Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Síða 53
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 65 Fólk í fréttum Gunngeir Pétursson Gunngeir Pétursson skrifstofu- stjóri hefur verið í fréttum DV vegna fyrirhugaðrar nafnbreyting- ar á götunni Sigtúni í Reykjavík og kröftugra mótmæla íbúanna. Friðrik Gunngeir er fæddur 28. janúar 1921 og varð stúdent úr MR 1941. Hann var við nám í verkfræði í tvo vetur og var fulltrúi hjá bygg- ingafulltrúa Rvíkur 1945-1947. Gunngeir var kennari við Gagn- fræðaskóla Austurbæjar í Rvík 1947-1955 og skrifstofustjóri hjá byggingafulltrúa Rvíkur frá 1955. Hann hefur kennt við Verslunar- ' skóla íslands frá 1956 og var einn stofnenda Bridgefélags Rvíkur. Gunngeir hefur verið formaður Bridgefélags Rvíkur og verið í landsliði íslendinga í bridge. Gunngeir kvæntist 12. október 1946 Sigurrós Guðbjörgu Eyjólfs- dóttur, f. 23. ágúst 1922. Foreldrar hennar eru Eyjólfur Guðbrands- son, verkamaður í Rvík, og kona hans, Herdís Sigurðardóttir. Börn Gunngeirs og Sigurrósar eru Her- dís Björg, f. 26. september 1947, gift Friðrik Bjömssyni, stórkaup- manni í Rvík, og eiga þau þrjú börn, Viðar, f. 27. september 1949, guð- fræðingur og b. á Ásum í Gnúp- verjahreppi, giftur Höllu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú böm. Systkini Gunngeirs voru Hildur, f. 12. október 1907, d. 1907, Viðar, f. 24. nóvember 1908, tann- læknir, giftur Ellen Knudsen, Zophonias, f. 17. maí 1910, d. 1984, deildarstjóri hjá Tryggingastofn- uninni, giftur Stellu Sigurðardótt- ur, Hrafnhildur, f. 5. febrúar 1912, d. 1966, gift Sigurði Sigurðssyni, bankaritara í Rvík, d. 1955, Áki, f. 22. september 1913, d. 1970, deildar- stjóri á Hagstofunni, giftur Krist- ínu Grímsdóttur, Sturla, f. 6. september 1915, starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Rvíkur, giftur Steinunni Hermannsdóttur, Jakob- ína, f. 9. desember 1917, var gift Hafsteini Gíslasyni, starfsmanni Loftleiða, d. 1976, Skarphéðinn, f. 11. október 1918, d. 1974, prófastur í Bjarnanesi, giftur Sigurlaugu Guðjónsdóttur, Helga Guörún, f. 17. nóvember 1925, gift Helga Thor- valdsson, lagermanni á Reykjavík- urflugvelli, Jarþrúður, f. 27. ágúst 1927, gift Anton Líndal Friðriks- syni, bryta í Rvík, Jóhanna Soffia, f. 2. nóvember 1904, sambýlismaður hennar var Ingólfur Árnason, út- gerðarmaður á Siglufirði, Ingólfur, f. 21. október 1906, skrifstofumaður hjá Vegagerð ríkisins, giftur Sæ- björgu Jónasdóttur, Svanlaug, f. 27. desember 1910, var gift Hannesi Guðjónssyni, verkamanni í Rvík. Foreldrar Gunngeirs voru Pétur Zóphóníasson, ættfræðingur i Rvík, og kona hans, Guðrún Jóns- dóttir. Bróðir Péturs var Páll búnaðarmálastjóri. Faðir Péturs var Zóphónías, prófastur í Viðvík, Halldórsson, b. í Brekku í Svarfað- ardal Rögnvaldssonar. Móðir Halldórs var Soffia Þorsteinsdóttir, systir Hallgríms, föður Jónasar skálds. Bróðir Soffiu var Baldvin, langafi Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Móðir Péturs var Jóhanna, systir Friðriks, föður Sturlu