Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 65 Fólk í fréttum Gunngeir Pétursson Gunngeir Pétursson skrifstofu- stjóri hefur verið í fréttum DV vegna fyrirhugaðrar nafnbreyting- ar á götunni Sigtúni í Reykjavík og kröftugra mótmæla íbúanna. Friðrik Gunngeir er fæddur 28. janúar 1921 og varð stúdent úr MR 1941. Hann var við nám í verkfræði í tvo vetur og var fulltrúi hjá bygg- ingafulltrúa Rvíkur 1945-1947. Gunngeir var kennari við Gagn- fræðaskóla Austurbæjar í Rvík 1947-1955 og skrifstofustjóri hjá byggingafulltrúa Rvíkur frá 1955. Hann hefur kennt við Verslunar- ' skóla íslands frá 1956 og var einn stofnenda Bridgefélags Rvíkur. Gunngeir hefur verið formaður Bridgefélags Rvíkur og verið í landsliði íslendinga í bridge. Gunngeir kvæntist 12. október 1946 Sigurrós Guðbjörgu Eyjólfs- dóttur, f. 23. ágúst 1922. Foreldrar hennar eru Eyjólfur Guðbrands- son, verkamaður í Rvík, og kona hans, Herdís Sigurðardóttir. Börn Gunngeirs og Sigurrósar eru Her- dís Björg, f. 26. september 1947, gift Friðrik Bjömssyni, stórkaup- manni í Rvík, og eiga þau þrjú börn, Viðar, f. 27. september 1949, guð- fræðingur og b. á Ásum í Gnúp- verjahreppi, giftur Höllu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú böm. Systkini Gunngeirs voru Hildur, f. 12. október 1907, d. 1907, Viðar, f. 24. nóvember 1908, tann- læknir, giftur Ellen Knudsen, Zophonias, f. 17. maí 1910, d. 1984, deildarstjóri hjá Tryggingastofn- uninni, giftur Stellu Sigurðardótt- ur, Hrafnhildur, f. 5. febrúar 1912, d. 1966, gift Sigurði Sigurðssyni, bankaritara í Rvík, d. 1955, Áki, f. 22. september 1913, d. 1970, deildar- stjóri á Hagstofunni, giftur Krist- ínu Grímsdóttur, Sturla, f. 6. september 1915, starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Rvíkur, giftur Steinunni Hermannsdóttur, Jakob- ína, f. 9. desember 1917, var gift Hafsteini Gíslasyni, starfsmanni Loftleiða, d. 1976, Skarphéðinn, f. 11. október 1918, d. 1974, prófastur í Bjarnanesi, giftur Sigurlaugu Guðjónsdóttur, Helga Guörún, f. 17. nóvember 1925, gift Helga Thor- valdsson, lagermanni á Reykjavík- urflugvelli, Jarþrúður, f. 27. ágúst 1927, gift Anton Líndal Friðriks- syni, bryta í Rvík, Jóhanna Soffia, f. 2. nóvember 1904, sambýlismaður hennar var Ingólfur Árnason, út- gerðarmaður á Siglufirði, Ingólfur, f. 21. október 1906, skrifstofumaður hjá Vegagerð ríkisins, giftur Sæ- björgu Jónasdóttur, Svanlaug, f. 27. desember 1910, var gift Hannesi Guðjónssyni, verkamanni í Rvík. Foreldrar Gunngeirs voru Pétur Zóphóníasson, ættfræðingur i Rvík, og kona hans, Guðrún Jóns- dóttir. Bróðir Péturs var Páll búnaðarmálastjóri. Faðir Péturs var Zóphónías, prófastur í Viðvík, Halldórsson, b. í Brekku í Svarfað- ardal Rögnvaldssonar. Móðir Halldórs var Soffia Þorsteinsdóttir, systir Hallgríms, föður Jónasar skálds. Bróðir Soffiu var Baldvin, langafi Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Móðir Péturs var Jóhanna, systir Friðriks, föður Sturlu erföa- fræðings. Jóhanna var dóttir Jóns dómstjóra