Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 44
52
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993
Eldráunin, sönn saga ungrar stúlku:
Dæmd til dauda
fyrir heróínsmygl
- sem hún vissi ekkert um
Béatrice Saubin var dæmd saklaus til dauða í Malasíu. Frægasti lögfræðingur Frakka fékk dómnum breytt í lífstíð-
arfangelsi. Þeim dómi tókst ekki að hnekkja fyrr en 1990.
Ævintýra- og frelsisþráin leiddi
Béatrice Saubin á vit Austurlanda.
Ævintýrið snerist hins vegar í skelfi-
legan harmleik. Béatrice varð ást-
fangin af ungum, kínverskum manni
sem bað hana að giftast sér. Þegar
hún kvaddi Malasíu gaf hann henni
stóra og vandaða ferðatösku. En eig-
inmaðurinn tilvonandi var ekki allur
þar sem hann var séður og það átti
eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar
fyrir hina ungu frönsku stúlku. í
bókinni Eldraumn sem Forlagið hef-
ur gefið út lýsir hún harmsögu sinni.
í rúm tvö ár beið hún dauðadóms í
fangelsi. Hér birtist kafli úr bókinni.
Handtakan
í leigubílnum læt ég hugann reika,
rifja upp okkar dásamlegustu stund-
ir. Ég sem kom til þessa lands í
dýpsta þunglyndi fer héðan aftur ölv-
uð af hamingju. Ég elska, ég elska
og er elskuð. Líkami minn er orðinn
að silki og eldi. Hver fruma hans
geymir litla sál. Þær sameinast í fln-
gerðum titringi sem tilheyrir þessum
manni ... Mér líður svo vel að ég
næstum því hlakka til að hitta ömmu
aftur. Til að segja við hana: „Veistu
hvað, ég ætla að giftast Kínverja.
Hann heitir Eddy Tan Kim Soo. Hann
elskar mig.“ Á leiðinni á flugvöllinn
renna bútamir í þessari undursam-
legu kvikmynd fyrir hugskotssjón-
um í óreglulegri röð. Svipur Eddys
fylgir mér á meðan ég tékka inn far-
angurinn. Flugþjónninn réttir mér
brottfararspjaldið. Ég beygi mig fram
á afgreiðsluborðið með gleraugun á
nefniu og róta í töskunni minni. Ég
set vegabréfið hjá brottfararspjald-
inu. Ferðataskan stendur þama enn.
Stendur fyrir framan svarta munn-
ann sem gleypir hana eftir augna-
blik. Öryggisreglumar mæla svo fyr-
ir.
Tekin í skoðun
Einhver kemur við öxlina á mér.
Tveir austurlenskir menn í borg-
aralegum klæðum. Annar þeirra seg-
ir kurteislega á ensku:
„Afsakið ungfrú. Gætuð þér komið
með okkur að gegnumlýsingunni?"
Þess háttar skoðun er óhjákvæmi-
leg í þessum löndum. Ég er vön
þessu. Ég fer því ugglaus með þeim.
Þeir biðja mig að setja töskuna sjálf
á færibandið. Hægt og miskunnar-
laust heldur hún sínu striki að svörtu
gúmmístrimlunum. Hún ekur yfir
þessi skuggalegu landamæri, að
röntgengeislunum sem bíða hennar.
4 Hún færist áfram, næstum því eins
’ og hún sé lifandi. Ég sé hana hverfa
á bak við rafeindatjöldin.
„Þetta er komið,“ heyri ég sagt.
„Viljið þér gjöra svo vel að koma
með okkur inn á skrifstofuna."
Nú er ég orðin taugaóstyrk. Vélin
á bráðum að fara í loftið. Bara að
þessi formsatriði verði ekki til þess
að ég missi af flugvélinni! Kona sem
er ein á ferð á alltaf á hættu að lenda
í sama leiðindamálinu. Tollverðimir
halda henni, reyna svolítið við hana,
ergja hana. Finnst gaman að láta
hana opna töskumar sínar. Draga
í upp úr þeim nærbuxur og bijósta-
haldara...
Þeir fara með mig inn í einhvers
konar geymshoherbergi. Þar em
fimm aðrir náungar, þrír þeirra í ein-
kennisbúningi. Einn þeirra rís á fæt-
ur, hann virðist vera yfirmaður
hinna. Hann snýr sér að mér. „Gjör-
ið svo vel að setjast niður. Með hvaða
í- flugi farið þér?“
„Singapore-Ziirich. Eg vil helst
ekki verða of sein.“
„Af hveiju emð þér í Asíu?“
„Ég er að ferðast í fríinu mínu.“
„Hvað gerið þér?“
„Ég hef unnið hjá Saudi-Araba sem
ritari. Og á hóteli."