erföa- fræðings. Jóhanna var dóttir Jóns dómstjóra Péturssonar og konu hans, Soffiu Bogadóttur, systir Benedikts, langafa Áslaugar, móð- ur Geirs Hallgrímssonar. Systir Soffiu var Ragnheiður, langamma Guðnýjar, móöur Vals Arnþórs- sonar. Guðrún var systir Þorbjargar, ömmu Péturs Guðjónssonar, for- manns Flokks mannsins. Systir Guðrúnar var Kristveig, amma Hafliða Vilhelmssonar rithöfund- ar, Guðrún var dóttir Jóns, b. á Ásmundarstöðum á Melrakka- sléttu Árnasonar. Móðir Guðrúnar var Hildur, systir Ingibjargar, ömmu Jóns Hjörleifs Jónssonar skólastjóra og langömmu Silju Að- alsteinsdóttur bókmenntafræð- ings. Bróðir Guðrúnar var Stefán, Gunngeir Pétursson. afi Björns Önundarsonar trygg- ingayfirlæknis og langafi Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Hildur var dóttir Jóns, b. á Skinnalóni Sig- urðssonar og konu hans Þorbjarg- ar Stefánsdóttur, langömmu Hilmars bankastjóra, föður Stefáns bankastjóra og langömmu Hildar, móður Ólafar Pálsdóttur mynd- höggvara. Afmæli Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson frá Skíðsholtum, nú búsettur að Þórunnargötu 1, Borgarnesi, er níræður í dag. Jón fæddist í Einholtum í Hraunhreppi og ólst þar upp en gerðist vinnu- maður í Skíðsholtum 1912-14. Næstu ár stundaði hann ýmis störf en 1923 gerðist hann bóndi að Skíðsholtum ásamt tveimur bræðrum sínum en bjó þar svo einn frá 1927-44. Hann brá búi 1946, flutti í Borgarnes og varð fastur starfsmaður á skrifstofu Kaupfé- lagsins, en þar vann hann til 1976 er hann lét af störfum vegna ald- urs. Jón hefur unnið mikið að félagsmálum og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum um ævina. Hann var einn af stofnendum ungmenna- félagsins Björn Hítdælakappi, sat lengi í stjórn félagins og er heiðurs- félagi þess. Hann var hreppstjóri Hraunhrepps, endurskoðandi hreppareikninga Mýrasýslu og Sparisjóðs Mýrasýslu. Jón sat i skattanefnd og jarðamatsnefnd og var markavörður Mýrasýslu í fjörutíu ár. Jón kvæntist 1963 Ólöfu Sig- valdadóttur, f. 11.9.1906. Foreldrar Ólafar voru Sigvaldi Valentínus- son, skipstjóri í Stykkishólmi, og kona hans, Guðlaug Halldóra Jó- hannsdóttir. Systkini Jóns: Davíð Valdimar, fv. b. í Miklholti, f. 1899; Þórarinn Herulf, f. 1901, d. 1987; Þorleifur, sjómaður og verkamaður, f. 1903, d. 1976; Guðrún, saumakona í Reykjavík, f. 1905; Hjörleifur múrarameistari, f. 1906; Oddur, b. í Kolviðarnesi í Eyjahreppi, f. 1908; Stefán, fv. b., sem nú býr í Borgar- nesi, f. 1910. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jósefsson, b. í Einholtum á Mýrum Jón Sigurðsson. og kona hans, Sesselja Davíðsdótt- ir. Sesselja var dóttir Davíðs, b. í Einholti Jóhannessonar, og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur, b. á Hofsstöðum í Álftaneshreppi Ein- arssonar. 