Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987.
19
Ákærður fyrír morð KENNEDYS
24 prn bandarísbur kommúnkli L Oswald
• Lif og slarf Konnedys, bls. 3
• Myndir frá morðinu á bls. 5
MIKIU BARÁTTUMADUR OC
MIKIll MAUUAt^TTIBSSS^
foœihrá&herra Bjaml B<
minnht J. F. Kennodyt Band
JOHNSON forsétí
Ástsæll forséti fallinn
' UlMdlnflar < Oollai itgln
Ömurlegt ústandí borginni
og ótti í Dallas
- þrjár síður helgaðar forsetanum í Vísi 23.
nóvember 1963
Laugardaginn 23. nóvember 1963 var forsíða Vísis lögð undir frásögn af morði Kennedys.
Að auki voru tvær síður inni í blaðinu. Menn voru agndofa og íslendingar sem aðrir harmi
slegnir af þessum voðaatburði. Haft var eftir íslendingi, búsettum í Dallas, að ástandið í
borginni væri ömurlegt og svo virtist sem borgarbúar væru haldnir sektartilfmningu vegna
þess að atburðurinn skyldi gerast í borginni. Eftir aö tilkynnt var um lát forsetans var undar-
leg kyrrð í borginni, kyrrð hryggðar og ótta. Fólk ráfaði um götumar í örvæntingu.
sýna fólki hvernig maður John F.
Kennedy var í raun og veru og við
viljum gera það sannleikanum sam-
kvæmt. Eins og aðrir menn átti
Kennedy sér vandamál og honum
urðu á mistök í lífmu,“ segir Jim
Goddard leikstjóri.
Yngsti forsetinn
Kennedy var 35. forseti Bandaríkj-
anna. Hann var fyrsti kaþólski
forsetinn. Kennedy var fyrsti forseti
Bandaríkjanna sem notfærði sér
sjónvarp til að tala til þjóðarinnar.
Myndaflokkurinn á að segja frá þeim
þúsund dögum sem Kennedy var for-
seti Bandatíkjanna; forsetanum;
manninum og fjölskyldunni, völdum
hans, persónutöfrum, áhrifum og
ímyndinni sem hann gaf frá sér.
Myndaflokkurinn hefst daginn fyrir
kjör hans sem forseta í nóvember
1960 og hann nær til dagsins er morð-
ið var framið, 22. nóvember 1963.
Þetta er ekki eingöngu saga um póli-
tískan frama heldur einnig íjölskyld-
una, heimilið og einkalífið.
John F. Kennedy var yngsti forseti
Bandaríkjanna og þjóðin dáði hann.
Það var því mikið áfall þegar hann
var myrtur og margir minnast þeirr-
ar stundar enn í dag.
John F. Kennedy kom úr merki-
legri fjölskyldu. Faðir hans, Joseph
Kennedy, var írsk/amerískur. Hann
var umsvifamikill í viðskiptum og
Þrír Kennedybræður, Bobby (John Shea), John (Martin Sheen) og Teddy
(Kevin Conroy).
síðar sendiherra Bandaríkjanna í
London en einnig þótti hann afburða
snjall peningamaður. Sagt er að hann
hafi selt öll verðbréf sín daginn fyrir
verðbréfahrunið mikla í Wall Street
og orðið stórauðugur. Hann átti níu
börn. Elsti sonurinn féll í síðari
heimsstyrjöldinni, annar varð forseti
og síðar myrtur, þriðja barnið var
þroskaheft, fjórða dó í flugslysi, sjö-
unda var myrt og áttunda er Teddy
Kennedy sem einn er lifandi af fimm
bræðrum.
Á þing 29 ára
John F. Kennedy fæddist 29. maí
1917 í Boston í Massachusetts. Hann
hefði því orðið sjötugur í maí sl. hefði
hann lifað. John var fyrst kjörinn á
þing aðeins 29 ára gamall. Hann varð
strax virtur stjórnmálamaður en
fékkst einnig við ritstörf. Hann fékk
sæti í öldungadeild þingsins árið
sigraði hann í öllum fylkjum þegar
að forkosningum kom. Hann sigraði
þó Richard Nixon naumlega þegar
að kosningu kom.
Upphaf og endir
Við upphaf þáttanna er sagt frá
morðinu og viðbrögðum nánustu
ættingja og samstarfsmanna. Síðan
er lýst kosningunum og undirbún-
ingi embættistökunnar, einnig
hvernig hann fékk Róbert bróður
sinn til að taka að sér embætti dóms-
málaráöherra. Einnig er sagt frá
innrásinni í Svínaflóann sem bæði
var ósigur og niðurlæging fyrir
Bandaríkjamenn.
í öðrum þætti er sagt frá mannrétt-
indamálum í Suðurríkjunum. Jackie
vakti athygli fyrir eyðslusemi og
ýmsir mætir menn, svo sem Martin
Luther King, koma við sögu. Sagt er
frá ferð forsetahjónanna til Evrópu
og veikindum Joseps Kennedy.
í lokaþættinum, sem sýndur verð-
ur í kvöld, er sagt frá Kúbudeilunni,
fréttum um orðsendingar á milli
Kennedy og Krúsjoffs og skipaferð-
um á Karíbahafinu. Sagt er frá ræðu
Kennedys í Vestur-Berlín og ræðu
Martins Luthers King sem var flutt
um svipað leyti. Fylgst er með forset-
anum, fjölskyldunni og markverðum
atburðum í sögunni allt fram til hins
örlagaríka dags, 22. nóvember 1963,
í Dailas. -ELA
Það ber enginn á móti þvi að John
F. Kennedy hafi geislað af persónu-
töfrum enda átti hann hug og hjarta
manna um allan heim.
1952. Árið 1953 kvæntist John Jaque-
line Bouvier sem var tólf árum yngri
en hann. Þau áttu saman þrjú börn,'
Karolínu, sem var sex ára þegar fað-
ir hennar var myrtur, John, sem var
þá þriggja ára, og Patrick, sem lést
tveimur dögum eftir fæðingu, sum-
arið 1963.
John F. Kennedy beitti sér fyrir
ýmiss konar velferðarmálum og
mannréttindum. Fjórum árum áður
en hann var kosinn forseti hóf hann
í raun kosningabaráttu sína enda
Foreldrar Johns F. Kennedy, Rose (Geraldine Fitzgerald) og Joe Kennedy
(E.G. Marshall), i myndaflokknum.