Þaö er bara kortér þangað til flug-
vélin á að fara af stað. Ég leyni því
hvað ég er pirrað. Maður má aldrei
láta í ljósi óánægju sína eða jagast í
embættismanni. Kortér hjá okkur
getur orðið að klukkustundum hjá
þeim.
„Hvað eruð þér með í þessari
tösku?"
„Föt, pokana mína, gjafir til vina
og vandamanna."
„Ekkert annað tollskylt?"
„Nei, þið getið sjálíir gengið úr
skugga um það.“
„Þess vegna emð þér hér.“
Fíkniefna leitað
Tveir menn koma inn með ferða
töskuna mína. AUt í einu sýnist mér
hún vera risastór, glóandi og óþol-
andi græn. Mér finnst hún fylla her-
bergið. Og verða undarlegur mið-
punktur athygli allra viðstaddra. Ég
er beiðin um lyklana. Þeir opna tösk-
una. Á meðan róta þeir í hiiðartösk-
unni minni.
Allt er sett á annan endann. Þeir
tæta sundur hvem einasta gjafa-
pakka. Rífa pappírinn og kuðla hon-
um saman. Það er káfað á hverri ein-
ustu spjör, öllu er snúið og umtum-
að. Líka fóðrinu. Ekki einu sinni
skómir fá að vera í friði. Yflrmaður-
inn endurtekur:
„Emð þér ekki með neitt tollskylt?
Engin vímuefni?"
Ég fer að skellihjæja.
„Vímuefni?"
„Við sprettum upp ferðatöskunni,"
segir yfirmaðurinn í tón sem allt í
einu er orðinn kuldalegur.
Ég er alveg að springa. Þeir eru sem
sagt ekki enn búnir að fá nóg af því
að pína mig. Flugvélin fer í loftiö eft-
ir fimm mínútur. Ef þeir gera þetta,
hvar á ég þá að hafa dótið mitt?
„Þið emð yfirvaldið," segi ég. „Þiö
hafið því vald til að gera það sem
ykkur sýnist með farangurinn minn.
En ég vil benda ykkur á að þið verð-
ið að útvega alveg sams konar ferða-
tösku á eftir. Svo að ég geti að
minnsta kosti pakkað niður dótinu
mínu... Ég ætla að reyna að gleyma
þessari móðgun... Þetta er óheyrileg
framkoma...“
Jæja, nú er flugvélin farin. Fötin
mín og allar gjafirnar liggja í stórri
hrúgu. Ég get mótmælt eins og mér
þóknast, enginn hlustar á mig. Þeir
hafa lagt ferðatöskuna á stórt borð.
Tveir þeirra byrja að bjástra við
hana. Með skrúfjámi.
Heróín og
meira heróín
Ég nötra af reiði en get ekkert gert.
Þessum viöbjóðslegu körlum gæti
dottið í hug að afhenda mér á eftir
nokkra ruslapoka undir dótið mitt!
Það veröur þokkalegt að ferðast
þannig! Þeir vinna af kappi. Snúa í
mig baki. Ég get ekki séð neitt. Nema
önuglegan ákafa þeirra við verkið.
Allt í einu taka þeir þvílíkt stökk
aftur á bak að það hafði getað sómt
sér í hvaða ballett sem er.
„Og þetta?“ hvæsa þeir sigri hrós-
andi. „Hvað er þetta?“
Þeir færa sig frá og sýna mér sund-
ur skorinn botninn á ferðatöskunni.
í gegnum götin kem ég aúga á nokkra
glæra plastpoka sem innihalda ein-
hvers konar brúnleit kom. Ég þreifa
eftir gleraugunum mínum. Eg færi
mig nær, alveg miður mín.
Fyrsta áfallið. Hvað er þetta?
Allir viðstaddir horfa þegjandi á
mig. Það eina sem ég get er að hrópa
lágt:
„Hvað er þetta? Hver hefur gert
þetta? Hvers vegna? Hvernig, hver?
Hver getur það verið?“
Röddin er lítil og niðurbæld. Mér
finnst ég vera að kafna. Nei, það er
ekki Eddy. Bara ekki hann. Allir
aðrir en hann.