80 ára 70 ára Jónína Skaftadóttir, Austurbyggö 17, Akureyri, er áttræð í dag. 75 ára Margrét Guðmundsdóttir, Vestur- götu 54A, Reykjavík, er sjötug í dag. Þór Guðjónsson, Laugateigi 31, Reykjavík, er sjötugur í dag. Jónas Hallgrímsson, Bjarnastöð- um, Dalvík, er sjötíu og fimm ára í dag. Anna Guðrún Þorkelsdóttir, Vall- argötu 18, Vestmannaeyjum, er sjötíu og flmm ára í dag. Halldór Guðmundsson, Hverahlíð 17, Hveragerði, er sjötíu og flmm ára í dag. 60 ára Marta Sveinbjörnsdóttir, Engi- hjalla 9, Kópavogi, er sextug í dag. 50 ára Sigríður Rósinkarsdóttir, Heiðar- bakka 3, Keflavík, er fimmtug í dag. 80 ára Rósa Halldóra Hansdóttir, Norður- brún 1, Reykjavík, verður sjötug Sigurður Eiríksson, Norðurgötu 30, Akureyri, verður áttræður á mánudaginn, en hann tekur á móti gestum á Hótel Varðborg, sunnu- daeinn 15.11. milli kl. 3 og 6. á móti gestum á morgun, sunnu- dag, milli kl. 2 og 5 í hátíðarsal að Norðurbrún 1. 75 ára 60 ára Eggert Th. Jónsson, Mjóuhlíð 16, Reykjavík, verður sjötíu og flmm ára á morgun. Böðvar Eggertsson, Selvogsgrunni 13, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Ingigerður Hallgrímsdóttir, Gyðu- felli 2, Reykjavík, verður sextug á morgun. Eiríkur Hlöðversson, Varmahlíð 14, Hveragerði, verður sextugur á morgun. Hörður Frímannsson, Skaftahlíð 13, Reykjavík, verður sextugur á morg’un. 70 ára Ari Benjamínsson, Svöluhrauni 17, Hafnarflrði, verður sjötugur á morgun. Guðrún Kristinsdóttir, Stóragerði 22, Reykjavík, verður sextug á morgun. Andlát Kristín Jóhannesdóttir, Eiðsvalla- götu 1, Akureyri, andaðist 12. nóvember. Svanur Ágústsson, Espigeröi 2, andaðist á Landspítalanum 12. nóv- ember. Jóhanna Jóna Guðnadóttir, Kol- tröð 21, Egilsstöðum, er fimmtug í dag. Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Meistaravöllum 17, Reykjavík, er fimmtug í dag. 40 ára_________________________ Gísli Már Helgason, Hátúni 10B, Reykjavík, er fertugur í dag. Daníel G. Björnsson, Köldukinn 15, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Halldóra Jenný Gísladóttir, Staðar- seli 5, Reykjavík, er fertug í dag. Jón Einar Árnason, Núpasíðu 10C, Akureyri, er fertugur í dag. Margrét Jóna Jónasdóttir, Gyðu- felli 12, Reykjavík, verður sextug á morgun. 50 ára_________________________ Ester Lára Sigurðardóttir, Hafnar- stræti 86A, Akureyri, verður fimmtug á morgun. Guðrún Sigurðardóttir, Þiljuvöll- um 24, Neskaupstað, verður fimmtug á morgun Örn Egilsson, Unufelli 16, Reykja- vík, verður fimmtugur á morgun. 40 ára_________________________ Einar Kristbjörnsson, Ásbúð 76, Garðabæ, verður fertugur á morg- un. Þorkell Guðnason, Löngubrekku 9, Kópavogi, verður fertugur á morgun. Ólafur Fr. Baldursson, Sólvalla- götu 25, Reykjavík, veröur fertugur á morgun. Stefanía Jónsdóttir, Skriöuseli 4, Reykjavík, verður fertug á morgun. Reynir Ágúst Ragnarsson, Rima- síðu 3, Akureyri, verður fertugur á morgun. Hans Christiansen Hans Christiansen, Bergstaða- stræti 20, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Hans fæddist í Hveragerði og ólst þar upp en lauk stúdents- prófi frá M.L. 1957 og BA-prófi í ensku og dönsku 1960. Hans kenndi um nokkurt skeið en hóf svo störf hjá Landsbankanum og starfaði þar í mörg ár, bæði í Reykjavík og á Selfossi. Hans hætti í Lands- bankanum 1980 og hefur