Dagur - 12.02.1968, Side 29

Dagur - 12.02.1968, Side 29
hafa þá stefnu í huga, þegar rætt er um framtíðaruppbyggingu skóla í landinu vegna þess að þeim er auðveldara en öðrum rikisstofnunum að finna stað utan höfuðbcrgarinriar án þess, að þeir missi nokkurs í við það. Auk þess eru skólarnir mjög áhrifamiklir gagnvart umhverfi sínu. Á þröskuldi nýrrar aldar. Um það þnrf ekki að efast, að á næstu áratugum mun verða stórkostleg bylt- ing í skóla- og fræðslumálum hér á landi sem öllum öðrum menningarlöndum. Þó að okkur þyki skólakerfið þegar fyrir- ferðamikið í fjárlögum þjóðarinnar og taka til sin mikinn tíma og mannafla, þá er það eitt af því, sem siðar verður. Við stöndum ó þröskuldi nýrrar aldar sem væntanlega mun lcoma meira um- róti á þjóðfélagiö, þarfir þess og kröfur en nokkur iðnbylting hefur gcrt til þessa. Nú getum við aldrei nema aö litlu leyti séð fram í tímann, og það er heldur ekki nauðsynlegt að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni, en ýmis atriöi má þó sjá fyrir. Kröfur manna ótvírætt vaxa um ýmsa sérþekkingu og sérþjálfun til vandasamra starfa mun stóraukast. Þeim kröfum og þörfum verður einungis full- nægt með skipulegri skólafræðslu og kerfisbundinni þjálfun. Tæknin og vél- væðingin mun alveg sérstaklega verða heimtufrek á sérmenntað vinnuafl, og það verður alltaf minna og minna að gera með ófaglært verkafólk. Sjálf- virkni leysir viðast mannshöndina af liólmi og skrifstofuverkum fækkar. Hins vegar eykst eftirspurn eftir mönnum, sem kunna fyrir sér um verkfræðilega skipulagningu og stjórn og viðgerðir margbrotinna véla og tækja. A sviði tækninnar og iðnþróunnar munu því gerðar kröfur, sem ekki verð- ur fullnægt með öðru en sífjölgandi skól- um og verkþjálfunarstöðvum. Eg efast ekki um, að ÍSlendingar munu leitast við að fylgjast með í þessari þróun og efla í því sambandi tækni og iðnfræðslu í landinu og eftir því sem við verður kom- ið, þó að auðvitað sé það alltaf nauðsyn, að sem flestum gefist kostur á að sækja nám að einhverju lejdi til útlanda. En skólakerfið verður vitanlega ekki eingöngu miðað við brýnustu þarfir í þágu tækni og verkkunnáttu og þó er þar um auðugan garð að gresja, því að allir atvinnuvegir til lands og sjávar eiga hér hlut að máli, og störfin eru óg verða margbreytileg. Verkmenningin ein í þrengsta skilningi mun þó tæpast yfir- skyggja allt í fræðslukerfinu. Þjóðfélag- ið er flóknara og fíngerðara en svo, að það verði eingöngu rekið með vélarafli. Þjóðfélag okkar er fyrst og fremst sam- ansafn manna og mannskepnan verður aldrei vélgeng. Mannlegum þcrfum veröur ekki fullnægt með tækniþekk- ingu einni saman. Hún er ein út af fyrir sig tæplega fullhagnýtt nema önnur þekking komi til viðbótar. Það verður því engu síður þörf á þvi að leggja stund á nám í þeim greinum, sem eru til fyll- ingar og stuðnings tækninni. Þar kemur sannarlega margt ti! greina: Verzlunar- þekking, málakunnátta, listfengi og þekking á þjóðfélags- og efnahagsmál- um i víðtækri merkingu — svo að nokkuð sé nefnt. An þess að ég ætli að gera þessu ýtarlegri skil, þá vil ég benda á, aö fyrr en varir verða kröfurnar um sérþekkingu og sérþjálfun á óteljandi sviöum búnar að hertaka fræðslukerfið og vikka það og breilcka i allar áttir. Þess vegna vil ég, að ráðandi menn staldri nú viö og reyni að gera áætlun um framtiðaruppbyggingu skóla cg fræðslukerfisins, þar sem það veröur haft að leiðarljósi, að sérskólakerfið