Tollveröirnir draga pokana út,
hvem á eftir öörum. Þeir em marg-
ir. Margir! Allir fullir af þessu ein-
kennilega korni.
„Þetta er heróín," segir yfirmaður-
inn.
Hver poki er á stærð við tvo pakka
af sígarettum sem lagðir em hlið við
hlið. Nú spretta þeir lokinu upp, fjúk-
andi reiðir. Þar kemur enn stærri
uppskera í ljós. Þeir setja allan feng-
inn á stóra vog. Ég horfi á nálina
sveiflast fram og aftur og stöðvast
svo við óhugnanlega háa tölu.
„Fimm kfló! Fimm kfló afheróíni!"
Ég á ekki til orð, gjörsamlega yfir-
buguð. Spumingarnar æöa um í
höföinu á mér. Aðeins eitt kemst að
hjá mér. Það er ekki Eddy. Það er
ekki Eddy Tan Kim Soo, Kínveijinn
í lífi mínu. Hann sem er hluti af
mér. Hann sem gaf mér trúna á lífið.
Eddy sem ég ætla að giftast í Amster-
dam... Gat það hafa verið líkami
hans sem fagnaði sigri á sömu sek-
úndu og minn eigin líkami stundi af
losta í sigurvímunni?
Á leið í fangelsi
Yfirmaðurinn tekur upp símann.
Allt fer nú fram á malajísku. Ég skil
ekki hvað um mig á að verða. Eg sit
á stólgarmi úr tré í þessari geymslu.
Það er alveg að líða yfir mig. Tóma-
rúm í hjartanu. Það berst um í brjóst-
inu. Hendumar eru ískaldar. Augun
full af tárum. Það getur ekki verið
Eddy. Ekki ástin mín.
Þannig bíð ég í um það bil klukku-
stund innan um fólk sem æðir fram
og aftur með miklu írafári. Þeir hafa
troðið dótinu mínu niður í plastpoka.
Þeir láta sem þeir sjái mig ekki, eins
og ég sé ekki til. Þetta er martröð og
ég er í aðalhlutverkinu, þögul og
einskis megnug. Ég er útlendingur,
alltaf er ég útiendingur...
Loksins koma tveir þeirra og leiða
mig á milli sín. Þeir fara með mig
eftir löngum göngum. Út í bíl. Þeir
leyfa mér ekki að taka neitt með mér
nema leðurtöskuna mína og snyrti-
veskið. Undirföt til skiptanna.
Hreina skyrtu... Ég er látin sitja á
milli þeirra í aftursætinu. í framsæt-
inu er bflstjórinn. Við hliðina á hon-
um yfirtollvörðurinn. Ég hef ekki
hugmynd um hvað þeir ætia að gera
við mig. Hvaða bfll er þetta, hvert
er förinni heitið? Það er eins og ég sé
í öðrum heimi. Gripin angist og
finnst allt svo óraunverulegt. Utan-
gátta í orðsins fyllstu merkingu. Ég
veit ekki hvort ferðin er stutt eða
löng. Við stönsum loksins fyrir fram-
an byggingu. Aftur förum við eftir
ótal þröngum göngum. Það er mjög
hátt til lofts. Gangarnir eru flestir
málaðir í grænum lit. Martröðin er
græn. Eða ljósbrún eins og þessir
viðbjóðslegu pokar og inniskómir
hennar ömmu. Við föram inn í skrif-
stofu. Þar er enginn. Mér er sagt að
setjast. Upp frá þessu heyri ég aðeins
skipanir. Sumar er kurteislegar, aðr-
ar dónalegar, an alltaf skipanir. Ég
hef ekki verið handjárnuð og mér
hefur ekki verið ógnað. Ég er ein.
Dyrnar eru ekki einu sinni læstar. í
skrifstofunni eru jámhúsgögn eins
og tíðkast hér á minniháttar opinber-
um skrifstofum. Maður kemur inn.
Lítill, dökkleitur, með gleraugu.
Hann er ekki einkennisklæddur.
Hann tekur í höndina á mér, mjög
hlýlega. Hann sest niður og segir
stUlilega á ensku:
Svikarinn sleppur
„Ég þarf að taka skýrslu af þér. Ég
þarf nafn, fæðingardag, heimflisfang,
starf, ástæðuna fyrir dvöl þinni hér
og þess háttar."
Hann tekur fram hlaða af blöðum.
Byijar að skrifa. Ég svara eins og
vélmenni.