Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 36
48
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987.
Skák
DV
Alþjóðamótið á Suðurnesjum:
Hannes Hlífar stefnir á áfanga
Attunda alþjóöamót landsbyggö-
arinnar, sem tímaritið Skák stend-
ur fyrir, nú í samvinnu við
Njarðvíkurbæ og Keflavíkurbæ,
hófst í félagsheimilinu Stapa sl.
sunnudag. Mótið er af 5. styrkleika-
ílokki alþjóðaskáksambandsins,
þeim sama og alþjóðamótið í Ólafs-
vík í október. Hugmyndin með
mótshaldinu er fyrst og fremst sú
að veita ungum islenskum skák-
mönnum tækifæri til þess að
þreyta tafl við erlenda skákkappa
og gefa þeim um leið möguleika til
að krækja sér í áfanga að titli al-
þjóðlegs meistara.
Á mótinu tefla átta íslendingar,
þeirra á meðal stórmeistararnir
Helgi Ólafsson og Guðmundur Sig-
urjónsson og Ijórir erlendir
skákmenn; tveir Englendingar,
einn Bandaríkjamaður og einn
Finni. Erlendu keppendurnir eru
e.t.v. ekki fremstir skákmanna í
heimi en hafa flestir getiö sér gott
orð víðar en í heimalandi sínu.
Finnski keppandinn, Antti Py-
hálá, hefur í tvígang teflt hér á
landi, fyrst á Reykjavíkurskákmót-
inu 1984 og síðan á Opna Austjarða-
mótinu í sumar er hann varð í 2.
sæti í efsta flokki. Pyhálá er fjölfatl-
aður en lætur það ekki aftra sér
við skákborðið. Hann er sérlega ht-
ríkur og sókndjarfur skákmaður
sem hugsar sig ekki um tvisvar ef
hann sér möguleika á fórn. „Fórna
fyrst og hugsa svo,” gæti hann haft
að viökvæði.
Englendingarnir David Norwood
og Byron Jacobs eru báðir með
efnilegri skákmönnum Englend-
inga. Norwood er aöeins 19 ára
gamall en varð alþjóðlegur meist-
ari fyrir þremur árum. Hann
sturidar nám og tefldi aðeins eina
skák á fyrri hluta ársins sem reikn-
uð var til stiga. En nú er hann
byrjaður aftur aö tefla. Hann varð
að fá tveim fyrstu skákum sínum
á mótinu frestað því að hann kom
rakleiðis til landsins frá opnu móti
í Vín í Austurríki þar sem hann
stóð sig mjög vel. Hann verður
áreiðanlega skeinuhaéttur á mót-
inu og sömuleiðis Jacobs, sem er
24 ára gamall. Jacobs hefur þegar
náð þremur áfóngum að alþjóðleg-
um meistaratitli en öllum úr
opnum mótum. Samkvæmt reglum
FIDE þarf einn áfanginn hið
minnsta aö konia úr lokuðu móti
og því greip hann þetta tækifæri
fegins hendi.
Bandaríkjamaðurinn er eldri í
hettunni, 48 ára gamall. Charles
Weldon heitir hann og er huldu-
maður mótsins, eins og segir í
mótsskrá. Hann hefur 2270 Eló-stig
og hefur verið á því bili siðustu sjö
árin en lítið annað er um hann vit-
að. Þó varð hann skákmeistari
Wisconsin-fylkis árin 1959, 1963 og
1979.
íslensku keppendurnir, að Helga
og Guðmundi undanskildum, setja
allir stefnuna á 7 vinninga af 11
mögulegum, sem nægir til áfanga
að alþjóðatitli. Þröstur Þórhallsson
er á höttunum eftir sínum lokaá-
fanga; Davíð Ólafsson og Jóhannes
Ágústsson tefla með einn áfanga á
bakinu og vilja gjarnan bæta örð-
um við; Björgvin Jónsson missti
slysalega af áfanga á mótinu í Ól-
afsvík og yngstu þátttakendurnir,
Sigurður Daði Sigfússon og Hannes
Hlífar Stefánsson, eru einnig til alls
liklegir.
Fyrstu umferðir mótsins lofa
góðu um það að einhverjum titil-
lausu íslensku keppendunum
takist að ná sjö vinninga markinu.
Hannes Hlífar hefur byrjað af mikl-
um krafti og hafði 3 'A v. úr 4 fyrstu
skákunum. Haföi aðeins gert jafn-
tefli við Guðmund Sigurjónsson en
unnið Davíð, Jóhannes og Weldon.
Björgvin Jónsson kom í humátt á
eftir honum með 3 vinninga: Sigur
gegn Jóhannesi, jafntefli við Wel-
don og Jacobs og sigur gegn Pyhálá
í 4. umferð. Fimmtu umferð átti aö
tefla í gær, fóstudag, en um helgina
verða 6. og 7. umferð tefldar og
hefst taflið kl. 14 báða dagana. Ann-
ars er teflt frá kl. 16 virka daga.
Mánudaginn 16. nóvember eiga
keppendur frí en lokaumferð verð-
ur tefld fóstudaginn 20. frá kl. 14.
Lítum á skemmtilega baráttu-
skák frá mótinu þar sem Hannes
Hlífar á í höggi við „huldumann-
inn“.
Skák
Jón L. Árnason
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson.
Svart: Charles Weldon.
Katalan byrjun.
1. Rf3 d5 2. c4 e6 3. g3 Rf6 4. Bg2
dxc4 5. Da4+ Rbd7 6. 0-0?!
Ónákvæmni. Betra er 6. Dxc4
strax því að nú nær svartur að losa
um drottningarvæng sinn á þægi-
legan hátt.