verði ekki staðbundið í Reykjavik held- ur nái eftir því sem kostur er til alls landsins. Eg tel, að slík stefna sé mikil- væg út frá því sjónarmiði að dregið sé úr áhrifavaldi höfuðborgarinnar, og ég tel einnig, að þetta sé tiltölulega auð- leyst mál, ef rétt er að því staðið frá byrjun. Akureyri sem skólabær. Margir virðast nú í orði kveðnu a. m. k. sammála um að æskilegt sé að efla Akureyri sérstaklega til mótvægis við Reykjavík. Augljóst er, að það verður ekki gert með neinni einni sérstakri ráð- stöfun. Þar þarf margt til að koma. Það þarf að efla atvinnulífið og fjölga at- vinnugreinunum. Það verður að efla Akureyri sem verzlunarmiðstöð. Það þarf að gera átak í húsnæðisvandamál- um. Það þarf einnig, eins og er hér til umræðu, að efla Akureyri sem skólabæ og menningarmiðstöð. Ef það tekst, þá mun leita í miklu ríkara mæli en nú er, menn með sérþekkingu og sérhæfileika. Akureyri er nú þegar tiltölulega öflugur skólabær, en þó er hægt að efla hann mjög mikið ennþá á þessu sviði. Það er ekki nóg að hafa menntaskólann einan. Hann liefur þó reynzt bænum drjúgur til aðfanga. Undirbúningsdeild Tækni- skólans þarf á næstu árum að vaxa upp í það að vera fullgildur tækniskóli á við Tækniskólann í Reykjavík. Hér þarf að koma upp verzlunarskóia. Þess er mjög brýn þörf vegna hagsmuna verzlunar- innar í bænum og alls Norðurlands. Hinn væntanlegi Iðnskóli sem nú er í byggingu, þarf að vera sem allra full- komnastur og sniðinn eftir kröfum tím- ans, og raunar ætti hann að verða fyrir- mynd allra iðnskóla í landinu. Hér er um nýja stofnun að ræða og möguleikar til fyrirmyndarskipulags eru því miklir. Þingmenn Noröurlands stóðu sameing- inlega að flutningi þingsúlyktunartillögu um garðyrlcjuskóla á Akureyri. Sú til- laga var samþykkt á síðasta þingi og nefnd faliö að vinna að undirbúningi málsins. Ekki er mér kunnugt um, hversu langt er komið störfum nefndar- innar, en þess veröur að vænta, að fljót- lega komist skriður á málið, svo að garð- yrkjuskólinn geti tekiö til starfa sem fyrst. Hið nýja hús kennaraskólans í Reykjavík er þegar orðið alltof lítið. Kennaramenntun fer vaxandi ár frá ári og allar horfur á því, að innan tiltölu- lega fárra ára þurfi að stoína nýjan kennaraskóla. Vrel mætti hugsa sér hann á Akureyri. Einnig mætti gera að raun- veruleika hugmynd Þórarins skólameist- ara á Akureyri um kennaradeild við Menntaskólann ú Akureyri. Lokaorð. Þannig mætti víst lengi telja dæmi um skóla og ýmsa kennslu, sem nú þeg- ar væri ástæða til að efla, án alls hins, sem framtíðin ber í skauti sínu og erfið- ara er að greina í smáatriðum, þó að heildarlínur virðist allglöggar, þ. e. skólakerfið mun vaxa og færast út á fleiri svið og verða enn stærri liður í þjóðarbúskapnum en nú er. Landsbyggð- in má ekki verða afskipt í þessu sam- bandi. Það er landsbyggðinni til ávinn- ings að dreifa opinberum þjónustustofn- unum svo sem við verður komið, og það niun vissulega ekki hafa minnst að segja, að landsbyggðin fái sinn skerf af óhjá- kvæmilegum vexti skóla og fræðslu- kerfisins. Afmælisblað. ÞETTA afmælisblað Dags er gefið út í 5500 eintökum og eiga allir kaupendur að fá það í hendur svo fljótt sem prent- un leyfir. Það kemur að nokkru í stað Jólablaðs Dags, sem ekki kom út á síð- asta ári. Afmælisblaðið þakkar höfund- um aðsendar greinar og sendir þeim beztu kveðjur. ÐAGUR 50 ÁRA 29

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.