Dagur - 12.02.1968, Side 64

Dagur - 12.02.1968, Side 64
Karlakórinn Vísir hlaut aÍþjóðleg verðlaun Vísir veitti verðlaununum viðtöku á tónlistarhátíð í Cannes í Frakklandi, þann 27. janúar sl. KARLAKÓRINN VÍSIR var stofnaður árið 1924 i Siéluíiröi. Hefur kórinn starfað óslitið síðan o£ er Iön£u orðinn landskunnur fyrir söng sinn á konsert- um, i útvarpi o£ sjónvarpi, og einnig iyr'tr söng á hljómplötur bæði fyrr og síðar. Söngskrá kórsins heíur verið mjög fjölbreytt og má þar nefna kóra ur hin- um sígildu ópeum og einnig tónvek og Lagt upp í langa ferð Aðfaranótt sunnudags 21. janú- ar sl. lagði Karlakórinn Vísir, 47 manna hópur, af stað frá Siglu- firði og var förinni heitið til Cann- es í Suður-Frakklandi. Hafa varð hraðann á, því að norðanhríð hafði skollið á síðari hluta dags,i og var hætta á að leiðin til Sauðárkróks tepptist, en á Sauðárkróki var ákveðið að flugvél frá Loftleiðum tæki hópinn kl. 8 á sunnudags- morgun. — Ferðin þennan fyrsta áfanga gekk vel og með aðstoð snjó-ýtu skiluðu langferðabílar Siglufjarðarleiðar hópnum til Sauðárkróks í tæka tíð. Þaðan var flogið til Keflavíkur og stanzað þar nokkra stund, en kl. 10,30 var (64 DAGUR 50 ÁRA þjóðlög eftir erlend tónskáld. Þá hefur Vísir einnig sungið léttari tónlist, en samtímis lagt rækt við hina fornu, nor- rænu söngmcnningu, eins og tvísöng, vikivaka og rímnalög, sem á íslandi hafa haídizt óbreytt um langan aldur, sum allt frá heiðnum tíma. I Karlakórnum Vísi starfa nú um 50 söngmenn. haldið af stað aftur og nú flogið í einum áfanga til flugvallarins við Nice, og þar lent eftir 7 klst. flug. Aðdragandi verðlauna- veitingarinnar Skömmu fyrir jólin 1966 komu út á vegum Fálkans h.f. í Reykja- vík vær hljómplötur sungnar af Karlakórnum Vísi, önnur platan með 4 lögum, en hin með 14. Hljómplötur þessar náðu strax mjög miklum vinsældum og á rúmlega hálfu ári, eða til 1. júlí 1967, munu hafa selst af stærri plötunni um 3500 eintök, og mun það vera hæsta sala á íslenzkri hljómplötu hér á landi. Alþjóðasamband hljómplötu- framleiðenda, M.I.D.E.M, veitir árlega verðlaun þeim aðila í hverju landi, innan sambandsins, sem hefur ípesta hljómplötusölu. Að þessu sinni varð það því Karla- kórinn Vísir, sem þessi verðlaun hlaut, og í desembermánuði s.l. kom bréf frá Haraldi Olafssyni, forstjóra Fálkans, þar sern MIDEM kunngeröi að Vísir hefði hlotið þessi alþjóðlegu verðlaun og jafnframt var kórnum boðið að koma til Cannes, kynna sig þar með söng og veita verðlaununum viðtöku. Móttaka verðlaunanna Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika við að fara í svo langt og dýrt ferða- lag, ákváðu Vísismenn samt að taka boðinu, og var lagt af stað, eins og áöur getur, þann 21. janú- ar og komið heim 28. janúar. Var þá lent á Akureyri og flutti hinn góðkunni Drangur hópinn síðasta áfangann til Siglufjarðar. Verðaunaafhendingin fór fram laugardaginn 27. janúar á mikl- um hátíðahljómleikum, í sam- komusal, sem tekur um 1700 manns í sæti. Var hvert sæti skip- að í þessum stóra sal. Vísir var fyrstur á dagskránni, kynnti sig með söng og veitti söngstjórinn, Gerhard Schmidt, verðlaununum viðtöku. Var það kl. 18.10 eftir ís- lenzkum tíma, en hátíðadagskráin hófst hálfri klst. fyrr en auglýst hafði verið, vegna mjög mikillar þátttöku. Verðlaunin eru líkan af hljómplötu, með áletruðu nafni þess, er þau hlýtur. Öllu, sem fram fór á þessum hátíðahljómleikum, var sam- stundis útvarpað um þrjár út- varpsstöðvar í Vestur-Evrópu, þ. e. Monte Carlo, Luxemburg og Evrópa I. Auk þess var því einnig sjónvarpað um franska sjónvarp- ið, bæði í litum og svarthvítu. Þátttaka í þessari hátíðadag- skrá var talin hafa mikið auglýs- ingagildi fyrir þá, sem þar komu

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.