöð Evrópu í ár sem eflaust er skoðunarverð. Margt fleira væri hægt að tíunda um Vínarborg en verður ekki gert að sinni. Víst er að jólasálmamir hljóma vel þar, að sumra mati betur en undir pálmatijám. Thailand og Kanaríeyjar Kanaríeyjaferðir um jófin verða vinsælfi með hveiju árinu. „Um leið og fólk kemur heim eftir nýár pantar það næstu jólaferð,“ sagði einn starfsmaður á ferðaskrifstofu sem við ræddum við. Víst er aö færri komast þangaö en vilja. Yfir hundrað manns eru á biðlista þangað. Og til Kanarí sækir fólk sól, sjó og veður- blíöu. Eyjarnar em margar en sú þriðja stærsta er Cran Canaria og þangað hópast íslendingamir. Enska ströndin eða Playa del Inglés, á mfili Maaspalomas og San Augustin, er aðalstaðurinn og þangað er hægt að komast og dvelja í þijár vikur um jófin fyrir tæplega íjörutíu þúsund krónur. Það er reyndar verð sem miðar við að fimm einstaklingar búi saman í húsi. Svo hleypur verðiö eins og venjulega eftir gæðum gististaðar- ins og fjölmenni. Það er dýrast að búa einn, tæplega níutíu og fimm þúsund krónur kostar það, þar sem dýrast reynist, en ódýrast fyrir einbúann em rúmlega sextíu og sex þúsund krónur. Thafiand hefur lengi verið vinsæll ferðamannastaöur og æ fleiri íslend- ingar leggja leið sína þangað. Pataya ströndin er víðfræg fyrir lystisemdir og Bangkok fyrir sínar. Einn nýr ' áfangastaður er nú í boði hjá hér- lendri ferðaskrifstofu, það er Ko Samui, eyja í Síamsflóa. í því tilboði er flogið með Flugleiðum tfi Kaup- mannahafnar, þaðan með Finnair tfi Helsingfors og áfram tíu tíma beint flug tfi Bangkok. Þriggja daga dvöl er í Bangkok og síðan flogið til Ko Samui með Thai Airways og þar dvalið í tíu daga. Þrír brottfarardag- ar em í desember með viku mfifibifi, sá síðasti 21. desember. Ferð þessi kostar einstakling frá rúmum sjötíu og fimm þúsund krónum og allt að tæplega tvö hundruð þúsund krónur. Hér hefur verið stiklað stórt, enda aðeins tilgangurinn að gefa einhveija hugmynd um þau ótal feröattiboð sem em í boði um jól og áramót. -ÞG Bestu hótelin 1987 Eins og sjá má á lista þessum eru fimm hótel jöfn að stigum í sjöunda Shangri-La hótelkeðjan er í sjötta sæti i ár á „keðjulistanum“ en var í sjöunda sæti i fyrra. A myndinni er Shangri-La i Bangkok, það er á „ný- liðalistanum“. sæti. Tvö þau síðasttöldu, Hong Kong-hótelið í Hong Kong og Taj Mahal í Bombay, hafa ekki verið á fista áður. Holiday Inn í Hong Kong, Inter-Continental í Bangkok og Imperial í Tokýo, taka stökk á mfili ára, úr íjórtánda sæti í það sjöunda. Hótelkeðjur í flokki yfir bestu hótelkeðjurnar hefur Inter-Continental samsteyp- an skipað efsta sætiö síðan 1984 og heldur sínum sessi. í öðru sætinu er Mandarin-Oriental keðjan sem var í þriðja sæti á síðasta ári. Litlar sveiflur eru á þessum lista á milli ára. Líklegt má telja að þátttakend- ur í skoðanakönnuninni séu margir þeir sömu ár eftir ár. Það er ekki ólíklegt að ánægður við- skiptavinur, sem einu sinni hefur skipt við Inter-Continental hótelk- eðjuna, svo dæmi sé tekið, geri það aftur og aftur. Menn sækja