Dagur


Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 19

Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 19
Helgi Hallgrímsson: Tvö eldfyrirbæri Sýnin í Haga í GÖMLUM BLÖÐUM má finna lýsingar á ýmsum einkennilegum náttúrufyrirbærum. I sumum til- fellum eru fyrirbærin lítt eða ekki skiljanleg, eins og þeim er lýst, enda er frásögnin þá oftast meira eða minna blönduð hjátrú frásegj- andans. Önnur fyrirbæri verða auðveldlega skýrð út frá þekkingu náttúruvísindanna. Hér fer á eftir lýsing á einu slíku fyrirbæri; er lýsingin tekin úr Norðurfara 12. ág., 1873, bls. 137, og hljóða svo: „Þriðjudaginn hinn 11. þ. m. (þ. e. nóvember' 1873) voru sjó- menn að beita línu í Syðri-Haga á Árskógsströnd, sáu þeir þá glampa mikinn á norðvesturloftinu, í stefnu yfir Krossahnjúk, ' brátt varð glampi þessi svo mikill, að svo var sem eldi eða loga slægi á loft upp, fjöllum hærra og varaði nokkra stund. Nú lögðust menn þessir til svefns. Morguninn eftir réru þeir til fiskjar, og námu þar staðar á miði, er Hagabær var í stefnu við Krosshnjúk. Litlu fyrir dag sáu þeir aftur glampa eða eld í svipaðri eða sömu átt, en miklu meiri en kvöldinu fyrir, bæði meiri um sig og hærra og miklu hærra í loft upp, en svo virtist sem vindur stæði á logann af vestri, því loginn lagði mjög til austurs. Þegar Iína er dregin á upp- drætti Islands frá Haga yfir Krossahnjúk bendir hún norðan við Hornstrandir. Þannig hefur Jóhann timbur- smiður í Syðri-Haga skýrt frá sýn þessari og fullvissaði um, að menn þeir, sem sáu, væru aðgætnir og sannorðir menn.“ Þannig er lýsing Norðurfara á atburði þessum. í fljótu bragði virðist lýsingin eiga við eldgos, og enginn minni fræðimaður en Þorvaldur Thor- oddsen hefur tekið hluta af þess- ari lýsingu upp í Eldgosasögu landsins. (Þ. Thoroddsen: Die Gesichte d. Isl. Vulkane. 1925). Virðist Þorvaldur hallast að því, að hér hafi verið um að ræða eld- gos í hafi, norðan og vestan við ísland, en annars ræðir hann þetta fyrirbæri ekki nánar. Látum oss þá athuga nánar möguleikana á staðsetningu þessa hugsanlega goss. Eins og fram kemur í fréttagreininni bendir lína, dregin um Haga og Krossa- hnjúk, um það bil 5 gráður norð- an við vestur, og liggur yfir fjall- garðinn milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar um Hreppsendasúl- ur, síðan yfir utanverðan Skaga- fjörð, yzta hluta Skaga, Húnaflóa- mynni og yfir Hornstrandir til Grænlands. Á þessari línu hefði þá gosið átt að vera einhversstaðar. Nú er þess að gæta, að Krossahnjúkur (Sól- arfjöll) er um 1000 m. á hæð, en fjarlægðin þaðan fram á miðjan fjörð, þar sem ætla má að mið Hagabænda hafi verið, er um 10 km. Hafi gosið verið á Skaga, sem er í um 100 km. fjarlægð frá Hagamiði, hefur gossúlan þurft að vera um 10 km. á hæð, en hafi hún verið á Hornströndum, hefði hún þurft að vera um 20 km. á . DAGUR 50 ÁRA 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.