Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987.
15
Blaðamannafélag íslands hefur
minnst níutiu ára afmælis síns í
þessari viku með athyglisverðri
sýningu á gömlum tækjum og tól-
um og öðrum sögulegum minjum
úr íslenskri blaðamennsku og
fréttamyndum helstu blaðaljós-
myndara landsins.
Við skoðun þessarar sýningar
má gjörla sjá hve margt hefur
breyst, en einnig hversu margt
þeirra vandamála, sem við er að
glíma í fjölmiðlum samtímans, eru
gamalkunnug.
Það er vel viö hæfi á níutíu ára
afmæh Blaðamannafélagsins að
hyggja að stöðu blaða og blaða-
mennsku hér á landi í þvi umróti
sem orðið hefur í fjölmiðlun á síð-
ustu misserum og horfa jafnframt
til framtíðarinnar og reyna að spá
í spilin.
Þaö er auðvitað táknrænt fyrir
þær miklu hreytingar og svipting-
ar, sem orðið hafa í fjölmiðlaheim-
inum síðustu áratugina, að við hér
á DV vinnum bæði á elsta dag-
blaðinu og einu því yngsta. Sam-
eining Dagblaðsins og Vísis
markaði tímamót í íslenskum
blaöaheimi. Sama má segja um þær
miklu tæknibyltingar sem orðið
hafa í blaöaútgáfu hér á landi síð-
ustu áratugina: fyrst stökkið mikla
úr blýinu, sem stigið var með stofn-
un Blaðaprents á síðasta áratug,
og síðan tölvuvæðingin á þessum
áratug.
Athyghsvert er að þessar stór-
felldu breytingar hafa átt sér stað
á tiltölulega skömmum tíma,
fimmtán árum eða svo. Þær eru
líka mun meiri en nokkum óraði
fyrir. Það sama á við um sprenging-
una í heimi ljósvakamiðlanna
síðasta árið.
Þetta undirstrikar þá staðreynd
að það er sífellt erfiöara að átta sig
á líklegri framtiöarþróun. Reynsl-
an að undanförnu sýnir nefnilega
að fram að þessu höfum við yfir-
leitt verið alltof varfærin í spádóm-
um okkar um breytingar í fjölmiðla-
heiminum, svo sem um fjölda og
afkomu nýrra fjölmiðlafyrirtækja.
Á stundum virðist engu hkara en
markaöurinn hafi óendanlegt rúm.
Svo er þó auðvitað ekki.
Nýju stöðvarnar og blöðin
Það þarf ekki mörg orð til að lýsa
þeirri breytingu sem orðið hefur á
svokölluðum ljósvakafjölmiðlum
síðustu misseri.
Breytingin hefur orðið mest á
sviði hljóðvarps. Þar sem áður var
ein útvarpsstöð með tveimur rás-
um eru nú komnar fimm útvarps-
rásir þriggja stærstu stöðvanna,
auk minni útvarpsstöðva hér syðra
og staðbundinna stöðva.
í stað einnar sjónvarpsstöðvar
eru nú komnar tvær hjá verulegum
hluta landsmanna, auk þess sem
svæðisbundnar stöðvar eru fyrir
hendi í ýmsum byggðarlögum.
Það er athyglisvert að þessi mikla
gróska í ljósvakafjölmiðlun hefur
engin áhrif haft á stærð eða upplag
dagblaðanna. Hin aukna sam-
keppni virðist einskorðast við
ljósvakamiðlana sjálfa.
Fastur hlustendahópur
í þessu sambandi er forvitnilegt
að rýna lítillega í kannanir sem
Félagsvísindastofnun Háskóla ís-
lands hefur gert um hversu mikið
er hlustað á útvarp. í nýjustu könn-
uninni, sem gerð var í október, er
sagt frá samanburði á því hversu
mikill hluti þjóðarinnar hlusti að
jafnaði á útvarp og nær sá saman-
burður nokkur ár aftur í tímann.
Niðurstaðan er sú, eins og segir í
greinargerð Félagsvísindastofnun-
ar, að 25-30% svarenda hafa að
jafnaði verið að hlusta á útvarp að
degi til. Þetta hlutfall er allstöðugt
í þessum könnunum án tilhts til
fjölda útvarpsstöðva. Með fjölgun
útvarpsstöðva fjölgar hlustendum
þannig ekkert. Breytingin er ein-
göngu sú að nú koma mun færri
hlustendur í hlut hverrar stöðvar.
Hið sama virðist gilda um sjón-
varpið, nema hvað hlutfall svar-
enda, sem horfa á dagskrár
sjónvarpstöðvanna, er mun háðara
einstökum dagskrárliðum og rokk-
ar því mikið til.
Breytingar á vægi fréttastofa
En það er ekki aðeins að þessi
aukna ljósvakamiðlasamkeppni
hafi ekki haft neikvæð áhrif á dag-
blöðin heldur bendir ýmislegt til
Laugardags-
pistill
Elías Snæland
Jónsson_
aöstoðarritstjóri
þess að þetta stóraukna framboð,
sumir myndu segja offramboð, á
útvarps- og sjónvarpsefni hafi
styrkt stöðu blaða gagnvart ljós-
vakamiðlunum ef eitthvað er.
Hér á ég við þá staðreynd að dreg-
ið hefur úr mikilvægi frétta í
útvarpi og sjónvarpi frá því sem
áður var. Á þeim tíma þegar ein-
ungis var ein fréttastofa útvarps
og ein fréttastofa sjónvarps höfðu
þessar fréttastofur lykilstöðu.
