Dagur - 12.02.1968, Side 42

Dagur - 12.02.1968, Side 42
hensen landshöfðingja, Þórhalls Bjarna- sonar biskups og Skúla Thoroddsen al- þingismanns, voru enn í fersku minni. Hið umrædda ár var eitt af bannárun- um og fangelsin stóðu auð og yfirgefin. Ungmennafélög landsins störfuðu víðast af miklum þrótti. Enn leið eitt ár þar til menn litu aug- um fyrstu íslenzku flugvélina og var hún kölluð „nýjasta galdratæki nútímans.“ Rafmagn til almenningsnota var enn draumur, útvarp í enn meiri fjarlægð, landið veglaust að kalla og hestar enn helzta samgöngutækið. Orfið, árin og vefstóllinn voru mikilvægustu tækin í lífsbaráttunni, en samvinnufélögin höfðu um þessar mundir unnið mikla sigra í verzlunar- og viðskiptamálum. I dreif- ■ býlinu voru flestir bústaðir manna, svo og aðrar byggingar, úr grjóti, torfi og timbri, víðast án vatnsleiðslu eða ann- arra nútímaþæginda. En sókn í atvinnu- og menningarmál- um, sem var alhliða og almenn, hófst mikið fyrr en hér var komið sögu og efldist enn mjög við tímamótasigurinn í sjálfstæðisbaráttunni 1918 og síðar, svo sem öllum er kunnugt. Þeir, sem lifað hafa hér á landi síðustu háifa öld eða lengur, muna tíma tvenna og hafa í raun og veru lifað í tveim ólík- um heimum. A seinni hluta þessa tíma- bils hefur vaxið upp ný kynslóð, sem ekki stendur föstum fótum í fortíðinni og arfi feðranna. Þetta fólk, menn og konur, hefur aldrei séð konu elda mat á hlóðum, eins og allar formæður okkar höfðu gert til þess tíma. Miðað við fyrri tíma lifum við nú all- flestir íslendingar í björtum og skraut- legum höllum í landi ævintýranna, ferð- umst í lofti, látum vélar vinna öll erfið- ustu verkin, styðjum á hnapp til að veita geislandi birtu yfir heimilin, fáum dag- lega fréttir af helztu viðburðum á þess- ari jörð og jafnvel utan úr geimnum. Við mættum eflaust oftar hugleiða þetta ævintýraland okkar en við gerum og hið stóra ævintýri okkar sjálfra á' hálfrar aldar vegferð. Með því að bregða upp myndum af gömlum tíma og nýjum, gleðjumst við með réttu. En um leið þurfum við að minnast þess, að það er hið norðlæga og svala eyland okkar og hin mörgu landsins gæði, sem hafa skil- að okkur svo langt á skömmum tíma. Með gjörbreyttum lífsvenjum og þeim ytri skilyrðum, sem fyrrum voru óþekkt á Islandi en nú talin sjálfsögð, vill ýmis- legt raskast eða jafnvel glatast. Jafnvel samlíf fólks við náttúruna hefur rofnað verulega og mörgum finnst þeir nú óháð- ir sól og regni. ■ 42 DAGUR 50 ÁRA Margt þarf til þess, að fámenn þjóð geti notið fulls frelsis og lifað hamingju- sömu menningarlífi i stóru og torfæru landi norður við Ishaf. Eitt af þvi nauð- synlegasta er trúin á landiö. Græna belt- ið við strendur landsins og gróður dala og beiða er dýrmætasta eign þjóðarinn- ar. Um sinn hefur gróðurinn þokað fyrir eyðingaröflunum, en við þurfum að koma til liðs við hann og snúa vörn í sókn. Megi gæfa og gengi treysta bönd okkar við náttúru landsins, gróður þess og ónýttar auðlindir, á næstu fimmtíu érum. Þá mun okkur vel farnast. Fótalaus mjólkurdýr HVAR SEM ER, getum við lagst til hvíldar úti í náttúrunni, og getum valið um mosaþúfu, grænan