Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Qupperneq 66

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Qupperneq 66
74 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Afmæli Guðmimdur Jónsson Guðmundur Jónsson, deildarstjóri Rjá Tómstimdadeild Vamarliösins, tÚ heimilis að Réttarbakka 17, Reykjavík, verður fertugur á morg- un. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, fyrstu ellefu árin í vesturbænum en síðan í Heiðar- gerði. Hann lauk gagnfræðaprófi og síðan námi í tækniteiknun frá Teiknaraskólanum i Reykjavík 1973. Þá útskrifaðist hann sem „Chi- ef of Morale, Welfare and Recreati- on“ í rekstri félagsmála og tóm- stundastarfsemi frá þjálfunarskóla bandaríska flughersins í Keesler við Biloxi í Missisippi 1981. Guðmundur var sendill á ungl- ingsárunum frá tíu ára aldri og starfaði þá hjá ýmsum fyrirtækjum. Hann hóf störf hjá Vamarliðinu 1975, fyrst í varahlutadeild Inn- kaupastofnunar en varð ári síðar tómstundastjóri hjá tómstundadeild flughersins til 1981 auk þess sem hann aðstoðaði við útgáfu Vallar- skjásins, fréttablaðs íslenskra starfsmanna við herstöðina. Guðmundur var blaðafulltrúi Menningarstofnunar bandaríska sendiráðsins í eitt ár, var auglýs- ingastjóri SÍS1983-87, var fram- kvæmdastjóri Heimilissýningar- innar 1987 og starfaði við undirbún- ing Gala-tónleikanna í Háskólabíói til styrktar tónhstarhúsi í Reykja- vík. Hann hefur verið deildarstjóri í tómstundadeild Vamarhðsins frá 1988. Guðmundur hefur starfað í skáta- hreyfmgunni í áraraðir. Hann var þar m.a. félagsforingi skátafélagsins Eina og Garðbúa í Reykjavík, var tvö ár gildismeistari í St. Georgs- ghdinu Straumi í Reykjavík, rit- stjóri Skátablaðsins 1973-75 og var fuhtrúi skáta í Æskulýðsráði ríkis- ins. Hann var ritstjóri JCR-frétta- blaðsins eitt staifstímabil, hefur verið félagi í Kiwanisklúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelh frá 1976 og er meðhmur í Frímúrarareglunni frá 1983. Þá var Guðmundur kosninga- stjóri Sjálfstæðisflokksins í Laugar- neshverfi 1978-82 og í Breiðholti síð- an, var formaður félags sjálfstæðis- manna í Bakka- og Stekkjahverfl 1984-86 og hefur setið í stjórn félags- ins síðan. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 17.7.1976 Lára Sigfúsdóttur, f. 9.3.1957, hús- móður. Hún er dóttir Sigfúsar Jó- hannssonar, vélstjóra á Þingeyri, og konu hans, Guörúnar Gunnarsdótt- urhúsmóður. Börn Guðmundar og Lám era Sigfús Öm, f. 15.2.1977, nemi við FB; Haukur Þór, f. 20.3.1979; Rúna Sirrý, f. 23.3.1985; Jón Valur, f. 3.3. 1988. Albróðir Guðmundar er Tryggvi Jónsson, f. 14.7.1955, löggiltur end- urskoðandi í Reykjavík, kvæntur Ástu Ágústsdóttur húsmóður og eigaþautvö börn. Hálfbróðir Guðmundar, sam- mæðra, er Gunnar Ögmundsson, f. 22.2.1959, búsettur í ReyKjavík. Hálfsystkini Guðmundar, samfeðra, eru Sigríður Nanna Jónsdóttir Ro- berts, f. 13.6.1947, framkvæmda- stjóri á Miami í Bandaríkjunum; Kristín Þorbjörg Jónsdóttir, f. 30.11. 