Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Skák Hraðmótið í Oviedo á Spáni: Vajser sigraði en lék af sér bifreiðinni Tveir íslenskir stórmeistarar voru meðal rúmlega sex hundruð kepp- enda á geysisterku hraðmóti í Oviedo á Spáni sem lauk í síðustu viku. Tefldar voru 45 mínútna skákir en hraðmót af ýmsu tagi verða nú sL fellt vinsælli. Úrslit urðu nokkuð óvænt en stór- meistarinn Anatólí Vajser, frá Novo- síbirsk, sem er nú búsettur í Frakk- landi, varð einn efstur, hlaut 11 v. af 13 mögulegum. í 2.-5. sæti urðu Judit Polgar, Júdasín, ísrael, og Kharlov og Smagin, Rússlandi, með 10,5 v. og Jan Timman varð í í hópi kejppenda í 4. sæti með 10 v. Islendingunum, Margeiri Péturs- syni og Hannesi Hlífari Stefánssyni, gekk ágæta vel lengi framan af. Eftir tíu umferðir var Margeir í hópi efstu manna, eftir góðan sigur á rúmenska stórmeistaranum Súba. En lánið lék ekki við hann í þremur síðustu um- ferðunum - hann tapaði þrefalt og varð því að sætta sig við 8 vinninga uppskeru. Hannes Hlifar, sem var ekki í hópi 50 stigahæstu manna mótsins, hafn- aði í 17. sæti með 9,5 v. Hannes tap- aði aðeins fyrir Lettanum 011. Gerði jafntefli m.a. við Sveshnikov, Nikolic og Timman. Margeir gerði einnig jafnt við Timman og Judit Polgar, sem slapp með skrekkinn eins og fyrri daginn. Ýmsir þekktir skákmenn áttu erfitt uppdráttar á mótinu en mest kom þó á óvart hvað Indverjinn hand- fljóti, Viswanathan Anand, stóð sig illa. Hann fékk 7 vinninga og mátti þakka fyrir það. í lokaumferðinni snerti hann óvart riddara gegn Júgó- slavanum Barlov og ætlaði að gefast upp en Barlov sýndi þann drengskap að neita að taka við uppgjöfinni - og tapaði! I mótslok tefldi sigurvegarinn, Vajser, við Judit Polgar stutta sýn- ingarskák og var spánný Opel Corsa bifreið í boði. Judit gerði sér lítið fyrir og hreppti bifreiðina en hafði þar heppnina með sér. Vajser átti gjörunnið tafl en lék öllu af sér í tímahraki. Hannes Hlífar var laginn við að krækja í vinninga með skoska leikn- um en stórmeistarinn Predrag Nik- olic slapp þó fyrir hom gegn honum í síðustu umferðinni. Hér sjáum við hvemig Hannes leikur brasilíska stórmeistarinn Milos: Hvítt: Hannes Hlifar Stefánsson Svart: Gilberto Milos Skoski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Be3 Dffi 6. c3 Rge7 7. Bc4 0-0 8. 0-0 Bb6 Óvenjulegur leikur. Ætlun svarts er að svara 9. Rb5 með 9. - a6 10. Bxb6? axb5 og tveir biskupar em í uppnámi. 9. Bb3 Ra5?! Svartur hefði betur leikur 9. - a6. 10. Bc2 Rc4 11. Bcl d6 12. a4 a6 13. Khl! Re5 14. f4 Rec6? Betra er 14. - Rg4 en þá hugðist Hannes leika 15. Del!? og fóma peði. 15. Rxc6 Rxc6 16. Rd2 Be6 8 7 & 5 4 3 2 1 17. e5! Dh4 Ef 17. - dxe5 18. f5! Bc8 19. Re4 Dd8 20. Dh5 með myljandi sókn. T.d. 20. Jóhann Hjartarson, stórmeistari, er i hópi 45 skákmenna, sem þekkst hafa boö um að tefla á „millisvæða- móti” PCA, sem hefst í Groningen á morgun, sunnudag. - f6 21. Bb3+ Kh8 22. Hf3 og nú er grínlaust að eiga við hótunina 23. Dxh7+! ásamt Hh3 mát. 18. f5 Rxe5 Svartur er lentur í mestu ógöngum og kýs að fórna manni til þess aö ná andanum en þetta dugir skammt. 19. fxe6 Rg4 20. Rf3 Rf2+ 21. Hxf2 Dxf2 22. Dd3 g6 23. Bh6 Svarta staðan er töpuð. 