gjaman í það sama ef þeir eru ánægðir. sjónarhóli sömu ferðalanga og áð- ur. Á þeim fista eru að minnsta kosti tvö hótel sem einnig eru á fyrsta listanum, þ.e. yfir stöku hót- elin. Þetta er í fyrsta skipti sem lesendur tímaritsins hafa valið á lista sem þennan (því eru engar tölur innan sviga). Straumur ferðamanna til Aust- urlanda í viðskiptaerindum er mikill og virðist hótelmenningin standa með miklum blóma í sum- um þessara landa og þjónustan er rómuð. Á „nýliðalistanum" er Marriott Marquis við Times Squ- are í New York en það hótel er tveggja ára gamalt og kostaði bygg- ing þess 555 milljónir dollara. Það eru tæplega nítján hundruð her- bergi í því hóteli. -ÞG Það vekur athygli að flest bestu hótel heims, samkvæmt skoðana- könnun ferðatímaritsins Business Traveller, eru í Austurlöndum en á lista yfir tíu bestu „hótelkeöjur" eru sjö á Vesturlöndum. Yfir eitt þúsund svör frá einstakl- ingum í fimmtiu og tveimur löndum eru það sem byggt er á í viðkomandi skoðanakönnun. En matiö, sem liggur tfi grundvallar, er sjónarmið viðskiptamanna á feröalagi, sú aðstaða sem sköpuð er til fundahalda og þ.h. skiptir miklu máfi í því mati. Könnunin er þríþætt. Fyrst er spurt um bestu einstöku hótelin fyrir viðskipta- menn, síðan bestu hótelkeðjurnar og í þriðja lagi um ný hótel sem veita góða þjónustu fyrir gesti í viðskiptaerindum. Sérstök hótel Mandarin-hótelið í Hong Kong hafnar í fyrsta sæti í könnuninni í flokki einstakra hótela. Þetta hótel var efst í sínum flokki árið 1984 og 1985 en í fyrra var það í öðru sæti. Þá skipaði fyrsta sætið Shangri- La-hótelið í Singapore en er nú í þriðja sæti. í öðru sæti á listanum er Oriental-hótelið í Bangkok en það er í sömu hótelkeðju og Mand- arin og er sú hótelkeðja í öðru sæti í þeim flokki. Ellefu efstu í þessum flokki einstakra hótela eru: 1 (2) Mandarin, Hong Kong 2 (3) Oriental, Bangkok 3 (1) Shangri-La, Singapore 4 (4) Peninsula, Hong Kong 5 (-) Mandarin, Singapore 6 (19) Shangri-La, Kuala Lumpur 7 =(14=) Holiday Inn, Hong Kong (14 =) Inter-Continental, Bangkok (14=) Imperial, Tokyo (-) Hong Kong-hótel, Hong Kong (-) Taj Mahal, Bombay Nýju gæðahótelin 1 Marriott Marquis, New York 2 = Westin i Singapore, Shangri-La í Kuala Lumpur og Bangkok (þrjú hótel í öðru til fjórða sæti) 5 = Marriott i Vínarborg, Regent i Sidney, Santon Sun í Jóhannesarborg (5.- 7.sæti) 8 = Shangri-La í Singapore, Marina Mandarin i Singa- pore og Bustan Palace í Muscat (8.-10.sæti) Við skulum líta á Ustann yfir tíu efstu sætin en þar er að finna ellefu hótelkeðjur. Tölur innan sviga eru sætin sem viðkomandi skipaði síð- asta ár og samasemmerkið þýðir að fieiri en einn hafi skipað sama sætið. 1 (1) Inter-Continental 2 (3) Mandarin-Oriental 3 (2) Sheraton 4 (4) Hilton International (ekki í USA) 5 (6) Hyatt 6 (7) Shangri-La 7 (5) Marriott 8 = (8) Holiday Inn (13) Regent 9 = (11) Hilton í USA (10) Peninsula Þá er rétt að síðustu að líta á þriðja flokkinn í þessari könnun. Það eru bestu nýju hótelin séð af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.