Dagur - 12.02.1968, Page 62

Dagur - 12.02.1968, Page 62
álíka fyrir mig að fara í kennslu- stund og fyrir suma aðra að fara í lax. í kennslunni gleymi ég áhyggjum af öllu öðru, en það er oft erfitt utan kennslustunda. Kennslan er á þann veg hvíld frá áhyggjum, þótt hún krefjist auð- vitað sinnar orku. Lærdómur og siðgæðisþroski virðast ekki alltaí samferða? Nei, síður en svo, því miður. Menn geta lært og kunnað sín fræði, ári þess að siðgæðið hafi þroskazt. Þó tel ég það auðvitað spor í rétta átt, ef hægt er að venja menn á að vinna verk sitt af skyldurækni, þannig að þeir svíkj- ist ekki um að skila því, sem þeim er ætlað að skila. Hér reynir eink- um á þá, sem þurfa að hafa mikið fyrir því að læra. Annars er það ekki það versta. Ég hef oft meiri áhyggjur af hinum, sem eru gáf- aðir og þurfa lítið fyrir náminu að hafa. Hvað gera þeir við tím- ann, sem aflögu er? Hvort metur þú meira, gáfur eða siðgæði? Eftir því sem ég eldist og reyni meira, met ég meira siðgæðis- þroskann, og námshæfileikarnir skipa ekki æðsa sessinn. Nemend- um, sem taldir eru greindir, en mér hafa fundizt siðlega gallaðir, bendi ég stundum á, að það sé ekki greindarlegt að haga sér illa. Þeir eigi einmitt að nota greindina til þess að forða því, að lestir þeirra spilli lífi þeirra. Þannig sanni þeir bezt greind sína. Og þá er ekki nóg, að greindin snúist í klókindi. Menn komas aldrei alla leið á klókindum. Klókiridi vekja tortryggni og vantraust, og þannig eiga menn á hættu að fyrirgera því bezta, sem hægt er að eiga, traustinu. Það er hreinleikinn, sem er bezta vörnin, en klókindin eru löngum óhrein. Ég var að hugsa um það nýlega, að líklega væri ekki hægt að segja um neinn mann, að hann væri viturt ill- Ú2 DAGUR 50 ÁRA menni. Þessi tvö orð eiga ekki samleið. M. ö. o. það er einn þátt- ur vitsmunanna að vera góður. Annars mun það löngum reynast erfitt að tryggja það, að lærðir menn séu jafnframt siðlega þrosk- aðir. Reyna má þó að benda þeim á, að sá þátturinn hljóti alltaf að verða mikilsverður í gengi þeirra og gæfu, að þeir hegði sér drengi- lega. Það virðist íslenzkur veikleiki að fyrirgefa lesti, ef gáfur eru nóg- ar. Gáfurnar hafa alltaf verið svo mikils metnar hjá okkur, að þær hafa verið látnar afsaka ýmiskon- ar misgerðir. Ég met siðgæði meira en gáfur. Gáfurnar eru ekkert nema möguleikar, sem eftir er að vinna úr. En til þess þarf heiðar- leika og siðgæði, og það ræður jafnan úrslitum. Viltu segja nokkuð um hlut- verk norðlenzks menntaskóa? Hann á auðvitað, eins og aðrir menntaskólar, að efla þekkinguna í landinu, og á því er nú mikil þörf með síaukinni tækni og stöðugt flóknara þjóðfélagi. En svo á norð- lenzkur menntaskóli einnig að efla jafnvægi í byggð landsins, svo að notað sé það mjög þvælda orða- lag. Framtíð þjóðarinnar er meðal annars undir því komin, að landið sé byggt sem allra mest. Hver sveit og hver byggð þarf að finna til ábyrgðar sinnar og eiga sinn metnað að vera eitthvað af sjálfum sér. Það er frumskilyrði alls mann- dóms. í fámenninu reynir á hvern einstakling. Það er þess megin- kostur. í fjölmenninu verða of riiargir að engu eða verra en það. Finnst þér ekki, að nú sé tími hinna miklu tækifæra? Jú, vissulega er það svo, enda er stundum um það talað, hvað unga fólkið eigi nú gott með allt þetta val, sem lífið býður því. Rétt er það að vissu leyti, en menn gæta þess ekki alltaf, að hin mörgu tækifæri auka einnig á hætturnar. Það er ekki nóg að hafa möguleikana. Vandinn er að skapa eitthvað úr þeim. Áður var það á vissan hátt styrkur, hvað tækifærin voru fá. Brautin var mörkuð af aðstæðum og ekki um annað að gera en berjast til þraut- ar á þeim vettvangi, sem fyrir lá. Nú eru menn togaðir í allar áttir og vita oft ógerla, hvert stefna skal. Og peningarnir veita ungu fólki oft hættulega mörg tækifæri, löngu áður en það hefur þroska til að velja og hafna. Tæknin hefur gert okkur svo fi'jálsa gagnvart hlutunum. Áður var erfiðið verst að fást við nátt- úruöflin og hlutina. Nú er því oki óðum að létta af okkur. Maður- inn öðlast nýtt og áður óþekkt frelsi. En frelsið er ekki einhlítt. Maðurinn þarf jafnframt að vera í einhverjum skorðum. Þegar að- hald hlutanna hverfur, þurfa að taka við aðrar hömlur, ef við eig- um ekki að svífa í lausu lofti. Hin siðgæðislegu bönd þurfa að vera sterkari nú en áður vegna þessara breytinga á lífsbaráttunni. Innri bönd þurfa að skapast í staðinn fyrir ytri hömlur. Áður lagði nátt- úran okkur til verkefnin og skap- aði okkur vissa fótfestu, og glíman við hlutina létti okkur glímuna við manninn. En sú glíma verður erfiðasta verkefni framtíðarinnar. Hið siðferðislega los, sem orðið er of áberandi í þjóðlífinu, er megin- hætta þjóðarinnar. í sambandi við glímuna við náttúruna og hlutina skipti mestu að vera hygginn. Náttúran hefndi sín, ef á hlut hennar var gengið. Menn sviku sjálfa sig, ef menn sviku náttúruna. Nú eru viðskipti þorra manna orðin næsta lítil beint við náttúruna. Það eru við- skipti manna á milli, sem komin eru í staðinn. Þá vofir sú hætta yfir, að það, sem voru hyggindi í viðskipum við náttúruna, verði að ref jum í viðskiptum við mann- inn, og þá er siðferðileg vá fyrir dyrum og öll sönn menning í voða.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.