mest fengist við myndlist síðan Kona hans er Dóra, dóttir Snorra " múrarameistara frá Staðarhóli á Akureyri, Pálssonar, og Hólmfríð- ar Ásbjarnardóttur frá Stóra-Dal í Eyjafirði, Árnasonar. Hans og Dóra eiga þrjár dætur, Bryndísi, Grétu og Þóru. Hans á tvo bræður: Ragnar garð- yrkjubónda í Hveragerði, f. 1940, er giftur Ástu Jóhannsdóttur og eiga þau fjögur börn; Ingvar, vél- smið í Reykjavík, f. 1944, er giftur Gíslínu Björnsdóttur frá Völlum í Ölfusi og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Hans: Lauritz Christ- iansen, garðyrkjub. í Hveragerði, f. 1906, d. 1973, og kona hans Þóra, f. 1908, d. 1982, Nikulásdóttir. Föð- urforeldrar Hans voru Hans Christiansen, garðyrkjuráðunaut- ur á F)óni og á Jótlandi, og kona hans Dagmar, f. Sörensen. Móður- foreldrar Hans voru Nikulás, kennari og b. á Kirkjulæk í Fljóts- hlíð, Þórðarson og Ragnhildur Pálsdóttir, systir Eggerts, prófasts og alþingismanns á Breiðabólstað, afa Þorsteins Thorarensen rithöf- undar. Finnur Jónsson Finnur Kristinn Jónsson listmál- ari, Kvisthaga 6, Reykjavík, verður níutíu og fimm ára á morgun. Finn- ur fæddist á Strýtu við Hamars- fjörð í Suður-Múlasýslu og ólst þar upp hjá foreldrum sínum en fór átján ára til Reykjavíkur í gull- smíðanám og Iðnskólann. Hann fékk sveinsbréf í gullsmíði 1919, var við teikni- og málaranám í Kaup- mannahöfn 1921 og í Dresden og Berlín 1921-24. Hann rak í allmörg ár myndhstarskóla í Reykjavík ásamt Jóhanni Briem og var teikni- kennari við MR frá 1934-38 og 1939-50. Hann var í stjórn Félags islenskra gullsmiða um skeið og sl. vor var hann kosinn heiðursfélagi félagsins. Finnur var formaður Listvinafélagsins um hríð, formað- ur Myndlistarfélagsins og í stjórn Félags íslenskra myndlistarmanna í nokkur ár. Finnur giftist 19. maí 1928 Guðnýju Elísdóttur, f. 13. maí 1903. Foreldrar Guðnýjar voru Elís, kaupmaður í Reykjavík, Jónsson og kona hans, Guðlaug Eiríksdótt- ir. Finnur Kristinn Jónsson. Jakobs prests Jónssonar. Þórarinn var sonur Richards Long, verslun- arstjóra á Eskifirði, af enskum ættum. Ólöf var dóttir Finns, b. og söðlasmiðs á Tunguhóli í Fá- skrúðsfirði, Guðmundssonar og konu hans, Önnu Guðmundsdótt- ur, b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, Magnússonar, af Sandfellsættinni. Finnur er nú einn á lífi sex systk- ina en syskini hans vorm Karl, læknir í Reykjavík, giftur Guðrúnu Möller sem einnig er látin; Georg, b. á Reynistað, giftur Margréti Kjartansdóttur, sem einnig er látin; Ríkarður, myndhöggvari í Reykja- vík, sem var giftur Maríu Olafs- dóttur; Bjöm, sem lést ungur maður, og Anna sem var gift Erl- ingi Thorlacius bílstjóra. Foreldrar Finns voru Jón, smið- ur og b. á Strýtu, Þórarinsson og kona hans, Ólöf Finnsdóttir. Faðir Jóns var Þórarinn, b. á Núpi á Berufjarðarströnd, bróðir Maríu, langömmu Eysteins ráðherra og Sérverslun með blóm og skreytingar. Opid lil kl. 21 iV// kriild p.pBlóm wQcskíicytingar Laugauegi 53, sími 20266 Sendum um land allL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.