Dagur - 12.02.1968, Síða 65

Dagur - 12.02.1968, Síða 65
Katlakáritm Vísir á Siglufirði 1968. fram, en meðal skemmtikrafta á dagskránni mátti sjá mörg heims- þekkt nöfn. Verðlaun MIDEM- sambandsins voru veitt í 29 lönd og voru fulltrúar frá þeim við- staddir á þessari hljómleikahátíð og veittu verðlaunum viðtöku. Vikuna frá 21.—28. janúar var samfelld tónlistarhátíð í Cannes. Voru á hverju kvöldi tónleikar í tveimur samkomuhúsum, í öðru klassískir tónleikar en í hinu tón- leikar af léttara tagi. Voru þá hljómleikar hvers kvölds í umsjá einnar þjóðar, og tónlist þess lands flutt, og komu þar fram úrvals listamenn. Það, sem vakti sérstaka ánægju okkar Vísismanna — auk þess sem nafn Vísis var á skemmti- skránni meðal heimsþekktra skemmtikrafta — var að sjá fána Islands blakta meðal fána stór- þjóðanna. Voru fánar þátttöku- þjóðanna dregnir að hún á aðal- samkomuhúsinu, og vildi svo skemmilega til, að fáni íslands var staðsettur í miðri fánaborginni. Er vafalaust, að þessi þátttaka Vísis hefur verið ánægjuleg og vel heppnuð landkynning. Að lokum vill Karlakórinn Vís- ir færa þakkir menntamálaráð- herra, Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrir ágæta aðstoð, einnig Haraldi Ól- afssyni, forstjóra Fálkans, fyrir mikið undirbúhingsstarf vegna ferðarinnar. Þá færa Vísismenn fararstjóranum, frú Láru Zóega, beztu þakkir fyrir ágæta farar- stjórn og margvíslega fyrir- greiðslu, svo og fjölda mörgum öðrum er unnu að þessari ferð Vísis. Ferðaskrifstofan Útsýn skipu- lagði ferðina, en Loftleiðir lögðu til farkostinn, sem var flugvélin Þorvaldur Eiríksson. Söngstjóri Vísis er Gerhard Schmidt, en formaður Sigurjón Sæmundsson. í Karlakórnum Vísi eru nú um 50 söngmenn. (Frá Karlakórnum Vísi.) Dagur Fylgirit í tilefni nf 50 ára afmæli blaðgins 12. febrúar 1968. Ritstjóri cg ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Mynd á forsíðu er frá skátahátíð í Glerárgili á Akureyri 1967. Ljósmyndina tók E. D. Við umbrot og uppsetningu leið- beindi Kristján Kristjánsson. Prentun: Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri. DAGUR 50 ÁRA 65

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.