Dagur - 12.02.1968, Page 50

Dagur - 12.02.1968, Page 50
Eldborgu GK 13 hleypt ai stokkunum á Akureyri. inn forstöðumaður Norræna hússins í Reykjavík. Sigurður M. Helgason skip- aður borgarfógeti í Reykjavík. Sjóstang- veiðimót haldið á Eyjafirði. Stígandi frá Olafsfirði fórst. Mannbjörg varð. Þota FI kom til Akureyrar. Minnisvarði af- hjúpaður á Sauðanesi á Langanesi, til minningar um norska sjómenn, er þar fórust með skipi fyrir 60 árum. Félags- heimili vígt á Raufarhöfn. Hótel Askja opnuð á Eskifirði. Mannabein finnast í Grindavíkurhrauni. Snarpir jarðskjálfta- kippir urðu á Suðurlandi. Ný Islands- kort og gróðurkort komin út. Flokk- ur brezkra námsmanna býr i tjöldum í Svarfaðardal og stundar rannsóknarstörf af ýmsu tagi, sem hli^ta síns náms. September. Gífurlegur eldsvoði í Reykjavík í vöru- skemmum Eimskipafélagsins. Upp tek- inn ferðamannaskattur. Tilraunir gerðar með flutning á kældri síld til söltunar í landi. Þrettán ára stúlka á Sauðárkróki bjargaði dreng frá drukknun. Mikill áhugi á knattspyrnu á Akureyri og þús- undir manna viðstaddar í fyrstu deildar- keppninni á íþróttavellinum. Frystihús í smíðum á Grenivík. Styttra er frá síld- armiðunum til Norðurpólsins en Islands. Gatnagerðargjald samþykkt í bæjar- stjórn Akureyrar. Arni Friðriksson, haf- rannsóknarskipið, kominn. Steingrímur Sigurðsson heldur málverkasýningu í Landsbankasalnum. Elliheimili Akureyr- ar fimm ára. Slátrun hófst 29. septem- ber. Blóði safnað á Akureyri og í ná- grenni á vegum Rauða krossins. Séra Benjamín flytur til Reykjavíkur. Vigð Sesseljubúð á Oxnadalsheiði. Hringsjá sett upp á Húsavíkurfjalli. Léleg kart- öfluuppskera, lélegt heyskaparár. Rann- sókn fór fram í máli manna í Grundar- plássi vegna varnarmála þar, samanber fyrri frétt um hringskyrfi. Deild úr Vél- skóla Islands tekin til stafa á ný. Borað eftir heitu vatni við Lagarfljót. Borað eftir heitu vatni við Hrafnagil fyrr á sumrinu. Beitusíld er keypt inn frá Nor- egi. Nýr skóli tók til starfa í Vopnafirði. Þrífætta folaldið úr Landeyjum sent vestur um liaf, sagt í rannsóknarskyni, fremur en til að sýna það í „cirkus“. Október. Leitað að brennuvargi á Húsavík. Jarð- skjálftar og nýir hverir á Reykjanesi. Röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins fær ný og fullkomin tæki. Byggingar- áætlun undirbúin á Akureyri. Kísilgúr- verksmiðjan við Mývatn formlega af- hent til tilraunavinnslu. Verksmiðju- stjóri er Vésteinn Guðmundsson. Síld- arsöltun glæðist verulega. Fjórum börn- um naumlega bjargað frá drukknun á Skagaströnd vegna snarræðis ungra manna. Flugvél týndist. Flugmaður, Lárus Guðmundsson, fórst. Kisilvegur- inn um Hólasand sýndur fréttamönnum. Verðhækkanir dynja yfir. Landbúnaðar- sýning ákveðin næsta sumar. Unnið að mikilli vatnsveitu til Vestmannaeyja frá Syðstumörk undir Eyjafjöllum. Báts- farmur af smygluðu áfangi komið í land syðra. Áætlað verð 5 millj. kr. Illur andi hljóp í svínaeigendur á Akureyri. Frystihús boða rekstrarstöðvun. Pólverj- ar kaupa gærur fyrir 33 millj. kr. Sumir erlendir bankar hættir að skrá gengi ís- lenzku krónunnar. Alþingi sett, smjörið hækkar. Vistheimilinu Bjargi lokað. Upplýsingamiðstöð H-dagsins sett á stofn. Forsætisráðherra fordæmir geng- isfellingu. Sesseljubúð á Öxnadalsheiði. 50 DAGUR 50 ARA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.