6. a6 7. Dxc4 b5 8. Dc2 Bb7 9. d4
c510. a4 Db611. axb5 axb512. Hxa8+
Bxa8 13. Bg5 Be7 14. Re5?
Svartur hefur jafnað tafliö en eft-
ir þennan leik nær hann yfirhönd-
inni. Hannes leggur of mikið á
stöðuna með þessu en hann sættir
sig bersýnilega ekki við að gefa
huldumanninum svo auðvelt jafn-
tefli.
14. - Bxg2 15. Kxg2 Db7+ 16. Kgl
cxd4 17. Dc6 Dxc6 18. Rxc6 e5.
Það er ekki að sjá að hvítur hafi
nægileg færi fyrir peðið eftir 18. -
Bc5 eða í næsta leik 19. - Bc5.
19. Rd2 h6?
20. Hal!
Skyndilega er hvítur með öll
tromp á hendi. Hótunin 21. Ha8+
er svo sterk að svartur missir a.m.
k. peðið til baka og staða hans riðl-
ast um leið.
20. - Rb6 21. Ha7! hxg5 22. Hxe7+
Kf8 23. Hxe5 Rc4 24. Rxc4 bxc4 25.
Rxd4.
Nú er hvítur orðinn peði yfir og
ætla mætti að hann væri að vinna
annað, annaðhvort g- eða c-peðið.
Bandaríkjamaðurinn er þó ekki af
baki dottinn.
25. - Hxh2!?
Við sjáum að ef 26. Kxf2, þá 26. -
Rg4+ og gafflar hrókinn. Þetta stef
gengur eins og rauður þráður gegn-
um skákina. Leikurinn er besta
tilraun svarts en dugir þó varla til
þess að bjarga taflinu. Hvítur leik-
ur líklega best 26. Hc5! og ætti að
vinna létt. T.d. 26. - Hh5 27. Hxc4
g4 28. b4 og b-peðið brýst fram. Eða
26. - Re4? 27. Hc8+ Ke7 28. f3 Rd6
29. Rf5 +! Rxf5 30. Kxh2 og vinnur.
26. Hxg5? Hxf2!
Aftur og nýbúinn! Nú svarar
hann 27. Kxí2 með 27. - Re4+ 28.
Ke3 Rxg5. Þetta framhald kom
engu að síður vel til greina fyrir
hvítan því að eftir 29. Rf3! Re6 30.
Re5 verður hann peði yfir í riddara-
endatafli með mjög góð vinnings-
færi. Einnig kemur 27. Hxg7!? Kxg7
28. Kxf2 til greina.
27. Hb5 Rg4 28. Hg5 RfB 29. Hc5 Rg4
30. Hxc4?! HfB 31. Rf3 Re3 32. Hb4 Hc6
Þessi reitur fyrir hrókinn gæti
boðiö hættunni heim. Öruggara er
32. - Ha6 eða 32. - Hd6 en þarf ekki
að vera betra.
33. Kf2 Rf5 34. Hb8+ Ke7 35. Hb7 +
Ke6.
36. Hxf7!?
Enn einu sinni sama stefið! Ef 36.
- Kxf7, þá 37. Re5+ og Hc6 fellur.
Hvítur gat ekki unnið lið með 36.
g4 vegna 36. - Rd6 og setur á Hb7.
En 36. b4 var e.t.v. sterkara því að
nú nær svartur b-peðinu.
36. - Hb6! 37. Rg5+ Ke5 38. g4.
Leikurinn 38. b3!? væri mjög í
anda þessarar skákar. Ef 38. -
Hxb3??, þá 39. RÍ3+ Ke6 40. Hxf5!
Kxf5 41. Rd4+ og vinnur hrókinn.
Svartur leikur best 38. - g6.
38. - Rh6 39. Rf3+ Ke6 40. Hf4 Hxb2
41. He4+ KÍ7 42. Kg3 Hb7 43. Kf4
Rg8 44. Re5+ Kf8 45. Ha4 Rf6 46. e4
Ke7 47. Ha8.
Það er hæpið að hvítur geti unnið
þessa stöðu en Bandaríkjamaður-
inn verður sérlega hjálpsamur í
næstu leikjum.
47. - Hb5? 48. Ha7+ Ke6? 49. Rf3!
Hótar 50. Rd4+ og einnig 50.
Hxg7. Nú vinnur hvítur létt.
49. Hb4 50. Rg5+ Kd6 51. Hxg7
Rd5+ 52. Kg3 Hb3+ 53. Rf3 Re3 54.
e5+ Kd5 55. Hd7+ Ke6 56. Hd6+
Ke7 57. Rd4! RÍ5+ 58. Kh4 Rxd4 59.
Hxd4 He3 60. Hf4 Hxe5 61. g5 Hel 62.
Kh5 Hal 63. Kh6.
Svartur gafst upp. Staðan er
þekkt úr fræðibókum um hróks-
endatöfl. Hvítur þokar peðinu til
g7, skákar svarta kónginn yfir á
d-Iínuna og með hrókinn t.d. á 4.
röð nær hann að „byggja brú“ fyr-
ir kóng sinn og sleppa undan
skákum svarts.
-JLÁ
TÓNLISTARHÚSSHAPPDMmÐ
Miðar fást í Gimli við Lækjargötu
og Istóni, Freyjugötu 1.
Dregið verður 9. jan.
Tilvalin gjöf til að stinga í hvern jólapakka.
~ _______
Ahugafólk um Tónlistarhús á Islandi, sem hefur
9 möguleika á að ganga í hús til að selja miða,
| vinsamlegast hafi samband við framkvæmda-
| stióra í síma 29107 eða síma 17765.
Samtök um byggingu tónlistarhúss