Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993
35
og sykurtoppa. Þetta var sælgæti
þess tíma.“
- Hver var aöaljólamaturinn?
„Það voru ijúpur. Pabbi átti góöa
byssu og skaut ijúpur fyrir jólin.
Mamma var á móti þessu en hún eld-
aði þó auðvitað ijúpumar úr því að
þær voru til reiðu. Á eftir var oftast
ávaxta- eða sveskjugrautur með
rjóma út á og þótti mikið sælgæti.
Þegar minnst er á jólarjúpumar dett-
ur mér í hug eitt atvik sem stendur
mér ljóslifandi fyrir sjónum enn í
dag, eftir líklega 73 ár.“
Rauði jólakjóllinn
„Það var á aðfangadag. Mamma
var búin að þvo baðstofugólfið og við
komin í jólafbtin. Ég átti þá rauðan
fínan kjól sem frænka mín og ljósa,
Anna á Veturhúsum, hafði gefið mér
og þóttist ég heldur en ekki fín.
Mamma ætlaði að fara að steikja
ijúpumar og nú verð ég að segja frá
því að eldavélin stóð við baðstofu-
gluggann sem sneri niður að vatninu
og rörið kom reyndar fyrir gluggann.
Nú er mamma búin að hita feitina á
pönnunni og fer eitthvað að skara í
eldinn en þá vill ekki betur til en svo
að það kviknar í pönnunni og stóð
eldtungan upp í mæni. Mér varð svo
mikið um að ég hrata aftur á bak
ofan í skolpskjóluna sem enn stóð
inni á gólfi. Þar fékk fíni jólakjóllinn
miður gott bað og ég varð að vera í
gamla kjólnum á meðan sá rauöi var
að þoma og þótti mér það ekki gott.
Pabbi var niðri við vatn og sá eldinn
í baðstofuglugganum. Hann hélt að
kviknað væri í og kom í hendings-
kasti en þá var mamma búin aö
slökkva með því að selja potthlemm
yfir pönnuna. Hún kunni nú sitt af
hveiju, hún mamma mín.“
Jólagjafir í
dagblaðapappír
- Var siöur að gefa jólagjafir?
„Já, við fengum jólagjafir. Ailir
fengu nýja flík en líka eitthvað inn-
pakkað. Við fengum gjafir frá
frænku á Vopnafirði og fleiri. í þeirri
ferð sem ég sagði frá og farin var
rétt fyrir jól sendi hún mér og Sollu
systur brúður sem vom miklar ger-
semar í okkar augum. það var ekki
til skrautpappír til að vefja utan um
jólagjafimar og þeim gjöfum sem
gerðar vom heima var a.m.k. stund-
um pakkað inn í dagblöð og bundið
utan um með fallega Utu bandi. Þær
gerðu sitt gagn, engu að síður, og
glöddu okkur sjálfsagt engu minna
en finu pakkamir núna.“
- Vomð þið með jólatré?
„Já, pabbi smiðaði jólatré úr viði,
þar sem grönnum spýtum var stung-
ið inn í stofninn til að mynda grein-
ar. Tréð og greinamar vom vafin
með hvítum pappír og síðan var exp-
ortbréfi vafið á ská til skrauts. Ex
portið eða kaffibætirinn kom i rauö
um bréfum sem var safnað saman ti
að skreyta með um jóUn. Svo von
sett kerti á greinamar og stundun
vom líka kramarhús með sælgæti i
trénu. Síðan var borðið dregiö fran
á mitt gólf, gengið í kring og sungiö
Á aðfangadagskvöld mátti ekker
leika sér eða ærslast og ekki segjí
ljótt. En strax á jóladag fórum vii
að spUa og skemmta okkur. Það von
aUtaf tfi spil.
Já, það komu sannarlega jól í Jök
uldalsheiðinni engu að síður en ann
ars staðar. Jól sem lífguðu upp á til
veruna. Jól sem hlakkaö var tíl oé
notið eins og nú á dögum. Jól sen
geymast í minningunni og ylja enr
þann dag í dag.“
Tvær vinkonur úr heiðinni, Arnheiður og Lára Lárusdóttir sem var alin upp
á Sænautaseli. Þær voru miklar vinkonur og fóru m.a. gangandi að vetrar-
lagi á dansleik að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal en það er sennilega um
fjögurra klukkustunda gangur.
AMSUN
CB-5051x VandaS 20" sjónvarpstæki
með aðgerSastýringu á skiá, tímarofa,
þráðlausri fjarstýrinau, sjálfvirkri
stöðvaleit, s|álfvirkri rínstillingu o.m.fl
Jólaverð aðeins 43.900,- k
39.900,- stgr.
CB-5061x Vandað 20" sjónvarpstæki
með aðgerðaslýringu á skiá, timarofa,
iráðlausri fjarstýringu, sjálfvirkri stöðva-
eit, sjálfvirkri fínstillingu, islensku texta-
varpi o.m.fl. Jólaverð aðeins 49.900,- kr.
eða 44.900,- stgr.
Kynnum árgerð 1994 frá ARCTIC CAT,
fjöldi glæsilegra nýjunga.
Það nýjasta frá ARCTIC CAT er
ZR-7CO vélsleði, 120 hestöfl.
Kynnum mikiö úrval af glæsilegum
fatnaöi til vélsleðaferða t.d. galla,
blússur, hjálma, hanska o.fl.
Umboðsaöilar: Isafjöröur: Bílaleigan Ernir,
Ólafsfjöröur: Múlatindur, Akureyri: Bifr.verkstæði
Siguröar Valdimarss., Egilsstaöir: Bílasalan Ásinn.
Léttar veitingar.
Verið
valkomin
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
S: 681200 - bcin lína 31236
THUNDERCAT er sá kraftmesti, 900 cc og 157 hestöfl