Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Qupperneq 52
76 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Sjúkrahús HEIMSÓKNARTÍMISJÚKRA- HUSA: . Borgarspítalinn, sími 696600. Aðfangadagur: 13-22. Jóladagur: 14-20. Annar í jólum: 14-20. Gamlársdagur: 13-22. Nýársdagur. 14-20. Grensásdeild, sími 685177. Aðfangadagur. 13-22. Jóladagur: 14-20. Annar í jólum: 14-20. Gamlársdagur: 13-22. Nýársdagur: 14-20. Hafnarbúðir, sími 14182, 29460. Fijáls heimsóknartími alla dagana. Heilsuverndarstöðin, sími 22400 Aðfangadagur: 13-22. Jóladagur: 14-20. Annar í jólum: 14-20. Gamlársdagur: 13-22. Nýársdagur: 14-20. Kleppsspítalinn, sími 38160. Heimsóknartími alla dagana kl. 15-21 o eftir samkomulagi á öðrum tímum. Kópavogshæli, sími 41500. Heimsóknartími eftir hádegi alla daga o eftir umtali. Landspítalinn, sími 29000. Aðfangadagur: 18 21. * Jóladagur: 15-16 og 19-20. Annar í jólum: 15-16 og 19-20. Gamlársdagur: 18-21. Nýársdagur: 15-16 og 19-21. I gærkvöldi Ásta Erlingsdóttir grasalæknir: Dagskráin óvenjuróleg Gamanþættinum um Staupa- stein missti ég af og hef engan sérstakan áhuga á þeim þáttum. Ég horföi aftur á móti á fréttir Rík- issjónvarpsins eins og-ég geri alltaf. Ég verð að segja það að mér finnst yfirleitt gert allt of mikið að því að sýna frá slysum og hörmungum eða stríðsátökum. Að mínu áliti getur fólk alveg verið án þess að sjá þessar hörmungar. Fréttaþátt- inn á Stöð 2 sé ég sjaldan, ekki af þvi að hann sé eitthvað lélegri held- ur af þvi að ég læt hinn fréttatím- ann ganga fyrir af gömlum vana. Auk þess er sýningartími hans hagstæðari. Næst á eftir fréttum horfði ég á íþróttaþáttinn. Birgir ísleifur Gunnarsson flutti ræðu í tilefni 30 ára afmælis HSÍ og síðan var sýnd- ur seinni hálfleikur í leiknum við Suður-Kóreu. Ég hef yfirleitt gam- an af íþróttaþáttunum, sérstaklega ef það er leikfimi í þeim. Arfur Guldenbergs er góður framhaldsþáttur og lét ég hann ekki fram hjá mér fara í gær- kvöldi. Annars bindur enginn framhaldsþáttur mig yfir sjón- varpinu og ég á auðvelt með að sleppa þeim. Besta efni, sem maður sér yfirleitt í sjónvarpinu, er fræðsluþættir. Það er aldrei of mik- ið af þeim. Almennt séð er of mikið af of- beldi í sjónvarpinu, bæði í fréttum og fréttaþáttum. Bíómyndir sjón- varpsins eru einnig oft ansi svaka- legar. Þó verð ég að segja aö dagskrá gærdagsins var óvenjuró- leg og lítið um ofbeldissýningar. Fréttir Ríkisútvarpið sjónvarp: Draga verður saman seglin á næsta ári - fækkun á staifsfólki og stytting dagskrár Barnaspítali Hringsins, sími 29000. Aðfangadagur: 18-21. Jóladagur: 15-16 og 19-20. Annar í jólum: 15-16 og 19-20. Gamlársdagur: 18-21. Fæðingardeild Landspítalans, sími 29000. Aðfangadagur: 18-21. Jóladagur: 15-16 og 19-20. Annar í jólum: 15-16 og 19-20. Gamlársdagur: 18-21. Nýársdagur: 15-16 og 19-21. „Við vitum ekki enn hvernig fjár- lögin muni endanlega verða en eins og þau líta út núna sjáum við ekki fram á annað en að við verðum að draga saman seglin,“ sagði Pétur Guðfmnsson, framkvæmdastjóri rík- issjónvarpsins, í samtali við DV í morgun. Pétur sagði að ef svo héldi fram sem horfði yrði ekki komist hjá því að fækka starfsfólki og yrði það þá sennilega gert með því að ráða ekki nýtt fólk í stöður sem losna, en all- mikil hreyfing er á starfsfólki hjá sjónvarpinu. Þýðendur sjónvarpsins vinna eftir ákveðinni gjaldskrá. Boðuð hefur verið lækkun á henni og sagöi Bogi Amar Finnbogason, formaður sam- taka þýðenda, að