23. - fxe6 24. Bxtö Hxtö 25. Hfl Dc5 26. De4 Dd5 27. Dxd5 exd5 28. Hel c6 29. h4 Bf2 30. He6 Bg3 31. Bxg6 Bf4 32. Bc2 - Og hvítur vann. Jóhann teflir í Groningen Jóhann Hjartarson stórmeistari er í hópi 45 skákmanna sem þekkst hafa boð um að tefla á „millisvæða- móti“ PCA, sem hefst í Groningen á morgun, sunnudag. Samtök Kasp- arovs og Shorts standa að mótinu, sem er eftirlíking af heimsmeistara- keppni FIDE. Sjö efstu menn komast áfram og mimu tefla einvígi um rétt- inn til þess að skora á Kasparov „heimsmeistara". Mótið í Groningen er fimavel skip- að. Auk Jóhanns eru meðal kepp- enda Anand, Kramnik, Ivantsjúk, Sírov, Bareev, Kamsky, Beljavskí, Adams, Kortsnoj, Ehlvest, Hubner og Judit Polgar, svo fáeinir séu nefndir. Mótinu lýkur 30. desember. Jólamót grunnskólanna Æfingaskóli KHÍ sigraöi á jóla- skákmóti grunnskólanna í Reykjavík sem fram fór 2. desember. Æflnga- skóliim fékk 23 v. af 24 mögulegum. Sveitina skipuðu Amar E. Gunnars- son, Bjöm Þorfinnsson, Oddur Ingi- marsson og Davíð Ó. Ingimarsson. Hlíðaskóli, með Torfa Leósson á 1. borði, varð í öðm sæti með 16 vinn- inga og Ölduselsskóli, með Hreggvið Ingason á fyrsta borði, fékk 15,5 v. og þriðja sæti. í yngri flokki sigraði Æfingaskól- inn einnig, fékk 21 v. af 24 möguleg- um. Sveitin var skipuð Braga Þor- flnnssyni, Bjama Kolbeinssyni, Héðni Bjömssyni og Magnúsi Bimi Ólafssyni - varamaður Valgeir Am- ar Knútsson. Melaskóli varð í 2. sæti Umsjón Jón L. Árnason með 17,5 v. og Hólabrekkuskóli fékk 17 v. og hreppti þriðja sæti. Mót hjá TR Tuttugu keppendur tóku þátt í Bik- armóti Taflfélags Reykjavíkur sem er nýlokið. Sigurvegari varð Páii Agnar Þórarinsson sem fékk 12 v. Krisiján Eðvarðsson varð í 2. sæti með 10 v. og Einar K. Einarsson í 3. sæti með 11. v. en hann var á undan Kristjáni að tapa 5 skákum og falla þar með úr keppni. Þá tóku 15 sveitir þátt í VISA- skákklúbbakeppni TR, þar sem óformlegar skáksveitir úr heimahús- um eigast við. Hlutskörpust var sveit BDTR (Þröstur Þórhallsson, Andri Áss Grétarsson, Sigurður Daði Sig- fússon og Þráinn Vigfússon) með 30,5 v. af 36 mögulegum. Formanna- klúbburinn (Guðmundur Gíslason, Ágúst S. Karlsson, Guðmundur HaU- dórsson, Ámi Á. Ámason og vm. Valgarð Ingibergsson) varð í 2. sæti með 26,5 v. og „Taktík“ (Hlíðar Þór Hreinsson, Páll A. Þórarinsson, Har- aldur Baldursson og Ingvar Jóhann- esson) hreppti 3. sæti með 23 v. CYCL07Fr Þegar heilsan og tíminn skipta máli. Með hraða örbylgjuofnsins og eiginleika blástursofnsins. TVEIRIEINUM Heitur blásturinn: Steikir Bakar Brúnar Grillar Hitar - Fitusnauð og heilsusamleg eldamennska - Orkusparandi - Þrisvar sinnum fljótari en venjulegur ofn - Léttur og fyrirferðarlítill - Auðvelt og fljótlegt að þrífa - Engar olíur, ekkert smjör - Bara krydd á matinn - Stækkanlegur Hringdu í síma 91-676869 Umboðsmenn: ísafjörður - Straumur Keflavík - Ljósboginn Egilsstaðir - Kaupfélag Héraðsbúa Rafbraut - Bolholti 4 Alþjóða Verslunarfélai|ið laf. Skútuvogi 11 S (91-)67 68 69 104 Reykjavík Fiske bouillon r>rZ Svine kodkraft 0kse kedkraft sovs Alt-i-éit teming -med smag, kulör og jævning Gronsags bouillon Lamb STOCK CUBES Klar bouillon Sveppa- kraftur Alltaf uppi á teningnum!. kraftmikið v oggott { bragð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.