Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. 9 Uflönd Þúsundir manna þrömmuðu um götur Moskvu í gær til að sýna stuðning sinn við Boris Yeltsin, fyrrum flokksleiðtoga í borginni. Hélt fólkið meðal annars á spjöldum sem á stóð, „Félagi, ef perestroika hefur einhverja þýðingu fyrir þig, skaltu kjósa Yeltsin." Simamynd Reuter Þúsundir hylla Yeltsin Boris Yeltsin, hinn brottrekni leið- togi Kommúnistaflokksins í Moskvu, hefur komið fram sem aðalmaður þingkosninganna sem fara fram næsta sunnudag. Um helgina var hann hylltur af þúsundum Moskvubúa þrátt fyrir að flokkurinn sé búinn að setja upp rannsóknar- nefnd til að athuga hvort hann hafl farið út af flokkslínunni í kosninga- baráttunni. Sjö þúsund mótmælendur þrömm- uðu gegnum miðborg Moskvu í gær til að lýsa stuðningi sínum við fyrr- um leiðtoga flokksins í borginni. Þetta voru fyrstu mótmælin af þess- um toga í höfuðborginni síðan á þriðja áratugnum. Á laugardag hyllti álíka stór hópur Yeltsin þar semhann hélt ræðu fyrir utan stórverslun í úthverfi borgar- innar. Hann fordæmdi rannsóknar- nefndina, sem miðnefnd flokksins setti á laggirnar til að rannsaka hvort hann hefði leyft sér að fara út af flokkslínunni í kosningabaráttunni. „Látið Yeltsin í friði, niður með nefndina," hrópaði fólkið, sem fór að ráðhúsi borgarinnar og krafðist þess að fá að sjá Lev Zaikov, eftirmann Yeltsins sem leiötoga flokksins í Moskvu. Enginn kom út úr byggingunni, sem var læst en á efri hæðum mátti sjá fólk hanga út um glugga meö kvikmyndavélar. Mótmælendur hrópuðu til stuðn- ings kröfum Yeltsins um afnám for- réttinda fyrir háttsetta flokksmenn. Margir kvörtuðu einnig undan því að sovéska sjónvarpið hefði ekki far- iö að dæmi vestrænna stöðva og tek- iö myndir af mótmælunum. „Þú munt sjá þetta í þínu landi en við fáum ekki að sjá þetta í sjónvarpi hérna,“ sagði einn mótmælenda við erlendan fréttaritara. Ekki var minnst einu orði á mót- mælin í kvöldfréttum sovéska sjón- varpsins í gær. Tass fréttastofan minntist heidur ekki á þau. Mótmælendurnir, sem margir voru með barmmerki til stuðnings Yeltsin eða báru veggspjóld, höfðu gengið í fylkingu að ráðhúsinu frá Gorky garðinum þar sem lögreglan hafði bannað kosningafund með stuttum fyrirvara. Nokkrir mótmælendur sem voru argir vegna þess að lögreglan hafði ekki látið þá fá gjallarhorn 'byrjuðu að hvetja fólkið til að halda áfram og fara alla leið á rauða torgið. Ryskingar brutust út í skamman tíma þegar þrefóld röð lögreglu- manna og röð af strætisvögnum, sem hafði verið lagt yfir götu, stöðvuðu mótmælendur. Háttsettur lögregluforingi lét fólkið þá fá gjallarhorn og voru ræður flutt- ar. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Yeltsin er hinn íhaldssami Yegor Ligachev, sem sakar Yeltsin um að vera metnaöargjarn lýðskrumari. Almenningur hefur hins vegar hriflst af málflutmngi Yeltsins. „Hann er ef til vill ekki hvítþveginn en sýndu mér einhvern nú á tímum sem ekki hefur neina galla," sagði kona á sjötugsaldri, sem tók þátt í mótmælunum í gær. „Hann er okkar eina von. Við þurfum fólk eins og hann til að hrista upp í hinum.“ Múgurinn krafðist þess í gær að Gorbatsjov leysti rannsóknarnefnd- ina frá störfum. Einmg var þess kraf- ist að Yeltsin fengi tíma í sjónvarpi og að fulltrúar fólksins fái að fylgjast með talningu atkvæða næsta sunnu- dag. Yeltsin hefur sakað ýflrvöld í Moskvu um að nota alla flokksvélina til að styðja andstæðing sinn í barátt- unni um þingsætið fyrir Moskvu. Sumir stuðningsmanna Yeltsins hafa lýst áhyggjum sínum um að yfirvöld muni svindla í kosningun- um með því áð telja með í kjördæmi Yeltsins atkvæði stjórnarerindreka og hermanna sem eru staðsettir er- lendis. Reuter nú þessafrábæru Bondstec hljómtœkjasamstœðu með hinum marglofuðu og viðurkenndu Dantax hátölurum. Samstœða í háum gœðaflokki með miklum hljómgæðum. Gerið verð og gœðasamanburð, og umfram allt hlustið því þá kemur fermingartilboð Opus virkilega á óvart. í samstœðunni eru: Magnari, 2x65 vött. Þráðlaus fjarstýring. Stafrœnt (digital) útvarp með 16 stöðva minnum og sjálfleitara. Tvö kassettutœki með sjálfskiptingu (auto reverse), dolby og raðspilun. Hljóðnematengi með hljóðblöndun. Tvöfaldur tónjafnari með sérstill- ingufyrir hœgri og vinstri rás. Hálfsjálfvirkur plötuspilari. Tveir Dantax SQ-45 hátalarar. Verð með standrekka aðeins 29.900 stgr. Með fjarstýrðum geislaspilara aðeins 43. GOO stgr. SNORRABRAUT29 SÍMI 62-25-55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.