Dagur


Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 38

Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 38
 og ajlalcysi cru aö ráða niðurlögum ey- jirzks smábátaútvcgs ■ ------ -------------- Daéur 1944. vegna aldurs, var Haukur Snorra- son ráðinn ritstjóri blaðsins. Þar kom áreiðanlega réttur maður á réttan stað. Það var sem hann væri fæddur til að vera blaðamað- ur. Var blaðið bæði skemmtilegt og áhrifamikið undir hans stjórn. í pólitískum deilum gat Haukur að vísu verið harður baráttumað- ur, en þó aldrei illkvittinn. Að sjálfsögðu studdi blaðið áfram Framsóknarflokkinn, en þó kom það fyrir að Haukur féllst ekki á allar ákvarðanir flokksstjórnar- innar, en fór sínar eigin leiðir og hafði einurð til að framfylgja sinni skoðun í blaðinu. Sjálfsagt hefur einhverjum mislíkað þetta, en ég tel hann mann að meiri. Góðir drengir geta ekki haldið öðru fram ep því, sem þeir telja rétt og Hauk- ur var góður drengur og vaxandi alla sína skömmu ævi. Hann var líka afkastamikill, fljótur að hugsa og fljótur að skrifa, röskur að hverju sem hann gekk, en vann þó vel og vandaði verk sín. En það fór með Hauk ein9 og Jónas Þorbergsson: Hann fékk ekki að vera hér kyrr. Flokkurinn 38 DAGUR 50 ÁRA vildi fá hann að ritstjórn Tímans. Hann lét tilleiðast og fór suður og tók við störfum við Tímann um áramótin 1955—56. Urðu störf hans þar með svipuðum hætti og hér og áreiðanlega Tímanum til góðs. Vorið 1958 buðu Vestur-þýzk stjórnarvöld nokkrum íslenzkum blaðamönnum í kynnisför til Þýzkalands. Ferðin hefur sjálfsagt verið fróðleg og í fyrstu skemmti- leg, en hún kostaði Hauk Snorra- son lífið. Hann kom veikur til Hamborgar á heimleið og andaðist þar þann 10. maí. Hvílíkt áfall það var fyrir vandamenn, vini og samherja, að missa Hauk aðeins tæpra 42 ára, er hægra að hugsa sér en um að ræða. Erlingur Davíðsson núverandi ritstjóri Dags kom til starfa við blaðið árið 1950 og varð aðstoðar- maður Hauks og við afgreiðslu blaðsins. Tók svo við ritstjórn þess þegar Haukur fór suður, eða frá áramótum 1955—56. Eitt af Jólablööum Dags. Erlingur var fæddur á Stóru- Hámundarstöðum á Arskógs- strönd 11. apríl 1912, sonur Davíðs Sigurðssonar bónda þar og hreppstjóra og konu hans Maríu Jónsdóttur. Erlingur gekk ungur í héraðsskóla og síðan í Bænda- skólann á Hvanneyri. Var um skeið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi og hlaut réttindi lærðra garðyrkjumanna. Vann svo um tíma við jarðyrkjustöð KEA við Brúnalaug hér í Eyjafirði. Kona Erlings er Katrín Kristjáns- dóttir, systir Karls Kristjánssonar, lengi alþingismanns, og eiga þau 4 uppkomna syni. Vonandi á Erlingur eftir að vera ritstjóri Dags í mörg ár enn. Er því ekki tímabært að kveða upp neinn endanlegan dóm um ritstjórn hans. Mér virðist þó, að hann haldi vel í horfinu. Undir stjórn hans er blaðið enn læsilegt og fjölbreytt að efni. Það er sem fyrr öflugur málsvari Framsóknar- flokksins, berst jafnan skelegglega fyrir hagsmunamálum okkar Norðlendinga og sinnir ýmsum æskulýðsmálum meira en önnur pólitísk blöð. Er Erlingur mikill áhugamaður um velferð æskunn- ar og menningu hennar. Tel ég að lesendur Dags og þá einkum sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.