hann gæti varla ímyndað sér að fólk ynni hjá sjón- varpinu eftir allt að 30% lækkun á gjaldskrá. Lækkunin var boðuð 1. janúar en henni hefur verið frestað til 1. febrúar. Pétur Guðfinnsson sagði að verið væri að gera róttækar breytingar á gjaldskránni og vart hægt tala um lækkun. Ýmsar tækninýjungar breyttu mjög störfum þýðenda. Nefndi hann sem dæmi að ný tækni gerði það að verkum að þýðendur þyrftu ekki að sitja við á kvöldin þegar efni væri sent út eins og áður var. Elfa-Björk Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri útvarpsins, sagði að þar væri verið að vinna áætlanir sem gerðu ráö fyrir ýmsum sparnaði og hagræðingu í rekstrinum. Nefndi hún sem dæmi að í framtíðinni væri gert ráð fyrir að fastráðiö starfsfólk útvarpsins sæi um kvölddagskrár- gerö rásar 2 í stað lausafólks eins og veriö hefur. Hún boðaði ekki stytt- ingu dagskrár útvarpsins. -S.dór Landakotsspítali, sími 19600. Aðfangadagur: 14-16 og 18-20. Jóladagur: 14-16 og 18-20. Annar í jólum: 14-16 og 18-20. Gamlársdagur: 14-16 og 18-20. Nýársdagur: 14-16 og 18-20. *■. Skálatún, sími 66249. Frjáls heimsóknartími. Vífilsstaðir, sími 42800. Frjáls heimsóknartími. Reykjalundur, sími 66200. Fijáís heimsóknartími. Fæðingarheimili Reykjavíkur, sími 22544. Aðfangadagur: 15.30-16 og 19-21. Jóladagur: 15.30-16.30 og 20-21. Annar í jólum: 15.30-16.30 og 20-21. Gamlársdagur: 15.30-16 og 19-21. Nýársdagur: 15.30-16.30 og 20-21. Sjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Aðfangadagur: 18-21. Jóladagur: 14-16 og 19-20. Annar í jólum: 14-16 og 19-20. Gamlársdagur: 18-21. Nýársdagur 14-17 og 19-20. Nýstárleg uppákoma var í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í gær. Þangað mættu tveir leikarar, Hjálmar Hjálmarsson og Árni Pétur Guðjónsson, og settu á svið nokkur atriði úr leikritum Samuels Becket. Var þetta gert til að vekja athygli á nýútkom- inni bók Beckets, Sögur, leikrit, Ijóð, í þýðingu Árna Ibsen. Virtist uppákoman mælast vel fyrir hjá viðskiptavinum verslunar- innar enda ekki á hverjum degi sem leikhús er fært inn í bókabúðir. DV-mynd GVA Hrapaði JNjj nmm- tán ItUltKI mtrua af þaki Maður féll af þaki á íbúðar- húsi í Hlíðahverfi 1 Reykjavik í fyrrinótt. Fallið mun vera um fimmtán metrar. Maöurinn lenti á grasi. Hann slasaðist verulega. Maðurinn féll af þakinu er hann var að reyna aö komast á svalir á íbúð sinni sem er á íjóröu hæö. Hann haföi gleymt lyklinum heima og hugðist fara út um þakglugga og þaöan niö- ur á svalirnar. Ekki tókst betur til en svo aö maðurinn lirapaði. Maðurinn mun hafa farið inn í íbúð sína áður á sama hátt og hann reyndi er hann féll. Ekki fékst uppgefið hve mikið mað- urinn slasaöist. -sme Veistufyrr en í fimmtu tilraun? Svör við spumingaleik Giljagaur sagði þetta. Betlehem. Kjötkrókur. Bing Crosby syngur White Christmas. Megringur. Þorsteinn Pálsson. Jóhannes úr Kötlum. Búðir opnar til ellefu í kvöld Verslanir verða opnar til klukkan 23.00 í kvöld, Þorláksmessukvöld. Á morgun, aðfangadag, verða verslanir opnar til klukkan tólf á hádegi. Verslanir ÁTVR verða lokaðar á - Ríkið lokað á morgun morgun. Laugavegurinn verður lok- aður fyrir allri bílaumferð frá klukkan eitt í dag til ellefu í kvöld. Þvergötur verða samt opnar og má því aka þvert yfir Laugaveginn. Verslanir verða svo opnaðar klukk- an tíu aö morgni fyrsta vinnudag eftir jólin og er það að sjálfsögðu mánudagurinn í flestum tilvikum. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.