1957, húsmóðir í Reykjavík; Kristín Anný Jónsdóttir, f. 9.6.1958, mark- aðsstjóri í Reykjavík; Soffla Bryndís Jónsdóttir, f. 25.2.1960, skrifstofu- stúlka. Foreldrar Guðmundar eru Jón Guðmundsson, f. 27.5.1925, raf- virkjameistari og framkvæmda- stjóri í Reykjavík, og Nanna Tryggvadóttir, f. 31.3.1931, sjúkra- hðiíReykjavík. Ætt Jón er sonur Guðmundar, kaup- manns og bæjarfuhtrúa í Reykjavík, bróður Sæmundar, skálds og fræði- manns frá Sveinatungu. Guðmund- ur var sonur Jóhanns, alþingis- manns í Sveinatungu í Borgarfirði Eyjólfssonar, b. í Sveinatungu og í Guömundur Jónsson. Hvammi í Hvítársíðu, Jóhannesson- ar. Móðir Guðmundar var Ingibjörg Sigurðardóttir, sjómanns á Akra- nesi, Erlendssonar. Móðir Jóns var Sigriður, systir Stefáns, fyrrv. forsetabæjarstjómar Hafnarflarðar, fóður Jóns, bæjar- stjóra í Grindavík. Sigríður var dótt- ir Jóns, hreppstjóra í Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd, Sigurðssonar, og Sofflu Pétursdóttur. Nanna er dóttir Tryggva, fyrrv. b. á Útnyrðingsstöðum á Héraði, Sigurðssonar, og Sigríðar Sigurðar- dóttur. Til hamingju með afmælið 18. desember Laufey J. Bjurnuson, Brekkuseli 30, Reykjavfk. Gestur Sigurösson, Bústaöavegi 75, Reykjavík. Jóhonnes Jóbanneason, Hátúnl 10 B, Reykiavik. Sigurberg Bogason, :i Kleppsvegí 32, Reykjavík. Guöjnundur Olafsson, Geir Helgi Geirsson, Leirutanga 26, Mosfellsbæ. Krlstin Sigurþórsdóttir, FeUsmúla 17, Reykjavík. Friörika Seltna Tómasdóttir, Vesturfold 37, Reykjavfk. Helga Einarsdóttlr, Frostaskjóli 109, Reykjavfk. Þóra Kristin Óladóttir, 6, Reykjavík. Svava t Rauðalæk 24, Reykjavík. GuÖmundur Ólafssan, Einar Þórir Sigurösson, Unufelli 24, Reykjavík. Sigurluug P. Þormar, Granaskjóli 74, Reykjavik. KMkrseii 29, Reykjavík. ----------------------------------— Joceiyn Helen Lonksher, Birkigrund 74, Kópavogi. Tómas Bjarni Tómasson, ........................;.......... :; Urðarholti 5, Mosfellsbæ. Guömundur Jóusson, Jens Rúuar Ingóifsson, Hverflsgótu 86. Reykjavík. Fnuunesvegi 30 Reykfavík. Kolbeinn Bjarnason, Jóna Björg Kristlnsdóttir, Fífuseli 31, Reykjavik. Lindási, Innri-Akraneshreppi. ------------------------------------ Kristin B.E. Jóhannesdóttir, Aöalgötu 23, Sauöárkróki. Stefán Bafn Valtýsson, Túngötu 10, Sandgeröi. Sigurþór Árnason Sigurþór Ámason, verslunarmaður og birgðavörður, til heimhis að Þórustíg 13, Ytri-Njarðvík, er sex- tugurídag. Starfsferill Sigurþór fæddist í Akurgerði í Innri-Njarðvík og ólst þar upp auk þess sem hann var í sveit í mörg sumur 1 Borgarfirðinum. Sigurþór starfaði í fiskvinnslu hjá Karvel Ógmundssyni í Njarðvík 1943-53 en hóf þá störf hjá Vamar- höinu og hefur starfað þar síðan, fyrst í þvottahúsi Vamarhðsins í tuttugu ár en síðan við birgöavörslu hersins. Fjölskylda Systkini Sigurþórs eru Einar Áraason, f. 1.9.1930, leigubílstjóri í Keflavík, og á hann sjö böra auk tveggja stjúpbarna; Guðríður Árna- dóttir, f. 15.10.1932, húsmóöir í Innri-Njarðvík, gift Vigni Guðna- syni, starfsmanni hjá Vamarhðinu, og á