Péturssonar og konu hans, Soffiu Bogadóttur, systir Benedikts, langafa Áslaugar, móð- ur Geirs Hallgrímssonar. Systir Soffiu var Ragnheiður, langamma Guðnýjar, móöur Vals Arnþórs- sonar. Guðrún var systir Þorbjargar, ömmu Péturs Guðjónssonar, for- manns Flokks mannsins. Systir Guðrúnar var Kristveig, amma Hafliða Vilhelmssonar rithöfund- ar, Guðrún var dóttir Jóns, b. á Ásmundarstöðum á Melrakka- sléttu Árnasonar. Móðir Guðrúnar var Hildur, systir Ingibjargar, ömmu Jóns Hjörleifs Jónssonar skólastjóra og langömmu Silju Að- alsteinsdóttur bókmenntafræð- ings. Bróðir Guðrúnar var Stefán, Gunngeir Pétursson. afi Björns Önundarsonar trygg- ingayfirlæknis og langafi Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Hildur var dóttir Jóns, b. á Skinnalóni Sig- urðssonar og konu hans Þorbjarg- ar Stefánsdóttur, langömmu Hilmars bankastjóra, föður Stefáns bankastjóra og langömmu Hildar, móður Ólafar Pálsdóttur mynd- höggvara. Afmæli Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson frá Skíðsholtum, nú búsettur að Þórunnargötu 1, Borgarnesi, er níræður í dag. Jón fæddist í Einholtum í Hraunhreppi og ólst þar upp en gerðist vinnu- maður í Skíðsholtum 1912-14. Næstu ár stundaði hann ýmis störf en 1923 gerðist hann bóndi að Skíðsholtum ásamt tveimur bræðrum sínum en bjó þar svo einn frá 1927-44. Hann brá búi 1946, flutti í Borgarnes og varð fastur starfsmaður á skrifstofu Kaupfé- lagsins, en þar vann hann til 1976 er hann lét af störfum vegna ald- urs. Jón hefur unnið mikið að félagsmálum og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum um ævina. Hann var einn af stofnendum ungmenna- félagsins Björn Hítdælakappi, sat lengi í stjórn félagins og er heiðurs- félagi þess. Hann var hreppstjóri Hraunhrepps, endurskoðandi hreppareikninga Mýrasýslu og Sparisjóðs Mýrasýslu. Jón sat i skattanefnd og jarðamatsnefnd og var markavörður Mýrasýslu í fjörutíu ár. Jón kvæntist 1963 Ólöfu Sig- valdadóttur, f. 11.9.1906. Foreldrar Ólafar voru Sigvaldi Valentínus- son, skipstjóri í Stykkishólmi, og kona hans, Guðlaug Halldóra Jó- hannsdóttir. Systkini Jóns: Davíð Valdimar, fv. b. í Miklholti, f. 1899; Þórarinn Herulf, f. 1901, d. 1987; Þorleifur, sjómaður og verkamaður, f. 1903, d. 1976; Guðrún, saumakona í Reykjavík, f. 1905; Hjörleifur múrarameistari, f. 1906; Oddur, b. í Kolviðarnesi í Eyjahreppi, f. 1908; Stefán, fv. b., sem nú býr í Borgar- nesi, f. 1910. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jósefsson, b. í Einholtum á Mýrum Jón Sigurðsson. og kona hans, Sesselja Davíðsdótt- ir. Sesselja var dóttir Davíðs, b. í Einholti Jóhannessonar, og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur, b. á Hofsstöðum í Álftaneshreppi Ein- arssonar. 