Dagur - 12.02.1968, Side 9

Dagur - 12.02.1968, Side 9
ið til um mælsku þeirra flestra, maður og hollur sínum málstað, og hafði heldur eigi áður verið á póli- í návist hans var gott að vera. tískri samkomu. Mælskastur virt- Lézt 28. des. 1959 þá kominn hátt ist mér þó Björn Líndal, sem þarna var fyrir þeim mönnum, er síðar fylgdu íhaldsflokknum að málum, þingmaður Akureyringa 1923—27. Þar var og Erlingur Friðjónsson, foringi Alþýðuflokks- manna í bænum. Sýndist mér hann garpur mikill og harðskeytt- ur. Tveir menn urðu mér þó þarna minnisstæðastir, og þótti mér þeir bera af öðrum ræðumönnum, þeg- ar á allt var litið í senn, ræðuefni, framburð og rökfimi. Þetta voru tveir fyrstu ritstjórar Dags, þeir Ingimar Eydal og Jónas Þorbergs- son. Eg þykist muna þá enn allvel, þar sem þeir stóðu á ræðupalli, Ingimar, mikill vexti og bjartur yfirlitum, talaði hátt og snjallt, Jónas, þéttur á velli og þungur á bárunni, með sérkennilegt orðfæri, meitlað og fagurt, beitt svör. Ekki man ég nú lengur einstök atriði úr ræðum þeirra, en hygg, að þær hafi verið nokkuð almenns efnis um þjóðfélagsmál, og þó einkum samvinnumál og verzlunarmál þeirra tíma. Að fundinum loknum fann ég hjá mér löngun til að veita þessum mönnum lið eða þeirra málstað, er ég hefði aldur til. Ingimar Eydal — Jónatansson bónda á Stekkjarflötum — var á þessum tíma hálf fimmtugur að aldri, fæddur 1873. Hann var gagnfræðingur frá Möðruvöllum, en hafði síðar verið í lýðháskólan- um í Askov, var kennari í 40 ár, fyrst í Eyjafirði svo við Barna- skóla Akureyrar, í stjórn Kaup- félags Eyfirðinga um 35 ára skeið, bæjarfulltrúi í 17 ár og forseti bæjarstjórnar hin síðari ár. Fékkst einnig við leiklist á Akureyri. Rit- stjórnin var víst lengst af ígripa- starf áhugamanns. Ég kynntist honum persónulega eftir 1930, er hann var ristjóri Dags í annað sinn, og kom þá á heimili hans. Hann var gáfaður félagshyggju- á níræðisaldur. Þingeyingurinn Jónas Þorbergsson var á þessum fundi 35 ára gamall, fæddur 1885, gagnfræðingur og vesturfari, en er nú á áttugasta og fjórða aldursári, varð þjóðkunnur sem ritstjóri en síðar sem alþingismaður og út- varpsstjóri, en hóf að rita bækur á þeim tíma ævinnar, sem algengt er, að menn setjist í helgan stein sem kallað er. Um hann og síðari kynni mín af honum hefi ég áður ritað og af öðrum tilefnum. Hinn þriðji forvígismaður Dags á Akur- eyri, þótt á annan hátt væri, sem ég kynntist á skólaárum mínum þar, var Sigurður Kristinsson, kaupfélagsstjóri, valmennið hóg- væra, sem kunni þó að fylgja því fast fram, er hann taldi rétt, og hafðí hvers manns traust (f. 1880 d. 1963). Forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga 1923—45. Hann var fjárhaldsmaður minn í skóla, að hætti þeirrar tíðar, og kynni mín af honum um 1920 voru ein- göngu persónuleg, af því tilefni, en síðar miklu meiri annars staðar. Lárus J. Rist, er fyrr var nefndur, var einn af kennurum mínum í Gagnfæðaskólanum. Löngu síðar man ég hann sunnan fjalla sem síðskeggjaðan öldung með rödd og augu þess vökumanns, sem hann lengi var á sínu sviði. Er nokkuð var liðið á þriðja tug aldarinnar kynntist ég í Reykjavík þeim mætu mönnum úr liði Dags úr byggðum Eyjafjarðar, sem Dagur hafði stutt til þátttöku í löggjöf og landsstjórn, Magnúsi Kristjánssyni, Einari Árnasyni og Bernharði Stefánssyni, þá þing- menn Eyfirðinga. Einar og Bern- harð, heyrði ég á Alþingi mæla fyrir stofnun menntaskóla á Norð- urlandi og þótti mér þeim mælast svo skýrt og skörulega báðum, að ég var hreykinn af sem Norðlend- ingur. En menntaskólamálið komst í höfn, er Framsóknarflokk- urinn tók við stjórn, og var það haustið 1927, sem menntamála- ráðherra, Jónas Jónsson, birti það bréf „á Sal,“ er hann þá hafði und- irritað, um að menntaskólakennsla og stúdentspróf skyldi upp tekið á Akureyri. Þá var og um sama leyti vígt heilsuhælið í Kristnesi, en Jónas Þorbergsson var einn af aðalforgöngumönnum þess máls. Magnús Kristjánsson var utan þings um hríð. Ég heyrði hann flytja ræðu — þá nokkuð hniginn að aldri — á geysifjölmennum fundi í Reykjavík, um verzlunar- mál. Voru flestir fundarmenn and- stæðingar hans úr kaupsýslustétt höfuðstaðarins. Svo einarðlega mælti hann í þessum hóp og svo fjarri því að gera áheyrendum til geðs, að ég undraðist geigleysi hans og baráttuþrek, en all gott hljóð hlaut hann, þótt kurr væri í salnum. Hann varð síðar lands- kjörinn þingmaður, og í ráðherra- tíð sinni beitti hann sér fyrir stofn- un síldarverksmiðju ríkisins á Norðurlandi. Hann lézt árið 1929, og tók Einar við af honum sem fjármálaráðherra. Einar hætti þingmennsku 1942, lézt fimm ár- um síðar. Bernharð Stefánsson er nú á 80. aldurári. Sat 36 ár á þingi óslitið (1923—59). Hann hefir síðan á árinu 1960 að jafnaði stjórnað kjördæmisþingum okkar Framsóknarmanna á Laugum og á Akureyri, og síðast nú í vetur. All- ir urðu þessir þrír alþingisforsetar, og þeir Einar og Bernharð árum saman. Þessi hin eldri þingmanna- sveit, sem Dagur studdi við Eyja- fjörð á góðan hlut í þingsögu ald- arinnar og í störfum Framsóknar- flokksins um áratugi. Þótt Dagur hafi, eins og fyrr var sagt, verið gefinn út á vegum Framsóknarmanna á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu, hefir hann frá öndverðu látið sig málefni Norður- lands alls miklu skipta, enda átt f jölda lesenda um allt Norðurland, DAGUR 50 ÁRA 9

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.