Flestir landsmenn fylgdust með
fréttum útvarps og sjónvarps. Við
aukna samkeppni hefur þetta
breyst. Útvarpsfréttatímar eru
orðnir nær óteljandi og svo tiðír
að þeir renna meira og minna sam-
an hjá hlustendum, þótt aðalfrétta-
tímar ríkisútvarpsins hafi enn
forystu meðal útvarpsstöðva. Og
samkeppni sjónvarpsfréttastof-
anna hefur leitt til þess að mun
færri horfa á fréttir ríkissjónvarps-
ins en áður.
Þessi þróun, sem er augljós af
fjölmiðlakönnunum, kemur blöð-
unum til góða. í allri ringulreiðinni
eru blöðin eftir sem áður fastur
punktur í tilverunni sem menn
geta haldið í þegar þeir hafa skrúf-
að fyrir hávaðann.
Breyttur dagblaðaheimur
Ljóst er að á síðustu tíu til fimmt-
án árum hafa orðið miklar breyt-
ingar á dagblaðaheiminum hér á
landi.
Það urðu auðvitað veruleg um-
skipti í stærðarhlutföllum milh
dagblaðanna við sameiningu Dag-
blaðsins og Vísis. Fjölmiðlakann-
anir staðfesta að Morgunblaðið og
DV hafa algjöra yfirburði á mark-
aðinum hvað lesendur snertir.
Sama á við um stærð blaðanna,
efnis- og auglýsingamagn og fjölda
starfsmanna. Bilið milli stóru dag-
blaðanna og hinna minni, sem eru
gefin út af stjórnmálaflokkum eða
félögum í tengslum við þau, hefur
því orðið sífellt breiðara með árun-
um. Og þróunin stefnir áfram í þá
sömu átt. Þannig munu stóru blöð-
in halda áfram að eflast, en flokks-
blöðin fyrst og fremst lifa á
stuðningi flokksmanna og opin-
berum fjárstuðningi.
Sérstaða DV
Blaðamennskan hefur að sjálf-
sögðu breyst mikið síðustu árin og
áratugina. Hún hefur orðið sjálf-
stæðari, óháðari utanaðkomandi
þrýstingi, beinskeyttari. Þetta hef-
ur gerst samhliða því sem stjórn-
málamennirnir hafa misst tökin á
flestum áhrifamestu'fjölmiðlunum.
Þessi þróun er að sjálfsögðu af hinu
góða. Hún þýðir einfaldlega að les-
endur fá meiri fréttir en áður, betur
unnar og óháðar forskriftum
stjórnmálamanna.
En auðvitað er líka hér mikill
munur á fjölmiðlum. Niðurstöður
athugana, sem Ólafur Þ. Harðarson
lektor hefur gert á grundvelh
kannana Félagsvísindastofnunar,
sýna greinilega að DV hefur algjöra
sérstööu meðal dagblaðanna. DV
er eina dagblaðið sem er álíka mik-
ið lesið af kjósendum allra flokka.
Ólafur orðar það svo að daglegur
lesendahópur DV endurspegh
ótrúlega vel kjósendahópinn í
heild. Þetta er ánægjuleg staðfest-
ing þess að blaðalesendur úr öllum
flokkum treysta því að fréttir DV
séu algjörlega óháðar stjórnmála-
flokkum.
Og eftir tíu ár?
Blaðamannafélagið vantar nú
einn tug í öldina. Hvernig skyldi
fjölmiðlaheimurinn líta út hér á
landi á hundrað ára afmælinu, árið
1997?
Þótt sumir telji að mestu breyt-
ingarnar séu yfirstaðnar, í bili að
minnsta kosti, þá bendir margt tiF
þess að við séum enn í miðri hring-
iðu breytinganna. Tækninni mun
þannig vafalaust fleygja fram á
næstu árum með jafnvel enn meiri
hraöa en að undanförnu, og
þess mun sjá stað í fjölmiðlun-
um.
Það kæmi til dæmis ekki á óvart
að næstu tíu árin yrðu enn frekari
umskipti í sjónvarpsmálum lands-
manna með aukinni notkun gervi-
hnattasjónvarps, kapalkerfa og
staðbundinna stöðva. Þá má telja
fullvíst að gagnabankar eigi eftir
að gegna mikilvægu hlutverki í
starfí og námi almennings þegar
þeir sem ráða yfir slíkum fróðleiks-
forðabúrum fara að nýta sér þá
staðreynd að íslendingar eru
einkatölvuvæddasta þjóö heimsins
og vilja nota þær tölvur til að afla
sér fróðleiks og þekkingar en ekki
bara til að leika sér.
Ástæða til bjartsýni
Og þrátt fyrir enn frekara fjöl-
miðlaumrót á næstu árum er full
ástæða til bjartsýni um stöðu dag-
blaðanna. Það bendir allt til þess
að blöðin, í það minnsta þau
stærstu, Morgunblaðið og DV,
muni halda áfram að eflast og þjóna
um leið enn betur því mikilvæga
hlutverki sínu að flytja lesendum
fréttir af atburðum og viðhorfum
hérlendis og erlendis og sem fjöl-
breyttast efni til fróðleiks og
skemmtunar.
íslensk blaðamennska þjónar nú,
með fáeinum undantekningum,
fyrst og fremst lesendum, hlust-
endum og áhorfendum, en ekki
stjórnmálamönnum. Þótt margt
megi enn bæta í íslenskri blaða-
mennsku, þá má fullyrða á þessu
afmæhsári að okkur miöar fram á
við. Það skiptir mestu máh.
Elías Snæland Jónsson