80 ára 70 ára Jónína Skaftadóttir, Austurbyggö 17, Akureyri, er áttræð í dag. 75 ára Margrét Guðmundsdóttir, Vestur- götu 54A, Reykjavík, er sjötug í dag. Þór Guðjónsson, Laugateigi 31, Reykjavík, er sjötugur í dag. Jónas Hallgrímsson, Bjarnastöð- um, Dalvík, er sjötíu og fimm ára í dag. Anna Guðrún Þorkelsdóttir, Vall- argötu 18, Vestmannaeyjum, er sjötíu og flmm ára í dag. Halldór Guðmundsson, Hverahlíð 17, Hveragerði, er sjötíu og flmm ára í dag. 60 ára Marta Sveinbjörnsdóttir, Engi- hjalla 9, Kópavogi, er sextug í dag. 50 ára Sigríður Rósinkarsdóttir, Heiðar- bakka 3, Keflavík, er fimmtug í dag. 80 ára Rósa Halldóra Hansdóttir, Norður- brún 1, Reykjavík, verður sjötug Sigurður Eiríksson, Norðurgötu 30, Akureyri, verður áttræður á mánudaginn, en hann tekur á móti gestum á Hótel Varðborg, sunnu- daeinn 15.11. milli kl. 3 og 6. á móti gestum á morgun, sunnu- dag, milli kl. 2 og 5 í hátíðarsal að Norðurbrún 1. 75 ára 60 ára Eggert Th. Jónsson, Mjóuhlíð 16, Reykjavík, verður sjötíu og flmm ára á morgun. Böðvar Eggertsson, Selvogsgrunni 13, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Ingigerður Hallgrímsdóttir, Gyðu- felli 2, Reykjavík, verður sextug á morgun. Eiríkur Hlöðversson, Varmahlíð 14, Hveragerði, verður sextugur á morgun. Hörður Frímannsson, Skaftahlíð 13, Reykjavík, verður sextugur á morg’un. 70 ára Ari Benjamínsson, Svöluhrauni 17, Hafnarflrði, verður sjötugur á morgun. Guðrún Kristinsdóttir, Stóragerði 22, Reykjavík, verður sextug á morgun. Andlát Kristín Jóhannesdóttir, Eiðsvalla- götu 1, Akureyri, andaðist 12. nóvember. Svanur Ágústsson, Espigeröi 2, andaðist á Landspítalanum 12. nóv- ember. Jóhanna Jóna Guðnadóttir, Kol- tröð 21, Egilsstöðum, er fimmtug í dag. Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Meistaravöllum 17, Reykjavík, er fimmtug í dag. 40 ára_________________________ Gísli Már Helgason, Hátúni 10B, Reykjavík, er fertugur í dag. Daníel G. Björnsson, Köldukinn 15, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Halldóra Jenný Gísladóttir, Staðar- seli 5, Reykjavík, er fertug í dag. Jón Einar Árnason, Núpasíðu 10C, Akureyri, er fertugur í dag. Margrét Jóna Jónasdóttir, Gyðu- felli 12, Reykjavík, verður sextug á morgun. 50 ára_________________________ Ester Lára Sigurðardóttir, Hafnar- stræti 86A, Akureyri, verður fimmtug á morgun. Guðrún Sigurðardóttir, Þiljuvöll- um 24, Neskaupstað, verður fimmtug á morgun Örn Egilsson, Unufelli 16, Reykja- vík, verður fimmtugur á morgun. 40 ára_________________________ Einar Kristbjörnsson, Ásbúð 76, Garðabæ, verður fertugur á morg- un. Þorkell Guðnason, Löngubrekku 9, Kópavogi, verður fertugur á morgun. Ólafur Fr. Baldursson, Sólvalla- götu 25, Reykjavík, veröur fertugur á morgun. Stefanía Jónsdóttir, Skriöuseli 4, Reykjavík, verður fertug á morgun. Reynir Ágúst Ragnarsson, Rima- síðu 3, Akureyri, verður fertugur á morgun. Hans Christiansen Hans Christiansen, Bergstaða- stræti 20, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Hans fæddist í Hveragerði og ólst þar upp en lauk stúdents- prófi frá M.L. 1957 og BA-prófi í ensku og dönsku 1960. Hans kenndi um nokkurt skeið en hóf svo störf hjá Landsbankanum og starfaði þar í mörg ár, bæði í Reykjavík og á Selfossi. Hans hætti í Lands- bankanum 1980 og hefur mest fengist