Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Fréttir „Bíðum eftir niður- stöðum Hæstarettar' „Við munum bíða eftir niðurstöð- um Hæstaréttar áður en við ræðum þetta mál í fjölmiðlum," sagði Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri þegar hann var inntur álits á kröfu Ragnars Aðalsteinssonar hæstarétt- arlögmanns um dómsúrskurð vegna opinberrar rannsóknar RLR á hend- ur Svani Elí Elíssyni. Eins og fram hefur komiö áður kærði Ragnar til Sakadóms Reykja- víkur þá skoðun RLR að hann mætti , ekki ræða við skjólstæðing sinn vitn- eskju sem hann hafði frá Sakadómi Reykjavíkur og skiptir rannsókn málsins máli. Sakadómur úrskurð- aði á þá leið aö Ragnari væri óheimilt að ræða þessi atriði við skjólstæðing- inn og hefur hann nú áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. Bogi Nilsson tók fram að hann teldi ekki að RLR ætti í útistöðum við nokkum mann vegna þessa máls. Hann myndi bíða eftir niðurstöðum Hæstaréttar og taka niðurstöðunni hver sem hún verður. -sme 25 Polaroid - Myndavél og vasadiskó SAMAN í PAKKA á aðeins kr. 3.350,- Myndavélin er með innbyggt eilífðarflass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman í,og myndavélin ér tilbúin Vasadiskóið er eitt hið minnsta á markaðinum. Cr02 metal. Á skátamöt í Ástralíu í morgun hélt 113 maima hópur íslenskra skáta áleiðis til Ástraliu þar sem hann mun taka þátt í alþjóðlegu skátamóti. Yfir hátíðarnar mun hópurinn dvelja í Melboume en skátamótið verður haldið í Sydney og hefst um áramót- in og stendur í 10 daga. Skátarnir koma svo heim til íslands 20. janúar. DV-mynd BG Árekstrar í Kópavogi Sex árekstrar urðu í Kópavogi í fyrradag. Flestir vom þeir minni háttar. Sá harðasti var á mótum Nýbýlavegar og Dalbrekku. Ekki urðu slys á fólki þrátt fyrir harðan árekstm1. Báðir báamir skemmdust mjög mikið og varö að flytja annan þeirra á brott með krana. Á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalbrekku hafa orðið margir árekstrar á þessu ári og em þessi gatnamót einna erfiðust í Kópavogi hvaö tíðni árekstra varðar. -sme gamlársdag og nýársdag. Óskum öllum vidskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. KENTUCKY FRIED CHICKEN, Hjallahrauni 15, Sími 50828. wm ■ ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.