Dagur - 12.02.1968, Side 55

Dagur - 12.02.1968, Side 55
á þeim 35 árum, er hann átti þar sæti, og var kona hans oft í för með honum. A Þingvállafundi þessum voru um 140 manns, þar af 19 „kjörmenn.“ Var þar samið ávarp til Þjóðfundar. Ekki var Trampe á fundi þessum en sendi þangað sýslumann til eftirlits. Hvað hann og Þingvallafund þennan boðaðann í óleyfi, en lagði þó ekki bann við. Er Þjóðfundarmenn komu á fundar- stað 4. júlí, var þar enginn konungsfull- trúi mættur og því ekki unnt að setja fundinn. Fundarmenn réðu þá ráðum sínum og kusu til þrjá menn, Jón Sig- urðsson, sr. Hannes Stephensen og Jón Guðmundsson, að fara á fund Trampe stiftamtmanns „og spyrja hann hvað því ylli, að fundur var ekki settur á ákveðn- um tíma.“ Skýrði Trampe þá svo frá, að stjórnarskjöl öll væru enn ókomin, en að hann teldi sig þó hafa spurnir af því, að hann hefði verið skipaður konungs- fulltrúi, og myndi því eftir ósk fundar- manna, setja fundinn daginn eftir, þótt til þess skorti hið skriflega umboð. Setti hann fundinn „í nafni konungs“ með ræðu laugardaginn 5. júlí. A þeim fundi voru kjörbréf afgreidd og kosinn forseti Þjóðfundar, varaforseti og tveir skrif- arar. A næsta fundi var svo eftir ábend- ingu stiftamtmanns, tekið fyrir að semja þingsköp. En það var ekki fyrr en 10. júlí, að Trampe gat. skýrt frá því, að skipunarbréf sitt sem konungsfulltrúa lægi fyrir. Samkvæmt bréfi þessu kvaðst hann eiga að leggja fyrir fundinn 3 frum- vörp, en á því var sá ljóður, að ekki fylgdi nema eitt þeirra skipunarbréfinu. Hinn 12. júlí voru frumvörp þessi loks Iögð fram, og var þá liðin rúm vika af fundartímanum. Er fundur hafði verið settur hinn fyrsta dag, kvaddi konungsfulltrúi til hinn elzta fundarmann, Pál amtmann Melsted (f. 1791 d. 1861), að stýra fundi. Páll var þá sextugur að aldri og konungs kjörinn Þjóðfundarmaður. Einn fundarmanna, konung kjörinn, var þá ókominn, en þrjá vantaði í hóp hinna þjóðkjörnu, og verður nánar að því vik- ið. Við forsetakjör hlaut aldursforset- inn, Páll amtmaður, 39 atkvæði, Kristj- án Kristjánsson 2 og Jón Sigurðsson 1. Ekki munu nú vera fyrir hendi nein óyggjandi gögn um það, hvers vegna Páll en ekki Jón Sigurðsson var gerður að forseta, en dr. P. E. Ó. telur ástæð- una augljósa: Jón hafi orðið að vera um of bundinn við nefndarstörf á fundinum til þess að geta gegnt forsetastörfum jafnframt. Hitt er og ekki ólíklegt, áð kosning Páls, sem var konungsfulltrúi á Alþingi, hafi þótt hyggileg til varúðar eins og á stóð, til að styrkja aðstöðu fundarins og væntanlegar ályktanir, og að Páli hafi einnig verið allvel treyst til að gæta réttar fundarmanna. En um það er lauk mun um þessa forsetakosn- ingu hafa þótt við eiga hið fornkveðna, að allt orkar tvímælis, þá gert er. — Varaforseti var kjörinn Kristján Kristj- ánsson, en skrifarar þeir Björn Halldórs- son guðfræðikandidat frá Sauðanesi, fulltrúi Norður-Þingeyinga, og Páll sýslumaður Melsted fulltrúi Snæfell- inga, sonur Páls amtmanns sem raunar varð kunnastur fyrir kennslu sína og mannkynssögubækur. Hann varð 98 ára gamall og mun hafa lifað lengst Þjóð- fundarmanna (f. 1812 d. 1910). A Þjóðfundinum áttu sæti 46 full- trúar 6 konungskjörnir og 40 þjóðkjörn- ir, 2 í kjördæmi hverju. Þjóðkjörnir full- trúar urðu þó ekki nema 37 og fundar- menn alls 43. Jón bóndi Samsonarson fulltrúi Skagfirðinga var forfallaður sak- ir meiðsla, er hann hlaut við fall af hest- baki. Gísli læknir Hjálmarsson fulltrúi Sunnmýlinga afsalaði sér fulltrúaréttind- unum. Tókst ekki að fá fulltrúa í hans stað, þótt þrisvar væri kosið, því að allir þeir, er kjörnir voru, fóru eins að. I Vestmannaeyjum var kjörinn Loftur Jónsson meðhjálpari og sáttasemjari þar á staðnum. En % af kjósendum hans (4 af 6) tilkynntu honum bréflega, að þeir afturkölluðu kjörbréfið, og báru því við, að hann hefði tekið trú Mormóna. Kom Loftur ekki til fundarins, en aftur köllunarbréfið var lesið í heyrandi hljóði á fundinum, „með þingsins samþykki.