Dagur


Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 20

Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 20
hæð, og þó ríflega það til að sjást gnæfa upp yfir fjöllin. Meiri hæð er vart hugsanleg á gossúlu, og þó mun eldsúla sjaldan eða aldrei ná mikið meira en svo sem 10 km. hæð, og væri þó um stórgos að ræða. Samkvæmt þessu hefur gos- ið aldrei verið vestar en á Horn- ströndum, en þó miklu líklegra að það hafi verið á Skaga, eða á Skagafiröi,'og loks hefði það vel getað verið í fjallgarðinum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar (Tröllaskaga), fjarlægðarinnar vegna. Sé litið á jarðsögulegar líkur, fyrir gosi á þessum nefndu stöð- um, eru þær sáralitlar, og þó allra minnstar líkur fyrir gosi á Vest- fjörðum eða í hafinu þar í grennd (Húnaflóa). Nokkru meiri eru líkurnar fyrir gosi á Skaga eða á Skagafirði, því vitað er að þar hefur gosið fram á Isöld, en á Tröllaskaga eru líkurn- ar aftur lítið meiri en á Vestfjarða- kjálkanum. Gerum þá ráð fyrir að stórgos hafi orðið á Skagafirði eða á utan- verðum Skaga, árið 1873. Eldsúla teygðist um 5—10 km. upp í loft- ið, og annað eftir því. Skyldu þá ekki fleiri hafa orðið varir við eld- gos þetta en þeir Hagamenn? Jú, auðvitað, en engar heimildir eru til, mér vitanlega, sem staðfesti það. Hefði slíkt stórgos þó engan veginn getað fariö fram hjá Skag- firðingum. Niðurstaðan veirðúr því sú, að hér hafi engan veginp getað verið um eldgos að ræða, og er þá að leita annarra skýringa á fyrirbær- inu. i ; Svo einkennilega vill til, að þegar ég var að hugsa um þetta fyrirbæri í fyrravetur (1967), og reyndi meo öllum tiltækum með- ulum að útskýra það sem eldgos, kom skýringin yfir mig eins og andinn forðum, og það merkilega var, hún kom sem himinteikn, sem margir sáu, teikn, sem að mínu 20 DAGUR 50 ÁRA áliti var samskonar og áðurnefnt fyrirbæri, og á ég þar við glitský- in, sem birtust yfir Norðurlandi í janúar þennan vetur. Þegar ég sá glitskýin, var eins og skotið gegnum hugann: þetta er það sama og Hagamenn sáu. Þá fór ég að lesa lýsinguna aftur, og viti menn: þar stóð ýmislegt heima, og annað mátti lesa milli línanna, ef svo má segja. Mun ég nú reyna að finna þessum fullyrð- ingum nokkurn stað. Það er þá fyrst að telja, að tím- inn sem ljósin sáust á, stemrnir all- vel við þann tíma, sem líklegastur er fyrir glitský. Líklegast er, þótt það sé ekki fram tekið í fréttinni, að Hagabændur hafi beitt siðla dags eða undir kvöld. Síðan fara þeir snemma að sofa og vakna síðla nætur og fara til fiskjarins, enda segir í greininni: litlu fyrir dag, sáu þeir aftur glampa o. s. frv. Það er eðli glitskýja, aö þaú sjást nokkru fyrir birtingu og nokkru eftir að skuggsýnt er orðið, og stafar af því að þau eru svo hátt í loftinu (20—30 km.) að sólin nær að skína á þau miklu lengur en á venjuleg ský, sem eru í um 2—3 km. hæö. I öðru lagi er hvergi í greininni talað um eldsúlu né heldur reykj- arsúlu, heldur um „glampa,“ „loga“ og „eld“ og talað um að honum hafi „slegið á loft upp“ og „varaði nokkra stund.“ Athyglisverð eru enn þau ummæli, aði „svo virtist sem vindur i stæðj , á logann af vestri, því logann lagði mjög til austurs.'f Þetta er einmitt einkenni glitskýja, aö þau líkjast glampa eða loga sem kembdur er af vindi. Þau stefna oft frá’ austri til vest- urs, enda fylgja þau oft vestnn- vindi í háloítunum. Svo getur því sýnzt sem þeim slái á loft upp, hátt yfir fjöll. Nú muna allir þá veðurblíðu, sem var í janúar síðasliðinn vetur, um það bil, sem glitskýin sáust, en hvernig skyldi veðrið hafa verið þann 11. nóvember 1873. Sjálf- sagt mætti finna það út eftir veð- urskýrslum, en nokkra bendingu gefur eftirfarandi veðurlýsing, sem tekin er úr fréttadálki sama bl,aðs. Þar segir svo: „8. f. m. (þ. e. október, hér er sennilega um prentvillu að ræða, og á þetta að vera þ. m., þ, e. nóvember) fór hríðum að ljetta af og veðrið að birta og batna, en 14. þ. m. fyrst að hlána og síðar var nær því á hverjum degi meiri og minni þíða, svo að i snjóljettum sveitum, var komin upp næg jörð fyrir fullorð- ið sauðfé og hross, en aftur í snjó- þungum sveitum mátti heita að varla sæist á dökkan díl.“ Sam- kvæmt þessari tilvitnun, hefur fyrirbærið sézt nokkrum dögum áður en hlánaði, og er ekki ósenni- legt að vindur hafi þá verið orðinn suðlægur eða suðvestlægur í há- loftunum, þótt hann yrði það ekki fyrr en nokkrum dögum síðar á jörðu niðri. Slíkt er algengt fyrir- bæri. Þegar öllu er á botninn hvolft held ég vart verði um það eíast, að fyrirbærið sem Hagamenn sáu, hafi verið glitský, og hugsanlega er einnig þannig um sum önnur ,-,eldfyrirbæri,“ sem frá er greint í gömlum heimildum. Aldarminning eldgoss FJÖLMARGAR heimildir eru um eldgos í hafi, bæði fyrir sunnan og norðan land. Viröist þó, sem ýmsir hafi verið farnir að gerast vantrú- aðir á að slíkt hefði raunverulega átt sér stað, þegar Surtseyjargosið hófst nýlega, og sýndi okkur svart á hvítu, að slík gos eru engu síður rsunveruleg en gos á landi. Um áramótin 1867—68, nán- ar tiltekið á gamlársnótt (31. des.), gengu allsnarpir jarðskjálft-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.