Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Qupperneq 56
F R ÉTTAS l< O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháö dagblað MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Opna mótið í New York: Margeir og -Helgi unnu Jón L. Ámason, DV, New York: Fyrsta umferð í opna mótinu í New York var tefld í gær. Á rnótinu tefla 89 skákmenn. þar af eru tólf sovéskir skákmeistarar. Mesta athygli vekja þó Polgar-systur og var viðtal við móöur þeirra á einni sjónvarpsstöö- inni hér. íslensku stórmeistararnir Jón L. Árnason. Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson eru meðal þátt- takenda á mótinu ásamt Karli Þor- steins og Hannesi Hlífari Stefáns- syni. í fyrstu umferð sigraði Margeir stórmeistarann Balinas. Helgi sigr- aði Svíann Carleson og Jón gerði '•^hfntefli við Heberp frá Kanada. Karl Þorsteins geröi einnig jafntefli en Hannes Hlifar tapaði fyrir sovéska stórmeistaranum Tsérnin. Reykjavík í nótt: Þrír teknir við innbrot •t Þrír menn. einn þrítugur og tveir fimmtán ára, voru handteknir er þeir reyndu að brjótast inn í verslun- ina Sportval við Hlemmtorg um klukkan þrjú í nótt. í bíl þeirra, sem lagt hafði verið skammt frá innbrots- staðnum, fannst varningur sem talið er að þremenningamir hafi náð til sín í öðrum innbrotum. Sá þrítugi gisti fangageymslur lög-v reglunnar í nótt en hinir voru vistað- ir í skammtímageymslu Unghnga- heimilis ríkisins. Rannsóknarlögreglan fer með rannsókn málsins sem er á frumstigi. -sme Loðna í sjóinn Um 300 tonn af loðnu runnu í sjóinn er buröarveggur í þró loðnubræðsl- unar á Neskaupstað gaf sig um helg- ina. Veggurinn gaf sig undan miklum þunga. Talsvert magn af loðnu var í þrónni. -sme Ijftrjggingar ili ALÞJÓÐA •^LÍFTRYGGINGARFEIAGIÐ HF. LÁGMÚ.15 - RKYkJAVÍK Smii f»NIÍ»44 LOKI Var bjargvættur Stoltenbergs á bragganum? Norski utanríkisráðheirann í hörðum árekstri í Brussel: Viðsjárvert að aka hér um stræti og torg - segir Jón Baldvin Hannibalsson sem var fyrstur á vettvang „Við vorum fyrstu menn á vett- vang og komum að rétt eftir að ekiö hafði verið á Norðmennina. Bflinn var fjandi illa leikinn. Þaö var auðséð að það hafði verið ekiö á hann á miklum hraða. En þeir báru sigkarlmannlega, Norðmenn- irnir,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanrikisráöherra en hann kom að bifreiö norska starfsbróður síns, Thorvald Stoltenberg, eftir aö drukkinn ökumaður hafði ekiö harkalega á hana í Brussel í gær. Auk Stoltenberg voru í bílnum Jan Balstad, viðskiptaráðherra Norðmanna, og sendiherra þeirra hjá Evrópubandalaginu. Þeir ketmdu sér ekki meins utan hvað þeir kvörtuöu yfir verk í höfði og hálsi. „Þaö var svo til skamms tima að menn þurftu ekki að taka bílpróf hér í Brussel. Það er tiltölulega nýskeð. Það var álitinn náttúruleg- ur hæffleiki að aka bíl. Þar að auki eru hér raargar fyllibyttur sem drekka mikinn bjór og þaö er því viðsjárvert að aka hér um stræti og torg,“ sagði Jón Baldvin. Jón settást í morgun á fund með utanríkisráöherrum EFTA-ríkj- anna og Efnahagsbandalagsins. Á þeim fundi er ekki búist við stórtíð- indum þar sem utanríkisráðherrar Efnahagsbandalagsins hafa ekki enn rætt Osló-samþykkt EFTA í sínum hóp. Um helgina sat Jón síðan fundi með fulltrúum atvinnulifsins i