“ Kjörin var sjö manna nefnd til að semja frumvarp til þingskapa fyrir þjóð- fundinn. Fór nefndarkosning fram 7. júlí, en frumvarpið lá fyrir til umræðu 11. júlí og var afgreitt 15 júli. Þingsköp þessi voru í 74 greinum og all ýtarleg. Fyrstu 6 greinar þingskapanna hljóðaði svo: 1. gr. Þingmenn eru friðhelgir. Þingið eitt á sök á ræðum þingmanna og þó því aðeins að kært sé jafnóðum og ræðan er haldin. Utan þings er hver þingmaður vítalaus fyrir ræður sínar og atkvæði á þingi. 2. gr. Standandi skal hver þingmaður tala nema forseti leyfi og snúa máli sínu til forseta eða þingsins, en ekki ávarpa neinn þingmann sér í lagi eða með nafni. 3. gr. Sá á fyrst að tala, sem fyrstur stendur upp. Standi tveir eða fleiri upp jafnsnemma, sker forseti úr, hver fyrst skal tala, en greini menn á um það, skera þingmenn úr með atkvæðum. 4. gr. Sérhver þingmanna á rétt á að bera upp uppástungur um hvað sem er eftir þeim reglum, sem settar eru um meðferð málá á þingi. 5. gr. Enginn nema forseti má lesa upp ræðu sína skrifaða af blöðum. 6. gr. Heimilt er þingmanni að tala svo lengi sem hann vill í senn, meðan hann gerir ekki þingsafglöpun. „Þingsafglöpun“ er það samkvæmt 7. gr. m. a. „ef maður beitir konungi og vilja hans í því skyni að beygja frjáls atkvæði manna.“ Auk kjörinna nefnda var gert ráð fyr- ir, að fundurinn gæti skipt sér úr í „hlut- fallsnefndir“ til að taka mál til athug- unar áður en það kemur til 1. umræðu. Urðu þessar hlutfallsnefndir til á sama hátt og kjördeildir Alþingis nú. Var með samkomulagi byrjað að vinna að frum- vörpum stjórnarinnar á þennan hátt áð- ur en lokið var afgreiðslu þingskapanna. Ekki var ætlast til, að þær gæfu út nefndarálit. Gert var ráð fyrir þrem um- ræðum um lagafrumvörp. Stjórnarfrumvörpin þrjú, sem kon- ungsfulltrúi gat um í öndverðu, voru þessi: 1. Frv. til laga um ákvarðanir nokkrar áhrærandi siglingar og verzlun á Islandi, í 8 greinum. 2. Frv. til laga um stöðu íslands í fyrirkomulagi ríkisins og um ríkisþings- kosningar á Islandi, í 60 greinum ásamt „grundvallarlögum Danmerkurríkis." 3. Frv. til laga um kosningar til Al- þingis. Um verzlunar- og siglingafrumvarpið skal ekki fjölyrt hér. Það var tekið til 1. umræðu 18. júlí og afgreitt frá Þjóð- fundinum með breytingum á 15. fundi 6. ágúst með 38:4 atkv. Frumvarpið um alþingiskosningar var ekki afgreitt, en nefndarálit dagsett 9. ágúst. í hinu fyrra máli var kosin 7 manna nefnd og 9 manna nefnd í hinu síðara, og hafði hún jafnframt stjórnarskipunarmálið til með- ferðar. Kjörnar voru því alls þrjár nefndir á Þjóðfundinum. Jón Sigurðsson var í öllum þessum nefndum og fram- sögumaður þeirra í öllum málunum fjór- um. En í tveim þeirra kom ekki til þess, að framsögu yrði þörf. Um verzlunar- og siglingamálið urðu langar umræður, sem ekki verða raktar hér né meðferð þess máls að öðru leyti, og eigi heldur umræður um kosningafrumvarpið. Ekki skal heldur nánar getið þeirra erinda, er fyrir fundinum lágu og lýst var úr forsetastóli, enda voru þau fá. En áður en hafið er að gera grein fyrir aðalmáli Þjóðfundarins og afdrifum þess, er ástæða til að minnast þeirra fyrirspurna DAGUR 50 ÁRA 55

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.