hún tvö böm frá fyrra hjóna- bandi. Háifsystkini Sigurþórs, sam- mæðra, eru Sveinn Guðbergsson, f. 10.1.1943, skipasmiður hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, kvæntur Berglaugu Jóhannsdóttur húsmóð- ur og eiga þijú böm auk þess sem hún á son frá því áður; Sigríður Guðbergsdóttir, f. 9.9.1945, húsmóð- ir í Ytri-Njarðvík, gift Ásgeiri Ingi- mundarsyni trésmið og eiga þau þijú böm; Aöalsteinn Guðbergsson, f. 9.1.1948, bifvélavirki hjá Vamar- hðinu, kvæntur Guðríði Hauksdótt- ur, verslunarmanni við Fríhöfnina, og eiga þau tvö böm auk þess sem hún á son frá því áður. Sigurþór Arnason. Foreldrar Sigurþórs em Ámi Sig- urðsson, f. 30.4.1899, lengi verka- maöur hjá Eggert Jónssyni í Innri- Njarövík en dvelur nú á Garðvangi í Garði, og Ásta Einarsdóttir, f. 5.7. 1910, húsmóðir í Ytri-Njarðvík. Allir vinir og kunningjar Sigur- þórs era velkomnir að samfagna honum í tilefni dagsins í Safnaðar- heimilinu í Innri-Njarðvík í dag, laugardaginn 18.12. frá kl. 18.00- 22.00. Andlát Þorvaldur Sveinsson Þorvaldur Sveinsson, sem nú dvelur á Hrafnistu í Reykjavík, verður níu- tíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Þorvaldur er fæddur að Hvalnesi í Stöðvarfirði og ólst þar upp í for- eldrahúsum en hann flutti síðar til Fáskrúðsfjarðar. Á Fáskrúðsfirði stundaði Þorvald- ur sjómennsku til þrítugs en slasað- ist þá á hendi og kom í land. Hann stundaði almenn verkamannastörf um skeið þar til hann hóf að starfa við múrverk sem hann stundaði síð- an allan sinn starfsaldur. Þorvaldur starfaði lengi hjá Þóri Bergsteins- syni múrarameistara. Þorvaldur tók virkan þátt í sveit- arstjómarstörfum allan þann tíma sem hann var búsettur á Fáskrúðs- firði og sat í hreppsnefnd í áraraðir. Hann fluttist til Reykjavíkur 1954 og hefur búið þar síðan. Fjölskylda Kona Þorvalds var Sigurborg Vil- bergsdóttir, f. 27.4.1906, d. 1.4.1992, húsmóðir. Foreldrar hennar vom Vilbergur Magnússon, bóndi á Hvalnesi, og kona hans, Ragnheiður Þorgrímsdóttir. Böm Þorvalds og Sigurborgar: Guðrún, f. 31.12.1926, húsmóðir á . Eyrarbakka, gift Bjama Jóhanns- syni útgerðarmanni, hún á tvær dætur; Hreinn, f. 19.12.1928, múrarameistari, kvæntur Sigur- borgu Jónasdóttur frá Lýsudal í Staðarsveit, hann á flmm böm; Þorvaldur Sveinsson. Ragnar, f. 8.12.1930, vélvirki á Reykjalundi, kvæntur Þóm Gunn- arsdóttur, þau eiga þijá syni; Jóna, f. 23.6.1935, gift Eiríki Grétari Sigur- jónssyni, bifvélavirkja í Mosfells- sveit, þau eiga fimm böm; Magnús, f. 12.1.1942, skipstjóri 1 Mosfellsbæ, kvæntur Katrínu Hjartardóttur, hún á einn son. Uppeldissonur Þor- valds og Sigurborgar: Sveinn Rafn Ingason, f. 12.12.1955, rennismiður, maki Halldóra Guðmundsdóttir, þau eiga fjóra syni. Sveinn Rafn er bróðursonur Þorvalds. Bróðir Þorvalds: Ingi Björgvin, látinn, sjómaður í Reykjavík. Foreldrar Þorvalds vora Sveinn Jónsson, bóndi á Hvalnesi, ættaöur úr Suðursveit, og kona hans, Jónína Magnúsdóttir frá Fossárdal í Bem- firði. Þorvaldur tekur á móti gestum