Dagur - 12.02.1968, Síða 8

Dagur - 12.02.1968, Síða 8
lega. Lesmál því helmingi meira en verið hafði. í ársbyrjun 1920 varð nokkurt hlé á útkomu þess, sennilega vegna ritstjóraskipta, en þá stækkaði það upp í 4 síður í hvert sinn, og hélzt svo lengi. En 22 árum síðar, í ársbyrjun 1942, var brot blaðsins stækkað og í árs- byrjun 1944 varð það 8 síðu blað, og hefir það haldizt. En um og eft- ir 1940 eða jafnvel fyrr var farið að breyta útliti blaðsins meir og meir, birtar fréttir á forsíðu, myndum fjölgað og efni fjöl- breyttara en fyrr, einkum eftir að blaðið stækkaði. í ársbyrjun 1948 minnkaði brot þess aftur niður í hið fyrra horf, en áfram héldust 8 síður hverju sinni. í seinni tíð hefir það hins vegar öðru hverju verið gefið út oftar en einu sinni í viku t. d. nokkra mánuði á sl. ári, en slíkur blaðafjöldi hefir enn ekki orðið varanlegur. Fyrstu tvo áratugina eða því sem næst var útgáfa Dags í hönd- um félags þess, er fyrr var nefnt. En undanfarna þrjá áratugi eða allt að því, hefir blaðið komið út á vegum Framsóknarfélaganna á Akureyri og í Eyjafjarðasýslu. Sjö menn eru í blaðstjórn. For- maður er Jakob Frímannsson, og ræður hún fasta starfsmenn blaðs- ins á sama hátt og stjórn útgáfu- félagsins áður gerði. Fyrsti afgreiðslumaður blaðsins var, eins og fyrr var sagt, Lárus J. Rist. Á eítir honum var Jón Þ. Þór málari afgreiðslumaður í mörg ár. Af honum tók við afgreiðslunni Jó- hann Ó. Haraldsson, sá er síðar varð kúnnur sem organleikari og tónskáld, og hafði haria á hendi til ársloka 1942. Næsti afgreiðslu- maður var Sigurður Jóhannesson stúdent frá Vindheimum (1943— ’45), þá Marino H. Pétursson, nú skrifstofumaður á Akureyri, 1945 —1950. En árið 1950 gerðist nú- verandi ritstjóri blaðsins, Erlingur Davíðsson, afgreiðslumaður þess og hafði afgreiðsluna á hendi í 6 8 DAGUR 50 ÁRA ár. Næsti afgreiðslumaður á eftir honum var Þorkell Björnsson (1956—’59), en snemma á því ári tók Jón Samúelsson við því starfi og hefir haft það á hendi síð- an. Um það er mér ekki fullkunn- ugt, að hve miklu leyti afgreiðslu- menn blaðsins hafa haft á hendi auglýsingasöfnun og fjármála- stjórn fyrir blaðið á sama hátt sem nú gerist og kunnugt er. Ingimar Eydal getur þess þó 1943, að Árni Jóhannsson gjaldkeri K.E.A., sem lengi var formaður Framsóknarfé- lags Akureyrar og forseti bæjar- stjórnar, en einnig í útgáfustjórn Dags, hafi um „fjölmörg ár“ ann- ast innheimtu fyrir blaðið, og að Jóhann Ó. Haraldsson hafi á sín- um tíma sem afgreiðslumaður annast innheimtu og auglýsinga- stjórn „af frábærri alúð, dugnaði og fyrirhyggju.“ Um þá mörgu ágætu menn hvern fyrir sig, sem nú í hálfa öld hafa haft á hendi ritstjórn Dags um lengri eða skemmri tíma, munu aðrir rita að þessu sinni. Hér skulu þó nefnd nöfn þeirra allra, og hvenær þeir stýrðu blaðinu. Eins og fyrr var sagt var Ingimar Eydal fyrsti ritstjóri blaðsins, en hann sagði upp starfi sínu í árslok 1919. Jónas Þorbergsson var rit- stjóri Dags á árunum 1920—27, en fluttist þá til Reykjavíkur og tók við ritstjórn á landsblaði Framsóknarmanna, Tímanum, er Tryggvi Þórhallsson varð forsæt- isráðherra. Veturinn 1927—28 varð Þórólfur Sigurðsson í Bald- ursheimi ritstjóri Dags. Eftir að hann hvarf frá því starfi og til bús síns á ný, gerðist Ingimar Eydal ritstjóri í annað sinn og hafði hana á hendi allt fram til ársloka 1944. En meðritstjórar hans á þessu tímabili voru Friðrik Á. Brekkan rithöfundur (1928—30), Sigfús Halldórs frá Höfnum (1934), Jóhann Frímann fyrrv. skólastjóri 1942—44 og Haukur Snorrason 1944. í ársbyrjun 1.945 létu þeir Ingimar og Jóhann af ritstjórninni, hinn fyrrnefndi fyrir aldurssakir og hinn síðarnefndi vegna annarra starfa, og var Haukur Snorrason einn ritstjóri Dags í 11 ár. 1945— 55. Þá fluttist hann til Reykjavík- ur og tók að sér ritstjórn við Tím- ann eins og Jónas Þorbergsson fyrrum — ásamt Þórarni Þórar- inssyni. Tók þá við Degi núver- andi ritstjóri blaðsins, Erlingur Davíðsson, en hann hafði sem fyrr var sagt, ráðizt að blaðinu sem af- greiðslumaður árið 1950, og þá jafnframt sinnt blaðamennsku öðru hverju, er þess var þörf, m. a. er ritstjórinn var erlendis um hríð. Ingvar Gíslason, núv. alþm., var meðritstjóri Dags um tíma á árinu 1958. Fyrstu kynni mín af mönnum, sem að Degi stóðu, eru frá árun- um 1919—21. Ég var þá ungling- ur við gagnfræðanám á Akureyri. Á öndverðum vetri 1920 var boð- aður stjórnmálafundur í sam- komuhúsinu gamla, sem enn stendur, en var víst í þann tíð mikil höll og vegleg í mínum aug- um og ýmsra annarra, sem vanizt höfðu þröngum húsakynnum og lágreistum. Þarna var í rauninni um leiðarþing að ræða, sem boðað hafði verið til af þáverandi þing- manni kjördæmisins, Magnúsi Kristjánssyni, sem þá var forstjóri Landsverzlunarinnar, en hafði áð- ur fengizt við útgerð og verzlun á Akureyri, en varð sjö árum síðar fjármálaráðherra í ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar. Var hann frummælandi á fundinum. Hiti mun þá hafa verið í stjórnmálum, og var húsið þéttskipað áheyrend- um, en á meðal þeirra vorum við nokkrir skólapiltar fyrir forvitni sakir. Fundarstjóri var Júlíus Havsteen þá settur bæjarfógeti á Akureyri. Eftir að þingmaðurinn hafði lokið framsögunni tóku margir til máls, og fannst mér mik-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.