Dagur


Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 44

Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 44
írsku Derby-veðreiðarnar. Og aftur vildi hann kaupa hesta af ís- landi og í það skiptið þá minnstu gæð- inga, sem hægt væri að fá. Fyrr á tímum þótti sumum útlendingum, sem hér ferð- uðust um og þá auðvitað á hestum, ís- lenzku hestarnir eftirsóknarverðastir alls þess er landið hefði að bjóða. Víst er talið, að landið hefði verið óbyggilegt ef hestsins hefði ekki notið við. En hann var í senn dráttardýr, áburðardýr og reiðhestur. Líf kynslóð- anna og ísflenzka hrossastofnsins er því samofið frá fyrstu byggð landsins og óslitið fram á síðustu áratugi. Þá kom vélvæðingin til sögunnar og svo leit út um skeið, að hrossin myndu engu öðru hlutverki þjóna í framtíðinni en að efla kjötframleiðsluna. Þá risu upp hestamenn og hestakonur, bundust samtökum um land allt að kalla og hófu hestinn til vegs og virðingar á nýjan leik og í nýju hlutverki. Sú saga er skammt á veg komin, en allar líkur benda til þess, að sporthestar og reið- mennskan skapi sér verulegan sess í tómstundaiðju fjölda borgara, einkum í þéttbýlinu. Með kappreiðum og góðhestasýning- um síðustu ára hafa landsmenn komið á þeim einú dýrasýningum, sem hér á landi eru stundaðar. Hestamannamót, þar sem gæðingar eru sýndir og hlaupa- garpar reyndir, eru enn á frumstigi. Þau verða leiðigjörn nema meiri fjölbreytni komi til. Kappakstur, víðavangs- og hindrunarhlaup eru t. d. mjög skemmti- legar hestaíþróttir á meginlandinu. Eg ætla hér ekki að nefna hestaötin, þótt ég hæfi mál mitt á þeim, og þótt þau hafi ýmislegt sér til ágætis, en þykji ef- laust gróf. En kappaksturinn og þó sér- staklega víðavangshlaupið eru iþróttir, sem taka ber á dagskrá. í víðavangs- hlaupi, sem að sjálfsögðu fer fram á ósléttu og hæðóttu landi, njóta ýmsir beztu eiginleikar hesta okkar sín betur en á nokkru öðru sviði — kostir, sem á veniulegum skeiðvöllum og á sléttum vegum koma naumast í ljós. Eg hef séð menn ríða á ótrúlega mijcilli ferð um slíkt land, þar sem fleiri mundu teyma hesta sína, og séð þar slíkan létt- leika og fótfimi, að ég mun vart gleyma því. Einnig hefi ég séð götugæðing, ljómandi fallegan og prúðan tölthest héðan úr bænum, verða svo miður sín við svolitla lækjarsprænu, að hann treysti sér ekki að stíga yfir. Þessum hesti hafði víst ekki áður verið riðið ut- an vegar og var þó kallaður fulltaminn. Annars eru dýrasýningar nágranna- þjóðanna æði fjörbreyttar og sumar sýnast okkur furðulegar, svo sem hana- ötin. Hundaveðhlaupin eru sérstakur þáttur, sem hægt verður að taka hér upp síðar, þegar farið verður að rækta sérstök hundakyn með viss verkefni fyr- ir augum, eins og gert er í flestum lönd- um nema á Islandi. Þá verða stofnuð fé- lög hundamanna ekki síður en hesta- manna nú. Og þá rennur væntanlega upp sá tíma hér á landi, að íslenzkir bændur láta fjárhunda annast verulegan hluta fjárgæzlu í stað þess að mæða sig í hlutverki beggja. Veiðar með ránfuglum hafa íslend- ingum ætíð staðið opnar, því íslenzki fálkinn eða valurinn er bezti veiðifugl, sem þekktur er og var í aldaraðir eftir- sóttur og goldinn dýru verði til útflutn- ings. Enn eru veiðar með fálkum stund- aðar í Evrópu og Ameríku og enn eru þær veiðar eingöngu auðmanna- og höfð- ingjasport. I stríðinu voru fálkar notaðir til að granda bréfdúfum. íslenzki fálkinn er flugfimur og grimm- ur ránfugl, sem allir þekkja. Og margir hafa séð hann hremma bráð sxna, hina ýmsu fugla, á flugi. Hann hefur nú verið alfriðaður. Öldum saman stund- uðu innlendir og erlendir fálkaveiðarar iðju sina hér á landi. Flestir fóru fugl- arnir til Danakonungs, sem síðan miðl- aði öðrum þjóðhöfðingjum af því ör- læti, sem við átti. 44 DAGUR 50 ARA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.