á afmælisdaginn aö Skólabraut 1 í Mosfellsbæ. Kristjana Ingiríður Kristj ánsdóttir Krisy ana Ingiríður Kristjánsdóttir húsmóðir, Blönduhlíð í Hörðudals- hreppi, lést 13. desember. Útför hennar verður gerö frá Snóksdals- kirkjuídagkl.14. Fjölskylda Ingiríður var fædd 12.9.1902 á Gunnarsstöðum, en ólst upp hjá ömmu sinni, Ingiríði Krisúánsdóttur, og manni hennar, Magnúsi Magnús- syni. Hún var fyrst húsfreyja á Bíld- hóli á Skógarströnd og Dunki í Hörðu- dalshreppi og síðar í Blönduhlíð. Ingiríður giftist í júnímánuði 1923 Jóni Laxdal, f. 7.12.1891, d. 2.1.1981, bónda. Móðir hans var Helga Gísla- dóttir. Böm Ingiríðar og Jóns: Unnur, f. 26.8.1923, d. 29.4.1986; Svanlaug, d. á fyrsta ári; Gísli, f. 9.1.1926, bóndi í Blönduhlíð í Dalasýslu, kvæntur Svanhildi Kristjánsdóttur, f. 20.5. 1933, húsmóður, og em böm þeirra: Kristján, f. 22.8.1955, Helga, f. 19.5. 1957, Inga Jóna, f. 19.4.1958 og Unn- ar Laxdal, f. 19.12.1973; Magnús, f. 18.10.1927, bóndi á Álfatröðum í Dalasýslu, býr með Kristínu Kristj- ánsdóttur, f. 24.4.1941, húsmóður; Kristján, f. 28.10.1931, verslunar- maður á Hellu á Rangárvöllum, var kvæntur Dýrfinnu Andrésdóttur, f. 5.10.1931, d. 1965, húsmóður, ogeru bömþeirra: Andrés, f. 16.9.1954, Rúnar, f. 20.10.1956, Kristjón, f. 29.12.1957, Magnús, f. 13.6.1959, Dýrfinna, f. 14.5.1960, Hjálmar, f. 8.9.1962, og Þorgerður, f. 26.5.1964. Kristján, býr nú með Eddu Björk Þorsteinsdóttur, f. 28.10.1947, og er stjúpdóttir hans Gréta, f. 16.5.1967; Gunnar Aron, f. 14.11.1934, bygging- arfulltrúi í Búðardal, kvæntur Sig- urrós Sigurðardóttur, f. 5.1.1939, húsmóður, og em böm þeirra: Inda Sigrún, f. 10.12.1960, Jón Ingi, f. 15.2. 1962, Sigurður Rúnar, f. 18.12.1968, GuðfinnaUnnur, f. 1.6.1970, og Gunnar Hlíðdal, f. 6.5.1975; Jónas Steinar, f. 20.5.1938, múrari í Hafn- arfirði, kvæntur Gerði Gunnars- dóttur, f. 11.2.1940, húsmóður, og era börn þeirra: Dallilja Inga, f. 16.2. 1959, Gunnar Öm, f. 26.1.1963, og Ólöf Edda, f. 19.2.1964; Rögnvaldur, f. 27.4.1941, verkfræðingur, kvænt- ur Eddu Magnúsdóttur, f. 30.4.1941, lögfræðingi, búsett í Kópavogi, og em böm þeirra: Magnús Haukur, f. 14.12.1969, Kristín Elva, f. 9.11. 1972, og Bjöm Þór, f. 15.7.1975. Foreldrar Ingiríðar vom Kristján Krisfjánsson frá Gunnarsstöðum, d. 22 ára, og Ólöf Einarsdóttir. Ætt Kristján var sonur Kristjáns Ein- Kristjana Ingiriöur Kristjánsdóttir. ars, b. að Ytri-Hraundal á Mýmm, Kristjánssonar, b. í Hítardal, Kristj- ánssonar. Móðir Kristjáns Einars var Steinunn Einarsdóttir. Móðir Kristjáns frá Gunnarsstöðum var Ingiríður Kristjánsdóttir, b. á Gunn- arsstöðum, Guðbrandssonar, b. á Hólmlátri, Magnússonar. Móðir Kristjáns Guðbrandssonar var Kristín Bjamadóttir. Móðir Ingiríð- ar var Guðbjörg Hákonardóttir, b. á Gunnarsstöðum, Eiríkssonar, og Ingiríðar Magnúsdóttur. Olöf var dóttir Leopoldínu Níels- dóttur og Einars Skeggjasonar, b. á Svarfhóli, Jónssonar, og Þorbjargar Þórðardóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.