grasbolla, lyng- brekku eða rjóður í birkikjarri, án þess að þurfa að óttast mannskæð rándýr eða eitruð og hættuleg skriðdýr. Ekki verður slíkt sagt um mörg hinna hlýju landa. I Bandaríkjunum er skröltormurinn mannskæðasta villidýrið og mjög út- breiddur. Eiturtennur hans eru hvassar og bitið svo baneitrað, að enginn maður lifir það ef hjálp berst ekki mjög fljótt. I Flórida er skriðdýrastofnun, sem m. a. hefur það hlutverk að safna lifandi skröltormum og öðrum eitruðum slöng- um og snákum til að ná eitrinu. Við skröltormaveiðar er notuð einskonar töng, sem grípa þarf með aftan við haus ormsins á meðan hann er settur í poka eða kassa. Síðan eru dýrin flutt í skrið- dýrastofnunina og þar eru þau „mjólk- uð“ eða eitrinu náð úr þeim. Eitrinu er þannig náð, að kjafti slöngunnar er þrýst á glasrönd, sem hann er neyddur til að bíta og gefa frá sér eitrið. Og þá er hlut- verki hans lokið. Eitrinu er síðan dælt í hest, í mjög smáum skömmtum fyrst í stað. Hesturinn myndar þá varnarefni í blóði sínu, snákabits-serum. Það efni er svo notað gegn höggormabiti og er mjög verðmætt. Veiðimenn hafa töluvert að gera til að fullnægja eftirspurn, því stofnun sú er fyrr’ greinir þarf mikið eitur og ekki er hægt að mjólka hvert dýr nema einu sinni. En vei þeim, sem ekki gætir sín á þeim veiðum. Enn líta menn til lofts EINN ÞÁTTUR hins daglega lífs var að lita til lofts og spá í skýin og önnur þau tákn, sem leiðbeint gætu um veður í næstu framtíð. Sumir urðu miklir veður- spámenn, er þeir höfðu þroskað með sér athyglisgáfuna á langri ævi. Aðra dreymdi fyrir veðri. Nú er þetta allt að hverfa, enda auðveldara að hlusta á veð- urfregnir og veðurspár nýja tímans. En öll veðrabrigði eiga rætur að rekja til hitamismunarins um miðbaug og heimskautin. Frá hitabeltinu stíga varm- ir loftstraumar upp og leita til norðurs og suðurs. Frá heimskautalöndunum í norðri og suðri, þar sem er 100 stigum kaldara eða meira, næða kaldir vindar. Þessir miklu varmaflutningar í loft- hjúpnum og hin ójafna hitadreifing frá orkugjafanum mikla, sólinni, valda hin- um tíðu og stundum ógnvekjandi veðra- brigðum. 45 þús. þrumuveður til jafn- aðar á dag, hvirfilvindar, heitir vindar og kaldir, steypiregn og stórhríð, er í raun og veru ekkert annað en hin þrot- lausa jafnvægisleit í náttúrunni, þar sem aldrei er kyrrð, nema kyrrðin á undan storminum. Veðurfræðingar eru einhverjir mestu njósnarar heims. Þeir njósna um veðrið og vita um æðisgengna storma nokkru áður en þeir skella á. Og hér í norðrinu segja þeir okkur daglega um veður næstu dægur og reynast spár þeirra æ öruggari. En þeir eru aðeins njósnarar og spá- menn. Aðrir reyna að sveigja sjálf nátt- úruöflin, lægja storma, framleiða regn o. s. frv. Þess er kannski ekki lagt að bíða, að árangur náist einnig á þeim sviðum. Segja má, að hylli undir þá möguleika. En hversu oft sem maður hlustar á veðurfregnir og þótt menn kynnu í framtíðinni að öðlast vald yfir einhverj- um öflum í heimi vindanna, eigum við allt okkar undir sól og regni, eins og fyrr — og enn líta menn til lofts —. E. D.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.