EFTA-ríkjunum þar sem farið var yfir stööu mála í samningum milli EFTA og Evrópubandalagsins. Þá funduðu utanríkisráðherrar EFTA einnigígær. -gse Guðrún Eyjólfsdóttir fegurðardrottning Vesturlands. Það er Halldís Hörn Höskuldsdóttir, fegurðardrottning Vesturlands 1988, sem krýnir hana. DV-mynd Róbert Feguröardrottning Vesturlands: Guðrún Eyjólfs- dóftir hlutskörpust Róbert Jörgensen, Stykkishólmi: Fegurðarsamkeppni Vesturlands var haldin í Stykkishólmi síðastlið- inn laugardag. Saíarkynni hótelsins voru komin með ævintýrablæ enda vel við hæfi í tilefni sem þessu. Það var mikil spenna og eftirvænting meðal hinna sex glæsilegu þátttak- enda og ekki var hún minni spennan í salnum. Milli umferða í keppninni dönsuðu dansarar frá dansskóla Auðar í Reykjavík og var þeim ós-. part klappað lof í lofa. Þátttakendur í fegurðarsamkeppni Vesturlands 1989 voru: Dísa Lind Tómasdóttir, Akranesi, Elín Jóns- dóttir, Borgarnesi, Eydís Eyþórs- dóttir, Stykkishólmi, Guðrún Eyj- ólfsdóttir, Akranesi, Rannveig Anna Ólafsdóttir, Akranesi, og Vigdís Stef- ánsdóttir, Akranesi. Úrslit urðu þau að Guðrún Eyjólfs- dóttir frá Akranesi var kjörin fegurð- ardrottning Vesturlands, Halldís Hörn Höskuldsdóttir, fegurðar- drottning Vesturlands 1988, krýndi Guðrúnu. Dísa Lind Tómasdóttir var hvorutveggja valin vinsælasta stúlk- an, það eru þátttakendur sjálfir sem dæma um það, og ljósmyndafyrir- sæta Vesturlands sem dómnefnd vel- ur. í lok keppni var haldinn dansleik- ur og lék hljómsveitin Klakabandiö úr Ólafsvík fyrir dansi. Fjölskylda sótt í Hvalnesskriður Björgunarsveitin á Höfn var kölluö út í nótt til að sækja tvennt fullorðið og tvö börn sem voru í biluðum bíl í Hvalnesskriðum. Fólkið lagði af stað frá Keflavík klukkan fjögur í gærdag og var fór þess heitið til Djúpavogs. Þegar fólkið var ekki komið þangað um miðja nótt var ósk- að eftir því viö lögreglu að svipast yrði um eftir fólkinu. Vegna veðurs og frétta um að snjóskriður hefðu fallið í Þvottárskriðum var óskað aðstoðar björgunarsveitar. Bill fólksins hafði bflað og fundu björgunarsveitamenn fólkið fljót- lega. Komið var með það, en allir voru við bestu heilsu, til Hafnar um klukkan hálfátta í morgun. í morgun var hafist handa við að moka Þvottárskriður. Slæmt veður var í Hornaflrði í nótt - skafrenning- urogsnjókoma. -sme Veðrið á morgun: Snjókoma fyrir norðan Á morgun veröur noröaustan- og norðanátt á landinu. Snjó- koma eða éljagangur með skaf- renningi verður um allt norðan- vert landið en þurrt syðra. Frost- laust að deginum sunnanlands en annars 1-6 stiga frost. Vaxtahækkun ríkisbankanna Landsbankinn og Búnaðarbankinn hækka nafnvexti sína í dag á óverð- tryggðum inn- og útlánum. Vaxta- hækkun Landsbankans er meiri, eða allt að 6 prósent, enda hafa vextir bankans hafa verið lægri en hjá Bún- aðarbankanum. Engin breyting verður á vöxtum verðtryggðra lána. Einkabankarnir taka ákvörðun um vaxtahækkun í dag. Víxilvextir Landsbankans eru 23,5 prósent en voru 17,5 prósent. Vextir á Kjörbók verða 23 prósent en voru 17 prósent. Vextir á óverðtryggðum skuldabréfum hækka úr 18 prósent- umí24prósentl. apríl. -JGH \ \ \ \ \ \ \ í \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ I I I I I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.