Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Qupperneq 32
32
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989.
jþróttir
Landsliðið:
Sundmenn
fara til
N-írlands
- í keppnisferð
íslenska landsliöiö í sundi mun
halda utan 1. apríl næstkomandi
og keppa á tveimur flrnasterkum
sundmótum í Belfast á Norður-
írlandi.
Þátttökuþjóðir auk íslendinga
og heimamanna veröa Sovét-
menn, Skotar og Walesbúar.
Ekki er Jjóst enn hversu stór
hópur heldur utan en að sögn
Guðmundar Ámasonar hjá
Sundsambandinu setti Conrad
Cawley landsliðsþjáifari ákveöin
lágmörk ásamt landsliðsnefnd-
inni fyrir meistaramótiö. Það fór
fram í Sundhöllinni í Reykjavík
um helgina eins og fram kemur
annars staðar á síöunni.
Þess má geta aö þegar hafa
fjórtán sundmenn náö þessum
lágmörkum. Sagöi Cawley lands-
liðsþjálfari að sá hópur væri
nokkum veginn af þeirri stærð
sem hann hefði gert sér í hugar-
lund áður en meistaramótið
hófst.
íslenska sundliðiö mun dvelja
ytra í 11 daga og veröur það í
æfingabúðum á milli mótanna
tveggja.
JÖG
Starfsfólk sundmóta:
Námskeið
lllct
sundfólki
- Breti leiðbeindi
Um helgina var hér staddur
breskur leiðbeinandi, John Cart-
er að nafhi. Hélt hann námskeið
fyrir starfsmenn sundmóta þá er
sinna tímavörslu og dómgæslu
hér á landi.
Aö sögn Guðmundar Ámason-
ar hjá Sundsambandinu var Inn-
anhússmeistaramót íslands haft
sem prófverkefhi fyrir þá sem
þreyttu próf á þessu námskeiöi
Bretans.
JÖG
Handknattleikur:
ÍR
aftur í
1. deildina
ÍR endurheimti á föstudags-
kvöldið sæti sitt i 1. deild karla í
handknattleik eftir eins árs fjar-
vem. Breiöholtsliðið sótti þá
Njarðvíkinga heim og sigraði,
25-21. HK hafði áður tryggt sér
1. deildar sæö og liöin tvö eiga
nú aðeins eftir að kljást um sigur-
inn í deildinni.
Staöan í 2. deild er þannig:
HK.....16 14 1 1 424-317 29
ÍR.....16 13 1 2 424-321 27
Haukar.....17 11 2 4 406-332 24
Ármann.... 16 10 1 5 374-373 21
Selfoss....16 7 0 9 409-411 14
Njarðvík... 16 6 1 9 395-389 13
Þór........17 6 0 11 363-419 12
Keflavík.... 16 5 0 11 355-389 10
Aftureld.... 16 4 0 12 350-392 8
ÍH.........16 2 0 14 302-459 4
-vs
____________________PV
Sex íslandsmet
hjá Ragnheiði
- enn einu sinnl metaskúr á meistaramótinu í sundi
Níu íslandsmet voru sett á innan-
hússmeistaramóti íslands í sundi um
helgina og 13 unglingamet að auki.
Ragnheiður Runólfsdóttir frá
Akranesi setti sex íslandsmetanna
enda fór hún á kostum og virðist
vera í góðri æfingu.
Ragnheiður hóf mótiö á íslands-
meti í 200 metra fjórsundi, fór vega-
lengdina á tímanum 2:21,07 mínút-
um. Gamla metið átti hún sjálf,
2:22,32 mínútur, setti það i nóvember
1988.
í undanrásum á laugardag setti
Ragnheiöur síðan met í 100 metra
bringusundr, fór á 1:10,66 mínútum,
en eldra metið átti hún sjálf, 1:11,76
mínútur. Þá var einnig millitími
hennar í 50 metrum íslandsmet, fór
hún þá vegalengd á 33,15 sekúndum.
Eldra metið var 33,30 sekúndur.
í úrshtum síðar um daginn bætti
Ragnheiður síðan enn frekar þessi
met er hún synti 100 metrana á
1:10,60 mínútum. 50 metrana synti
hún þá á 32,93 sekúndum.
Á sunnudaginn setti hún síðan enn
eitt metið, þá í 200 metra bringu-
sundi. Fór hún þá vegalengd á tíman-
um 2:32,32 mínútum en eldra metið,
sem Ragnheiður átti sjálf, var 2:32,99
mínútur.
En þrátt fyrir hamfarir Ragnheiðar
má á margan hátt segja að Birna
Björnsdóttir, SH, haföi stolið sen-
unni. Hún setti 5 stúlknamet og hafði
nokkur þeirra af sunddrottningunni
Guðrúnu Femu Ágústsdóttur.
Bima setti fyrst met í 100 metra
bringusundi, synti á tímanum 1:14,35
mínútum, en eldra metið var 1:14,44
mínútur. Milhtíminn í 50 metrum
var einnig met, 35,37 sekúndur, eldra
metið var 35,44 sekúndur.
Bima lék sama leikinn og stalla
hennar, Ragnheiður - bætti um betur
í úrslitum.
Þá var millitími hennar eftir 50
metra 34,24 sekúndur en alla vega-
lengdina fór Bima á 1:13,14 mínút-
um. Hafði hún þá bætt met Guðrúnar
um rúma sekúndu sem er afar gott.
Síðasta met sitt á mótinu setti
Bima síðan í 200 metra bringusundi,
synti vegalengdina á 2:38,08 mínút-
um. Eldra metið átti hún sjálf, 2:40,42
mínútur.
