Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 35 og sykurtoppa. Þetta var sælgæti þess tíma.“ - Hver var aöaljólamaturinn? „Það voru ijúpur. Pabbi átti góöa byssu og skaut ijúpur fyrir jólin. Mamma var á móti þessu en hún eld- aði þó auðvitað ijúpumar úr því að þær voru til reiðu. Á eftir var oftast ávaxta- eða sveskjugrautur með rjóma út á og þótti mikið sælgæti. Þegar minnst er á jólarjúpumar dett- ur mér í hug eitt atvik sem stendur mér ljóslifandi fyrir sjónum enn í dag, eftir líklega 73 ár.“ Rauði jólakjóllinn „Það var á aðfangadag. Mamma var búin að þvo baðstofugólfið og við komin í jólafbtin. Ég átti þá rauðan fínan kjól sem frænka mín og ljósa, Anna á Veturhúsum, hafði gefið mér og þóttist ég heldur en ekki fín. Mamma ætlaði að fara að steikja ijúpumar og nú verð ég að segja frá því að eldavélin stóð við baðstofu- gluggann sem sneri niður að vatninu og rörið kom reyndar fyrir gluggann. Nú er mamma búin að hita feitina á pönnunni og fer eitthvað að skara í eldinn en þá vill ekki betur til en svo að það kviknar í pönnunni og stóð eldtungan upp í mæni. Mér varð svo mikið um að ég hrata aftur á bak ofan í skolpskjóluna sem enn stóð inni á gólfi. Þar fékk fíni jólakjóllinn miður gott bað og ég varð að vera í gamla kjólnum á meðan sá rauöi var að þoma og þótti mér það ekki gott. Pabbi var niðri við vatn og sá eldinn í baðstofuglugganum. Hann hélt að kviknað væri í og kom í hendings- kasti en þá var mamma búin aö slökkva með því að selja potthlemm yfir pönnuna. Hún kunni nú sitt af hveiju, hún mamma mín.“ Jólagjafir í dagblaðapappír - Var siöur að gefa jólagjafir? „Já, við fengum jólagjafir. Ailir fengu nýja flík en líka eitthvað inn- pakkað. Við fengum gjafir frá frænku á Vopnafirði og fleiri. í þeirri ferð sem ég sagði frá og farin var rétt fyrir jól sendi hún mér og Sollu systur brúður sem vom miklar ger- semar í okkar augum. það var ekki til skrautpappír til að vefja utan um jólagjafimar og þeim gjöfum sem gerðar vom heima var a.m.k. stund- um pakkað inn í dagblöð og bundið utan um með fallega Utu bandi. Þær gerðu sitt gagn, engu að síður, og glöddu okkur sjálfsagt engu minna en finu pakkamir núna.“ - Vomð þið með jólatré? „Já, pabbi smiðaði jólatré úr viði, þar sem grönnum spýtum var stung- ið inn í stofninn til að mynda grein- ar. Tréð og greinamar vom vafin með hvítum pappír og síðan var exp- ortbréfi vafið á ská til skrauts. Ex portið eða kaffibætirinn kom i rauö um bréfum sem var safnað saman ti að skreyta með um jóUn. Svo von sett kerti á greinamar og stundun vom líka kramarhús með sælgæti i trénu. Síðan var borðið dregiö fran á mitt gólf, gengið í kring og sungiö Á aðfangadagskvöld mátti ekker leika sér eða ærslast og ekki segjí ljótt. En strax á jóladag fórum vii að spUa og skemmta okkur. Það von aUtaf tfi spil. Já, það komu sannarlega jól í Jök uldalsheiðinni engu að síður en ann ars staðar. Jól sem lífguðu upp á til veruna. Jól sem hlakkaö var tíl oé notið eins og nú á dögum. Jól sen geymast í minningunni og ylja enr þann dag í dag.“ Tvær vinkonur úr heiðinni, Arnheiður og Lára Lárusdóttir sem var alin upp á Sænautaseli. Þær voru miklar vinkonur og fóru m.a. gangandi að vetrar- lagi á dansleik að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal en það er sennilega um fjögurra klukkustunda gangur. AMSUN CB-5051x VandaS 20" sjónvarpstæki með aðgerSastýringu á skiá, tímarofa, þráðlausri fjarstýrinau, sjálfvirkri stöðvaleit, s|álfvirkri rínstillingu o.m.fl Jólaverð aðeins 43.900,- k 39.900,- stgr. CB-5061x Vandað 20" sjónvarpstæki með aðgerðaslýringu á skiá, timarofa, iráðlausri fjarstýringu, sjálfvirkri stöðva- eit, sjálfvirkri fínstillingu, islensku texta- varpi o.m.fl. Jólaverð aðeins 49.900,- kr. eða 44.900,- stgr. Kynnum árgerð 1994 frá ARCTIC CAT, fjöldi glæsilegra nýjunga. Það nýjasta frá ARCTIC CAT er ZR-7CO vélsleði, 120 hestöfl. Kynnum mikiö úrval af glæsilegum fatnaöi til vélsleðaferða t.d. galla, blússur, hjálma, hanska o.fl. Umboðsaöilar: Isafjöröur: Bílaleigan Ernir, Ólafsfjöröur: Múlatindur, Akureyri: Bifr.verkstæði Siguröar Valdimarss., Egilsstaöir: Bílasalan Ásinn. Léttar veitingar. Verið valkomin BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. S: 681200 - bcin lína 31236 THUNDERCAT er sá kraftmesti, 900 cc og 157 hestöfl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.