við myndlist síðan Kona hans er Dóra, dóttir Snorra " múrarameistara frá Staðarhóli á Akureyri, Pálssonar, og Hólmfríð- ar Ásbjarnardóttur frá Stóra-Dal í Eyjafirði, Árnasonar. Hans og Dóra eiga þrjár dætur, Bryndísi, Grétu og Þóru. Hans á tvo bræður: Ragnar garð- yrkjubónda í Hveragerði, f. 1940, er giftur Ástu Jóhannsdóttur og eiga þau fjögur börn; Ingvar, vél- smið í Reykjavík, f. 1944, er giftur Gíslínu Björnsdóttur frá Völlum í Ölfusi og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Hans: Lauritz Christ- iansen, garðyrkjub. í Hveragerði, f. 1906, d. 1973, og kona hans Þóra, f. 1908, d. 1982, Nikulásdóttir. Föð- urforeldrar Hans voru Hans Christiansen, garðyrkjuráðunaut- ur á F)óni og á Jótlandi, og kona hans Dagmar, f. Sörensen. Móður- foreldrar Hans voru Nikulás, kennari og b. á Kirkjulæk í Fljóts- hlíð, Þórðarson og Ragnhildur Pálsdóttir, systir Eggerts, prófasts og alþingismanns á Breiðabólstað, afa Þorsteins Thorarensen rithöf- undar. Finnur Jónsson Finnur Kristinn Jónsson listmál- ari, Kvisthaga 6, Reykjavík, verður níutíu og fimm ára á morgun. Finn- ur fæddist á Strýtu við Hamars- fjörð í Suður-Múlasýslu og ólst þar upp hjá foreldrum sínum en fór átján ára til Reykjavíkur í gull- smíðanám og Iðnskólann. Hann fékk sveinsbréf í gullsmíði 1919, var við teikni- og málaranám í Kaup- mannahöfn 1921 og í Dresden og Berlín 1921-24. Hann rak í allmörg ár myndhstarskóla í Reykjavík ásamt Jóhanni Briem og var teikni- kennari við MR frá 1934-38 og 1939-50. Hann var í stjórn Félags islenskra gullsmiða um skeið og sl. vor var hann kosinn heiðursfélagi félagsins. Finnur var formaður Listvinafélagsins um hríð, formað- ur Myndlistarfélagsins og í stjórn Félags íslenskra myndlistarmanna í nokkur ár. Finnur giftist 19. maí 1928 Guðnýju Elísdóttur, f. 13. maí 1903. Foreldrar Guðnýjar voru Elís, kaupmaður í Reykjavík, Jónsson og kona hans, Guðlaug Eiríksdótt- ir. Finnur Kristinn Jónsson. Jakobs prests Jónssonar. Þórarinn var sonur Richards Long, verslun- arstjóra á Eskifirði, af enskum ættum. Ólöf var dóttir Finns, b. og söðlasmiðs á Tunguhóli í Fá- skrúðsfirði, Guðmundssonar og konu hans, Önnu Guðmundsdótt- ur, b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, Magnússonar, af Sandfellsættinni. Finnur er nú einn á lífi sex systk- ina en syskini hans vorm Karl, læknir í Reykjavík, giftur Guðrúnu Möller sem einnig er látin; Georg, b. á Reynistað, giftur Margréti Kjartansdóttur, sem einnig er látin; Ríkarður, myndhöggvari í Reykja- vík, sem var giftur Maríu Olafs- dóttur; Bjöm, sem lést ungur maður, og Anna sem var gift Erl- ingi Thorlacius bílstjóra. Foreldrar Finns voru Jón, smið- ur og b. á Strýtu, Þórarinsson og kona hans, Ólöf Finnsdóttir. Faðir Jóns var Þórarinn, b. á Núpi á Berufjarðarströnd, bróðir Maríu, langömmu Eysteins ráðherra og Sérverslun með blóm og skreytingar. Opid lil kl. 21 iV// kriild p.pBlóm wQcskíicytingar Laugauegi 53, sími 20266 Sendum um land allL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.