Þá setti Gunnar Ársælsson úr ÍA
tvö piltamet í 400 metra fjórsundi.
Fyrst synti hann í undanrásum á
tímanum 4:52,39 mínútum og síðan í
úrslitum á tímanum 4:50,52. Eldra
metið var 4:55,07.
Elín Sigurðardóttir úr SH setti
einnig tvö met - bæði í stúlknaflokki.
Fyrst setti hún met í 200 metra
baksundi, fór vegalengdina á 2:31,50
mínútum en eldra metið átti Þórunn
Kristín Guðmundsdóttir úr Ægi, sem
var 2:32,22 mínútur.
Síðan setti Elín met í 100 metra
baksundi, fór þá vegalengd á 1:09,05
mínútum. Eldra metið átti Hugrún
Ólafsdóttir úr Þorlákshöfn, sem var
1:09,3 sekúndur.
Þá setti Ævar Örn Jónsson pilta-
met í 50 metra baksundi er hann
synti á tímanum 28,74 sekúndur,
eldra metið átti þjálfari hans, Eðvarð
Þór Eðvarðsson. Það var 29,13 sek-
úndur. Setti Eðvarð það met árið
1984. Það er athyglisvert að Norður-
landamethafmn í 200 metra baksundi
sé farinn að sjá á bak piltametum
sínum.
Þá fékk stúlknasveit Vestra skráð
stúlknamet í 4x200 metra skriðsundi.
Sveitin fékk tímann 10:12,41 mínútur
en metið í þeirri grein hafði ekki
verið skráð áður.
Fá félög um metin
Þó aö breiddin hafi verið talsverð
á þessu íslandsmeistaramóti voru
það aðeins aðilar íjögurra félaga sem
settu íslandsmet. Það var sundfólk
úr SH, Vestra, ÍA og Ægi.
Flesta titla í mótinu vann Ragnar
Guðmundsson úr Sundfélaginu Ægi
en hann sigraði í 100,200,400 og 1500
metra skriðsundi og var einnig i boð-
sundsveitum Ægis í 4x100 og 4x200
metra skriðsundi. Þá sigraði Ragnar
einnig í 400 metra fjórsundi.
Það var einmitt sveit Ægis sem rak
smiðshöggið á vel heppnað mót með
góðu íslandsmeti, synti sveitin 4x200
metra skriðsund á tímanum 8:07,46
mín. í sveitinni voru Ragnar Guð-
mundsson, Ólafur Einarsson, Karl
Pálmason og Davíð Jónsson. Sveit
Ægis átti eldra metið. Það var 8:14,78
mínútur.
Þá setti karlasveit SH einnig ís-
landsmet í boðsundi. Hún setti fyrst
met í undanrásum á tímanum 4:08,11
mínútum. Metið var fyrir 4:13,30
mínútur. Síðan bætti sveitin metið
enn frekar í úrshtum, fór þá tiltekna
vegalengd á 4:05,63 mínútum. í sveit
Hafníirðinga syntu Kristinn Magn-
ússon, Arnþór Ragnarsson, Ingi Þór
Einarsson og Alfreð Harðarson.
JÖG
Metsveit Hafnfirðinga
Þessi sumdsveit, sveit SH, setti tvö íslandsmet í boðsundi á innanhússmeist-
aramóti íslands. Sveitina skipuðu Kristinn Magnússon, Arnþór Ragnarsson,
Ingi Þór Einarsson og Alfreð Harðarson.
DV-mynd S
Ragnheiður Runólfsdóttir snýr sér í einu metsundinu en hún setti sex ís-
landsmet á innanhússmeistaramóti íslands í Sundhöllinni.
DV-mynd S
Margt þarf
að bæta
- segir landsliðsþjálfarinn í sundi
„Það er alveg Ijóst að það þarf margt að bæta. Krakkamir geta
margir hverjir gert miklu betur. Á svona móti ættu allir að vera
í sínu besta keppnisformi en sú var ekki raunin í öllum tilfell-
um,“ sagöi landsliðsþjáifarinn Conrad Cawley í samtali við DV í
gær. Hann var þá nærri laugarbarminum í Sundhöllinni í Reykja-
vík og fylgdist með úrslitum innanhússmeistaramóts íslands í
sundi.
„Að mínum dómi eru þjálfaramál hér á íslandi almennt í nyög
góðu lagi en engu að siður þarf að lyfta grettistaki í þessari íþrótt.
Setja þarf markiö miklu hærra en áður og allir þurfa að leggja
miklu meira á sig til aö árangur verði jákvæðari. Gapiö milli þeirra
góðu og hinna sem á eftir koma er ailtof mikiö. Hinir betri synda
ekki undir nægjanlegri pressu frá keppinautunum. Við verðum
að setja sundfólk okkar undir miklu meira álag svo að það nái
betri árangri. Við þurfum frekari mót á erlendum vettvangi en
slíkt er kostnaðarsamt og því kann ráðið að felast í mótum sem
háö veröa hér á landi,“ sagöi Cawley.
„islendingar búa við gríðarlega erfiðar aðstæður í sundinu enda
er hér engin 50 metra laug undir þaki. Slíkt mannvirki er nauösyn-
iegt ef betri árangur á að nást. Við getum mjög auðveldlega bent
á þörfina með því að líkja þessu við handknattleikinn. Ætti ís-
lenska landshðið í þeirri grein að búa við sömu aðstæöur og sund-
fólkið þyrfti handknattleiksliöið að æfa inni í stofu hjá einhverjum
landshðsmanninum. Þrátt fyrir þetta er ég fullviss um að okkur
muni miöa áfram og ég hlakka raikið til starfsins hér á íslandi
næstu árin,“ sagði Cawley.
JÖG